Leita í fréttum mbl.is

Svíþjóð - dagur 2

Þá er degi tvö að ljúka hérna í Svíþjóð og við erum öll virkilega þreytt, þó svo við séum bara búin að vera hérna í tæpa tvo sólarhringa. 

Dagurinn í gær byrjaði mjög snemma eða með ræsi kl 4:15 því við áttum flug snemma og dagurinn í morgun byrjaði svipað snemma eða við þurftum að vakna 5:30 á íslenskum tíma (ég tala bara í íslenskum tíma).  Við þurftum sem sagt að vera mætt uppá spítala í morgun í nokkur „tjékk“ fyrir sex tíma (vonandi ekki lengur) svæfingu á morgun.  Við vorum líka svo heppin að í einu „tjékkinu“ tók einn íslenskur verðandi svæfingalæknir á móti okkur og þá gátum við talað okkar tungumál það kom okkur nefnilega mikið á óvart hvað Svíarnir eru lélegir í enskunni.  Íslenski læknirinn vonaðist til og við að sjálfsögðu líka að hann verði með okkur eða réttara sagt Þuríði minni allan tíman á morgun sem henni verður haldið sofandi.

Eftir heimsóknina á sjúkrahúsið ákváðum við að rölta aðeins um bæinn og kíkja í eina H&M búð þar sem Oddnýju minni Erlu dreymdi að kíkja þangað inn sem gladdi að sjálfsögðu móðirina MIKIÐ.  Hún er nefnilega farin að hafa miklar skoðanir á því í hverju hún klæðist og fannst ekki leiðinlegt að skoða öll fötin en samt aðallega klútana sem er nýjasta æðið hennar.  Þuríði minni fannst það nú heldur ekkert leiðinlegt en hefur ekki jafn sterkar skoðanir. 

Eftir spítalaferð sem tók hálfan daginn og rölt um bæinn erum við komin uppá hótel mjög þreytt og ætlum að fara snemma sofa þar sem vöknun einsog hina tvo dagana er mjög snemma en Þuríður mín á að vera mætt uppá spítala kl fimm og svo er svæfing klukkutíma síðar.  Einsog ég sagði þá mun þetta vonandi ekki taka lengri tíma en sex klukkutíma en þessir klukkutímar verða hrikalega erfiðir.

Þuríður mín er ágætlega hress, borðar reyndar ekkert svakalega mikið og búin að taka tvö grátköst í dag en það er einsog hún sé að átta sig alltaf betur og betur á tilfinngingum sínum.  Hún er ekki vön að taka svona köst svo þetta kemur okkur mjög á óvart en samt mjög glöð því við lítum bara á þetta sem þroskamerki hjá henni.  Það er einhver mikil viðkvæmni í gangi.

Við sjáum líka hvað það var gott hjá okkur að taka Oddnýju með okkur í þessa ferð því hún er mikill styrkur fyrir stóru systur og þær eru ná rosalega vel saman hérna.  Jú þær eru oftast mjög góðar vinkonur og leita mikið til hvorannarra en þá erum við að sjá skemmtilegar og góðar hliðar hjá þeim saman, æji það er frekar erfitt að útskýra fyrir þeim sem ekki þekkja til þeirra.

Við erum nú ekki búin að dvelja lengi hérna í Svíaríki en þá erum við búin að komast að því hvað margt hérna er hrikalega dýrt, jiiiidúddamía!!  Þetta væri allavega ekki fyrsta landið sem ég myndi velja ef ég væri að ferðast um heiminn og langaði að versla eitthvað eða borða ágætis mat, nei ekki alveg!!

Núna förum við að fara leggjast á koddan og biðja þennan þarna uppi að þetta muni takast fyrir fullt og allt hjá Þuríði minni.   ......vill líka láta ykkur vita, kveðjurnar sem þið setjið hérna inn mun ég lesa fyrir Þuríði mína svo það væri ekki leiðinlegt að fá einhverjar skemmtilegar og góðar kveðjur til hennar hérna í kommentinJ.  Enda svo færsluna af þremur myndum af þeim systrum, ein er af þeim systrum þegar þær voru að bíða eftir doktorunum á biðstofunni, frekar þreyttar eftir lítinn svefn, ein þegar þær eru að spila fótboltaspil á leikstofunni á barnapsítalanum og svo sú þriðja niðrí bæ í góðum en samt mjög svo þreyttum „fíling“.

Megið svo hugsa fallega til Þuríðar minnar þegar þið vaknið í fyrramálið en þá er henni haldið sofandi og hún leggst undir „gammahnífinn“.
P7282014 [1280x768]

P7282016 [1280x768]

P7282036 [1280x768]


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gangi ykkur rosalega vel og ég bið fyrir Þuríði á hverju kvöldi. Mun kveikja á kerti í kvöld.

Helena Guðlaugsdóttir (IP-tala skráð) 28.7.2010 kl. 19:56

2 identicon

Gangi ykkur sem allra, allra best. Þuríður er duglegasta stelpa sem að ég veit um og hún er ekkert smá heppin að eiga svona góða systir til að hjálpa sér ;)  Þið komið flottust heim eftir þessa ferð ;)

vordis (IP-tala skráð) 28.7.2010 kl. 20:02

3 identicon

Elskurnar mínar allar.ÉG var svo glöð að vita að Perlan

er með ykkur.Auðvitað er frábært að hafa bestu vinkonu og systur hjá sér þegar maður er í svona.

Svo sannarlega hugsum við til ykkar og biðjum algóðan að vera með ykkur og læknunum.Nú ætla ég að kveikja á kertinu.

Hjartans kveðjur.

Hallafr.

Halla (IP-tala skráð) 28.7.2010 kl. 20:08

4 identicon

Gangi ykkur rosalega vel á morgun. Við hugsum til ykkar. knús og kossar frá okkur í Hverafoldinni:)

Garðar, Sara og Birta (IP-tala skráð) 28.7.2010 kl. 20:12

5 identicon

Elsku dúllur en gott að heyra að gengið hefur vel hingað til.

Ég bið fyrir ykkur í kvöld og sendi fallega strauma.

Það biðja allir að heilsa hérna úr Eikarskógum:)

Knús <3

Bára frænka :) (IP-tala skráð) 28.7.2010 kl. 20:17

6 identicon

gangi ykkur vel hugsa til hennar

alva úr skb (IP-tala skráð) 28.7.2010 kl. 20:19

7 identicon

Hvað er annað hægt en að hugsa vel til Þuríðar? :)

Flott að Oddný hafi komið með, góður stuðningur fyrir stóru systur!

En gangi ykkur öllum rosalega vel. :)

Knús og kram úr Rvk!

ókunnug (IP-tala skráð) 28.7.2010 kl. 20:27

8 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Sæl verið þið stóru hetjurnar mínar...

Gaman að sjá myndirnar og þið alltaf síbrosandi og knúsandi,bara glæsilegt..en hver vann spilið,það langar mér að vita,ekki 0-0:)

Gangi þér rosalega vel Þuríður Arna mín stóra hetja,þú getur ætlar og skalt...

Oddný mín,gangi þér líka vel,ert líka stór hetja.

Hugsar svo vel um systur þína og foreldra ykkar,en gleymdu þér ekki..

Knús knús á línuna..

Kveðja.

Halldór.

Halldór Jóhannsson, 28.7.2010 kl. 20:37

9 identicon

Jæja stóra duglega stelpa, mikið skal ég hugsa til þín á morgun meðan þú verður í aðgerðinni. Tíminn verður fljótur að líða hjá þér..Knús á mömmu, pabba og alla hina

Langar að skella saman smá vísu handa þér:

þuríður er duglegasta hetja,

hugrökk mjög og allra yndi er.

Fjölskyldunnar kraftaverk skal hvetja

sem sigrað hefur margt í heimi hér.

:)

Kristín ókunnug á Austurlandi (IP-tala skráð) 28.7.2010 kl. 20:39

10 identicon

Dugmikla fjölskylda.

Ég hef verið að fylgjast með ykkur undanfarið og dáist að ykkur öllum fyrir hvað þið eruð einstaklega dugleg.

Takk elskurnar fyrir að lofa mér ásamt öllum öðrum að fylgjast með.

Ég mun hugsa til ykkar í fyrramálið þegar ég vakna og bið engla himinsins að halda verndarhendi yfir ykkur.Einnig bið ég góðan guð um að þessi aðgerð muni lækna Þuríði Örnu ofurhetju.

Stórt knús yfir hafið til ykkar og munið....GET..SKAL..OG VIL !!!

Kær kveðja.

Jóhanna.

Jóhanna Ósk Kristjánsdóttir. (IP-tala skráð) 28.7.2010 kl. 20:50

11 identicon

Það veit guð að ég hugsa til ykkar og bið fyrir velgengni ykkar og þá sérstaklega Þuríðar á morgun

fjögurra_dætra_móðir (IP-tala skráð) 28.7.2010 kl. 21:12

12 identicon

Átti heima í Svþíþjóð í mörg ár og fæddi þar annað barnið mitt. Ég trúi að allt gangi vel hjá ykkur og les alltaf bloggið þitt þó ég hafi aldrei séð ykkur. Vona að þið hittið fleiri ísl. lækna þar sem það er fullt af þeim þarna.

Hoppas allt går bra och hälsa þuridur från mej.

Elva (þýðir 11 á sænsku)

elva (IP-tala skráð) 28.7.2010 kl. 21:42

13 identicon

Kæra Þuríður. Þú ert í bænum mínum og Jesús hann elskar þig svo mikið.

Guð blessi ykkur öll og styrki.

Birna (IP-tala skráð) 28.7.2010 kl. 21:44

14 identicon

Við hugsum alltaf til ykkar, gangi ykkur sem allra best á morgun þið eruð algjörar hetjur..

Kveðja frá,

Akureyri..

Hjörvar frændi, Tinna Lóa, Arna Dögg og Bríet Halldóra (IP-tala skráð) 28.7.2010 kl. 21:47

15 identicon

Kraftaverka Maístjarna - mundu bara það sem mamma og pabbi segja og kenna þér > GÆS = get - ætla - skal

Mun, eins og alltaf hugsa til þín og vona að allt gangi eins og best getur. 

Knús á þig, Oddnýju systur, mömmu og pabba

Sigrún og co (IP-tala skráð) 28.7.2010 kl. 21:52

16 identicon

Elsku Þuríður

Ég veit að þér á eftir að ganga rosa vel á morgun.  Ég hef sjálf farið með strákinn minn til Svíþjóðar í meðferð og það gekk mjög vel...ég veit að það gerir það líka hjá þér.  Ég kveiki á kerti fyrir þig og hef þig í bænum mínum.  Oddný mikið ert þú góð systir, gaman að sjá myndirnar af ykkur, þið eruð svo sætar saman.

Kveðja - Helga (ókunnug)

Helga (IP-tala skráð) 28.7.2010 kl. 22:02

17 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sendi ykkur jákvæða stauma og bænir.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 28.7.2010 kl. 22:10

18 identicon

Gangi ykkur rosalega vel þið eruð hetjur

Steina (IP-tala skráð) 28.7.2010 kl. 22:14

19 identicon

Elsku fjölskylda gangi ykkur super vel og elsku Þuríður þú ert HETJA. Við hugsum mikið til ykkar og sendum ykkur sterka strauma.

Knús til ykkar allra og mikil barátta, 

kveðja af Skaganum, Brynja og co.

Brynja (IP-tala skráð) 28.7.2010 kl. 22:21

20 identicon

Það er ekkert betra en að eiga góða systur sem stendur með manni í gegnum súrt og sætt. Þið eruð ótrúlega heppnar að eiga hvor aðra að. Ekki nóg með það heldur eigið þið líka 2 bræður og ótrúlega hugaða og góða foreldra sem hugsa ekki um annað en að láta ykkur líða vel.

Þuríður ég veit að þú massar þetta eins og allt annað sem þú hefur gengið í gegnum á stuttri ævi þinni.

Sendum okkar bestu batastrauma                                                Kveðja Heiða og fjölsk (ókunnug)

Heiða Ingimundardóttir (IP-tala skráð) 28.7.2010 kl. 22:29

21 identicon

Elsku fallega duglega Þuríður Arna okkar

Við hugsum fallega til þín elsku stelpan okkar og óskum þess heitt að allt gangi vel og læknarnir geti tekið í burtu allt sem lætur þér líða illa í höfðinu. Við kveikjum á fallegu englakerti fyrir þig og fjölskylduna þína og biðjum ljósið að senda ykkur öllum styrk, von, trú og lækningu.

Kærleiksknús til þín duglega hetjustelpa :* frá okkur öllum og sérstaklega frá nöfnu þinni og frænku Þuríði Lilju sem heitir sama fallega nafni og þú :*

Stína, Garðar, Salka, Guðmundur Orri og Þuríður Lilja (IP-tala skráð) 28.7.2010 kl. 22:34

22 identicon

Kæra Þuríður Arna, bið fyrir þér kæra vina, gott að systir þín skyldi fara með líka.  Þið eruð svo dugleg öll sömul.  Gangi ykkur sem best.

Sæunn ókunn (IP-tala skráð) 28.7.2010 kl. 23:15

23 identicon

Yndislegar og fallegar systur! Gangi þér rosalega vel og við sendum baráttukveðjur og goðar hugsanir tiil ykkar á morgun sem og aðra daga! Ã&#129;FRAM Ã&#158;URIÃ&#144;UR!!!

Eyja, Ingi og dætur (IP-tala skráð) 28.7.2010 kl. 23:26

24 identicon

Yndislegu systur og foreldrar.

Gangi ykkur vel!

Þórunn (ókunnug) (IP-tala skráð) 28.7.2010 kl. 23:37

25 identicon

Elsku duglega stelpa. Ég ætla að kveikja á kerti fyrir þig og hugsa til þín í fyrramálið þegar ég vakna. Ég er að vinna á leikskóla í Norðlingaholtinu og hef stundum séð þig á labbinu þar, ótrúlega flott og sæt stelpa :) Gangi ykkur öllum vel, þið eruð ótrúlega dugleg !

kv. Ella

Elín (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 00:30

26 identicon

Elsku Þuríður Arna!

Ég vona að þér gangi ofboðslega vel í geislunum í fyrramálið og hugsa mikið til þín.  Eins og svo margir aðrir hef ég fylgst með þér í mörg ár og veit því að þú GETUR - ÆTLAR - SKALT!  Þið eruð ótrúlega heppin að eiga hvert annað að, þú, mamma þín, pabbi, Oddný Erla, Theódór og Hinrik litli.  Ég bíð svo bara eftir góðum fréttum af þér og sendi þér RISAKNÚS í gegnum netið (og veit að mamma þín gefur þér það þegar hún les þetta fyrir þig);o)

Hlakka til að heyra frá ykkur næst.  Ásdís

Ásdís (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 00:33

27 Smámynd: Elsa Nielsen

Elsku þið öll

Vona að það hafi ekki verið mikil táfíla eða önnur svitalykt í flugvélinni :)

Gangi ykkur svakalega vel á morgun öll sömul - við hugsum til ykkar héðan.

KNÚÚÚS - Elsa og co.

Elsa Nielsen, 29.7.2010 kl. 00:56

28 identicon

Kæra Áslaug og Óskar . Er búin að fylgjast með ykkur frá byrjun sjúkdómsins hjá Þuríði Örnu. Glaðst þegar vel gengur en finnst lífið frekar óréttlátt. Gangi ykkur sem best úti og Guð blessi ykkur og hetjuna ykkar þið verðið í bænum mínum !!

Kær kveðja Unnur Hreins.

Unnur Hreinsdóttir (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 00:58

29 identicon

Hugsum til ykkar

kv. frá Minneapolis

Þórir (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 04:15

30 identicon

Gangi þér rosalega vel elsku Þuríður. Við hugsum til þín, þú ert ótrúlega dugleg stelpa, eginlega ofurhetja : ) Þú ert líka rosalega heppin að eiga svona frábæra og duglega systur. Knús á ykkur, og mömmu og pabba líka !

kv. Guðný, Eiður og börn. (ókunnug)

Guðný, Eiður og börn (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 08:39

31 identicon

Gangi þér vel fallega stelpa :) Þú ert duglegust og mamma, pabbi og systkini þín líka.

Kveðja frá Noregi.

Helga (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 08:59

32 identicon

Gangi þér rosalega vel Þuríður Arna þú ert greinilega ótrúlega frábær og dugleg stelpa. Mikið ertu líka heppin að eiga svona ótrúlega góða systur og foreldra.

Voanandi kemur þú einhvern tíma til Vestmannaeyja þá skal ég sýna þér allt það skemmtilega sem hægt er að gera hérna :)

Bestu kveðjur frá Vestmannaeyjum

Ása (ókunnug)

Ása frá Vestmannaeyjum (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 09:15

33 identicon

Áfram Þuríður duglega stelpa! Knús til ykkar allra og orkustraumar.

Anna Lilja (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 09:35

34 identicon

Kæra fjölskylda gangi ykkur vel og Guð blessi ykkur.Ég kíki reglulega á bloggið ykkar en kvitta ekki.Svo ég geri það núna.

Það er ódýrara að versla í Svíþjóð en Noregi .Ég bý í Noregi og íslenska krónan er bara eins og rusl hér.Kveðja frá Bergen

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 17:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband