27.1.2007 | 14:06
Illt í hjartanu
Einsog ég hef sagt þá var Þuríður mín súper hress síðustu viku, það var alveg æðislegt að sjá hana en samt var einsog ég gat ekki glaðst í mínu hjarta það var einsog ég væri með allan varan á. Að sjálfsögðu reynir maður að gleðjast yfir hverjum góðum degi sem við fáum og sjáum hana svona glaða, hressa og krampalausa en það er samt eitthvað sem ég veit ekki? En ég veit samt núna afhverju mér líður svona illa í hjartanu, við vöknuðum við geðveikt öskur í morgun í henni Þuríði minni. Í fyrstu vissum ekkert hvað var í gangi, Þuríður mín bara hágrét sem hún er ekki vön og sagðist svo vera svo illt í höfðinu. Eftir nokkrar mínútur sáum við afhverju hún þjáðist svona, hún fékk svo ótrúlega ljótan krampa. Hún hreinlega grét við hvern krampa sem hún fékk og sagðist vera svo illt í höfðinu, þið getið ekki ímyndað ykkur hvernig mér leið. °
Ég hef aldrei séð hetjuna mína þjáðst svona hvað þá kvarta yfir verkjum en það hefur reyndar aukist síðustu vikurnar sem hún hefur kvartað eitthvað. Kramparnir hennar hafa breyst eða á fimtudaginn byrjuðu þeir að breytast, hún dettur ekki lengur svona niður hún reynir einsog hún getur að halda höfði eða standa uppi og það gengur svona upp og niður. En svo í morgun voru þeir verstu sem ég hef bara því ég sá hvað Þuríði minni leið illa og þjáðist svona líka, þetta var ömurleg sjón. Ég líka hágrét með henni og Oddný mín fann líka að það var eitthvað meira en að og vildi knúsa mömmu sína og svo var hann Theodór minn líka farinn að grenja en það má nú reyndar engin gráta í kringum hann, hann finnur til með öllum sem gráta greyjið. Ég reyni oftast að fela það fyrir krökkunum ef mér líður illa vegna Þuríðar minnar en það var bara ekki hægt í morgun, mér er líka ótrúlega illt í hjartanum mínum. Það geta að sjálfsögðu verið margar ástæður fyrir því að kramparnir hennar eru farnir að breytast og þær geta verið slæmar og góðar, ég ætla að leyfa mér að trúa því að þær eru góðar.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
stórt knús á ykkur
Boston (IP-tala skráð) 27.1.2007 kl. 14:36
Orð eru svo fátækleg í aðstæðum eins og ykkar fjölskyldunnar. Ég vildi að ég ætti til orð sem virkilega gætu einhverju breytt ennþau á ég ekki til. Ég dáist að tjáningu þinni. Hún hjálpar öðru fólki sem hefur þörf fyrir að tjá sig um erfiðleika í líkum skala og fjölskylda þin er að takast á við.
Megi allur sá styrkur sem þið þarfnist vera til staðar fyrir ykkur öll á þeim tíma sem þið þarfnist hans mest.
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 27.1.2007 kl. 17:04
Elsku Áslaug, mér finnst svo leiðinlegt að lesa þessar fréttir,Vona að Guð gefi að trú þín á að ástæðurnar séu að þetta sé að lagast. Mér finnst lífið eitthvað svo hræðinlega ósanngjarnt að svona lítil ,yndisleg stúlka þurfi að þjást svona. Ég minnist hennar í bænum mínar og ykkar allra. Guð veri með ykkur.
Þórdís tinna (IP-tala skráð) 27.1.2007 kl. 18:53
´ÆÆ hvað það er leiðinlegt að lesa þetta við biðjum fyrir henni/ykkur,biðjum guð og alla hans engla að vernda og passa Þuríði Örnu og hjálpa henni að líða eins vel og hægt er. Innilegar baráttukveðjur Guðrún Bergmann og co.'
