Leita í fréttum mbl.is

Fallegur texti...

Gult fyrir sól, grænt fyrir líf,
grátt fyrir þá sem reka menn út í stríð.
Hvítt fyrir börn, sem biðja um frið,
biðja þess eins að fá að lifa´eins og við.
Er ekki jörðin fyrir alla?

Taktu þér blað, málaðu´á það
mynd þar sem að allir eiga öruggan stað.
Augu svo blá, hjörtu sem slá,
hendur sem fegnar halda frelsinu á.
Þá verður jörðin fyrir alla.

Var sungið af 5 ára (300stk) leikskólakrökkum á barnamenningarhátíðinni og eitt af þessum krökkum af Oddný Erla mín og maður var gæsahúð nánast allan tíman.  Þau voru rosalega flott og lögðu mikla vinnu við þetta atriði.

Þuríður Arna mín er ágætlega hress, mætti sofa meira en hún sefur alltof lítið en samt nánast alltaf svo hress, reyndar skipti kanski litlu máli fyrir mig hvenær hún vakni á morgnanna þar sem ég er farin út rétt fyrir sex í Cross-fitið en það lendir bara á pabba hennar í staðin sem við sjáum frekar lítið af þessar vikurnar.  Jú eiginmaðurinn er í 100% vinnu, fullu háskólanámi og svo er kosninga"baráttan" hafin, nóg að gera en þetta er nú bara tímabundið ástand. 

Jú það styttist hratt í rannsóknirnar hjá hetjunni minni og verkirnir í maganum verða bara verri, mér finnst kvíðin alltaf verða verri þó svo það lengist á milli rannsókna og ekkert sérstaklega bendir til breytinga í æxlinu til hiðs verra.  Mikið verður gott þegar 11.maí verður liðin og við búin að fá góðar fréttir og eftir að við höfum fengið þær fréttir þá er stefnan sett á að fjarlægja "brunninn" hennar enda lítið sem ekkert notaður.  Það yrði rosalega stórt skref að fjarlægja hann en okkur finnst tími til komin að losa okkur við hann ÞEGAR við erum búin að fá góðu fréttirnar.

Sumarið framundan og það er svo margt skemmtilegt til að hlakka til, Þuríður Arna mín er komin inn í sumarbúðir hjá þeim í Reykjadal og ætlar að vera þar í viku.  Veit ekki alveg hvursu mikið móðirin er spennt fyrir því en ég veit að við höfum báðar gott af þessu en ég er samt hrikalega kvíðin en ætti að nýta þann tíma og gera eitthvað fyrir sjálfan mig......

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert alltaf jafn dugleg, ég dáist að þér Áslaug og óska þér og þínum alls hins besta .......... Gleðilegt sumar!

Ásdís Ásgeirsdóttir (IP-tala skráð) 23.4.2010 kl. 22:39

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Fallegur texti og hefur örugglega verið hjartnæmt að hlusta á börnin syngja þennan  fallega boðskap. Þú í ræktinni og Óskar í 250% starfi, úff. Sendi ykkur góða strauma varðandi 11 maí.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 23.4.2010 kl. 22:56

3 identicon

Sérlega fallegur texti.  Bestu kveðjur til fjölskyldunnar.

Þorgerður. (IP-tala skráð) 24.4.2010 kl. 18:17

4 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Þessi texti er yndislegur. Yngsti okkar söng þetta einmitt með sínum árgangi í leikskólanum á Árshátíð og það var svooo fallegt.

Bestu sumarkveðjur að vestan og vonandi heldur heilsan áfram að vera bærileg!

Ylfa Mist Helgadóttir, 24.4.2010 kl. 18:37

5 identicon

heil og sæl öll sömul, yndislegur texti, gleðilegt sumar, gangi ykkur allt í haginn í sumar og alla daga,hugsa til ykkar í maí, góðar óskir þá, bestu kveðjur og knús á flottu börnin.

Didda ókunnug (IP-tala skráð) 26.4.2010 kl. 16:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband