Leita í fréttum mbl.is

Í litlu blogg stuði

Hef haft frekar litla löngun til að skrifa hérna og svo er líka hrikalega mikið að gera.  En núna er ég gangandi á milli lækna, jessúss hvað það er leiðinlegt en doktorinn minn vill komast til botns á þessum öllum verkjum sem eru að kvelja mig.  Eru þetta bara "sálrænir" verkir sem koma undan álaginu sem við höfum verið undir síðustu ár eða er þetta eitthvað meira en það?  Eitt er víst að ég er kvalin af verkjum og það er alveg að fara með mig.  Jú ég er með einhverja gigt sem á að skoða betur og svo á að senda mig til taugalæknis vegna sumra einkenna sem eru að gera mig gráhærða.   En mikið er ég nú samt fegin að þetta er ég sem geng á milli lækna og er kvalin í kroppnum en ekki hetjan mín hún Þuríður, hún er ótrúlega flott þessa dagana og ekkert bendir til einhverra breytinga í æxlinu en samt er ég með endalaust stóran hnút (sem stækkar stöðugt) í maganum fyrir maí mánuði þegar hún fer í rannsóknirnar sínar.  Aaaargghhh!!

Eigið góða helgi........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góða helgi kæra fjölskylda..

Þorgerður (IP-tala skráð) 11.3.2010 kl. 21:23

2 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Kærleiksknús:)

Halldór Jóhannsson, 11.3.2010 kl. 23:04

3 identicon

Elsku Áslaug mín....vona að þér fari að líða betur og ég skil þig mætavel og get sagt það með sanni.Vona að helgin verði góð hjá ykkur elskurnar og hvernig væri hittingur í næstu viku'''??Love töffarinn

Björk töffari (IP-tala skráð) 12.3.2010 kl. 00:21

4 identicon

 Elsku Áslaug, rosagott að fá smá fréttir.

Mér finnst hörmulegt að heyra að þér líður áfram svona illa og bið Guð að gefa að eitthvað GOTT finnist út úr því.  Því þó þú sért sæl að þetta er ekki hetjan, þá bara verður þú að ná heilsu því þú ert "primus motor"  i þinni stóru og fallegu fjölskyldu.  Og er ég þá alls ekki að gera lítið úr Skara. ALLS EKKI.

Já takk fyrir og sömuleiðis góða helgi.

kærleikskveðja frá Sólveigu

Sólveig (IP-tala skráð) 12.3.2010 kl. 12:54

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þú sagðir svo oft að þú vildir geta tekið veikindin hennar yfir á þig og hefur það bara ekki gerst og verkirnir eru að koma núna þegar athyglin dreyfist meira. Bið Guð að senda þér bata og frið

Hólmfríður Bjarnadóttir, 13.3.2010 kl. 01:31

6 identicon

Tendra ljós fyrir þig duglega kona og þína fallegu fjölskyldu. Vona að það finnist einhver lausn til að láta þér líða betur....æi vildi ég gæti tekið þessa verki í burtu. 

Kærleikskveðja 4 barna mamman

4barna mamman (IP-tala skráð) 13.3.2010 kl. 10:44

7 identicon

Kristín (IP-tala skráð) 14.3.2010 kl. 16:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband