Leita í fréttum mbl.is

Kveðja

Þá er það allavega komið á hreint að Maístjarnan mín þarf ekki aðgerð fyrir Svíþjóðarferðina sem er mjög gott en ég veit ekki hvort hún þarf að fara í hana eftir geislana, er ekki komin svo langt í umræðunum.  Geislasérfræðingarnir eru tilbúnir en það er víst svo erfitt að finna barnasvæfingalækni fyrir hana (sem okkar læknir kaupir ekki) því það þarf að halda henni sofandi yfir heilan dag.  Þetta er allavega hænuskref áfram og svo bíðum við bara eftir kallinu.

Maístjarnan mín er farin að vera lystarminni þessa dagana en maður veit ekki hvort það tengist eitthvað veikindum hennar eða einhverju öðru??

Hún skellti sér í golf í dag og var ótrúlega flott einsog alltaf, hérna sjáiði hana mjög einbeitta:
P7030108 [1280x768]

Hérna er Oddný Erla mín í brjáluðu stuði á flugi:
P7029927 [1280x768]


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Áslaug, já hún er flott.

Aðalsteinn Agnarsson, 3.7.2010 kl. 23:29

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Flottar systur.  Málin aðeins að skýrast, óska ykkur alls hins besta.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 4.7.2010 kl. 02:05

3 identicon

Ég fylgist reglulega með blogginu þínu en hef aldrei kvittað áður.

Mig verkjar í hjartað þegar ég les um veikindi dóttur þinnar en í leiðinni dáist ég að því hvað þú ert sterk.

Ég trúi því að allt fari á besta veg hjá ykkur og sendi fullt af fallegum hugsunum.

Sigurlaug Helga (IP-tala skráð) 4.7.2010 kl. 07:57

4 identicon

Vonandi fara hænuskrefin að lengjast svo eitthvað fari að ganga svo erfið þessi bið. Duglegu börnin ykkar sem eru alltaf að bralla eitthvað.

Kristín ókunna (IP-tala skráð) 4.7.2010 kl. 13:40

5 Smámynd: Ragnheiður

Flottar stelpurnar - hvor á sinn háttinn.

Hænuskrefin ,já. Þeim fjölgar. Mikið ertu sterk og dugleg Áslaug mín.

Ragnheiður , 4.7.2010 kl. 20:22

6 identicon

Gott að það er komin dagsetning:)

Katrín Ösp og Ólöf Alda (IP-tala skráð) 4.7.2010 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband