Leita í fréttum mbl.is

Þreytt og pirruð

Þá er ég búin að sex sprautur í  kroppinn til að lina þessa helv.... verki en finnst þessar sprautur ekki hafa gert mikið gagn.  Jú læknirinn sagði að þær myndi ekkert "lækna" þar að segja verkirnir myndu ekkert hverfa en þeir ættu nú að vera þolanlegir allavega í þá kanski þrjá mánuði.  Kanski eru þessi þrír mánuðir svona hrikalega fljótir að líða að mér er farið að verkja strax aftur.  Ofsalegt rugl!!  Ég er hætt að taka verkjatöflurnar því ég verð svo þreytt á þeim en tek inn svefntöflu á kvöldin sem ég hef aldrei gert fyrirutan tvö eða þrjú skipti þegar álagið var sem mest með Þuríði mína og jú ég fæ þá allavega 5/6 tíma svefn en fyrir það var ég varla að ná klukkutímanum. 

En þið getið samt ekki ímyndað ykkur hvað ég er fegin að það er ég sem kvartandi og kveinandi en ekki hetjan mín, ekki það að  hún hafi kvartað eitthvað á sínum verstu tímum en það er ekki neitt sem tengist henni og þá er ég líka glöð.  Ég er ekki með neinn lífhættulegan sjúkdóm en er samt kvalin í líkamanum og er orðin nett þreytt og pirruð á því og langar að það lagist.

Það er líka einhver stór hnútur í maganum, held að það tengist kanski haustinu en þá er stefnan sett á vinnumarkaðinn.  En í þau bæði skipti sem ég hef verið farin að gæla við að fara vinna aftur þá hefur Þuríði minni farið að hraka aftur þannig ég er ofsalega hrædd við að vera farin að gæla við það og svo veit ég heldur ekkert hvernig líkaminn minn verður en ég er að reyna að fara á fullt að vinna í honum.  Jú svo er það líka "hver vill ráða manneskju í vinnu sem hefur ekki verið á vinnumarkaðnum í 8 ár?" (þannig séð), "við hvað á ég að fara vinna við?", "vill einhver fá manneskju í vinnu sem á langveikt barn og veit ekkert hvað hún þyrfti að vera mikið frá vinnu?" (kanski náttúrlega ekkert), ég hef að sjálfsögðu ekki mikla reynslu á vinnumarkaðnum þó svo ég viti að ég kunni margt og geti allt sem mig langar að geta, vinn mína vinnu 100%, dugleg, hröð, álags vinna væri lítil kökusneið fyrir mig en það er bara spurning hvað vinnuveitendur hugsa?  Já það er margt sem hvílir á manni en ég er bara þessi týpa sem vill vita allt 100% og vera með allt á hreinu (frekar skipulögð) en það er víst ekki í boði í okkar fjölskyldulífi þó svo maður plani allt að allt sé í lagi.

Það er vetrarfrí í skólanum hjá Þuríði minni og hún er sko fíla að eiga "mömmufrí" þannig við mæðgur erum bara að dúlla okkur saman.  Kíktum í heimsókn til einnar hetju okkar í gær sem var ofsalega gaman og ég vona að hetjan okkar hafi það sem allra best og taki næstu tvær vikur í lyfjameðferðinni sinni með trompi.

Hér verður að sjálfsögðu partý í kvöld en mín farin að þrá smá hjónafrí.
Eigið góða helgi kæru vinir, njótið þess að vera til.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Knus og Oskar ser um kossanna...er tad ekki kallinn....

Halldór Jóhannsson, 19.2.2010 kl. 21:57

2 identicon

 SælVildi bara segja að mér finnst þú frábær (þó að ég þekki þig ekki persónulega) og mér finnst ég alltaf læra eitthvað nýtt við að lesa bloggið þitt og kannski verða örlítið betri manneskja .  ÉG vona að þú fáir frábært starf þegar þú ert tilbúin til að fara aftur að vinna og ég trúi ekki öðru en að það sé fullt af fyrirtækjum sem sæju sér hag í að ráða manneskju eins og þig ;)  Gangi þér allt í haginn.

Sigga (IP-tala skráð) 19.2.2010 kl. 22:49

3 identicon

Sæl Áslaug.

Mig langar að benda þér á hylki sem heita Nutrilenk og hafa gert stórkostlega hluti fyrir fólk sem ég þekki, m.a. pabba minn sem í mörg ár hefur þjáðst af slitgigt og fengið sprautur með misjöfnum árangri. Hann finnur ekki til í liðunum í dag eftir að hafa tekið inn þessi hylki. Ég þekki fleiri með sömu sögu. Þau fást td. í Þín verslun og í Fjarðarkaupum. Mæli með því að þú amk kynnir þér þetta ;) Gangi þér vel!

Brynja (IP-tala skráð) 19.2.2010 kl. 23:58

4 identicon

Stórt KNÚS á þig Áslaug min.

Þorgerður (IP-tala skráð) 20.2.2010 kl. 07:46

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sprauturnar hafa gefist misjafnlega eftir því sem ég best veit. Gerðu allt sem hægt er til að nota þær ekki. Kærleikskveðjur.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 21.2.2010 kl. 00:19

6 Smámynd: Ragnheiður

Já það er margt sem er gott fyrir okkur verkjafólkið. Ég tek inn olíu og ímynda mér að ég sé að smyrja liðina. Fékk grindargliðnun vegna hormónaójafnvægis fyrir 3-4 árum og var þá ráðlagt að fara í ræktina, er að bögglast við það núna og held að mér líði betur.

Sá sem réði þig í vinnu yrði ekki svikinn Áslaug, það veit ég

Ragnheiður , 21.2.2010 kl. 01:22

7 Smámynd: Helga Linnet

Ertu ekki með vefjagigt?

Það er algengur kvilli hjá fólki sem hefur verið undir miklu álagi. Þá verkjar manni allstaðar og ekkert virðist geta lagað það. Ef einhver "potar" í mann einhverstaðar á líkamanum er eins og sársaukinn stigmagnist þar til hann verður óbærilegur. Það má bókstaflega ekkert koma við mann!

Ég hitti lækni á sínum tíma sem var gigtarlæknir og hans sérsvið var vefjagigt. Hann lét mig á tvennskonar lyf sem gjörsamlega hafa bjargað mínu lífi. Hvorugt lyfjanna er ávanabindandi og hafa skammtímaverkun.

Ættir að hitta á gigtarlækni og láta athuga þetta. Ef þú vilt frekari upplýsingar máttu senda mér línu :)

Helga Linnet, 25.2.2010 kl. 10:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband