Leita í fréttum mbl.is

Mont dagsins

Blómarósin mín hún Oddný Erla var að keppa á sínu fyrsta móti um helgina í fimleikum og stóð sig að sjálfsögðu einsog hetja, ég er ofsalega stollt af þessari stelpu sem hefur átt gífurega erfitt síðustu mánuði vegna veikinda systur sinnar.  Ef Maístjörnunni minni líður illa þá líður henni illa, þær eru einsog tvíburar rosalega hændar að hvorannarri, þær eru bestu vinkonur en stundum finnst mér Blómarósin mín bera of mikla ábyrgð gagnkvart henni.  Hún passar ofsalega vel uppá hana, ef Þuríði minni líður illa þá er Oddný mín ekki lengi að koma til hennar og reyna láta henni líða betur.  Stundum langar mig líka bara að hún verði einsog sex ára og ég veit að henni langar líka að eiga áhyggjulaust líf og geta hagað sér einsog "venjulegt" barn.  Það sem hefur hjálpað henni mest síðustu mánuði eru fimleikarnir hennar, hún elskar að mæta á æfingar og vera bara HÚN, hún elskar að sýna sig því hún veit að hún er góð (að sjálfsögðu finnst mér hún best einsog flestum foreldrum finnst um börnin sín), þar getur hún gleymt sér og ekki haft neinar áhyggjur enda held ég að henni líði best þar.

Ég veit líka að næstu mánuðir eiga eftir að vera henni erfiðir sérstaklega því aukaverkanirnar eru að koma í ljós hjá Þuríði minni en vonandi verða þær ekki eins slæmar og þær geta orðið, þess vegna þurfum við líka að hjálpa henni í gegnum næstum mánuði en ég veit líka að fimleikarnir eiga eftir að gera það enda er hún á æfingum 4x í viku.

En hérna eru nokkrar af flottustu fimleikastelpunni sem ÉG ÞEKKI.
PB284769 [1280x768]
Ótrúlega stollf af verðlaunum sínum.
PB284657
Hérna er Blómarósin mín að gera gólfæfingarnar sínar.
PB284722 [1280x768]
...og svo á slánni sem mér finnst skemmtilegast að horfa hana á.

Já ég er ofsalega stollt af Oddnýju Erlu minni sem er góð í öllu sem hún tekur að sér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Hjartanlega til hamingju með flottu stelpuna þína:)

Það er nún gott að hún njóti sín í fimleikum,enda best Í ÖLLU..

Já það þarf að hugsa vel um þessa ábyrgðarmiklu stúlku sem hugsa svo vel um systur sína<3..

Eins og þú segir einum of mikla ábyrgð...

Vegni henni og ykkur sem best í komandi vikum..

Kveðja..

Halldór Jóhannsson, 29.11.2010 kl. 12:55

2 identicon

Ykkar hús er fullt af flottum snillingum.

kær kveðja frá Sólveigu

Sólveig (IP-tala skráð) 29.11.2010 kl. 15:03

3 identicon

Mikið er hún efnileg fimleikamær, eigum greinilega eftir að sjá hana í verðlaunasætum næstu árin :)

Gangi ykkur vel með allt.... það verður aldrei of oft sagt um ykkur að þið eruð fjölskylda full af hetjum og kærleikurinn sem umvefur ykkur er engum líkur!!

Kveðja, Vilborg

Vilborg (IP-tala skráð) 29.11.2010 kl. 15:22

4 identicon

Glæsilegt hjá henni , hún er flott :) gott að geta verið hún sjálf ,

kærleiksknúskveðjur

að austan

Dagrún (IP-tala skráð) 29.11.2010 kl. 15:23

5 identicon

Stórglæsileg stúlka...verður ekki langt í Íslandsmeistaratitilinn hjá henni!

Sirrý (IP-tala skráð) 29.11.2010 kl. 15:34

6 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Flott fimleikastúlka og á eftir að ná mjög góðum árangri. Hamingjuóskir með árangur helgarinnar

Hólmfríður Bjarnadóttir, 29.11.2010 kl. 16:31

7 identicon

Blómarósin er flott stelpa og á örugglega eftir að ná langt í fimleikunum.  Eigið notalegan desember mánuð og yndisleg jól.

Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 30.11.2010 kl. 11:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband