Leita í fréttum mbl.is

Draumar...

Ég átti mér einn lítinn draum og það var að fara útá vinnumarkaðinn aftur eða núna með haustinu enda ekki verið þar í rúm átta ár.  Ég var komin með vinnu og var endalaust spennt ENN ég er ekki lengur spennt þar sem ég er ekki að fara vinna.  Maístjarnan mín þarf á mér að halda, við vitum EKKERT hvernig veturinn mun þróast hjá henni en vonandi koma engar aukaverkanir hjá henni, því miður getur engin sagt neitt um það.

Þar sem minn litli draumur mun ekki rætast alveg strax þá ætla ég að láta stærsta draum Maístjörnu minnar rætast eftir ekki svo marga mánuði.  Þegar ég hugsa um þann draum þá verð ég hrikalega spennt, hún veit ekkert og fær ekkert að vita fyrr en það er komið að þessu og þið fáið heldur ekkert að vita allavega ekki á undan henni.Grin

Okkar mottó er alltaf að hafa eitthvað til að hlakka til og það höfum við sko sannarlega núna.Joyful


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er gott að eiga drauma.  Ekki láta deigan síga þó á móti blási.  Haldið áfram að horfa bjartsýn fram á við.

helga

Helga (IP-tala skráð) 18.8.2010 kl. 20:22

2 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Já hann seinkar vinnumarkadraumnum eitthvað því miður en aðrir góðir taka við að sinni:)

Draumakveðjur...

Halldór Jóhannsson, 18.8.2010 kl. 20:33

3 identicon

þetta er spenandi , gott að geta hlakka til :)

kærleiksknús

kv að austan

Dagrún (IP-tala skráð) 18.8.2010 kl. 20:36

4 identicon

Haltu áfram að lifa lífinu lifandi, þið eruð ótrúleg ;o)

Kveðja Dagný (ókunnug)

Dagný Gísladóttr (IP-tala skráð) 18.8.2010 kl. 20:46

5 Smámynd: Ragnheiður

Það er svo merkilegt að lesa bloggið þitt. Þó að vindurinn sé í fangið þá sér maður alltaf glitta í gleðina. Forgangsröðunin er svo rétt hjá þér Áslaug mín.

Þú er perla og mikil fyrirmynd.

Ragnheiður , 18.8.2010 kl. 21:37

6 identicon

Draumar eru góðir, draumar eru nauðsynlegir, draumar eru spennandi.                                                                                         Ég óska þess að ykkar draumur rætist. 

kv Guðný (ókunnug)

Guðný þ (IP-tala skráð) 18.8.2010 kl. 21:42

7 identicon

Flott hjá þér Áslaug að láta draum hetjunnar þinnar rætast    Bíð spennt. Þið eruð öll sannar hetjur    Koma tímar, koma ráð  

Jóhanna Ól (ókunnug) (IP-tala skráð) 18.8.2010 kl. 22:06

8 identicon

Flott er, vona að þær systurnar eru ánægðar með dótið, Anna kannski kíggi til þeirra þegar hún er búin að taka til í dótinu sínu :-) Kv. frá okkur Ida og anna Kristín

Ida Semey (IP-tala skráð) 18.8.2010 kl. 22:10

9 identicon

Þú ert svo dugleg að ég á ekki mörg orð til að lýsa því.  Ég dáist að þér úr fjarlægð og yndislegt að þú ætlir að láta drauma rætast og hafir mikið til að hlakka. Hver dagur kraftaverk og hvert líf yndislegt.  Ég tendra ljósin og sendi bið guð að gæta ykkar allra og það mun hann gera

kærleikskveðja 4 barna mamman

4 barna mamman (IP-tala skráð) 19.8.2010 kl. 14:53

10 identicon

Alltaf jafn FRÁBÆR

kærleikskveðja frá Sólveigu

Sólveig (IP-tala skráð) 19.8.2010 kl. 15:24

11 identicon

Það er rétt hjá þér Áslaug mín þinn tími mun koma síðar á vinnumarkað þar sem þínum tíma er vel varið með Maistjörnuni þinni og hinum stjörnunum þínum:) alltaf gott að hafa drauma til að stefna að.knús til ykkar :)

Ellen (IP-tala skráð) 20.8.2010 kl. 11:01

12 identicon

jiiiii nú verð ég líka spennt. Hlakka til að heyra meira :)

Knúss á ykkur

Hrundski (IP-tala skráð) 20.8.2010 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband