Leita í fréttum mbl.is

Þuríður Arna mín

Fyrir nákvæmlega fjórum árum birti ég eitt ljóð sem ég fann á netinu og vissi þá ekki hver samdi það en ég veit hver gerði það núna.  Man reyndar ekki hvað hún heitir því miður en mig langar að birta þetta ljóð aftur og tileinka að sjálfsögðu Þuríði minni það. 

Þú ert ljósið sem skærast skín
í mínu lífi, elsku stelpan mín
og ég þakka fyrir þig á hverjum degi
og vona, að lengi enn ég njóta þín megi.
Þú ert lítill engill sem mér var sendur 
svo fullkomin, að mér fallast hendur
Og ég skal gera mitt besta til að sýna þér
að alltaf þú eigir vísan stað í hjarta mér.
Og hjartað slær núna hraðar í mér 
Þakka þér Faðir, sem allt sér
Af lotningu ég fyllist er ég lít hana á
stúlkuna sem Hann, lét mig fá.
Og alltaf er ég lít á þig, svo sæt og fín 
þá get ég alltaf undrast, að þú ert dóttir mín
Og þú mátt vita, ef vökva tárin kinn
Að alltaf sé opinn faðmur minn.
...og í lokin langar mig að birta tvær myndir af aðal fjögra ára töffaranum 
mínum honum Theodóri Inga, þó svo töffarinn minn sé aðeins fjögra ára
er hann að hefja sitt annað ár í fótboltanum og í síðustu viku ákváðum
við að láta litla drauminn hans rætast sem var reyndar ekkert lítill
en það var að eignast félagsbúninginn sinn sem hann er hrikalega
stolltur af og mér finnst hann líka endalaust flottur í honum.
fylkir_1
Að sjálfsögðu var hann merktur honum líka:
fylkir_2

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Fallegt ljóð - Theodór  upprennandi stjarna

Hólmfríður Bjarnadóttir, 18.10.2010 kl. 16:35

2 identicon

<3

Halldór Jóh. (IP-tala skráð) 18.10.2010 kl. 20:10

3 identicon

fallegt ljóð, flottur strákur og þið öll, gæfan fylgi ykkur ávallt.

Didda ókunnug (IP-tala skráð) 18.10.2010 kl. 21:22

4 identicon

Afskaplega fallegt ljóð.

Megi guð og gæfan fylgja ykkur.

Daníel Björnsson (IP-tala skráð) 18.10.2010 kl. 22:21

5 identicon

Sæl Áslaug,

Hugsa til ykkar og sendi fallega strauma. Mikið eruð miklar hetjur allar... Flottur fótboltastrákur. :)

Þetta er ljóð systur minnar, Írisar Bjarkar sem hún samdi til dóttur sinnar...ofsalega fallegt.

Gangi ykkur sem best ávalt.

 Ragga (Birnu Sifjar systir)

Ragga (IP-tala skráð) 19.10.2010 kl. 08:11

6 identicon

Fallegt ljóð og Theodór Ingi er flottur töffari, ekki spurning! Eins og þið öll.

Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 19.10.2010 kl. 08:16

7 Smámynd: Ragnheiður

flottur í búningnum sínum - mikið ertu lánsöm með svona yndisleg og vel gerð börn

Ragnheiður , 19.10.2010 kl. 23:15

8 identicon

Vá hvað þetta er fallegt ljóð um litlu stelpuna þína.  Mikið er hann flottur fótboltastrákur!  Yndisleg börn sem þú átt. 

Emma Vilhjálmsdóttir (IP-tala skráð) 26.10.2010 kl. 01:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband