Leita í fréttum mbl.is

Styttist í niðurstöður

Maístjarnan mín er súper hress en samt frekar þreytt eða fljót að þreytast en það er einsog hún hafi þroskast um eitt ár við þessa sýnistöku svona án gríns.  Hún er að nota fullt af orðum sem hún er ekki vön að gera, hún er líka eitthvað svo miklu hressari en hún er vön að vera þó svo hún þreytist mjög fljótt.  Það er hún sem heldur manni uppi þessa dagana, það er ekki hægt að vera döpur í kringum hana en svo þegar hún er ekki nálægt eða þegar ég er að fara sofa á kvöldin þá verður oft allt svo ömurlegt og ósanngjarnt.

Þessi veikindi Maístjörnu minnar hafa gert margt mjög slæmt fyrir hana, þegar hún byrjaði að krampa tveggja og hálfs árs stanslaust í tvö ár þá staðnaði hún algjörlega í andlegum þroska og  fínhreyfingar hennar versnuðu mjög mikið en það er samt ekki það versta.  Kvalirnar sem hún hefur þurft að þola er ömurlegt, gífurlega erfitt að þurfa horfa uppá það og það er líka svo erfitt að hún heldur að henni eigi að líða svona þekkir nánast ekkert annað.  Hvursu ósanngjarnt er það?!!

Ég trúi því og treysti okkar frábæra skurðlækni að hann eigi eftir að finna eitthvað súper gott fyrir hana og lækna hana fyrir fullt og allt og hún fær að upplifa það að vera "venjulegt" barn án kvala og veikinda.  Þó svo við þurfum að vera án hinna barnanna í smá tíma til að hjálpa Maístjörnunni okkar þá verður það sko þess virði.  (tvennt af því sem kemur til greina með hana er að vera í smá tíma í burtu)

Já það styttist í niðurstöður eða ca miðviku- fimmtudag eða þegar saumarnir verða teknir og þá verður líka ákveðið í kjölfarið hvað verður gert.

Theodór minn var að keppa á sínu fyrsta fótboltamóti á laugardag og stóð sig ótrúlega vel, hann skoraði meir að segja eitt mark .....sjálfsmark en það er aukaatriðiSideways.
P5298734 [1280x768]
Stolltur með medalíuna sína.
P5298565 [1280x768]
Aðeins að fara yfir stöðuna með þjálfaranum, jiiii hvað ég var stollt af drengnum mínum.

Eigið góðan dag.......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Hefur ekki slakknað á þrýstingi í höfðinu við það að smávegis hafi verið tekið sem sýni. Gott að hún er hressari og virkari. Bið svo sannarlega um góða niðurstöður  og svo auðvitað hamingjuóskir til fótboltahetjunnar með markið

Hólmfríður Bjarnadóttir, 30.5.2010 kl. 16:06

2 Smámynd: Ragnheiður

Þetta getur alveg passað hjá Hólmfríði.

En mikið er hann flottur drengurinn  :) hann skoraði þó í mark, svo lærir hann bara seinna hvaða mark er hvað haha

Ragnheiður , 30.5.2010 kl. 16:42

3 identicon

Gangi ykkur vel kæra fjölskylda, ég hef þá trú að nú fari að rætast úr þessu hjá ykkur

Sæunn ókunn (IP-tala skráð) 30.5.2010 kl. 19:14

4 identicon

Þið eruð svo dugleg að það er engu líkt. Gangi ykkur sem allra allra best.

Sigrún Þórisdóttir (IP-tala skráð) 31.5.2010 kl. 15:45

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég fór í heilaaðgerð 1997 og var með bólgur á höfðinu fyrstu mánuðina, en eftir því sem þær hjöðnuðu gengu alls kyns skerðingar til baka

Hólmfríður Bjarnadóttir, 31.5.2010 kl. 17:21

6 identicon

Flottur fótboltastrákurinn ykkar held áfram að hugsa hlýtt til ykkar og bið Guð að passa ykkur

Kristín (IP-tala skráð) 1.6.2010 kl. 10:18

7 identicon

Bara kvitta. Hugsa til ykkar og bið guð að vaka yfir ykkur. Ásdís mér finnst þú ótrúleg kona og vona að þessi skammtur ykkar af mótbyr fari að klárast og þinn tími fari að koma.

Berglind Hafþórsdóttir (IP-tala skráð) 1.6.2010 kl. 20:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband