4.12.2010 | 21:26
Lok, lok og læs
Eftir smá umhugsunarfrest þá hef ég ákveðið að loka síðunni minni, ég ætla að setja lykilorð á hana svo ég er ekkert hætt að skrifa. Það eru ýmsar ástæður fyrir þessari ákvörðun minni en mér finnst ég bara VERÐA. Mér finnst ömurlegt að fá leiðindar-komment á hana sem byrja ALLTAF þegar Maístjörnunni minni líður ekki sem best, nei mér líður ekki vel þessa dagana og er ekki að höndla leiðindar-komment sem ég hef eytt jafnóðum þegar þau koma og loka strax fyrir þá ip-tölu, finnst frekar leiðinlegt að fólk getur ekki bara sleppt því að kommenta ef það hefur bara leiðinlegt að segja.
Það er erfiðast í heimi að eiga veikt barn sérstaklega með illvígan sjúkdóm og þú veist engan veginn hvernig það fer. Þetta er alls ekki auðvelt, stundum langar mig bara alveg að hætta skrifa hérna en ég veit að þetta hjálpar mér heilmikið og þá finnst mér besta leiðin að bara að setja lykilorð á síðuna og svo langar mig líka að vita hverjir eru að fylgjast með og svo hef ég líka face-ið og þar er allt mitt fólk, fyrirutan t.d. ömmur mínar og afa sem eiga kanski stundum erfitt með að hringja þegar illa gengur sem ég skil, því sjálf á ég oft með að hringja í einhvern þegar það gengur ekki einsog það á að ganga.
Já það eru ýmsar ástæður fyrir því að ég ætla loka síðunni sem ég ætla ekkert að fara nánar útí, en ef "þig" langar að fá lykilorðið þá er best að senda mér mail á aslaugosk@simnet.is . En síðunni mun ég loka í kringum jólin.
Eigið góða daga kæru lesendur, við erum svo að reyna njóta lífsins í ýmsu sem tengist jólunum einsog við fórum og keyptum okkur jólatré í dag sem var 2,5m á hæð og huges á breidd en ég hafði ekkert á móti því að fá það stærra en það hefði víst ekki komist fyrir í íbúðinni.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
31 dagur til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mikið er framkoma fólks sorgleg kæra Áslaug. Óskiljanlegt að fólk skuli ekki getað sleppt því að lesa hér ef það hefur engan annan tilgang en að vera með leiðindi. Það hefur verið áhugavert, gaman og lærdómsríkt að fá að fylgjast með ykkur og ég hefði gjarnan viljað halda því áfram, en skil vel að síðan verði bara fyrir ykkar fólk hér eftir fyrst framkoman er svona
Gangi ykkur sem allra best og megi Maistjörnunni og ykkur öllum hinum liða sem best. Bestu óskir um gleðileg jól
kveðja, Kristín
Kristín (ókunnug) (IP-tala skráð) 4.12.2010 kl. 21:46
Þarft ekkert að vera feimin að biðja mig um lykilorð í gegnum aslaugosk@simnet.is ég veit þó þá hverjir eru að fylgjast með
Áslaug Ósk Hinriksdóttir, 4.12.2010 kl. 21:52
Ég get ekki skilið hvernig fólk getur komið svona illa fram. Ég les alltaf bloggið þitt en hef held ég ekki skrifað þér áður. Ég dáist að því hvað þú ert jákvæð og sterk í erfiðum aðstæðum. Ég á ábyggilega eftir að biðja um lykilorð síðar. Bestu kveðjur til ykkar allra.
Ingibjörg Kristrún Einarsdóttir, 4.12.2010 kl. 22:03
Ég er búin að fylgjast með ykkur í langan tíma og litið upp til ykkar hversu ótrúlega vel þið hafið unnið ykkur í gegnum þennan erfiða og langa tíma. Finnst alveg skelfilegt að fólk þurfi að senda ykkur leiðinlegar sendingar og skil engan veginn hvaða hugsun liggur að baki. Ég hugsa áfram hlýtt til ykkar og gangi ykkur sem allra best.
Þórunn (IP-tala skráð) 4.12.2010 kl. 22:11
Er það virkilega svo að fólk er að skrifa leiðindi og neikvæðni hjá þér á síðuna. Hvernig stendur á slíku innræti og hvers vegna gerir fólk svoleiðis. Ekki taka það svo Áslaug að ég sé að rengja þig, það mundi ekki hvarla að mér. Ég er bara svo steinhissa og stórhneygluð.
Ég skil því þessa ákvörðun þína mætavel og finnst hún rétt. Látið ykkur líða sem allra allra best og Guð veri með ykkur.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 4.12.2010 kl. 22:36
Skiljanlegt að þú viljir hafa bloggið lokað þegar sumt fólk sér sig knúið til að kommenta hér í annarlegum tilgangi til að særa. Urrrrr!
Bestu stuðningskveðjur til ykkar, frábæra fjölskylda!!!
Gurrí (IP-tala skráð) 4.12.2010 kl. 22:39
órúlegt hvað fólk getur verið tillitslaust eins og það sé ekki lagt nógu mikið á ykkur þó svo að fólk sé ekki að koma með leiðinleg komment. Ég hef fylgst með ykkur öðru hvoru í gegnum tíðinna, þú og þín fjölskylda eru hetjur. Gangi ykkur allt í haginn og njótið aðventunnar.
bkv
amý
amý (IP-tala skráð) 4.12.2010 kl. 22:52
Kæra Áslaug. Það er ljótt ef fólk er að kommenta á neikvæðan hátt hjá þér - það er auðvitað það síðasta sem þú þarft á að halda.
Þú átt að hafa rétt á að tjá þig um þínar tilfinningar hérna - það er alltaf gott að geta pústað - og ég vona að þú finnir þig í því áfram.
Ég hef fylgst með blogginu þínu frá upphafi og langar til að gera það áfram. Ég hef lært mikið á að lesa bloggið þitt og tel mig hafa gott af því. Það er mannbætandi að þekkja fólk eins og þig og fjölskylduna þína, þó svo það sé bara í gegnum bloggið :)
Mér finnst þú frábær móðir og þið hjónin eruð ótrúlega sterk. Það eru margir sem ættu að taka ykkur sér til fyrirmyndar.
Bestu kveðjur og óskir til ykkar - ég sendi þér póst og læt það í þínar hendur hvort þú gefið mér lykilorðið. Ef þú vilt ekki gera það þá skil ég það vel því við þekkjumst ekki neitt.
Hanna
Hanna (IP-tala skráð) 4.12.2010 kl. 22:53
Æ.elsku Áslaug mín.Ekki skil ég hvað fólk er
að hugsa sem dáist ekki að ykkur og virðist ekki
hafa annað að gera en vera með leiðindi.
En þeir eru samt miklu fleiri sem fylgjast með
ykkur og frekar geta lært af ykkar dugnaði og oft ótrúlega æðruleysi.Ég óska ykkur öllum alls hins
besta og vona að ég fái að fylgjast með ykkur áfram.
Viltu senda mér lykilorðið ef þú lokar.
Hjartans kveðjur til ykkar allra.
Halla frænka.
Halla Magnusdottir (IP-tala skráð) 4.12.2010 kl. 23:11
Halla mín - endilega sendu mér tölvupóst á oskar73@simnet.is og ég skal senda þér lykilorðið :)
KvÓ
Óskar Örn Guðbrandsson, 4.12.2010 kl. 23:28
Skil þessa ákvörðun vel. Finnst þú (og þið) hafið verið afskaplega hugrökk og dugleg að hafa haft þetta svona opið. En þú hefur líka gefið mikið af þér til annarra, eða ég tala náttúrlega bara fyrir mig. Þú hefur gert mikið gott fyrir mig og ég hef fengið hvatningu í mínu lífi með að lesa þín skrif þín og hugleiðingar. Ef þú villt vita hvað máttu vita það, hafðu þá bara samband Haltu áfram að lifa lífinu eins og þú villt, jafn einlæg og yndisleg og þú ert. Vona ljósið lýsi leið ykkar og að allt gangi eins og við óskum öll. Mundu að þú ert einstök og eins og ég hef sagt áður þá eru börnin þín ákaflega heppin að eiga þig að, og þú þau
kær kveðja
Dagný (ókunnug) (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 00:09
Kæra fjölskylda .
Hvað er að fólki ?? Er ekki í lagi heima hjá því , öruglega ekki fyrst það getur verið að láta eitthvað frá sér sem er ekki gott , þessi framkoma er sorglegt , því hlýtur að liða svona illa.
En það hefur verið lærdómsríkt og gefandi að fá að fylgjast með ykkur , og skil ykkur vel að hafa síðuna lokaða .
Gangi ykkur sem allra , allra best og Risakærleiksknús til ykkar frá mér , verð með hana og ykkur í bænum mínum :)
kveðja að austan
Dagrún (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 00:10
Ákaflega er það leitt að fólk skuli hafa það í sér að láta svona. Ég hef fylgst með ykkkur í nokkuð langan tíma þar sem mér hefur fundist ég hafa svo mikið að læra af ykkur. Með tíð og tíma hefur það ekki síður snúist upp í það að hafa þörf fyrir að vita hvernig snúlluni þinni og fjölskyldunnni líður og alltaf með þá innilegu von í brjósti að allt gangi vel. Ég skil það aftur á móti afskaplega vel að þú sjáir þig knúna til þess að loka síðunni til þess að losna við einhver leiðinda komment en á eftir að sakna þess að fylgjast með ykkur en óska ykkur alls hins besta í framtíðinni. Að sjálfsögðu verðið þið í bænum mínum nú sem endranær.
Helga Jónsdóttir (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 00:11
Ég er orðlaus!! Ég dáist að ykkur og skrif þín hér hafa heldur betur hjálpað mér. Vona að þið hafið það öll sömul gott.
En ég skil þig svo sannarlega, annað er bara ekki hægt!
Bestu kveðjur frá Sólveigu.
Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 00:23
Kæra Áslaug !
Mikið hlýtur fólki að líða ylla sem gerir svona ljóta hluti,greinilega ekki þurft að basla við veikindi sinna nánustu.
Ég skyl þig/ykkur svo mæta vel að læsa síðunni , það er hverju foreldri fullt starf og rúmlega það að vera með veikt barn og ekki á það leggjandi að fá neikvæð komment á skrif sín, þið eruð hetjur og litla Maistjarnan ykkar er alveg ótrúlegt kraftaverk, ég er búin að fylgjast með ykkur í marga mánuði og dáist að krafti ykkar.Hafið mikla þökk fyrir skrifin á síðuna hennar og Ég veit að skrif geta verkað eins og gott lyf á sálartetrið okkar, svo skrítið sem sumum finnst það. Guð fylgi ykkur og styrki í baráttu við veikindin.
Margrét Einarsdóttir (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 01:12
en leiðinlegt að fólk skuli láta svona, ég fylgist með ykkur og hef gert lengi, finnst þið alveg frábær fjölsk.og eru alveg svakalega dugleg..Vonandi fær maður að fylgjast með áfram og guð geymi ykkur og haldi í hendurnar á ykkur í þessari baráttu..
Kveðja Eygló Svava Kristjánsdóttir
Eygló Svava (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 03:46
Elsku Áslaug og fjölskylda. Ég skil ykkur hjartanlega vel með að loka síðunni ykkar. Sumt fólk er hreinlega fífl, ljót að segja það samt.
Ég hef fylgst með ykkur hér í gegn alveg óralegni. Þið eruð hetjurnar mínar hvert eitt og einsast. Guð verði með ykkur og njótið lífsins eins og auðið er.
Gleðilegt jól og gott nýtt ár
kv Rebekka Halldórsdóttir
Rebekka (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 08:02
Mikið er það sorglegt að það skuli enn vera til fólk sem getur ekki látið það vera að særa og kommenta á hluti á leiðinlegan hátt. Ég skil ykkur mjög vel að vilja læsa síðunni. Ég hef fylgst með baráttu ykkar lengi, sorgum og sigrum og dáist að þeim styrk sem þið búið yfir.
Bestu baráttukveðjur til ykkar kæra fjölskylda og megið þið eiga Gleðileg jól og hamingjuríkt komandi ár.
Kv. Eyrún
Eyrún (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 09:05
Elsku Áslaug og fjölskylda, stórt knús á ykkur, þið eruð frábær og standið ykkur alltaf jafn vel, vona heitt og innilega að Þuríði muni líða sem allra best og þið fáið að njóta jólaundirbúnings og jólanna án verkja og með gleði í hjarta, kv Áslaug og fjölsk.
Áslaug (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 09:54
Kæra fjölskylda.
Mikið er sorglegt að sumt fólk komi svona fram. Takk fyrir að leyfa okkur hinum að fylgjast með, ég hef fylgst mikið með ykkur og dáist að dugnaði ykkar, styrk, samheldni og jákvæðni þrátt fyrir allt. Þið hafið verið mér og mörgum öðrum innblástur og minnt okkur á hvað það er sem skiptir mestu máli!
Ég óska ykkur öllum alls hins besta, það væri gaman að geta fylgst með hvernig gengur hjá ykkur, en skil afar vel að þið viljið vernda ykkur fyrir svona leiðindaathugasemdum.
Gangi ykkur sem allra best, megið þið eiga gleðileg jól og gæfuríkt komandi mörg ár.
Kv.
Laufey (ókunnug)
Laufey (ókunnug) (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 10:16
Ég er ein sem hef fylgst með hérna í smá tíma núna og langaði bara að segja þér að þú átt virkilega flott og myndarleg börn. Ég vona svo innilega að dóttir þín komist yfir þetta að lokum. Gangi ykkur öllum vel í framtíðinni og gleðileg jól.
Flower, 5.12.2010 kl. 10:51
Kæra fjölskylda ,mikið skiljanlegt að þið viljið verda ykkur fyrir misvitru fólki eða réttara sagt sjúku fólki þvi ljót skrif koma bara frá veiku fólki sem hefur ekki sýn. Ég hef að ég held aldrei commentað hjá ykkur en er oft búin að fara inná síðuna og senda ykkur hlýja strauma og sett nafn Maidrottingarinnar í hendur fólks sem hefur eitthvað til að bera til að hjálpa öðru fólki. Þið hafið verið mér fyrirmynd í jákvæðni og hreinskilni - okkur mannfólkinu sem er af eldri kyslóðinni hættir oft til að þegja bara og þrauka ef eitthvað er en þið opnið á hlutinina eins og þeir eru sem er mjög JÁKVÆTT .
Vil þakka fyrir mig og gangi ykkur allt í haginn í þessari baráttu ég mun halda áfram að nefna nafn Maistjörnunnar þar sem ég hef tækifæri til setja hana í góðar hendur og hugsanir .
Guð veri með ykkur og Gleðileg jól - kær kveðja Sigga D
Sigríður K Dagbjartsdóttir (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 10:52
Ég hef fylgst með ykkur af og til í gegnum árin. Þið eruð ótrúlega dugleg, jákvæð og hlý fjölskylda. Ég hef séð það að þið gerið ALLT fyrir börnin ykkar sem eru svo flott og frábær.
Ég skil ekki að fólk skuli endilega þurfa að vera með eitthvað skítkast þar sem þið eigið það engan vegin skilið!
Ég skil ákvörðun þína vel að loka blogginu, eigið gleðileg jól saman og gangi ykkur vel í framtíðinni!
Þórunn (ókunnug) (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 11:14
Kæra Áslaug og fjölskylda. Ég skil ekki að fólk þurfi endilega að vera svona óforskammað að vera að senda ykkur leiðinda komment það er eitthvað meira en lítið að svona fólki. Ég þekki ykkur ekki neitt en finnst ég þekkja ykkur mjög vel því að ég leg alltaf bloggið þitt en hef ekki verið nógu dugleg að kommenta. Það væri mjög skemmtilegt að fá að halda áfram að fylgjast með ykkur ef þú myndir vilja vera svo góð að leyfa mér það þá yrði ég mjög þakklát og þá myndi ég vera duglegri að kvitta fyrir mig. Ég á eitt langveikt barn en hún er að vísu orðin 17 ára og hefur það gott í dag en hún hefur verið veik frá fæðingu. Svo á ég 20 ára strák sem er með aftma, ofnæmi og migreni og telst líla langveikur. Jæja gott í bili mín kæra duglega. sterka kona. kær kveðja Guðný. Sendi þér póst þegar þú ert búinn að loka og sé svo bara til hvað þú gerir Takk fyrir mig
Guðný Elísabet Einarsdóttir (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 11:33
Ótrúlegt að fólk skuli vera með skítkast hér.
Gangi ykkur vel og Guð blessi ykkur
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 12:09
Kæra Áslaug og fjölskylda.
Mikið á fólk bágt að vera að senda ykkur leiðinda comment.. það á bara að snúa sér eitthvað annað .. vonandi á þetta fólk aldrei eftir að upplifa annað eins og þið hafið þurft að upplifa.
Þið eruð miklar hetjur og hafið þökk fyrir að hafa miðlað ykkar reynslu til okkar. Við munum ALDREI skilja hvað það er að eiga langveikt barn, við sem ekki höfum staðið í þessum sporum. Þökkum aldrei nógsamlega fyrir það..
Skil vel að þú veljið að fara þessa leið. Gangi ykkur allt í haginn og MAÍ stjarnan er hetja og verður hetja sem fer sínar eigin leiðir .. gangandi kraftaverk.. Knúsaðu hana og hina gleðigjafana þína frá mér.
Ég er ekki alveg ókunnug .. mamma þín passaði Jason Hagalín ömmustrákinn minn og svo erum við mamma þín jafngamlar og við vorum saman í fermingarbarnafræðslu á Laugarvatni hjá Sr. Magnúsi í den .. skilaðu kveðju til hennar.
Enn og aftur Guð veri með ykkur og styrki um ókomin ár og gangi ykkur vel. Takk fyrir mig..
Ólafía Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 13:56
Ég hef verið fastur lesandi lengi þó að ég hafi ekki verið dugleg við að kommenta, þið hafið svo óendanlega mikið að gefa og yndislegt hvernig þið takist á við erfiðleikana. Vonandi fæ ég að fylgjast með áfram.
Margrét Birna Auðunsdóttir, 5.12.2010 kl. 14:07
Hef fylgst með ykkur lengi og get ekki sett mig í ykkar spor og skil bara alls ekki að fólk sé með leiðindi við ykkur en skil þig vel að loka vegna þess.. en gangi ykkur sem allra best og sendi ég áfram hlýja strauma til ykkar..kv Edda
Edda (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 14:46
Hef aldrei kommentað á þessa síðu en fylgst mér í laumi. Skil ekki hvernig fólki dettur til hugar að kommenta með leiðinlegum orðum um málefni sem því kemur engan veginn við. Skil ákvörðun þína vel. Vildi bara segja þér að það hafi verið lærdómsríkt að lesa bloggið þitt. Hugsa oft til ykkar þegar ég kvarta yfir að börnin mín fái flensu í miðjum prófaupplestri eða yfir að hafa tekið erlent bílalán. Það eru forréttindi að kvarta yfir þessum hlutum og í raun ætti maður frekar að gleðjast yfir að eiga heilbrigð börn en að kvarta yfir einhverju sem mun örugglega lagast að lokum án mikillar baráttu. Gangi ykkur og öllum börnum ykkar sem allra best í framtíðinni og haldið áfram að hlúa að hvort öðru og hlaða sálina án barnanna. Það gera það allir foreldrar og í raun mikilvægara fyrir foreldra með langveik börn að komast aðeins í burtu!
ókunnug (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 15:46
kæra Áslaug, ég hef fylgst með ykkur lengi, gangi ykkur allt í haginn, ég mun hugsa til ykkar áfram, já það er ekki allt í lagi með sumt fólk, bara skammist ykkar við þau, ómerkileg, þó sé ekki meira sagt, eigið gleðileg jól og áframhaldandi bata og allar góðar vættir veri með ykkur kæra fjölskylda, yndislega flott börnin ykkar, guð blessi ykkur.
Didda ókunnug (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 16:17
Sæl Áslaug
Ég hef verið dugleg að fylgjast með ykkur en er ekki alltaf að kommenta.
Finnst það vera leiðinlegt að fólk skuli vera svona óþroskað að vera með leiðindar komment. En vonandi gengur ykkur vel og knús á hetjuna ykkar <3
Bestu Kveðjur
Silla Karen
Silla Karen (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 16:44
Innilegar kveðjur til ykkar. Skil mjög vel ákvörðun þína Áslaug. En engin færa mig til að skilja huga fólks sem fær sig til að vera með óþverraskap í ykkar garð. Þið eru einsök fjölskylda sem á allt gott skilið.
Þorgerður. (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 17:06
Elsku 'Aslaug og fjölskylda það er alveg ótrúlegt hvernig fólk getur verið með leiðinda comment,óskiljanlegt,en ég vona að þú sendir mér lykilorðið,baráttukveðjur til BROSdúllunnar og kærleikskveðjur til ykkar.Hrönn.
Hrönn (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 17:13
Kæra fjölskylda. Ég hef fylgst með ykkur af og til í nokkur ár þó ég þekki ykkur ekki neitt. En kannski er kjarkurinn ekki mikill til að kommentera því mér líður stundum eins og gluggagægi. En það þarf ekki að taka fram hve miklir gullmolar börnin eru. En lán þessarra barna eruð þið foreldrarnir sem hafið barist og gert allt sem í ykkar valdi stendur til að láta lífið vera sem eðlilegast hjá börnunum miðað við þessar erfiðu aðstæður sem ykkur hafa verið skapaðar. Þuríður litla er sönn hetja en aðrir fjölskyldumeðlimir eru það einnig. Vona að hún sleppi við fleiri aukaverkanir og allt fari að tosast upp á við. Hveiki á kertum að vanda. Kveðja
Stína (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 17:19
Alveg finnst mér ömurlegt þegar fólk getur ekki hagað sér og þarf að smita svona eitri og óhamingju út frá sér. Langar bara að nota tækifærið og þakka þér fyrir skrifin þín ég þekki þig ekkert en komst að því löngu eftir að ég fór að fylgjast með blogginu að við eigum eina sameiginlega vinkonu. Unni Ylfu. Gangi ykkur sem best, haldið áfram að taka svona vel á hlutunum og vonandi fáið þið stærsta kraftaverk í heim í jólagjöf 100% heilsu og bata! Gleðileg jól! Ásta
Ásta Kristín Svavarsdóttir (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 17:39
Fólk er svo hörmulega illa innrætt, sumt.
Elsku Áslaug og Óskar, megið þið og börnin ykkar eiga dásamleg jól. Þið eruð bestu foreldrar sem hugsast getur og í skelfilega erfiðum aðstæðum.
Bænir mínar munu alltaf fylgja ykkur og Þuríði Örnu en ekki síður hinum börnunum.
Þið eruð best í heimi
Ragnheiður , 5.12.2010 kl. 17:40
Gott hjá þér að læsa síðunni,þú þarft ekkert á því að halda að fá neikvætt fólk commenta hérna.Þið er ótrúlega sterk fjölskylda, vona að þið fáið ykkar ósk uppfyllta um jólin.Vona að ég fái að fylgjast áfram með ykkur.
Kv Aðalheiður
Aðalheiður Einarsdóttir (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 18:24
Elsku Áslaug
Ég hef annað slagið kommentað hér en er annars duglegri á face að kommenta. Þið hjónin og þið fjölskyldan eruð algjörar hetjur og ég dáist hreinlega af ykkur !! Börnin ykkar hjóna eru þau allra myndarlegustu sem ég hef séð og Þuríður ávalt í mínum hugsunum og bænum.
KNúúúús á ykkur og gott hjá ykkur að loka á þessa leiðindapúka :)
Ég ætla að fá að biðja um lykilorð þegar verður lokað en skil vel ef það er bara vinir og vandamenn :)
Sara Björk (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 18:26
Ég er ein af þeim sem þekki ykkur ekki en finnst samt ómissandi hluti af daglegum netrúnti að kíkja á síðuna þína Áslaug. Mér þykir leitt að þér finnist þú knúin til að læsa síðunni en skil þig vel. Það er alveg ótrúlegt hvað fólk getur sagt leiðinlega hluti og komið illa fram.... gleymdu því samt ekki að þetta fólk er bara eitthvað veikt og þú/þið eigið miklu fleiri netvini þarna úti sem hugsa og skrifa fallega til ykkar. Gangi ykkur öllum vel.
Dísa (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 19:12
Kæra Áslaug og fjölskylda.
Skil vel þessa ákvörðun þína að læsa síðunni þinni.
Því miður er alltof mikið af fólki sem vill bara gera öðrum lífíð leitt.
Ég hef fylgst með þér og fjölskyldunni í gegnum tíðina og fæ alltaf jafn mikið út úr því að lesa. Þú hefur nú ósjaldan talað um það hvað það gefi þér mikið að skrifa á bloggsíðuna þína. Enda dáist maður alltaf af þér hvað þú ert dugleg á erfiðum tímum en jafnframt þakklát á góðum stundum.
Ég á örugglega eftir að biðja þig um lykilorðið þegar þú læsir síðunni þinni. Þú gefur mér mjög mikið sjálf með skrifum þínum.
Sá einmitt á Facebook að elskulega maístjarnan þín sé komin inn á Barnaspítalan. Vona svo innilega að þið verðið bara stutt inni. Því ykkar tími er komin að njóta jólanna sem best, þetta er jú ykkar tími.
Gangi ykkur sem allra best. Guð veri með ykkur áfram kæra fjölskylda. Þið verðið í bænum.
Kveðja Linda Birna.
Linda Birna Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 20:06
langar að senda litlu hetjunni baráttukveðjur, vona að hún nái að eiga jól heima með ykkur sterku og fallegu fjöslkyldunni.
bið guð og englana að vera með ykkur, kær kveðja Guðrun boston
Guðrún ( boston ) (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 20:46
Bestu batakveðjur til dömunnar ungu og stuðningskveðjur til ykkar allra !
Þórhildur (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 21:18
Langar að senda ykkur baráttukveðjur, Ég er ein af þeim sem fylgist með ykkur af og til og finnst þið ótrúlega dugleg. Þú og öll fjölskyldan eruð algjörar hetjur og eigið allt gott skilið. Mér finnst ótrúlegt að það sé til fólk sem er svo illa innrætt að það þurfi að koma með einhver leiðindakoment eins og lífið hjá ykkur sé ekki nógu flókið fyrir. Það eina sem þið þurfið er jákvæðir straumar og ekkert annað þannig að þú gerir rétt með að loka fyrir þessar neikvæðisraddir. Ég bið fyrir hetjunni þinni og ykkur öllum
Baráttukveðjur
Gunnhildur Arnarsdóttir
Gunnhildur Arnars (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 10:08
Ég hef verið í þeirri stöðu að hafa þurft að horfa upp á barnið mitt alvarlega veikt. Á því tímabili las ég bloggið þitt til að styrkja mig. Jákvæðnin og dugnaðurinn í þér og fjölskyldunni þinni var það sem fleytti mér meðal annars áfram. Ég skil vel að þú viljir loka síðunni. Í svona aðstæðum hefur maður varla orku í að svara símtölum frá fólki sem vill hughreysta mann, hvað þá að taka við neikvæðum athugasemdum frá ókunnugu fólki! Ég vona að allt fari vel hjá ykkur og sendi hlýjar hugsanir og baráttukveðjur.
Ein ókunnug móðir (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 17:04
Kæra fjölskylda
Ég hef fylgst lengi með hetjunni ykkar hérna á blogginu. Hef nú aldrei skrifað áður komment og hreinlega skil ekki innræti sums fólks. En skil afstöðu ykkar vel. Það er nóg að þurfa að berjast fyrir heilbrigði barnanna sinna þó maður þurfi ekki að lesa ljótar hugsanir ókunnugs fólks!
Mér finnst þið alveg einstök í ykkar baráttu og dáist að því hvernig þið einbeitið ykkur að halda fjölskyldunni vel saman og allir fá að njóta sín á sinn hátt. Og að þið foreldrarnir fáið ykkar tíma saman líka!
Ég þakka það í hvert skipti hvað ég hef það ótrúlega gott og skammast mín oft fyrir vælið í sjálfri mér. Vælið í manni er oftast hjóm eitt við þá baráttu sem þið heyjið.
Gangi ykkur rosalega vel, aldrei að vita nema ég biðji um lykilorð, því að lesa bloggið ykkar veitir mér líka svo oft styrk vegna smávægilegrar fötlunar barnsins míns.
Dóra (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 20:32
Sæl Áslaug ég hef aldrei skrifað hjá þér en fylgst með í þó nokkuð langan tíma raunum ykkar og þrautum og gleðistundum Gangi ykkur allt í haginn í framtíðinni með ykkar frábæru börn.Leiðinlegt að geta ekki fylgst með .kv Ólöf M
Ólöf M(ókunn) (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 22:26
Ég hef séð svona komment sem fólk hefur sett hjá þér sem hljóta að hafa verið særandi. Svo ég skil þig vel. Á svona síðu setur maður ekki neikvæð komment. Þig vantar ekki meira mótlæti. Þú hefur nóg af því, en færð aldrei nægan stuðning. Ég skil því vel að þú lokir síðunni en við erum mörg sem lesum pistlana og viljum þér vel, hugsum til ykkar og biðjum fyrir ykkur. Mun sakna pistlanna en hugsa til ykkar. Óska ykkur gleðilegra jóla og góðra frétta í febrúar
Birna mamma Sigrúnar
Birna Einarsdóttir (IP-tala skráð) 7.12.2010 kl. 00:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.