Leita í fréttum mbl.is

Yndislegur dagur í dag.

Mikið er gott að geta gleymt sér í að gera skemmtilega hluti einsog ég get dottið algjörlega niður og allt frekar ómögulegt.  En við héldum uppá 2 ára afmælið hjá litla jólahnoðranum mínum ásamt systurdóttir minni sem er þrem vikum yngri en hann, alveg yndislegur dagur.  Ég gjörsamlega elska að halda uppá afmælið barnanna minna og hafa allt fólkið okkar til að gleðjast með okkur.  Hinrik minn var samt ekkert svakalega spenntur fyrir pökkunum en gladdist alltaf þegar ég og systkinin hans vorum búin að opna þá og það birtist dót.  Jólasveinninn var frekar snemma í því þetta árið en hann birtist í afmælinu og skemmti krökkunum sem þeim fannst ekki leiðinlegt.
PB214439 [1280x768]
Afmæliskakan þetta árið var Toy story kaka en Hinrik minn elskar allt sem tengist þeim fígúrum svo það kom ekkert annað til greina.  Alltaf þegar við spurjum hann hvað honum langar í afmælisgjöf þá er hann ekki lengi að svara "dót, bæ (Latibær) og Bósá (Bósi úr Toy story), hann veit alveg hvað hann vill þessi drengur.Wink
PB214543 [1280x768]
Afmælis-strákurinn minn yndislegi.
PB214507 [1280x768]
Oddný Erla mín ásamt jólasveininum en hin vildu ekki mynd af sér með sveinka, Þuríður mín var ekki kát þegar hann kyssti mig og Theodór minn er með svo lítið hjarta að hann er alveg skithræddur við hann, einsog hann er mikill gaur þessi elska.Sideways

Sem sagt alveg hreint út sagt FRÁBÆR dagur.  Núna bíð ég bara spennt eftir afmælisdeginum sjálfum (25.nóv) þegar hann fær pakka frá okkur og ætlar að halda uppá það hjá frænku sinni sem er fædd sama dag og alveg jafn gömul.Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki leiðinlegt að hafa alla fjölskylduna hjá sér , og knúsa jólasveinn :)

Til hamingju með daginn 25 nóv :)

kærleikskveðjur að austan

Dagrún (IP-tala skráð) 21.11.2010 kl. 20:58

2 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Yndislegt að heyra með daginn kæra fjölsk..

Bara faðirinn sem má kyssa mömmu sína:)

Kærleikskveðja..

Halldór Jóhannsson, 21.11.2010 kl. 21:27

3 identicon

Frábært!!! Svona á það líka að vera. Nóg komið af erfiðum dögum hjá ykkur.

Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 22.11.2010 kl. 00:08

4 identicon

Yndislegt að heyra hvað allir nutu dagsins.

Þorgerður (IP-tala skráð) 22.11.2010 kl. 17:19

5 identicon

Til hamingju með minnsta kút, gangi ykkur vel kæra fjölskylda.

Sæunn ókunn (IP-tala skráð) 22.11.2010 kl. 20:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband