Leita í fréttum mbl.is

"ég hef ekki vitað um neinn sem hefur lifað af illkynja heilaæxli"

En það var með síðustu setningum sem við skrifuðum einum/tveim dögum eftir að okkur var tilkynnt að æxlið hennar Þuríðar minnar væri skilgreint sem illkynja. Ég heyrðum aldrei um nein kraftaverk þegar hún var sem veikust, ALDREI.  Við vissum bara af öllum sem höfðu ekki lifað af þessi illvíg veikindi og það að sjálfsögðu hjálpaði ekkert, það var búið að segja við okkur að það væri ekkert hægt að gera meira fyrir hana en við neituðum að trúa því þó svo við trúum og treystum læknunum okkar alltaf en þetta var bara svo óraunhæft.  Þannig í samvinnu við þá, ákváðum við að senda læknunum okkar í Boston mail og þeir ákváðu að senda hana í geisla en það var ekki til þess að lækna hana það var BARA til að lengja líf hennar.  Geislarnir hittu beint í mark og hér er hún enn þremur og hálfu ári síðar (tæp) og hefur ekki krampað í þrjú ár, við þurfum nánast stækkunargler til að sjá það á myndum (smá alhæfing) en miða við hvað það var orðið stórt.  Þetta er alveg stórkostlegt KRAFTAVERK. 

Það er líka endalaust gaman að fara með hana uppá spítala því læknarnir eru alltaf meira og meira hissa hvað hún lítur vel út og hvað hún er mikið kraftaverk.  Að barnið skuli hafa verið nánast öll lömuð hægra megin, uppdópuð, fá 50 krampa á dag fyrir þremur árum er bara með ólíkindum.  Þið mynduð ALDREI trúa því að þetta væri sama barnið og þið hefðuð séð fyrir þremur árum.  Eitt er víst, við hefðum þurft að heyra frá svona kraftverki fyrir þremur árum en ekki vera farin að "plana" jarðaför, það hefði hjálpað okkur gífurlega mikið, maður lifir á voninni og trúir á að kraftaverkin gerast og þau GERAST.  Við megum ALDREI missa trúnna alveg sama hvað er búið að segja við okkur, jú þeir gáfu Þuríði nokkra mánuði og margir spurja okkur hvort við hefðum frekar viljað sleppa því að fá að heyra það?  Æji ég veit það ekki, get eiginlega ekkert sagt um það, sumir vilja ekki heyra neitt um svoleiðis sem hafa verið eða eru í þessari stöðu svo þetta er ofsalega misjafnt enda erum við misjöfn.

Það er líka eitt sem hefur hjálpað okkur í gegnum veikindin hennar Þuríðar minnar þar að segja hjálpað okkur að "halda höfði", við höfum aldrei hætt að "lifa lífinu".  Við höfum aldrei vafið Þuríði okkar bara í bómul og farið að bíða að henni myndi hraka meira, við höfum ALLTAF planað hluti frammí tímann þó svo okkur var sagt að hún ætti bara nokkra mánuði ólifaða (sem var í okt) ákváðum við samt að plana sumarið eftir því það var ALDREI í myndinni að hún væri að fara frá okkur.  Jú margir þora ekki að plana morgundaginn sem eru að ganga í gegnum svona hluti sem jú  ég skil en við ákváðum að halda áfram að lifa og plana framtíðina með alla með í myndinni enda ekkert annað í boði.

Ég veit ekki afhverju ég er að skrifað þetta kanski bara vegna þess að fólk í okkar stöðu eða Þuríðar stöðu þarf á svona að halda.  Við þurfum á að halda heyra það góða, BARA það góða, við þurfum að eiga einhverja von og trúa á kraftaverkin.  Við þurfum að heyra meira um þau.
tur_KR
Það sem hefur líka hjálpað Þuríði minni mikið í gegnum veikindin hennar hvað það hefur saman safnast mikið af góðu fólki í kringum hana, það hafa allir verið tilbúnir að gera eitthvað fyrir hana og það þarf ekki mikið til, til að gleðja þetta litla hjarta.  Hérna að ofan er t.d. mynd af henni en hún fékk að fara á æfingu hjá uppáhalds liði móðirnnar og þá að sjálfsögðu hennar líkaSideways.  Þeir voru ótrúlega flottir KR-ingar við hana þennan dag(meistaraflokkur karla).  Það eru svo margir sem hafa gefið henni tíma sem við verðum og erum ótrúlega þakklát fyrir.

Minni ykkur annars á tónleikana á laugardaginn í Háskólabíó til styrktar Styrktarfélagið krabbameinssjúkra barna.  Getið keypt miða á www.midi.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Alfreð Símonarson

Ég vildi bara segja ykkur að ég er mjög snortinn af þessari lesningu. Ást og kjærleikur til ykkar, megi ykkar reynsla og lífskraftur vera öðrum fordæmi.

Alfreð Símonarson, 14.1.2010 kl. 21:09

2 identicon

yndislegt, gangi ykkur allt í haginn í framtíðinni.

Didda ókunn (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 22:01

3 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Þið eruð alveg ótrúlega flott...ég er svo hjartanlega sammála...maður verður að trúa á kraftaverkin...þau eru til...Þuríður ykkar Arna sannar það og er sú hetja sem maður horfir oftast til með aðdáun og virðingu. Og þið foreldrarnir eruð kletturinn hennar...hún treystir ykkur og með ykkar jæákvæðni og trú á lífið sjálft hafið þið stutt hana áfram og komið henni þangað sem hún nú er. Frábær stelpa og frábærir foreldrar

Kærleikskveðja.

Bergljót Hreinsdóttir, 14.1.2010 kl. 22:02

4 identicon

Til hamingju með þetta kraftaverk,það er svo jákvætt að lesa skrifin þín þú ert algjör snillingur

Sigrún (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 23:00

5 Smámynd: Ragnheiður

Laaangflottust og ekki bara hún heldur þið öll familían, algerir snillingar. Samheldin og flott

Ragnheiður , 15.1.2010 kl. 01:54

6 Smámynd: Ísbjörn

Ég er ekkert hissa á að þú skulir tjá þig um kraftaverkastelpuna þína. Það er svo hárrétt hjá þér að fólk þarf að fá að heyra og heyra sem oftast, að kraftaverk geta gerst. Til hamingju með flottu stelpuna þína og öll börnin þín. Þið eruð frábær fjölskylda sem margir gætu tekið sér til fyrirmyndar. Viðhorf ykkar til lífsins er svo heilbrigt og flott. Gangi ykkur vel áfram.

Kveðja, Sóley (ókunnug en fylgist með!)

Ísbjörn, 15.1.2010 kl. 09:37

7 identicon

Frábær pistill hjá þér Áslaug eins og svo oft áður.  Þessi skrif hjálpar mikið þeim sem eru að ganga í gegnum erfiðleika eins og þið hafið farið í gegnum.  En einnig er þetta góð áminning fyrir alla sem eiga erfitt...sama hvers eðlis það er, að gefast ekki upp og trúa á kraftaverkin :-)

Kv. Hrafnhildur Ýr

Hrafnhildur Ýr (IP-tala skráð) 15.1.2010 kl. 09:47

8 identicon

Kristín (IP-tala skráð) 15.1.2010 kl. 10:45

9 identicon

Það runnu bara tár, hún er sannkallað kraftaverk og þið algjörar hetjur að gefast aldrei upp hversu svart allt var...

Knús!

Lilja ( ókunnug ) (IP-tala skráð) 15.1.2010 kl. 10:58

10 identicon

Elsku frábæra fjölskylda,það er alveg satt hún Þuríður(BROSDÚLLA)er sko kraftaverkabarn,og er sko ekkert að fara eitt né neitt ,nema bara það sem hún sjálf vill fara,hún er bara EINSTÖK BLESSUN.Kærleikskveðjur Hrönn.

Hrönn (IP-tala skráð) 15.1.2010 kl. 11:02

11 identicon

Frábært að heyra þetta, til lukku!!!

Þetta gerist.. kannski ekki alveg spontaneus í ykkar máli..
http://en.wikipedia.org/wiki/Spontaneous_remission

Frábært!!

DoctorE (IP-tala skráð) 15.1.2010 kl. 12:50

12 Smámynd: Halla Rut

Ég er snortin yfir orðum þínum.  Von er það besta sem hver á og ættum við aldrei að sleppa henni. Það er sama og að gefast upp.

Ég sendi ykkur hér með mína mestu von og kærleik.

Halla Rut , 15.1.2010 kl. 18:21

13 identicon

Hæ sætu,sætu mæðgur og allir hinir í fjölskyldunni.Ég þarf nauðsynlega að tala við ykkur Óskar því það er á döfinni dálítið sem snertir krabbameinsgreind börn og okkur langar að spjalla við ykkur um þetta.Það væri gott ef við gætum komið og hitt ykkur hjónin fljótlega ég og vinur minn sem er með mér í þessu.Áslaug þú værir kannski bara til í að hringja í mig eftir helgina eða um helgina ef þú ert forvitin og við mælum okkur mót darling.Ég er svo glöð fyrir hönd Þuríðar minnar og eins og ég segi svo oft guð er góður og gerir kraftaverk.Heyrumst fljótlega elskan og knús á línuna....hugs and kisses

Björk töffari (IP-tala skráð) 15.1.2010 kl. 22:56

14 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Þú bloggaðir einhvern tímann um fólkið sem var alveg æst í að segja þér endalausar hryllingssögur af fólki sem dó úr krabbameini þegar þú vildir heldur fá að heyra eitthvað jákvætt. Veistu, þessi skrif þín, ég er sannfærð um að þau hafa bjargað einhverjum sem er núna að berjast með veikt barn sitt og þarf á voninni að halda, sem þarf að fá að heyra eitthvað jákvætt. Það er svo sjaldgæft að heyra svona jákvætt og skemmtilegt blogg um krabbamein, hún Þuríður þín er svo sannarlega gangandi kraftaverk. Ég les bloggið þitt oft í viku þó að ég þekki þig ekki neitt, þessi jákvæða orka kemur alltaf að notum.

Kveðja, Bidda

Margrét Birna Auðunsdóttir, 15.1.2010 kl. 23:17

15 identicon

Sæl Áslaug.Ég hef þó nokkuð oft lesið skrifin þín en aldrei kvittað fyrir, veit svo sem ekki af hverju ég hef ekki gert það , en ætla að bæta úr því hér og nú. Mér finnst mjög uppbyggjandi að lesa skrifin þín um ótrúlega veikindasögu hennar Þuríðar Örnu og reyndar um líf ykkar. Mér finnst þú vera sönn hunndagshetja og öðrum til mikillar fyrirmyndar , með æðruleysi og hispurleysi en með þessari hlýju og styrk sem mér finnst skína í gegn um skrifin þín. Sendi þér og ykkur öllum mínar bestu kveðjur og vona að þið hafið það sem allra best og tapið aldrei voninni. Bið þig svo að afsaka dónaskapinn að hnýsat svona inn í líf ykkar með að lesa síðuna þína og kvitta ekki fyrr en nú. Bestu kveðjur frá Akureyri Hjördís

Hjördís Blöndal (IP-tala skráð) 16.1.2010 kl. 01:10

16 identicon

Það er alveg frábært að sjá hvernig þið hafið "dílað við lífið". Þetta er svo sannarlega hvatning til annara, hvort sem þeir eiga veik börn, eru veikir sjálfir eða eins og þú segir, þora ekki að skipuleggja framtíðina af hræðslu við það óþekta.  Það eru fólk eins og þið sem gefið því fólki von.

Farin að skipuleggja framtíðinu Lifum lífinu lifandi!

Bestu kveðjur, Helga skagatáta.

Helga Arnar (IP-tala skráð) 16.1.2010 kl. 20:51

17 identicon

Yndislegt að lesa.  Kæra Áslaug og stórfjölskylda þið eruð alveg einstök.

Kveðja frá Þorgerði.

Þorgerður (IP-tala skráð) 17.1.2010 kl. 11:45

18 identicon

Maður verður klökkur við svona lestur, ótrúleg hetjusaga lítillar stúlku og fjölskyldu hennar.

Margrét (IP-tala skráð) 17.1.2010 kl. 13:30

19 identicon

Það er málið að fréttist af svona tilfellum eins og Þuríði ykkar.

Þetta eru góðar vísur sem aldrei eru of oft kveðnar.

Það berast svo margar fréttir af töpuðum orrustum.

Sendi kærleikskveðju í húsið til fallega hópsins.

frá Sólveigu

Sólveig (IP-tala skráð) 18.1.2010 kl. 15:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband