Leita í fréttum mbl.is

Er að leita af gleðinni?

Mig langar svo að einhver klípi mig og vekju mig af þessum vonda draumi sem mig hefur verið að dreyma síðan þann 11.maí?  Plíííííísssss!!  Þetta er svo sárt og vont.  Ég er bara svo máttlaus af verkjum og þreytu.  Ekki það að ég vorkenni mér eitthvað, ég finn bara svo til vegna Þuríðar minnar, ég skil ekki þessar þjáningar sem hún þarf að upplifa?  Hún segist ekki ætla að fara í aðgerð og ef það berst í tal "æsir" hún sig aðeins og það kemur bara EKKI til greina hjá henni. 

Maístjarnan mín er komin á pensilín því það var dáltið slím í lungunum og það verður að passa vel uppá það að það verði ekkert svoleiðis í næstu viku eða þegar aðgerðin verður sem er á þriðjud. eða miðvikud.  Pensilínið er í töfluformi því hún hefur verið snillingur að taka inn töflur eða síðan hún var tveggja og hálfs ENN ekki núna.  Hún vill ekki taka þessar töflur, kúgast bara og segist ekki geta þetta sem er í FYRSTA SINN síðan hún veiktist sem hún segir þetta.  Ég meir að segja sker töflurnar í fernt en samt neitar hún.

Hún er ágætlega hress, það sést ekkert á henni að hún er að veikjast aftur sem er mjög gott þó svo hún þreytist kanski aðeins fyrr og vill ekki vera innan mikin hávaða.  Það er hún sem hjálpar manni þessa dagana að vera svona hress, skemmtileg, einlæg, fyndin og svo lengi mætti telja.  Hún vill reyndar hafa mig uppí hjá sér þegar hún fer að sofa eða sofna í mömmu og pabba rúmi en mér fannst ekkert slæmt að liggja hjá henni í gærkveldi og svæfa hana.  En aftur á móti getur blómarósin mín Oddný Erla ekki sofnað ein inní herberginu þeirra eða ef Maístjarnan mín sé sofnuð á undan henni þá verður hún að koma fram og sofna inní stofu hjá okkur.  Það er ofsalega sárt hvað hún tekur þetta inná sig, hún er hrædd og hún vill bara vera hjá mömmu sinni.  Einsog henni líður vel á leikskólanum þá vill hún enganveginn fara þangað, vill bara að við séum saman.

Það þarf samt ekki mikið til að gleðja Blómarósina mína, ég náði í hana aðeins fyrr í leikskólann í gær og við tvær skruppum í Hagkaup og keyptum garn handa henni.  Henni langar svo að prjóna trefil á dúkkuna sína en hún er næstum búin að læra prjóna, hún gleymir sér líka aðeins í prjónunum en samt smá óþolinmóð.  Svo verður mömmudagur hjá okkur á föstudaginn svona áður en baráttan hefst sem hún getur ekki beðið eftir og ekki ég heldur.InLove

Já þetta er allt saman sárt og erfitt, ég sef að sjálfsögðu mjög lítið, er óglatt en reyni samt að borða.  Finnst lífið alltof ósanngjarnt!!  Skil ekki þennan tilgang??   

Mig langar ekki að þurfa upplifa enn eitt sumarið inná spítala, þið getið ekki ímyndað ykkur hvernig það er að vera þar yfir sumartímann.  Niðurskurðurinn helmingi meiri heldur en við vorum þar síðast og þá var það slæmt.  Það var hriklalegasta upplifun, hjúkkurnar rangeygðar af þreytu (samt allar yndislegar) og ekki er þetta þeim að kenna.  Ég veit að starfsfólkið kvíður fyrir sumrinu og það geri ég líka.  Þegar Maístjarnan mín var síðast í meðferð og þurfti að leggjast inní einangrun vorum við sett í skoðunarherbergið því það var ekki pláss fyrir hana í venjulegu herbergi, hvursu slæmt er það??  Við vorum þar yfir daginn en vorum svo "heppin" að það losnaði herbergi fyrir hana annars hefðum við þurft að vera þar sem er ekki boðlegt.  Ég skil ekki þennan niðurskurð í heilbrigðisþjónustunni??   Hvers á hún að gjalda?

Já þetta líf er ósanngjarnt!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku vina mín...maður finnur fyrir sársauka þínum í hverju orði og manni langar að vefja ykkur öll kærleik og knúsi.  Lítið annað getum maður víst gert, tendrað ljósin og beðið.  Það er erfitt fyrir þig að láta sem ekkert sé fyrir framan hin börnin, eðlilega og börnin manns eru svo samtvinnuð manni að þau skynja vanmáttinn og kvíðann.  En ég veit að þú gerir eins vel og þú getur og vertu viss um það sjálf.  Þú hefur einstakan persónuleika og kærleikur þinn er sterkur, hann skín í gegn hvar sem þú ert og hvað sem þú gerir. Haltu þétt um sjálfa þig mundu það og vertu dugleg að þiggja alla þá hjálp sem þér býðst.  Þið Óskar eruð sterk saman, þið hafið sannað það svo ótal oft áður.  Já lífið er ekki alltaf auðvelt það er sko ábyggilegt og að svona falleg og dugleg stúlki þurfi að finna svona til, þetta er ósanngjarnt.  En það er yndislegt að lesa að hún breyti mínútinni í gleði og deginum í góðan dag með sínum einstaka persónuleika. 

Bænir mínar til handa ykkur.  Kærleikskveðja 4 barna mamman

4 barna mamman (IP-tala skráð) 19.5.2010 kl. 13:01

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

 Gott að þú getur aðeins blásið út hér á blogginu. Mikið skil ég hana Þuríði vel að hún neiti að leggja upp í aðra vegferð veikinda, eftir að vera búin að prófa það að vera frísk.

Þetta er líka mjög ósanngjarnt og barasta óréttlátt. Þú ert mjög dugleg,en í Guðsbænum leyfðu þér að bogna annað slagið, þá minnkar aðeins hættan á að þú brotnir.

Gefðu svo honum Óskari gott vinafaðmlag frá mér. Ég gleymi honum svo oft, gamli skólinn að karlinn sé svo sterkur sem er mjög ósanngjarnt.

Bið Guð að geyma ykkur ÖLL      

Hólmfríður Bjarnadóttir, 19.5.2010 kl. 14:37

3 identicon

Elsku Áslaug.  Enginn getur sett sig í ykkar spor.  En ég skil samt mjög vel angist þína og ótta. Guð veri með ykkur.

Þorgeður. (IP-tala skráð) 19.5.2010 kl. 16:15

4 identicon

Langar bara að senda ykkur allar mínar bestu kveðjur um bata hjá stelpunni ykkar. Skil þig vel að vera kvíðin, það er ekkert verra en óvissan og hræðsla um barnið sitt. Þið eruð greinilega samheldin fjölskylda og það hjálpar ykkur eflaust heilmikið í gegnum þetta erfiða ferli.

Þú ert ótrúleg Áslaug, ég gleymi því aldrei þegar ég hitti þig í Smáralindinni, hálf niðurbrotin af áhyggjum út af mínu barni. Þú varst öll að vilja gerð að svara mínum spurningum. Takk fyrir það

Knús

Íris (IP-tala skráð) 19.5.2010 kl. 20:21

5 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Ég að tek undir hvert orð sem 4 barna mamman segir...

Kærleikskveðjur...

Halldór Jóhannsson, 20.5.2010 kl. 06:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband