16.5.2010 | 19:11
....
Hef ekki fundið fyrir þessari tjáningaþörf síðan Þuríður mín var sem veikust, mikið vildi ég óska þess að ég væri búin að loka þessari síðu einsog ég ætlaði mér þegar við ætluðum okkur að fá góðu fréttirnar þann 11.maí.
Það átti að hefjast nýr og skemmtilegur kafli í lífi okkar fjölskyldunnar síðastliðin þriðjudag en í staðin hrundi heimurinn, mér fannst þessi heimasíða hafa neikvæð áhrif á mig því hún minnti mig orðið of mikið á veikindi Þuríðar minnar og ég farin að hlakka til að hætta hafa líf mitt "opinbert" og fara lifa "eðlilegu" lífi einsog að pirrast útí einhhverja hluti sem skipta ENGU máli en þá varð raunin ekki svoleiðis. Mig langar að pirrast útí eitthvað svo ómerkilegt en ekki vera svona leið, sorgmædd, hnút í maga, kvíða fyrir næstu vikum. HELVÍTIS!!
Mér leið illa þegar Þuríður Arna mín greindist í fyrra skiptið og hélt að það væri ekki hægt að líða verr en núna mér líður hundrað sinnum verr. Ég skil bara ekki þennan tilgang og mun aldrei skilja? Ef ég myndi leyfa mér það þá væri ég grenjandi allan sólarhringinn, mér finnst vont að vera ein með Hinrik minn, mér finnst sárt að horfa á Þuríði mína vitandi það að það á eftir að pína hana meir. Hrikalega er þetta sárt allt saman.
Þuríður Arna mín er samt ágætlega hress en þegar við lítum tilbaka þá sjáum við alveg að hún er farin að kúpla sig útur fjöldanum þegar hún er orðin þreytt á hávaðanum og er kanski ekki að fíla sig innan um allan fjöldann. Hún er hætt að vilja vera eins mikið úti og hún er vön að gera, hún er nefnilega ótrúlega mikið fyrir að vera leika úti innan um alla nágrannakrakkana en það hefur minnkað/breyst. Hún t.d. nennti ekki í göngutúr í dag eða var kanski bara of þreytt að labba og þá var að sjálfsögðu var kerran dregin út.
Hérna er ein sem var tekin í dag af þeim systkinum, ég gæti ekki verið ríkari.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég skil vel að þú þurfir að tjá þínar tilfinningar,um þína líðan, það getur engin sett sig í þín spor,en þú ert alveg ótrúlega dugleg,ótrúlega hugsuð mamma, ótrúleg manneskja með svo STÓRA SÁL að ég tárast bara við tilhugsuna um hvað þú þarft að ganga í gegnum,en þið öll fjölskyldan eru svo eruð svo sterk ,vonandi gengur þetta allt vel ,við utan að komandi getum bara öll sem eitt kveikt á kertum og beðið um að allt það besta í þessu ferli ,fari allt á besta veg.Baráttukveðjur .Hrönn.
Hrönn (IP-tala skráð) 16.5.2010 kl. 20:29
Fyrst að svona fór og allt hrundi, þá er gott að þú getir sett hér smá brot af þinni vanlíðan. Vona bara að þessir dagar drattist áfram svo þið fáið meira að vita, sýni verði tekið og planið lagt. Óvissa og óreyða er svo slæm. Sendi ykkur bænir og blesunar óskir
Hólmfríður Bjarnadóttir, 16.5.2010 kl. 20:33
Kæra fjölskylda. þetta er svo erfitt. Það eina sem ég get gert er að senda ykkur stórt faðmlag og bænir um að þetta gangi sem léttast hjá Hetjunni ykkar.
Kristin ókunnug (IP-tala skráð) 16.5.2010 kl. 21:10
Megi hver sekúnda færa ykkur baráttuþrek, hver mínúta færa ykkur von, hver klukkustund færa ykkur trú, hver dagur færa ykkur ást hvers annars, hvert ár færa ykkur hamingjustundir og yndislegar minningar. Megi framtíðin taka á mót ykkur með útbreiddan faðminn og umvefja ykkur kærleika og hlýju.
Kona sem óskar ykkur alls hins besta (IP-tala skráð) 16.5.2010 kl. 23:18
Ég hef ekki hugmynd um hvað ég á að skrifa núna en mig langar bara svo til að stappa í ykkur stálinu. Þið eruð ótrúlegasta fjölskylda sem ég veit um og ég vona svo sannarlega að þetta komi allt til með að ganga vel hjá ykkur. Þú ert alltaf til í að aðstoða alla aðra ef þú mögulega getur og gafst mér einmitt fullt af upplýsingum þegar strákurinn minn greindist með flogaveiki. Ég sendi ykkur allar mínar hlýjustu hugsanir og fylgist með eins og vanalega.
Ásdís (IP-tala skráð) 16.5.2010 kl. 23:40
Mikið brá mér þegar ég las þessar leiðinlegu fréttir. Bið Guð að styrkja ykkur og að þetta fari allt vel. Baráttukveðjur
Kristín (IP-tala skráð) 17.5.2010 kl. 08:51
Elsku hjartans þið öll
Gott að þú pústrar og Guð veit að það er ekki skrýtið þetta er svo hrikalega erfitt, þú sem varst á leiðinni í þína uppbyggingu eftir þetta hrikalega álag síðustu ára.
Og allt sem þú afrekar Áslaug, því bara að hugsa um 4 börn þó ekkert sé að er ærið verkefni. Það er eitthvert extra efni í þér, enda eins gott.
Hópurinn alltaf svo fallegur, hárið á stelpunum svo mikið og Oddný Erla á fimleikamyndinni eins og lítil drottning. Þið eruð bara öll svo æðisleg.
Ég ætla enn og aftur eins og reyndar alltaf, að biðja Guð og allan englahópinn að vera með ykkur öllum styrkja ykkur og styðja því nú sem aldrei fyrr ríður á.
Ég reyndar trúi því aldrei að þetta fari ekki vel, að bara getur ekki verið.
Kærleikskveðja í húsið.
frá Sólveigu
Sólveig (IP-tala skráð) 17.5.2010 kl. 10:12
Kæra fjölskylda,
Vildi bara segja ykkur að við hugsum til ykkar og þetta var alveg rosalegat áfall að heyra þetta.
Eins og þú talar um að pirrast út í smáatriði þá hefur þú einmitt kennt mér að vera ekki að pirrast út af smáatriðum því lífið getur verið mun verra en það.
Ég trúi því samt að Þuríður ofurhetja muni sigrast á þessu með hjálp ykkar foreldranna, systkina hennar og fjölskyldu og þið eruð svo sannarlega rík að eiga öll þessi gullfallegu börn.
Unnur Ylfa (IP-tala skráð) 17.5.2010 kl. 10:41
Er búin að fylgjast með þessu bloggi alveg síðan 2007.
Þú Áslaug ert sterkasta kona sem ég veit um í heiminum, þú tekur svo vel á hlutunum og ert ekkert að skafa af þeim heldur.
Þuríður Arna, er hetjan mín, okkar allra. Við öll trúum því að hun geti læknast að fullu og einn daginn lifað góðu lífi.
Ég býst við því versta og vona það besta.
Kv Sandra.
Sandra (IP-tala skráð) 17.5.2010 kl. 15:02
Hef stundum kíkt inn á þetta blogg. Vil bara senda ykkur afskaplega hlýjar hugsanir og kveðjur. Þið eigið að sjálfsögðu bara gott eitt skilið
Kv
Soffía
Soffía, 17.5.2010 kl. 15:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.