Leita í fréttum mbl.is

Þuríður Arna mín

Þuríður Arna mín hélt uppá 8 ára afmælið sitt í gær fyrir bekkjarsystur og þar mættu 12 stk. Hún skemmti sér ótrúlega vel og það var svo gott og gaman að geta gleymt sér í gleði hennar.  Hún fékk smá pening í afmælisgjöf og vanalega er ég mjög hörð á því að allur peningur sem börnin mín fá í gjafir fer inná "framtíð" þeirra en ekki í þetta sinn, strax eftir afmæli vorum við mættar í dótabúðina og hún fékk að velja sér uppáhalds dótið sitt "Polly pocket" og þá var ennþá skemmtilegra hjá móðirinni því hún Þuríður var að rifna úr gleði yfir nýja dótinu sínu.InLove  Hennar afmælisdagur er 20.maí og við löngu búin að ákveða hvað við ætlum að gera þann daginn en ekki fyrir svo löngu var ákveðið að panta borð á Fabrikkunni sem þau bíða spennt eftir að fara.
P5137565 [1024x768]
Hérna situr Þuríður Arna mín spennt eftir að bekkjarsystur sínar mæti á svæðið.

Mín er annars í mikilli sorg, erfitt að brosa, nenni ekki að reyna vera kát þegar ég er það bara alls ekki en ég var samt smá kát í gær þegar ég horfði á hetjuna mína hamingjusama með afmælið sitt og þegar við fórum í búðina að velja dótið.  Já mér líður bara hrikalega ILLA og fer ekkert að skafa utan af því.  Við erum núna bara að bíða eftir að heyra í skurðlækninum sem vonandi sker hana bara í næstu viku, óþarfi að lengja þetta eitthvað og leyfa æxlinu að vaxa.
P5137567 [1024x768]
Hérna eru þær Þuríður Arna, Eva Natalía (systurdóttir mín) og Oddný Erla í afmælinu í gær.

Núna ætla ég að leggjast uppí rúm með Hinrik mínu og kúra aðeins með honum þar sem ég sef mjög illa þrátt fyrir svefnlyf.  Ætla líka að reyna njóta helgarinnar í botn og reyna gera eitthvað skemmtilegt með börnunum mínum.....

Eigið góða helgi kæru lesendur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Gott að afmælið heppnaðist vel og dótabúðarferðin var skemmtileg. Þú segir eins og er um það hvernig þér líður, eins og orð á blaði geta túlkað hina varnarlausu angist sem nístir þig. Það er svo mikilvægt að geta tjáð sig og mikið hefur sú hefð að "bera harm sinn í hljóði" verið skelfileg upplifun fyrir svo marga.

Sendi þér róandi strauma og bænir.  

Sendi Þuríði batabænir í þúsundum bílfarma.  

Þessir dagar fram í næstu viku munu líða á endanum.  

Svefninn er lækning og næring.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 14.5.2010 kl. 11:28

2 identicon

Sæl Áslaug

ég hef fylgst með ykkur í langan tíma og mig tekur það sárt að þessar fréttir skyldu koma í vikunni. En þú ert ótrúlega dugleg og þið öll og ég trúi því innilega að þetta muni enda vel.

Gangi ykkur vel,

kveðja, Sara

Sara (IP-tala skráð) 14.5.2010 kl. 12:02

3 identicon

Elsku Áslaug og Óskar.

Það er ekki hægt að segja neitt gáfulegt því miður, þetta er svooo hryllilega erfitt fyrir ykkur.

Já það væri óskandi að þeir gætu skorið og það einmitt strax, biðin er óþolandi alltaf jafnvel þó ekkert svona alvarlegt sé í gangi.

Það er mjög gott að heyra að þú tekur svefntöflur því að til að standa er svefninn númer eitt til að geta haldið áfram og það er ekkert annað í boði, eins og þið vitið best sjálf.

Sendi ykkur öllum sem eigið þessa fallegu og duglegu stúlku allt það besta og fallegasta sem til er af hugsunum og fyrirbænum.

frá Sólveigu

Sólveig (IP-tala skráð) 14.5.2010 kl. 12:25

4 identicon

Elsku fjöldskylda,

Hugur minn er hjá ykkur og þið verið í líka bænum mínum eins og alltaf.

Er með tárin í augunum að lesa þessar hræðilegu fréttir en maður getur ekki annað en brosað að sjá þessa fallegu mynd af þessari fallegu stelpu og þeim systrum. Gangi ykkur rosalega vel í þessu erfið verkefni sem ykkur er því miður falið.

Baráttukveðja

Hanna Dögg 

Hanna Dögg Maronsdóttir (IP-tala skráð) 14.5.2010 kl. 12:38

5 Smámynd: Ragnheiður

Góða helgi elskuleg. Þetta eru svo erfið spor. Ég er ánægð með að þú passar að reyna að hvílast. Það verður allt svo miklu erfiðara ef maður hvílist ekki.

í huganum geng ég með þér og vildi óska að ég gæti tekið byrðina þína eða amk haldið eitthvað undir þungann.

Ragnheiður , 14.5.2010 kl. 13:02

6 identicon

Er búin að fylgjast með ykkur lengi.  Skelfilegar fréttir.  Vonandi gengur allt vel, þið eruð svo miklar hetju í mínum huga.

Baráttukveðjur og risa knús

Gunnhildur (ókunnug) (IP-tala skráð) 14.5.2010 kl. 13:23

7 identicon

Alveg er hrikalegt að lesa þessar fréttir og maður situr hérna með tárin í augunum.  Maður var alveg kominn í gírinn með þér varðandi að fara á vinnumarkaðinn í haust og allt það.

Skil það mjög vel að áfallið hafi verið mikið að fá þessar fréttir og erfitt sé að standa í lappirnar þessa dagana.  En þið eigið góðar fjölskyldu og vini sem munu standa þétt við bakið á ykkur.

Sendi ykkur knús og kossa  ;-)

Hrafnhildur Ýr (IP-tala skráð) 14.5.2010 kl. 13:26

8 identicon

Börnin ykkar eru svo falleg :) Það eina sem ég get boðið er að hugsa hlýtt til ykkar og biðja um kraftaverk.

Hulda (IP-tala skráð) 14.5.2010 kl. 14:43

9 identicon

sendi ykkur kærleiks og batastrauma, vonandi gengur allt vel hjá litlu hetjunni í aðgerðinni.  Og til hamingju með afmælið alltaf spennandi dagur fyrir litla snót.  Knús og kærleikur

Guðrún ( boston ) (IP-tala skráð) 14.5.2010 kl. 16:59

10 Smámynd: Guðrún Olga Clausen

Góða helgi duglega fólk. Til hamingju með afmælið stóra hetja. Hugsa fallega til ykkar og kveiki á kerti um leið og ég kem heim á daginn úr vinnunni. Það kerti er vonarglóð.

Guðrún Olga Clausen, 14.5.2010 kl. 18:51

11 identicon

Knús elsku þið öll, hafi það sem best um helgina, góða helgi :)

Magga K (IP-tala skráð) 14.5.2010 kl. 18:54

12 identicon

Guð veri með ykkur öllum.

Auðbjörg Halla (IP-tala skráð) 14.5.2010 kl. 19:12

13 Smámynd: Ásgrímur Ágúst Hinriksson

Hún Þuríður frænka er lang flottust

Ásgrímur Ágúst Hinriksson, 14.5.2010 kl. 19:13

14 identicon

Sendi ykkur knús og kærleik.  Tendra ljósin og sendi ykkur lítið fallegt ljóð...Reyndu að hvíla þig kæra Áslaug og mundu þú mátt vera sorgmædd og þú mátt gráta  Guð gefi ykkur styrk, von og góða daga fallega fjölskylda. 

Í bljúgri bæn og þökk til þín,
sem þekkir mig og verkin mín.
Ég leita þín, Guð leiddu mig
og lýstu mér um ævistig.

með kærleikskveðju 4 barna mamman

4 barna mamman (IP-tala skráð) 14.5.2010 kl. 20:26

15 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Mér langar svo að breiða út faðm minn og knúsa ykkur...

Ef ég get gert eitthvað þá bara hafið samband....

Kærleiksknús...

Halldór Jóhannsson, 14.5.2010 kl. 21:03

16 identicon

Elsku Áslaug og Óskar.

Ég sendi ykkur allar mínar hlýjustu hugsanir og gef ekki upp vonina um kraftaverk til handa hetjunni ykkar. Mikið hefur verið á ykkur lagt og ég skil svo vel að þú sért uppgefinn á þesari eilífu baráttu. Ljós og kærleikur! 

Anna Lára Steindal (IP-tala skráð) 14.5.2010 kl. 22:23

17 identicon

Hugur minn er hjá ykkur kæra fjölskylda.

Margrét (IP-tala skráð) 15.5.2010 kl. 07:53

18 identicon

Það sem þið gangið í gegnum er versta martröð foreldra. En fyrir Þuríði þurfið þið með öllum tiltækum ráðum að finna styrk og berjast. Það er ekki auðvelt en ég hef fulla trú á ykkur. Úr fjarlægð hafið þið staðið ykkur svo frábærlega hingað til.

 Gangi ykkur vel!

Linda (IP-tala skráð) 15.5.2010 kl. 08:28

19 identicon

Hún er svo falleg og dugleg stóra stelpan ykkar. Hef hana og ykkur öll í bænunum mínum.

Linda (IP-tala skráð) 15.5.2010 kl. 08:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband