30.1.2010 | 23:59
Sum augnablik gleymast seint
Þessi mynd hér að ofan var tekin af hetjunni minni í Boston nóv'05. Hún var í "tónlistartíma" ásamt öðru barni bara svona til að stytta þeim stundir en hún elskar tónlist. Á þessari stundu var verið að bíða eftir krampa hjá henni og ég gleymi þessum mínútum seint, það var búið að minnka lyfin hennar dáltið svo hún fengi krampa sem fyrst og ég sat yfir henni með "neyðarbjölluna" í annarri því um leið og hún fengi krampa átti ég að hringja í liðið. Það liðu ekki margar mínútur eftir að hún var "trömpuð" niður af lyfjunum sínum að hún fékk STÓRAN krampa og stofan var full af hjúkkum og læknum og það erfiðasta var eiginlega að ég var ein en Skari þurfti að skreppa frá í nokkrar mínútur. Læknarnir tilkynntum mér það eftir á að þau hafa aldrei séð jafn snögg viðbrögð hjá foreldri. Þarna var manni "hent" í burtu svo liðið gæti sinnt hetjunni minni og maður lamaður að fylgjast með, gífurlega erfitt tímabil sem mig langar ALDREI að upplifa aftur, ALDREI!!
Skari minn kom stuttu eftir krampann og hafði að kveðja hana áður en hún fór í myndatökurnar sínar, algjörlega útsleginn. Ef það er eitthvað sem manni langar ekki að upplifa um ævina þá er það sjá börnin sín kveljast og kanski ekkert geta gert fyrir þau nema leyfa þeim að finna ást og hlýju frá manni. Mikið ofsalega hefur mig oft langað að fá þessa kvöl yfir á mig, börn eiga ekki að þurfa kveljast svona. Sárast í heimi!
Þuríði minni líður ofsalega vel í dag, að sjálfsögðu er hún ekki einsog heilbrigð börn enda búin að taka "tonn" af lyfjum meira en hálfa sína ævi og þessi lyf eru bara "eitur" hvað þá sem kramparnir hafa "skemmt" mikið fyrir henni en það sem hefur hjálpaði henni en þá var hún undan í þroska áður en hún veiktist og ég trúi því að það hafi hjálpað henni. En hún er hamingjusöm og líður vel og þá líður mér VEL.
Hérna er brot af einum af mínum uppáhalds texta í dag:
Öðru hvorum söng sem nú er sunginn er tómt svartsýnisraus.
Og textaskáldin sýnast mörg sorgum þrungin já, langt upp fyrir haus.
En ég vil heldur syngja' um björtu hliðarnar á ævinnar braut.
Ég er ánægður ef ég á söng í hjartanu og saltkorn í minn graut.
Já, syngjum um lífið
og lofum það líka,
þó að peningana skorti getur hamingjan oft gert menn æði ríka.
Það er nógur tími til að hugsa' um dauðann eftir dauðann
njóttu lífsins meðan kostur er.
Ég syng bara' um lífið
og syngdu með mér.
Þó að jarðskjálftar, eldgos, frost og fárviðri sé fréttaefni
Þá er fegurðin og ástin já og sólskinið hið rétta ef
sem er þess virði að það sé leitað uppi og notið sé vel.
Því að bjartsýni, bros og gleði' í sálinni er best, það ég tel.
Eigið góða daga og njótið þess að vera til, mikil tímasóun að vera síkvartandi og kveinandi um eitthhvað sem skiptir svo litlu máli. Heilsan er ofsalega dýrmæt og við vitum aldrei.....
Einn daginn var Þuríður Arna mín heilbrigð og fjörug stelpa. Annan daginn þurfti hún að "læra labba" á ný eftir mjög svo hættulega aðgerð einsog þið sjáið á myndinni hér að neðan. Þarna er ég líka komin átta mánuði á leið með Theodór minn staddar í Boston.
Gífurlega erfiðir tímar en samt svo gott að rifja þá upp því það eru svo GÓÐIR tímar hjá hetjunni minni.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er einmitt með svona upprifjunum sem bati eftir veikindi er mældur. Að geta aðeins meira en í gær, í síðustu viku/mánuði/ári.
Þá sést svo vel hvað manni hefur batnað rosalega mikið og er óskaplega heppinn. Hún er algör hetja og rúsína þessi stelpa. Almættinu sé þökk fyrir þessa miklu blessun
Hólmfríður Bjarnadóttir, 31.1.2010 kl. 01:18
...
Halldór Jóhannsson, 31.1.2010 kl. 04:17
Algjörar hetjur - þið öll!
Ég man alveg ágætlega eftir þessum tíma en ég átti Sunnu Líf í nóv.05 og var viðkvæmari en allt og skildi ekki þá og hef aldrei skilið hvernig þú fórst að þarna úti kasólétt ...
Þið hafið öll staðið ykkur frábærlega í þessari baráttu og vonin og trúin á kraftaverk sem aldrei vék frá ykkur... Haldið áfram á sömu braut og horfið fram á veginn.
Súsanna (IP-tala skráð) 31.1.2010 kl. 14:37
Takk fyrir það Súsanna.
Veistu það, ég skil ekki heldur hvernig ég gat þetta kasólétt af Theodóri en það var bara ekkert annað í boði og maður fær einhvern auka kraft. Þú hefðir getað þetta ef þú hefðir verið í þeirri stöðu.
Áslaug Ósk Hinriksdóttir, 31.1.2010 kl. 17:10
Ég man líka eftir þessu, Sússa er skýringin á því að ég er hér lesandi. Var að fylgjast með henni minnir mig og hún vísaði á þig
Ragnheiður , 31.1.2010 kl. 23:15
RIIIIISAKNÚS til ykkar elskurnar
Aprílrós, 1.2.2010 kl. 19:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.