Leita í fréttum mbl.is

OrkuMinni

Elsku fallega Maístjarnan mín er orkuminni þessa dagana, hún er mikið farin að þrá jólafríið sitt og biður um að það byrji ekki seinna en á morgun.  Hún er farin að fá höfuðverkja"köst" og það er ofsalega erfitt að horfa uppá hana þegar hún fær þau.  Sársaukaþröskuldurinn hennar er væntanlega orðin mjög hár svo hún kvartar heldur ekkert nema hún sé mjööööög kvalin og þá er hún virkilega kvalin.  Hún einmitt nefndi það við mig í gær að henni væri ekkert illt í höfðinu eða orðaði það svona "mamma ég er ekkert illt í höfðinu núna" ótrúlega hissa eitthvað og þá er hún ö-a með verki daglega bara mismikla. 

Við teljum bara niður dagana í jólafríið og svo í jólin og börnin hrikalega spennt eða bara eins spennt og égW00t.  Skemmtilegasti tími Maístjörnu minnar eru samt áramótin, hún elskar allar þessar sprengjur og ef hún fengi að ráða myndi hún sprengja þær sjálf og væri að alla nóttina.  Margt skemmtilegt framunda og mikið að hlakka til.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sendi henni orkustrauma - njótið stundarinnar.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 1.12.2010 kl. 13:44

2 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Sendi henni góða strauma...Ég læðist með veggjum þegar skotharkan er sem mest:)

Knús og kveðja..

Halldór Jóhannsson, 1.12.2010 kl. 20:16

3 identicon

æ litla / stóra prinsessan , leiðinlegt að heyra þetta , sendi henni góðar hugsanir og strauma , megi hún losna við þessa verki ,

það er skemmtilegur tími framundan og um að gera að njóta þess , allavega eru allir orðnir spenntir hér :)

kærleiksstraumar að austan

Dagrún (IP-tala skráð) 1.12.2010 kl. 23:38

4 Smámynd: Ragnheiður

Orkustraumar til hennar, hún er áreiðanlega komin með afar háan sársaukaþröskuld. Það er amk líklegt.

Það eru spennandi tíma í vændum ;)

Hún dugleg með bomburnar, ég er lafhrædd við þetta :S

Ragnheiður , 2.12.2010 kl. 12:02

5 identicon

Kristín (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 16:45

6 identicon

Orkustraumar sendir til HETJUNNAR!!!

Kv. úr snjónum í DK

Begga Kn. (IP-tala skráð) 4.12.2010 kl. 10:45

7 identicon

Frábæra Áslaug.

En leiðinlegt að heyra að að þér finnist þú þurfa að loka síðunni. Ég er ein af þeim sem hef fylgst með skrifum þínu og finnst þú og þín fjölskylda frábær ótrulega sterk og kærleiksrík. Þú gefur okkur hinum styrk  með skrifum þínum og sýnir frábært fordæmi hvernig þú höndlar alla þessa erfiðleika. Mér finnst þú hafa einstakan hæfileika til að gefa okkur lesendum þínum  innsýn í ykkar líf. En auðvitað gerir þú það sem þú þarft og þér líður vel með.

Baráttu kveðjur Margrét. 

Margrét Snorradóttir (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 12:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband