Leita í fréttum mbl.is

Latibær

Við vorum svo heppin í dag að fá að kíkja í heimsókn í Latabæ og "besta" vinkona Þuríðar minnar var svo góð að hitta okkur þar og skemmta börnunum í leiðinni en það var hún Halla hrekkjusvín.  Leikkonan sem leikur hana hún Vigdís Gunnarsdóttir hefur fylgt Þuríði okkar nánast síðan hún veiktist eða síðan nóv'05.  Þessi kona á svo mikið hrós skilið, alltaf verið tilbúin að hitta Maístjörnuna okkar hvenær og hvar sem er enda orðin mikill kærleikur á milli þeirra.  Það skiptir ekki máli hvort sem hún er í Höllu hrekkjusvín gervi eða Lúsíar í Skoppu og Skrítlu, hún hreinlega dýrkar þessu konu.  Þið hefðuð líka átt að sjá svipinn á henni þegar Halla mætti á svæðið, þvílíkt öskur (reyndar kom öskrið því hún kom aftan að henni) og svo tók við stórt og mikið knús.  Vávh ég átti svo erfitt með að halda inni tárunum, reyndar gat ég það ekki en reyndi samt.

Hérna eru nokkrar frá deginum í dag:
P6109154 [1280x768]
Bestu vinkonurnar Þuríður Arna og Halla hrekkjusvín
P6109150 [1280x768]
Theodór tjékkaði að sjálfsögðu á Glanna glæp sæti og símanum hans.
P6109153 [1280x768]
Goggi mega var á staðnum og það var nú ekki leiðinlegt að fá að setjast hjá honum aðeins og tjékka á tækjum og tólum.
P6109170 [1280x768]
Vinkonurnar fífluðust aðeins.....
P6109235 [1280x768]
Hinrik fannst þetta allt saman geðveikt, mikið að skoða og koma við.

Þetta var alveg æðisleg ferð og ég er ekki vissum hver skemmti sér best við foreldrarnir eða börnin. Svona daga elska ég, koma börnunum óvart er best því þau vissu ekkert að við vorum á leiðinni þangað hvað þá að hitta Höllu eða ekki fyrr en við vorum komin fyrirutan staðin sjálfan.

Annars verður fundur í næstu viku með doktorunum og vonandi verður þá eitthvað komið í ljós, krossa alla putta og tær.

Skemmtileg helgi framundan, veislur og aftur veislur.
Eigið yndislega helgi......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið er gott að þið fenguð öll aðeins að gleyma ykkur í dag, æðislegt að geta fengið svona skemmtilegar stundir með krökkunum! Góða helgi :)

Sirrý (IP-tala skráð) 10.6.2010 kl. 20:26

2 identicon

Vá, skemmtilegur dagur hjá ykkur.  Guð geymi ykkur duglega fjölskylda og góða helgi.

Kristín (IP-tala skráð) 10.6.2010 kl. 21:18

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Frábært að þið gátuð aðeins lyft ykkur upp og auðvitað hefur þetta verið mikil skemmtun fyrir börnin. Nú verða senda bænir í bílförmum og krosslagðir fingur við hvert tækifæri.      

Góða helgi

Hólmfríður Bjarnadóttir, 10.6.2010 kl. 21:52

4 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Tær snilld:)

Góða helgi:)

Halldór Jóhannsson, 10.6.2010 kl. 23:57

5 identicon

Mikið skil ég vel þetta með tárin þín. :) Ég fékk tár í augun , bara við það að lesa þessa færslu.

Njótið helgarinnar. Já þetta verður sannkölluð veisluhelgi ;)

Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 11.6.2010 kl. 09:12

6 Smámynd: Sólveig Adamsdóttir

Elsku þið öll já eigið æðislega helgi.

Mér finnst reyndar að þið foreldrasnillingarnir séuð alltaf með helgar, þvílíkir foreldrar sem þið eruð.

kærleiksknús í hús

frá Sólveigu

Sólveig Adamsdóttir, 11.6.2010 kl. 13:33

7 identicon

þetta hefur verið skemmtilegt hjá henni og ykkur

Eigið góða helgi , kærleiksknús til ykkar

kveðja að austan

Dagrún (IP-tala skráð) 12.6.2010 kl. 09:37

8 identicon

Greinilega alveg frábært hjáykku.  Eigið góða helgi kæra fjölskylda.

Þorgerður. (IP-tala skráð) 12.6.2010 kl. 12:58

9 identicon

Yndislegt að sjá gleðisvipinn í andliti þeirra, og ég efa það ekki að þetta er besta skemmtun fyrir alla að fara þetta. Ég bið góðan guð að vernda Maí störnuna ykkar, og ykkur fjölskylduna, Kærleikskveðja María Ó.

María Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 14.6.2010 kl. 00:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband