30.1.2007 | 10:29
MJÖG slöpp :(
Ohh hvað hjartað slær hratt núna, tárin streyma alveg niður og mér líður alveg hræðilega illa. Jú Áslaug hin hressa, káta að sjálfsögðu skemtilega getur verið döpur og liðið mjög illa einsog þessa dagana. Ástæðan er nottla bara ein og það er hún Þuríður mín en henni líður ekki vel, hún er rosalega slöpp og er að krampa meira en venjulega. Kramparnir eru ekki svona stórir einsog vaninn er þetta eru mjög litlir krampar sem sjást varla en sjáum alltaf einsog hún sé að fá stóran en svo kemur smjattið sem hún fær alltaf eftir hvern krampa en þá eru þetta bara litlir sem við sjáum bara. Held að mjög fáir myndu sjá þá bara "vanir", þetta er ömurlegt!! Ég er bara svo hrædd við framhaldið af þessum slappleika, ég skelf alveg þegar ég er að skrifa núna.
Óskar er að ná í hana núna útá leikskóla, hún er mjög slöpp þar. Var reyndar á báðum áttum hvort ég hefði átt að senda hana og sé alveg svakalega eftir því, jújú hún fær bestu þjónustu sem hún getur fengið frá þeim á Hofi en þegar henni líður svona þá langar mig bara að halda utan um hana og láta hana kúra uppí sófa undir teppi. Hún hefur ekki orku í neitt, var að tjatta við þær útá leikskóla þá orkaði hún í morgunmatinn og sofnaði svo og þær hafa ekki getað vakið hana síðan. Þannig ég vil bara fá hana heim og halda fast utan um hana.
Hef ekki orku í að skrifa meir, statusinn ekki góður á heimilinu. Theodór minn er líka lasinn enn eina ferðina en þið megið alveg kveikja á kerti fyrir hana Þuríði mína hérna á slóðinni til vinstri.
Knús og kossar
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Elsku fjölskylda.
Sendi ykkur fullt af ljósi.....
Kveðja,
Inga Rós
Inga Rós (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 11:01
Elsku Áslaug mín
ég bið fyrir ykkur og henni Þuríði minn
Guð verið með ykkur
kveðja Ása
asa asgrimsdóttir (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 11:09
Elsku Áslaug, vá ég tárast bara,
ég bið fyrir littlu dósinni þinni og ykkur,
koss og knús í kremju
Þórunn Eva (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 11:15
mikið langar manni til að geta tekið allann þennann sársauka og hennt honum útí buskann,ég fæ kökk i hálsinn að lesa hvað þetta er sárt,sendi ykkur fallegar hugsanir í von um að þær styrki ykkur aðeins.kv Harpa Barkar
Harpa Barkar (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 12:02
Kæra fjölskylda. Maður fær tár í augun þegar maður les þetta og verk í hjartað. Megi Guð og allar góðar vættir vera með ykkur og veita ykkur styrk.
Álfheiður (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 12:40
Elsku hjartans ungu foreldrar. Ég þekki ykkur ekki neitt en þekki til föðurfólks Óskars og ég fer oft á dag inn á síðuna ykkar til þess að fylgjast með líðan Þuríðar ykkar og ykkar hinna og ég finn svo til í hjartanu mínu yfir því sem á ykkur er lagt. Hef undrast á því hvað þið hafið mikið úthald í öll þessi ósköp og það er ekkert skrítið þó að það láti eitthvað undan. Ég vildi að ég gæti gert eitthvað fyrir ykkur annað en að kveikja á kerti og biðja fyrir ykkur, sendi ykkur alla þá orku og jákvæðar hugsanir sema ég er megnug. Megi allir ljóssins englar fylgja ykkur og veita ykkur birtu og kraft. Kveðja
kona að norðan (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 12:51
Kæra fjölskylda. Ég heimsæki síðuna ykkar flesta daga og fylgist með baráttu ykkar. Ég er ekki með kerti í vinnunni en kveiki á því í huganum.
Með allar góðar vættir styrkja ykkur og blessa.
Sveinn Ingi Lýðsson, 30.1.2007 kl. 13:38
Kæra fjölskylda
Það er tvö kerti sem eru kveikt hérna á borðinu hjá mér í vinnunni fyrir hana Þuríði. Hugsa til hennar og bið fyrir henni í sífellu. Hún er lítil hetja ...... sönn hetja.
Lilja
Lilja (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 14:22
Elsku fjölsskylda! Hugur minn er með ykkur alla daga og öll kvöld! Verið hugrökk.
Katrín Jónsdóttir og Ólöf Alda (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 14:24
Elsku fjölskylda. Megi Guð vera með ykkur. Ég hugsa til ykkar á hverjum degi og held í vonina fyrir ykkur að kraftaverk gerist. Þið hafið kennt mér svo mikið að vera þakklát og fatta hvaða hlutir skipta máli í lífinu. Takk kærlega fyrir það. Þrátt fyrir að ég þekki ykkur ekki neitt. Þið eruð sannar hetjur og svo jákvæð þrátt fyrir allt. Kær kveðja Þórunn
Þórunn (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 14:53
Hugsa til ykkar.
Ég ættla líka að fara heim og knúsa stelpuna mín og segja henni hvað ég elska hana.
Finn rosa mikið til með ykkur og sendi ykkur alla mína hlýju og góðu strauma.
Baráttukveðja Magga K
Magga K (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 15:30
Stóóórt knús og kremj!!
Lilja Kópavogi
Lilja Kópavogi (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 15:40
Nú kveiki ég á kerti og sendi alveg sjóðandi heita bæn til almættisins. Ég bið fyrir Þuríði, þér Áslaug mín, Óskari og börnunum ykkar fallegu. Ég vona að Theodór verði fljótt frískur aftur. Og auðvitað vona ég af öllu hjarta að Þuríði líði aftur vel.
Guð blessi ykkur.
Ylfa (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 15:56
Elsku Áslaug og fjölskylda.megi guð vera með ykkur og sendi ykkur mikla hlýju og er með kveikt á kerti fyrir ykkur, kv Aðalheiður Einarsdóttir.
Aðalheiður Einarsdóttir (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 16:00
Mega allir góðir vættir heimsins vaka yfir lítlu stúlkunni ykkar.
Með kveðju Guðbjörg Kr.
Guðbjörg (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 16:14
Elsku fjölskylda...Hér er kveikt á mörgum kertum fyrir hana Þuríði Örnu hetju ...Megi allir englar himinsins vaka yfir ykkur...Hugsum oft til ykkar og biðjum fyrir fallegu hetjunni ykkar
Kær kveðja
Helga Björg..Óskars og Sigrúnar Birtu mamma
Helga Björg.. (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 17:26
Knús til ykkar allra Áslaug mín.
Við höldum áfram að biðja fyrir Þuríði vinkonu okkar!
Elsa og fjölskylda
Elsa Nielsen, 30.1.2007 kl. 17:40
Stórt knús til ykkar allra frá okkur í Hafnafirðinum Guð veri með ykkur öllum og við höldum áfram að hafa Þuríði Örnu með í bænum okkar!
kv Sólveig
Sólveig Ásta, Kalli & dætur (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 17:45
Kæra fjölskylda,
ég þekki ykkur ekkert en hef komið hingað nokkrum sinnum og dáðst af dugnaði ykkar hjóna og bjartsýni. Það er allt í lagi að bogna stundum þegar svon erfiðleikar stjórna lífi manns dag og nótt.
Ég mun kveikja á kerti fyrir ykkur og alla þá sem eiga um sárt að binda. Sendi ykkur alla mína góðu og fallegu guðs engla til að sitja yfir ykkur öllum.
Kærar kveðjur, Guðný
Gudny (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 17:50
Finn svo innilega til með ykkur. Sit hér með kökkinn í hálsinum og sting í hjartanu. Er búin að kveikja á kerti á kertasíðunni hennar Þuríðar Örnu og á öðru hér heima. Hugsa til ykkar og bið fyrir ykkur.
Ólöf (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 18:03
Elsku Áslaug og fjölskylda.
Sendi ykkur mínar bestu hugsanir og bið að þið fáið styrk, hjálp og von frá þeim sem allt getur og öllu ræður. Er búin að kveikja á kerti og vona að fleiri geri slíkt hið sama, það er ótrúlegt hvað sameiginlegar bænir og góðar hugsanir geta áorkað. Kærleikskveðja, Stella A.
Stella Aðalsteinsd. (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 18:27
Elsku hetjur.
Það er sárt að fylgjast með þessari erfiðu baráttu ykkar!
Mér tókst ekki að finna út hvernig ég gæti kveikt kerti á kertasíðunni en ég mun kveikja á kerti þegar ég kem heim úr vinnu!
Hugsa oft til ykkar og fylgist með ykkur. Þetta eru erfiðir tímar en ég trúi því að sameiginlegar bænir og góðar hugsanir geti áorkað ýmislegt.
Kv. Inga Dóra
Inga Dóra (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 18:43
Kæra fjölsk, ég sendi ykkur allar mínar bestu hugsanir, þið standið ykkur öll eins og hetjur. Guð vaki yfir ykkur og gullmolunum ykkar.
Kv. Anna Elín Danielsdóttir
Anna Elín (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 21:54
Kæra Áslaug og fjölskylda. Hef fylgst með ykkur í dálítinn tíma. Sit hér með tárin í augunum, þetta er svo sorglegt að litli engillinn ykkar skuli vera svona lasin. Þið öll eruð alveg stórkostlegar hetjur og þið eruð í bænum mínum. Vona svo innilega að góðir hlutir gerist. Á sjálf tvö lítil börn og get með engu móti sett mig í spor ykkar. Hún Þuríður litla er ofsalega rík að eiga ykkur fyrir foreldra það veit sá sem allt veit. Þið eruð í bænum mínum . Kveðja Sigga Ásgeirsd.(óskráð).
Sigga Ásgeirsd. (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 22:42
Búin að kveikja á kerti fyrir ykku öll elsku fjölskylda vona svo innilega að máttur bænarinnar sem flyst með ljósinu geti hjálpað til við þessar erfiðu baráttu. Megi guð gefa ykkur góða nótt.
Kveðja Birgitta
Birgitta Guðnadóttir (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 22:52
Elsku hjartans fjölskylda, allar allar bænir bið ég GUÐ að halda utan um ykkur það er svo sárt að finna til í hjartanu út af barninu sínu en megi öll blessun GUÐS vernda ykkur öll, þið eruð hetjurnar, elsku elsku Þura amma ég finn svo til með þér og sendi þúsund kossa og knús.Kv.Hrönn.
Hrönn (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 23:01
úúfff mig svíður í hjartað elsku Áslaug,Óskar,Þuríður,Oddný og Theódór við biðjum guðs engla að passa ykkur og vernda og hjálpa ykkur að komast í gegnum þessa erfiðu tíma og biðjum einnig guð og alla hans engla að hjálpa Þuríði Örnu í gegnum alla þessa erfiðleika og láta henni líða sem best innilegar baráttukveðjur Guðrún Bergmann,Jói og dætur
Guðrún Bergmann Franzdóttir (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 23:28
Bið fyrir Þuríði og ykkur öllum elsku Áslug mín.
kv Unnur
Unnur Einarsdóttir (IP-tala skráð) 31.1.2007 kl. 00:04
Ég hugsa stíft til ykkar. Guð veri með ykkur. Baráttukveðjur, Matti
Matti sax, 31.1.2007 kl. 07:35
knús til ykkar allra
Ólafur fannberg, 31.1.2007 kl. 08:03
Kæra fjölskylda, bið fyrir ykkur öllum á þessum erfiðu tímum hjá ykkur. Þekki þessa líðan af eigin raun.
Guðrún
Guðrún Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 31.1.2007 kl. 09:28
Elsku hetjur
Ég segi bara eins og allir hinir, ég sit hérna með sting i hjartanu. Það er ekki hægt að setja sig í ykkar spor. Maður getur ekki ímyndað sér sársaukann. Ég fer heim eftir skóla og kveiki á fullt af kertum fyrir Þuríði ykkar og ykkur. Þið eruð alltaf í bænum mínum og ég veit að mamma og pabbi biðja fyrir ykkur öllum líka. Við sendum ykkur alla góða strauma og hugsanir sem við eigum.
gangi ykkur vel elskurnar
Kveðjur frá okkur öllum, Svala
Svala og fjölskyldan öll (IP-tala skráð) 31.1.2007 kl. 09:33
Ég hef lesið allar athugasemdirnar við þessa færslu og hef ekkert meira að segja nema að ég er sammála öllum.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 31.1.2007 kl. 17:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.