15.5.2010 | 10:06
Rúm vika í sýnistöku
Fengum hringingu frá spítalanum í gær að sýnistakan er eftir rúma viku en hittum okkar verðandi skurðlækni á fimmtudaginn og þá fáum við að sjálfsögðu að vita þetta allt saman. Það er byrjað á sýnistöku en við verðum bara að vera bjartsýn á að það verði svo hægt að fjarlægja allt æxlið en það væri þá í fyrsta sinn sem það verður hægt. En þetta æxli er á betri stað en það síðasta og það er að vaxa út (halda þeir) en ekki innað miðjunni einsog síðasta þegar það var farið að þrýsta á allt og Þuríður Arna krampandi allan daginn. Að sjálfsögðu eru miklir möguleikar að hún fari að krampa aftur en ég vona svo heitt og innilega ekki því það er hrikaleg martröð þá sérstaklega fyrir hana.
Fólk býst við því, því núna er hún farin að greinast aftur þá hlýtur hún að vera orðin rosalega veik en að "sjálfögðu ekki" (ekkert sjálfsagt samt sko). Hún lítur út alveg eins og daginn fyrir greiningu og í dag, engar breytingar á dömunni en þær verða það að sjálfsögðu þegar hún byrjar (ef) í meðferð. Allar þessar ákvarðanir verða teknar þegar sýnistakan er búin.
Þetta eru hrikalega erfiðir dagar og það er engan veginn hægt að venjast svona fréttum. Oddný Erla mín litla blómið mitt á ofsalega erfitt, hún er mjög viðkvæm og brotnar auðveldlega niður en segist ekki vita afhverju langar bara að vera hjá mömmu sinni. Þetta eru líka erfiðir dagar fyrir hana, búin að þurfa upplifa of margt og sjá systir sína þjást alltof mikið. Maður þarf að gera góðan verndarhring kringum hana þess vegna verðum við mæðgur að vera með einhverja mömmudaga áður en þessi barátta hefst en Theodór er bara þessi kærulausi gaur en með samt svo lítið hjarta og finnur alveg að það er eitthvað að en tekur þetta ekki alveg jafn mikið inná sig nema hann sjái einhverja gráta í kringum sig. Hinrik minn finnur alveg að það er eitthvað í gangi og passar þá í staðin vel uppá mömmu sína, vill knúsast mikið og passar að ég hverfi ekki of mikið. JÁ þetta er skítt og hrikalega erfitt......
Í dag ætlum við börnin að kíkja á Stokkseyri'city og setja niður nokkrar kartöflur fyrir kartöflukeppnina okkar sem er árleg hjá fjölskyldunni, bara gaman!! Svo var ég líka svo heppin að ég gleymdi að ég fékk gjafabréf hjá Vox í jólagjöf svo við hjónakornin ætlum að kíkja þangað á morgun, fínt að geta gleymt sér í einhverju áður en þetta hefst allt. Þannig næstu daga ætla ég að hafa þétta dagsskrá, bæði fyrir mig og Óskar og okkur börnin.
Ætla að ljúka þessari færslu með mynd af litla blóminu mínu sem er að fara sýna í Laugardalshöllinni á fimmtudaginn en eini staðurinn sem hún gleymir sér alveg sýnist mér vera á fimleikaæfingunum svo ég mjög fegin að þær verða ansi margar í byrjun sumar þegar þetta hefst allt. Á myndinni er hún komin í 80's búninginn sinn og til í slaginn.....
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Greinin að nýju þýðir ekki endilega veikindi. Staðurinn sem æxlið er á skiptir þar öllu. Blæðingar í heila hafa líka svo margskonar afleiðingar eftir því hvar þær verða.
Gott að vita um gang málsins, hvenær sýnið er tekið og hvenær þið fáið nánari útskýringar. Óttinn við það óþekkta og óvænta er það alversta í stöðunni. Þið eruð líka óhrædd við að viðurkenna óttann og þar með betur í stakk búin til að taka á honum.
Kartöfluferðin er örugglega góð leið til að gleyma sér aðeins, vera að gera eitthvað. Frábært að gjafabréfið "gleymdist" og nú er líka rétti tíminn til að nota það.
Sendi ykkur mikið af gleði, ánægju og ást til að brúka næstu daga, ekki veitir af.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 15.5.2010 kl. 10:25
Ég verð að segja að þú ert ótrúleg kona og ótrúleg móðir. Þú gerir alltaf allt það besta til að gera gott úr hlutunum og þú ert greinilega með forgangsröðina algjörlega á hreinu. Þú ert þvílíkt góð fyrirmynd okkar hinna sem stundum verðum þreyttar bara ef einhver fær hor í nös eða draslar til. Þessi mikli styrkur á eftir að fleyta þér og þínum þangað sem þú vilt komast.
fjögurra_dætra_móðir (IP-tala skráð) 15.5.2010 kl. 13:13
tek alveg undir með þeim sem skrifa hér að ofan. Þú ert afskaplega flott kona Áslaug og með allt á hreinu í svo skelfilega erfiðum aðstæðum.
Litla skottið er æði á þessari mynd.
Hjartaknús til ykkar
Ragnheiður , 15.5.2010 kl. 14:36
ég hugsa til ykkar á hverjum degi.....
Lára Kristín Brynjólfsdóttir (IP-tala skráð) 15.5.2010 kl. 19:07
Þið er flott:)
Hvað við(ég,svo ég móðgi ekki neinn) megum taka okkur á sem kvörtum-kveinum yfir EKKI NEINU...
Þyrftir að taka uppá videó fimleikadrottninguna,svo við sjáum meistarann tilvonandi:)
Hlýjar kveðjur....
Halldór Jóhannsson, 16.5.2010 kl. 17:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.