Guðrún Bergmann Franzdóttir (IP-tala skráð) 27.1.2007 kl. 19:21
æææ elsku kellingin hún þuríður:(
ég finn óendanlega mikið til með ykkur elsku vinkona
katrín atladóttir, 27.1.2007 kl. 19:23
Sæl
Ég er ykkur ókunnug en fylgist með. Hef sjálf gengið í gegnum erfiða tíma í veikindum barns þar sem tvísýnt var um tíma hvort hefðist. Veit hversu erfitt getur verið að halda andliti, sérstaklega þegar önnur börn eru á heimilinu. Þið eruð greinilega yndislega samhent fjölskylda og ég vona af öllu hjarta að þessi barátta sigrist.
Munið að hamingjan hvílir í núinu og njótið hverrar mínútu sem best.
Kv. GLA
GLA (IP-tala skráð) 27.1.2007 kl. 19:58
Elsku litla sæta frænka. En leiðinlegt að lesa þetta. Vona að henni fari nú að líða betur og myndatakan komi með eitthvað jákvætt eða þá að það verði fleiri úrræði fyrir hana litlu dúlluna. Ég fæ alveg illt í hjartað núna.
Biðjum að heilsa og sendum ykkur styrk til að takast á við allt saman
Ívar, Anna og skvísur (IP-tala skráð) 27.1.2007 kl. 20:13
Sæl kæra fjölskylda
Það er engin leið að gera sér grein fyrir því hvað þið eruð að ganga í gengum. Ég vona að þið fáið stuðning og finnið styrk til að standa undir þessu öllu. Ég á erfitt með að komast í gegnum miklar martarðir sem sonur minn er með margar nætur, en það kemst ekki nálægt því sem þið upplifið og því get ég ekki ímyndað mér hversu erfitt þetta er fyrir ykkur.
Vil hrósa ykkur fyrir að reyna að fá útrás fyrir tilfinningarnar með því að skrifa hér inn, og einnig fyrir kjarkinn að leyfa okkur öllu þessu ókunnuga fólki að fylgjast með baráttu ykkar.
bestu óskir, k.skj
k.skj (IP-tala skráð) 27.1.2007 kl. 21:47
Ekki get ég sett mig í þessi spor þín og ykkar til fullnustu Áslaug mín. Ég get bara rétt ímyndað mér hvað þú ert að ganga í gegn um. Allur þessi sársauki. Það er ekkert verra til en að horfa á litla sakleysingja þjást. Það veit ég. Ég vildi að ég gæti gert eitthvað til að henni og ykkur liði betur en ég veit að það eina sem hægt er að gera er að fara með bænirnar og trúa á það, að þjáningum ykkar linni fljótt. Mér finnst gott hjá ykkur að deila þessu með okkur hinum. Okkur veitir ekki af því að líta upp úr eigin lítilfjörlegu tilveru af og til og beina fallegum, kraftmiklum hugsunum til litlu manneskjunnar hennar Þuríðar. Mig langar að deila svolitlu með þér sem þú hefur kannski þegar lesið. Það hjálpaði mér á slæmum tíma.
Loforð Guðs:
Ég aldrei hef lofað að brautin sé bein,
né blómskrýddir gullstígar alla leið heim.
Ég get ekki lofað þér gleði án sorgar
á göngu til himinsins helgu borgar.
En lofað ég get þér aðstoð og styrk,
og alltaf þér ljósi þó leiðin sé myrk.
Mundu svo barn mitt að lofað ég hef,
að leiða þig sjálfur hvert einasta skref.
Elsku Áslaug mín. Ég veit að á svona erfiðum stundum gremst manni út í almættið. Finnst eiginn vera að heyra allar bænirnar, grátinn og áköllin. Það eina sem við getum er að trúa. Vona það besta. En stundum bregst kjarkurinn, styrkurinn hverfurog vonirnar bresta. og þá trúi ég og vona, að í kring um ykkur sé skjaldborg fólks sem elskar ykkur og styður í sorgum ykkar; -og gleði.
Guð blessi ykkur.
Ylfa og fjölsk (IP-tala skráð) 28.1.2007 kl. 00:11
Það er svo ofboðslega erfitt að lesa þetta. ég vildi óska að ég gæti borið eitthvað af sársaukanum þínum. Sendi ykkur alla mína orkustrauma, vonandi verður þetta betra á næstunni
Svava S.S. (IP-tala skráð) 28.1.2007 kl. 04:15
Ofsalega er leiðilegt að heyra hvað hún Þuríður litla hetja er að þjást.
Sterkir straumar og endalaust knús til ykkar allra.
Elsa Nielsen, 28.1.2007 kl. 15:39
Elsku Áslaug mín við biðjum fyrir elsku hetjunni henni Þuríði og ykkur líka. Kveðja og knús til ykkar Unnur
Unnur Einarsdóttir (IP-tala skráð) 28.1.2007 kl. 16:20
Sæl Áslaug, ég er ókunn og þú þekkir mig ekki en við fjölskyldan fylgjumst reglulega með ykkur og biðjum fyrir ykkur á hverju kvöldi, rosalega fannst mér ég finna fyrir sársaukanum þínum í skrifum þínum núna, finn svo til með þér og ykkur, veit ekki hvernig það er að vera í þínum sporum en veit sjálf að ef barnið mitt líður illa eða hefur háan hita þá gerir maður ALLT sem maður getur svo að það líði sem best. Vildi að ég gæti gert eitthvað fyrir ykkur:( finn svo til með ykkur, við biðjum Guð um að gefa ykkur góða og krampalausa daga framundan, að drottinn megi þerra tárin þín og gefa þér aukin kraft á hverjum degi. Hugsa til ykkar. Kærar kveðjur, Nada og fjölskylda.
Nada Sigríður (IP-tala skráð) 28.1.2007 kl. 20:49
Elsku fjölskylda.
Ég finn svo til með ykkur. Ég les síðuna ykkar á hverjum degi og bið þess og óska að litla hetjan ykkar nái bata. Ég dáist að því hvað þið eruð yndisleg fjölskylda og hve vel þið standið saman.
Bestu kveðjur, Elsa Lára Arnardóttir og fjölskylda Akranesi.
Elsa Lára (IP-tala skráð) 28.1.2007 kl. 21:05
Verð að kvitta núna því ég fer oft inn á síðuna þína til að fá fréttir af ykkur, hvernig ykkur gengur í þessari erfiðu baráttu. Ég hef fullan skilning á að þér skuli vera íllt í hjarta þínu og getir ekki ráðið við tárin.þetta er þvílíkur sársauki sem þið eruð að ganga í gegnum ég finn svo til með ykkur að ég fæ oft sting í hjartað þegar ég les fréttir af ykkur og .Takk fyrir hvað þú ert dugleg að tjá þig og takk fyrir að þú skulir gefa okkur þann tíma sem tekur að bloga.Ég bið fyrir ykkur og kveikji oft á kerti .Guð veri ykkur góður.Kveðja til ykkar allra Birgitta
Birgitta Guðnadóttir (IP-tala skráð) 28.1.2007 kl. 22:04
Elskulega fjölskylda, svakalega var erfitt að lesa þessa færslu og hvað maður finnur til með elsku litlu stelpunni. Hef fylgst með ykkur lengi en ekki dugleg að kvitta en þið eruð í bænum mínum og ég vona svo innilega að litla hetjan nái fullum bata því kraftaverkin gerast. Takk fyrir að leyfa okkur að fylgjast með baráttunni ykkar Áslaug þið eruð algjörar hetjur. Guð geymi ykkur öll kv Jóhanna
Jóhanna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 28.1.2007 kl. 22:55
Auðvitað sigrar hún, auðvitað, það er allthægt, þú sást leik íslands við frakka, hugrekki og trú og það er sigur í höfn. Gangi ykkur vel og gráttu bara það léttir á hjartanu og sinninu elskunar.
Hér lifir á kerti fyrir fallega fjölskyldu með kærleikann að leiðaljósi. Ykkar frænka Sigga Gulludóttir
Sigga Gulludóttir (IP-tala skráð) 28.1.2007 kl. 23:11
Þetta eru nú ekki góðar fréttir af henni Þuríði, elsku gullinu. Vonandi að þetta sé ekkert slæmt. Held alltaf í vonina með ykkur. Hugsa mikið til ykkar.
Baráttukveðjur Magga K
Magga k (IP-tala skráð) 29.1.2007 kl. 08:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.