Leita í fréttum mbl.is

Næst síðasta blogg....

Eftir þriðjudaginn ætla ég mér að loka þessum kafla í lífi mínu eða "blogg - kaflanum", ég hef ekki neina löngun lengur í að blogga og mesta ástæðan fyrir blogginu hefur verið hetjan mín.  Byrjaði að blogga svo við fengjum frið fyrir ættingjum og vinum sem hringdu oft á dag til að fá að vita líðan Þuríðar minnar og við höfðum ekki orku í að svara öllum en núna eru breyttir tímar og ég hef líka ákveðið að það mun allt koma vel útur rannsóknum Þuríðar minnar á þriðjudaginn og þá er líka stór ástæða að fagna þeim áfanga með því að hætta blogga.

Ég mun að sjálfsögðu koma með fréttir hingað inn á þriðjudaginn en Þuríður mín á að vera mætt uppá spítala rétt um hálfa átta um morguninn svo það eru  miklar líkur á því að við fáum niðurstöðurnar sama dag.

Takk kærlega fyrir allan þann stuðning sem þið hafið veitt okkur síðustu fimm og hálft ár, þið hafið hálpað okkur endalaust mikið og miklu meir en þið getið ímyndað ykkur.  Núna ætla ég líka að fara lifa "eðlilegu" lífi, fara vinna (í haust), hafa eðlilegar áhyggjur, vera pirruð útí "kreppuna", láta drauma barna minna rætast og mína og svo lengi mætti telja.  Ég er endlaust þakklát fyrir að geta leitað hingað þegar Þuríður mín var sem veikust og manni leið sem verst þá voru það ÞIÐ sem peppuðu mann upp.  Knús til YKKAR!!

Ef ég hef einhverja tjáningaþörf þá hef ég feisið og get skellt þar inn nokkrum línum, kanski ég kem ég aftur en einsog staðan er í dag er engin þörf til þess og verður vonandi aldrei.  Næst verður það bara bókin mín (eða Þuríðar) sem þið fáið að lesaWink.

Þá kveð ég bara þanga til á þriðjudaginn þegar ég kem með fréttir af hetjunni minni......  sem verða að sjálfsögðu GÓÐAR.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir ad leyfa okkur ad fylgjast med hetjuni

Eirika (IP-tala skráð) 6.5.2010 kl. 17:18

2 identicon

Ég verð að þakka fyrir að hafa fengið að lesa þetta blogg, ég þekki ykkur ekkert en lesturinn hér hefur oft verið til þess að minna mann á hvað maður hefur og hverju maður á aldrei að gleyma! Þú/þið hafið verið ótrúlega sterk og sýnt mikið hugrekki og alveg frábært elju og bjartsýni. Aldrei gefist upp. Það eru margir sem brotnað meira.

Ykkur á eftir að ganga allt í haginn og við hin (lesist blogglesarar) eigum oft eftir að hugsa til ykkar. Hafið það sem allra best í lífinu :o)

Edda Björk (IP-tala skráð) 6.5.2010 kl. 18:51

3 identicon

Takk fyrir að leyfa okkur að fylgjast með Hetjunni og ykkur öllum. Ég trúi því og treysti að allt gangi vel á þriðjudaginn það er ekkert annað í boði Guð veri með ykkur öllum 

Ókunnug (IP-tala skráð) 6.5.2010 kl. 19:06

4 identicon

takk fyrir að leifa okkur að fylgjast með, guð og gæfan fylgi ykkur á þriðjudaginn og alla daga, sakna ykkar og hugsa til ykkar í framtíðinni, knús og góðir straumar og allar góðar vættir vefji utan um ykkur.

Didda ókunnug (IP-tala skráð) 6.5.2010 kl. 20:20

5 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Endalaust þakkklæti til ykkar að fá að fylgjast með HETJUNNI og ykkur kæra fjölskylda:) Hafið gefið mér mikið með allri jákvæðninni hjá ykkur....

Megi allt(það mun) það besta koma útúr 11 mai...og ekkert annað en bara venjulegir pirringur hér eftir...

Já bókin verður öllum mikil hvatning um að berjast eins og hetjan er búin að gera endalaust,og sýnt okkur hvað hægt er að gera...og okkur holl lesning um að td að standa saman í blíðu sem og stríðu eins og þið hafið gert:)

Guð veri með ykkur...

Kærleikskveðjur...

Halldór.

Halldór Jóhannsson, 6.5.2010 kl. 20:38

6 identicon

Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að fylgjast með ykkur á síðunni.  Gangi ykkur vel um ókomna framtíð kæra fjölskylda. 

Knús og koss til stórfjölskyldunar,  (ég held áfram að frétta af ykkur, þið og ykkar flólk er einstakt)

Þorgerður (IP-tala skráð) 6.5.2010 kl. 20:42

7 identicon

Innilegar þakkir fyrir að hafa fengið að fylgjast með ykkur, mjög gefandi blogg hjá þér. Ætla að halda áfram að hafa ykkur öll í mínum bænum. Gangi ykkur alltaf sem best. Hlýjar kveðjur :)

Edda Hlíf (IP-tala skráð) 6.5.2010 kl. 23:47

8 identicon

Ég þakka fyrir að hafa fengið að fylgjast með ykkur. Hlakka til að lesa bókina þína :)

Auður Lísa (IP-tala skráð) 7.5.2010 kl. 08:21

9 identicon

Gangi ykkur vel kæra fjölskylda.

kv.Guðmunda

Guðmunda (IP-tala skráð) 7.5.2010 kl. 09:35

10 identicon

Já, þúsund þakkir fyrir að fá að fylgjast með Hetjunni ykkar, og hvað þið eruð öll sömul búin  vera miklar Hetjur!!! Það er búið að vera lærdómríkt að fylgjast með ykkur. Ég viðurkenni það, að ég er ekkert alltof hress þessa dagana. Það er ekki skemmtilegasti tíminn þegar verið er að kanna bótaréttinn í veikindunum. Ég er í þeirri stöðu núna. En nóg um það!!!! Kíki hér við á þriðjud, þessum  erfiða kafla í lífi ykkar er að ljúka!!!

Bíð eftir bókinni. Gangi ykkur vel í framtíðinni og njótið helgarinnar.

Kærleikskveðjur, frá Sólveigu. 

Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 7.5.2010 kl. 12:06

11 Smámynd: Ragnheiður

Þakkir til baka Áslaug og fjölskyldan öll

það hefur verið lærdómsríkt að fylgjast með

Knús á línuna

Ragnheiður , 7.5.2010 kl. 17:55

12 identicon

Ég hugsa til ykkar og sendi ykkur alla þá góðu strauma sem ég á til, sem er hellingur

Gangi ykkur vel kæra fjölskylda og hafið það gott

Bestu baráttukveðjur frá Stokkhólmi.

Rakel Sara Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 7.5.2010 kl. 18:28

13 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Mikið er ég ánægð með að hafa fengið að vera hérna með ykkur á síðunni. Sendi ykkur fullt af góðum óskum og enn meira af þökkum fyrir frábær og þroskandi samskipti. Tek undir með þér að ég er viss um góðar fréttir á þrijudaginn.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 8.5.2010 kl. 01:16

14 identicon

Takk fyrir leyfa mér að fá að fylgjast með ykkur síðustu ár ... !

Þið eruð stórkostleg og hafið staðið ykkur eins og hetjur :*

Ég er alveg viss um að það koma góðar fréttir í ljós á þriðjudaginn og ég krossa sko putta þangað til :)

Ég held áfram að fylgjast með ykkur á faceinu.

knús 

Sara Björk (IP-tala skráð) 8.5.2010 kl. 20:03

15 identicon

Ég bið Guð um góðar fréttir af Þuríði Örnu í næstu rannsókn og svo til allrar fram tíðar. Og ykkar allra auðvitað.

Finnst samt pínu vont að frétta ekki af henni framar en virði þína ákvörðun um það.

Kærleikskveðja i húsið frá Sólveigu

Sólveig (IP-tala skráð) 8.5.2010 kl. 22:31

16 identicon

Takk fyrir mig og gangi ykkur öllum rosalega vel í framtíðinni :)

Hulda (IP-tala skráð) 9.5.2010 kl. 00:09

17 identicon

Gangi ykkur vel á þriðjudaginn. Hef fylgst með ykkur í nokkur ár og finnst ég eiga smá í ykkur :)

Erla (IP-tala skráð) 9.5.2010 kl. 19:47

18 identicon

Takk fyrir að hafa leyft mér að fylgjast með undanfarin ár. Gangi ykkur vel! :)

Þórunn (ókunnug) (IP-tala skráð) 9.5.2010 kl. 22:44

19 identicon

Þín verður sárt saknað, búið að vera forréttindi að fá að fylgjast með hetjunni, ég veit að það verða bara góðar fréttir á morgun ekki spurning. Gangi þér/ykkur vel í "næsta kafla" :)

Knús og kremjur!

Lilja ( ókunnug ) (IP-tala skráð) 10.5.2010 kl. 13:30

20 identicon

Elsku dugmikla fjölskylda ,megi góður GUÐ gefa ykkur allra bestu fréttir á morgun, það verða bara góðar fréttir,sakna þess að sjá ekki meira frá ykkur,en ég skil það alveg ,kveikji á kerti fyrir BROSdúlluna,bestu kærleikskveðjur.Yndislegar þakkir fyrir mig.Kv.Hrönn.

Hrönn (IP-tala skráð) 10.5.2010 kl. 19:36

21 Smámynd: Guðrún Olga Clausen

Takk fyrir að leyfa okkur að fylgjast með þessari yndislegu sögu um hetjuna þína. Það vona ég svo sannarlega og trúi að þið fáið góðar fréttir á morgun. Þið eruð algerar hetjur, gangi ykkur allt í haginn alltaf.

Kv. Olga Clausen

Guðrún Olga Clausen, 10.5.2010 kl. 22:51

22 identicon

Er búin að hugsa um ykkur í allan dag.

 Vona svo innilega að þetta sé góður dagur fyrir ykkur fallega fjölskylda.

Sendi mínar öflugustu baráttukveðjur frá Stokkhólmi

Rakel Sara Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 11.5.2010 kl. 13:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband