Leita í fréttum mbl.is

25.nóvember'08

Ég man þennan dag einsog hann hefði gerst í gær en þetta er dagurinn sem litli jólahnoðrinn minn kom í heiminn hann Hinrik Örn eða Hinni einsog hann kallar sig.  24.nóvember rúmlega þrjú um daginn var ég að labba inní leikskóla krakkana minna þegar þessi heljarins gusa kom (missti vatnið) eða um leið og ég steig inní leikskólann svo ég vissi ekki alveg hvort ég ætti að halda áfram og ná í krakkana eða labba aftur útí bíl en ég ákvað "pissublaut" að ná í krakkana og mæti í leiðinni tveimur leikskólastúlkum og þær einmitt spurja mig "hvort það sé ekki að fara koma að þessu hjá mér", jú mikið rétt það styttist óðum í hann svara ég.  Ég var reyndar skráð eftir viku og bjóst alls ekki við því að fara afstað strax þar sem ég er vön að ganga tvær vikur framyfir með hin þrjú en það hefði reyndar átt að setja mig afstað deginum eftir vegna aðstæðna en þess þurfti greinilega ekki.  Mikið var ég samt fegin að fara afstað sjálf og var ekki lengi að hringja í nöfnu mína frænku sem hefði átti að eiga fyrir tæpum tveim vikum til að tilkynna henni að ég væri að fara eiga og hún bölvaði mér í sand og öskur en ég sagði alltaf í gríni við hana að ég myndi ö-a eiga á undan henni en bjóst samt aldrei við því.  Sem sagt litli jólahnoðrinn minn kom um morguninn 25.nóvember og litla frænka (nöfnu minnar) kom svo í heiminn um kvöldið,  elsku Hinrik Örn okkar hjartanlegar hamingjuóskir með 2 ára afmælið, þú ert alveg yndislegastur, alltaf svo kátur og glaður.  ...og mikill mömmupungur.W00t
hinrik_1
Hérna er jólahnoðrinn okkar klukkutíma gamall.
hinrik_2
Þessi er í miklu uppáhaldi hjá mér en hérna er hann þriggja vikna, mættur í eins árs afmæli hjá stóra frænda.
hinrik_3
Hérna er hann á eins árs afmælinu sínu, kátur og glaður einsog alltaf.
PB214469 [1280x768]
Hérna er svo ein frá afmælinu hans um helgina, fær hjálp hjá frá stóra bróður að blása á kertin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til lukku með sístækkandi hnoðrann þinn! Þetta er náttúrulega besti dagurinn, ég er nefnilega 35 árum eldri en hann, upp á dag ;)

Njótið dagsins í ræmur!!

Knús!

Margrét (ókunnug) (IP-tala skráð) 25.11.2010 kl. 09:53

2 identicon

Til hamingju með hnoðrann..... þú átt svo falleg börn :)

Dísa (ókunnug) (IP-tala skráð) 25.11.2010 kl. 10:06

3 identicon

Til hamingju með sæta hnoðrann og góða helgi.

Kristín (IP-tala skráð) 25.11.2010 kl. 10:07

4 identicon

Innilega til hamingju með þennan gullfallega dreng, sá á eftir að bræða hjörtu í framtíðinni (eins og öll hin börnin ykkar, yndisleg hvert og eitt).

Sirrý (IP-tala skráð) 25.11.2010 kl. 10:48

5 identicon

Hjartans hamingjuóskir með alvöru daginn.

Knús í hús, frá Sólveigu

Sólveig (IP-tala skráð) 25.11.2010 kl. 11:14

6 identicon

Fallegasturinn! Innilega til lukku með strákinn þinn:)

Kristín (IP-tala skráð) 25.11.2010 kl. 11:45

7 identicon

Mikið eigiði falleg börn Áslaug mín.  Vona að allt fari nú að ganga vel og að þig eigið góð og veikindalaus jól.

Huldis (IP-tala skráð) 25.11.2010 kl. 12:31

8 identicon

til hamingju með prinsinn, gangi ykkur allt í haginn með allt.

Didda ókunnug (IP-tala skráð) 25.11.2010 kl. 14:20

9 identicon

Innilegar hamignuóskir með prinsinn :)

kærleikskveðja að austan

Dagrún (IP-tala skráð) 25.11.2010 kl. 18:17

10 Smámynd: Ragnheiður

Hann er alveg jafnótrúlega fallegur og þau hin þrjú. Þeir eiga eftir að bræða hjörtu stúlknanna synir þínir Áslaug mín.

Kær kveðja til þín

Ragnheiður , 26.11.2010 kl. 01:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband