Leita í fréttum mbl.is

Sú allra flottasta

Við vorum að koma úr foreldraviðtali hjá hetjunni minni og að sjálfsögðu kom það stórkostlega út.  Hún Þuríður Arna mín er bara snillingur, lesturinn hjá henni er allur að koma til, er farin að skrifa svo fallega og hvað þá teikna.  Hún er hætt að koma mér á óvart þar sem ég veit að hún getur ALLT sem hún ætlar sér.  Núna situr hún hérna hliðina á mér og prjónar, henni langaði svo að læra prjóna þannig við mæðgur settumst niður og mín kenndi stelpunum sínum að prjóna og Þuríður Arna getur þetta svona nánast hjálparlaust.  Bara snillingur!!  Eftir að hún fékk gleraugun sín þá breyttist svo margt hjá henni enda var hún loksins farin að sjá hvað hún var að gera.  Ég meina maður sér ekkert svakalega vel með plús fimm á báðum.

Þuríður er á fullu á hestum þar að segja í sjúkraþjálfun og finnst það ÆÐI, hún var líka að byrja í fimleikum þar sem hún horfir á systir sína æfa sig alla daga og er þvílíkur snillingur langaði henni að sjálfsögðu líka að byrja æfa.  Þetta eru ótrúlega góðar æfingar fyrir hana, styrkja hana og svo finnst henni þetta líka bara svo gaman.

Jú ég er sjálf á fullu í minni sjúkraþjálfun og endurhæfingu, er búin að vera í "rannsóknum" útaf verkjum í líkamanum.  Er búin að vera mjög kvalin þannig ég ákvað bara sjálf að panta tíma hjá bæklunarlækni sem sendi mig samstundis í segulómun og röntgen.  Jújú það eru einhver slit í grindinni og ekki alveg í lagi með eitthvað þarna í bakinu, æjhi get kanski ekki mikið sagt frá því einsog er.  Er að fara hitta hann bæklunarlækninn aftur í næstu viku og þá á mín líka að fara í einhverjar sprautur vegna verkja sem vonandi lagar þetta. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það er ekki furða þó eitthvað verði undan að láta hjá ofurkonunni þér. Hún Þuríður Arna er auðvitað bara snilld og frábært hvað allt gengur vel. Hefur þú kynnt þér hvaða lyf það er sem þú átt að fá. Og hefur þú kynnt þér meðferð á stoðkerfi á Sjúkrahúsinu í Stykkishólmi. Skoðaðu þetta mjög vel og taktu svo ákvörðun um hvað þú gerir.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 25.1.2010 kl. 17:48

2 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Þuríður er ótrúleg ofurkona:):)...Tek undir með Hólmfríði að ath. með Jósep og hans lið í Stykkishólmi...Kær kveðja...

Halldór Jóhannsson, 25.1.2010 kl. 20:03

3 Smámynd: Aprílrós

frábær stelpa hun Þuríður Arna. Farðu vel með þig Áslaug mín og gangi þér vel í rannsóknum og öllu þvi sem fylgir þvi. Tek undir með Hólmfríði og Halldóri að kanna vel og möguleika.

Aprílrós, 26.1.2010 kl. 07:07

4 identicon

Auðvita getur hún allt...af því að hún ætlar sér það :) Gaman að lesa svona fallega færslu, full af sigrum, full af gleði.

Bænir mínar verða áfram fyrir ykkur duglega fjölskylda og Áslaug farðu vel með þig og mundu að hlusta á líkamann.

með kærleikskveðju 4 barna mamman

4 barna mamman (IP-tala skráð) 26.1.2010 kl. 09:44

5 identicon

Já , hún Þuríður blómstrar eftir að eftir að hún fékk gleraugun. Samgleðst ykkur með allar þessar framfarir hjá skvísunni . Gangi þér vel Ofurkona.

Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 26.1.2010 kl. 10:15

6 identicon

Samgleðst innilega með litlu ofurkonuna.  Gangi þér allt í haginn með þín mál Áslaug min.  Kveðja frá Þorgerði.

Þorgerður (IP-tala skráð) 26.1.2010 kl. 14:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband