Leita í fréttum mbl.is

Blóðsuga

Blóðsugan er mætt á svæðið og sýgur úr mér alla orku og kátínu, finnst þetta bara allt svo erfitt.  Nei við erum ekki komin með neinar fréttir, það er bara bið og aftur bið.  Það er búið að senda sýnið til Svíþjóðar og svo fréttum við í gær að það er líka búið að senda það til Boston, að sjálfsögðu er gott að það eru fleiri læknar að vinna í Þuríðar veikindum en þessi helv.... bið er svo erfið að hálfa væri miklu meir en nóg.

Þetta er óendanlega sárt, Þuríður mín átti að vera laus við þetta allt saman, það sést ekkert á henni að hún var að veikjast aftur, hún er bara heilbrigð að sjá.  Ótrúlega kát, hress og skemmtileg elsku besta Maístjarnan mín en hvernig verður framhaldið vitum við ekki? hvursu hratt mun æxlið stækka?  Getur hún mætt í skólann næsta haust?  Þessi óvissa nagar mann að innan. 

Það eru margir hnútar í maganum mínu og hjartað í molum, ég er að reyna vera kát innan um aðra en það er ótrúlega erfitt.  Mér líður einsog þunglyndissjúkling en er það samt ekki, verð bara leið vegna Maístjörnu minnar sem á að fara njóta lífsins í botn einsog heilbrigð börn gera án allra áhyggja eða spítalaferða.  Ekki það að hún hafi einhverjar áhyggjur(meira við), veit bara að krabbameinið er komið aftur en veit svo sem ekkert hvað það merkir.

Já þetta er SKÍTT!!

Núna er Maístjarnan mín komin í sumarfrí og hún nýtur þess í botn að vera í dekri hjá mömmu sinni og núna ætla ég líka að fara "búa" (undirbúa) eitthvað til að hlakka til en það er það sem heldur manni gangandi, er t.d. með "surprise" fyrir þau systkini á fimmtudaginnWhistling en Maístjarnan mín fær að hitta "bestu vinkonu" sína ever og vávh hvað ég hlakka til að sjá á henni svipinn þegar hún hittir hana eða þegar hin sjá hvert við erum að fara.  Svo ætla ég að fara undirbúa STÆRSTA draum Þuríðar minnar, þeir sem þekkja hana vita hver hennar STÆRSTI draumur er og við ætlum að láta hann rætast.W00t 

Núna ætlum við mæðgur að fá okkur frískt loft og njóta þess að vera saman.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæhæ ég vildi bara kvitta fyrir mig, við fylgjumst með hérna fyrir austan. gaman að þið séuð að undirbúa eitthvað óvænt, ég er bara nokkuð forvitin að vita hvað það er. vonandi berast niðurstöðurnar úr sýnatökunni fljótlega svo þið þurfið ekki að bíða lengi.

Gullveig frænka á Neskaupstað. (IP-tala skráð) 8.6.2010 kl. 15:47

2 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Get lítið sagt annað,en Guð veri með ykkur sem og veiti ykkur styrk í þessu öllu saman....

Kærleiksknús og kveðjur...

Halldór Jóhannsson, 8.6.2010 kl. 18:08

3 Smámynd: Ragnheiður

Kærleiksknús Áslaug mín og stuðnings og baráttukveðjur

Ragnheiður , 8.6.2010 kl. 19:16

4 identicon

knúsknús og kram til ykkar.

Didda ókunnug (IP-tala skráð) 8.6.2010 kl. 20:38

5 identicon

Kæra fjölskylda

Gangi ykkur sem best í biðinni.  Frábært að hafa kjark og þor í að undirbúa hlut til að hlakka til.  Það kemur mér alltaf meira og meira á óvart hvað fólk er ótrúlega sterkt og duglegt þegar að börnin þeirra eiga í hlut.

Gangi ykkur sem allra best og vonandi fáið þið fréttir sem fyrst

kveðja, Kristín

Kristín (IP-tala skráð) 8.6.2010 kl. 20:54

6 identicon

Hver er draumurinn ? Ég er svo forvitin !

Flott að sýnið fari víða.

Reyndu að hlakka meira til gleðinnar við draumnum en kvíðanum. Auðvelt að segja þetta svona við þig, ég átta mig á því.

Knús frá Stokkhólmi

Rakel Sara Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 8.6.2010 kl. 21:31

7 identicon

Þið eruð ótrúleg fjölskylda.  Ég held að ég myndi leggjast í kör.  Það er svo frábært hvernig þú tæklar þetta allt og býrð til gleði í kringum börnin þín.  Ég dáist að ykkur.  Þið eruð hetjur.

Hanna (IP-tala skráð) 8.6.2010 kl. 22:34

8 identicon

Vona að þetta allt fari vel. Vildi svo innilega að hægt væri að gera eins og teiknimyndum, bara ýta á einhvern takka og allt væri búið og Þuríður væri frísk og þú búin með þína " endurhæfningu" og komin með vinnu. Með öðrum orðum farin að hafa " venjulegar áhyggjur" eins og t.d guð hvað það var leiðinlegt í vinnunni í dag eða eitthvað álíka sem við hin erum að tuða yfir.

Held áfram að hugsa til ykkar og bið þess að nú fari að birta upp.

Ég trúi því að það verður Maístjarnan sem mun skína skærast er líða tekur á þetta ár. Enda er sigurvegari þar á ferð.

Berglind Hafþórsdóttir (IP-tala skráð) 8.6.2010 kl. 22:52

9 identicon

Elsku duglegasta Áslaug,

Þetta er auðvitað hörmulegt ástand fyrir ykkur, svo sannarlega og bara sérstaklega vel gert fólk sem stendur af sér svona orustur á sálina.

Kannski er einmitt gott að Stjarnan er alveg hress það gæti bent sterklega til þess að auðveldara verði að lækna hana, meinið lítið og viðráðanlegra. Má þakka það eftirlitinu sem átti reyndar að sýna að hún væri læknuð.  Æi þetta er svona Pollýönnu leiðin

Hvað sem öllu líður ertu að standa þig svo miklu meira en vel, ég held langt yfir 100%.  ÞÚ ERT HETJA.  Og þið eruð yndisleg fjölskylda.

Sendi kærleikskveðjur í húsið og til ykkar nánustu.

frá Sólveigu

Sólveig (IP-tala skráð) 9.6.2010 kl. 10:06

10 identicon

Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 9.6.2010 kl. 12:38

11 identicon

Elsku Áslaug og fjölslylda.  Kærleikskveðja til ykkar allra.

Þorgerður (IP-tala skráð) 9.6.2010 kl. 13:15

12 identicon

Kristín (IP-tala skráð) 10.6.2010 kl. 15:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband