Leita í fréttum mbl.is

Ósanngjarnt líf

Elsku Þuríður mín lögð inn á Barnaspítalann nú áðan. Þarf að fá stóra steraskammta í æði í tvo til þrjá sólarhringa.  Aukaverkanir eftir gammageislana sem hún fór í út í Svíþjóð helltust yfir hana í gær - mikil lömun í hægri helmingi líkamans, á erfitt með að borða og tala og er hrikalega þreytt.  
Læknarnir telja þó að þetta sé allt eðlilegt og eitthvað sem mátti búast við.  Þeir sögðu okkur reyndar í nóvember að þeir væru hissa á að aukaverkanirnar væru ekki meiri miðað við þær bólgur sem væru í æxlinu þá - þær hafa svo aukist töluvert mikið núna og allt í einu fór þetta að segja svona illilega til sín. En hún er í góðum höndum og mun berja þetta af sér með sínum einstaka krafti.  ....þar þurfti ég að opna kvíðakassann minn sem átti að vera lokaður þanga til í febrúar en hún var send strax í myndatökur í dag og þar sást hvað það er orðin mikil stækkun.

Ég ætlaði mér reyndar ekkert að blogga aftur fyrr en ég lokaði blogginu mínu (sjá á færslu hér fyrir neðan) en þetta er væntanlega mitt "síðasta" blogg áður en ég loka því og set lykilorð á það.  Er búin að fá margar beiðnir og að sjálfsögðu svara ég ÖLLUM en get því miður ekki svarað á outlookinu mínu hérna á spítalanum.

En langar að enda færsluna mína á þessum fallega texta sem er víst eftir Celine Dion en ísl. þýðing er eftir stelpu sem ég þekki og sendi þetta á mig.

Fyrir hverja stund sem þú stendur með mér
Fyrir allan sannleikan sem ég fæ frá þér
Fyrir alla þá gleði sem þú gefur mér
Fyrir allt sem er rangt en með þér svo rétt
Fyrir hvern þann draum sem rætist með þér
Fyrir alla þá ást sem ég finn frá þér

Ég verð ávallt þakklát fyrir það elskan

Þú heldur mér uppi svo aldrei ég fell
Þú sérð í gegnum mig, gegnum allt
Þú ert styrkur minn þegar ég er veik,
Þú ert rödd mín þegar ég get ekki talað
Þú ert sjón mín þegar ég ekki sé
þú sérð það besta sem í mér er
Þú lyftir mér upp þegar ég næ ekki sjálf
þú gefur mér trú, því þú trúir

Ég er allt sem ég er, vegna þess að þú elskar mig.

Þú gefur mér vængi og mér finnst ég fljúga
þú snertir hönd mína svo mér finnst sem ég snerti heiminn
ég missi trúnna, þú gefur mér hana aftur
þú segir að engin stjarna sé of langt frá
Þú stendur með mér svo ég stend bein
Ég á ást þína svo ég á allt
ég er þakklát fyrir hvern dag með þér

Kannski veit ég ekki margt
en eitt veit ég fyrir víst
að ég er blessuð vegna þess að ég er elskuð af þér.
Heimurinn er betri af því að þú ert hér hjá mér.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æi elskurnar, leiðinlegar fréttir, en að sjálfsögðu hristir litla dúllan þetta af sér eins og áður. Hugsa alltaf til ykkar þó ég þekki ykkur ekkert.

Kristín (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 19:35

2 identicon

Kæra Áslaug og fjölskylda.

Það er ekki auðvelt að horfa á börnin sín veik hvað þá með illvígan sjúkdóm.

Ég er sannfærð um að maístjarnan þín hristi þetta af sér enda ofurhetja. 

Guð veri með ykkur áfram kæra fjölskylda.

Kveðja Linda Birna.

Linda Birna Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 20:11

3 identicon

Þið verðið í mínum bænum og ég bið þess að þið fáið þann styrk sem þið þurfið á þessum erfiðu tímum.

Anna (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 20:27

4 identicon

Æi eins og hún er nú búin að vera sterk þessi litla hetja :o( En ég er nú viss um að sinni einskæru þrjósku þá á hún eftir að jafna sig á met tíma, eins og svo oft áður. En ég get ekki ímyndað mér hvað þetta hlýtur að taka á ykkur foreldrana og systkini hennar.

Ég læt loga á kerti og hef hetjuna þína í bænum mínum með von um að hún nái sér sem fyrst.

Kveðja Matta

Matta (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 20:40

5 identicon

Kæra Áslaug, ég sendi þér og fjölskyldunni allri mínar bestu óskir um að elsku Þuríður nái sér upp úr þessu eins og hún hefur gert ávallt áður. Það er útilokað að setja sig í sporin þín og ég hef dáðst endalaust af ykkur hjónum fyrir bjartsýni og dugnað á þessum erfiðum árum sem liðin eru síðan Þuríður veiktist. Ég hef verið mjög ódugleg við að kvitta fyrir mig, en hef fylgst lengi með ykkur og langar mikið til að gera það áfram.

Mínar bestu baráttukveðjur.

Ragna.

Ragnhildur Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 21:22

6 identicon

Elsku stelpan... sendi henni og ykkur mínar bestu baráttukveðjur. Megi góður Guð standa ykkur við hlið í baráttunni og styrkja ykkur á allan mögulegan hátt. Stórt knús á ykkur öll.

Bestu kveðjur,
Tinna

Tinna Ósk Björnsdóttir (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 21:32

7 identicon

Vona að Þruríði batni flótt . Hún er mikil hetja. Vona að ég fái að fylgast  áfram með henni sendi þer póst áðan.

Batakveðjur María

María Gísladóttir (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 21:33

8 identicon

Elsku Áslaug og fjsk.

Mikið finn ég mikið til með ykkur. Og vá hvað ég var reið þegar ég las bloggið um að þú værir aðe fá leiðindar-athugasemdir. Hvað er eiginlega að fólki aljörlega óskiljanlegt hvað sumt fólk er VONT og LJÓTT í sér.

Ég bið fyrir ykkur og hef svo mikla trú á þessari miklu hetju sem hún Þuríður Arna er. Ég vona að ég fái að fylgjast áfram með ykkur.

Bestu kveðjur

Berglind í Vesturbergi

Berglind Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 21:39

9 identicon

Eitthvað sem sagði mér að kíkja aftur. Guð gefi að hún nái fljótt bata. kv.Ásta

Ásta Kristín Svavarsdóttir (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 21:50

10 identicon

Innilegar bata- og baráttukveðjur. Bið Guð að halda verndarhendi yfir Maístjörnunni og gefa ykkur styrki. Kærleikskveðja.

Edda Hlíf Hlífarsdóttir (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 21:53

11 identicon

Kæra fjölskylda !

Sendum ykkar okkar bestu baráttukveðjur til handa kraftaverka-maistjörnunni, sem og kærleiksknússss ykkur til handa.

Þið verðið í bænum okkar áfram

Sigrún og co (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 21:54

12 identicon

Úff...elsku litla kerlingin...hún á samt örugglega eftir að ná sér í gegnum þetta eins og allt annað, litla hetjan! Kveiki á kerti fyrir hana á eftir þegar ég er búin að skrifa kommentið.

Skil vel að þú viljir læsa blogginu, skil hins vegar ekki af hverju fólk getur ekki bara þagað ef það hefur ekkert gott að segja. Hugsa oft til ykkar þótt ég þekki ykkur ekki neitt og langar pínu til að fylgjast með áfram. Þið eruð öll hetjur í mínum augum og eigið allt gott skilið. Gangi ykkur bara vel í framhaldinu, óska ykkur alls góðs.

Kær kveðja, Margrét Helga (ókunnug)

Margrét Helga (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 21:56

13 identicon

Æ ,litla prinsessan , sendi henni og ykkur Risaknús. Sendi henni baráttukveðjur að hún verði fljót að hrista þetta af sér og komi sé sem fyrst heim :)

klærleiksstraumakveðurknús

að austan

Dagrún (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 21:57

14 identicon

Ég skrifa mjög sjaldan en kíki á síðuna ykkar á hverjum degi. Gangi ykkur rosalega vel.... prinsessan ykkar og þið öll verðið í mínum bænum í kvöld.. eins og þið hafið alltaf verið.

Kv. Sandra

Sandra Ósk (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 22:07

15 identicon

Æi, hún  nær sér vonandi fljótt elsku, duglega hetjan ykkar. Óska þess svo heitt og innilega að hún verði hress og kát um jólin.

Sendi ykkur baráttukveðjur og hlýja strauma. kv. Sólveig

Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 22:21

16 identicon

 vonandi batnar henn fljótt. Þið verðið  í bænum mínum. Gangi ykkur vel. 
ókunnug

svava (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 22:24

17 identicon

Elsku Áslaug, Óskar og fjölskylda.

ÆÆ..... vondar fréttir, en hún hristir þetta af sér kraftaverka prinsessan. Sendi ykkur öllum baráttukveðju og stórt knús í hús. Hugsa oft til ykkar og fer á síðuna, en er ekki dugleg að kvitta hér , en geri það með því að kveiki á kerti á síðunni. Guð veri með ykkur duglega fjölskylda, þið eruð ofurhetjur. Þið eruð alltaf  í bænunum  mínum.

Kærleikskveðja með orkustraum til ykkar  Birgitta

Bigritta (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 22:26

18 identicon

þið eruð í bænum mínum gangi ykkur vel

Anna Kristín (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 22:28

19 identicon

Elsku Áslaug og fjölskylda

Þið eruð ávallt í bænum mínum.  Var á aðventutónleikum Karlakórs Reykjavíkur í Hallgrímskirkju áðan og bað fyrir ykkur.  Ég er viss um að Þuríður hressist fljótlega. Kveiki á kerti.

Kveðja - Helga

Helga (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 22:30

20 identicon

Kæra fjölskylda

Er ein af mörgum sem fylgist með ykkur úr fjarlægð og dáist að ykkur. Þið eruð einstaklega gott fólk og börnin ykkar fallegu bera þess öll merki. Megi allar góðar vættir vaka yfir ykkur og með þessum pósti sendi ég allar mínar innilegustu og bestu kveðjur og trú á að fallega stúlkan ykkar muni ná fullum bata. Stórt knús á fimleikastúlkuna ykkar og töffarabræðurna tvo

Guðný Heiðbjört (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 22:39

21 identicon

baráttukveðjur til ykkar

lífið er ekki alltaf sangjart ég þekki það en meigi all góður drottinn vaka yfir ykkur elsku fjolskilda

kveðja tóta

tota (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 22:50

22 Smámynd: Ragnheiður

Elsku Áslaug mín

Hjartansknús til þín, frá einni móður til annarrar.

Þuríður litla verður í bænum mínum.

Ragnheiður , 5.12.2010 kl. 23:13

23 identicon

Baráttukveðjur til ykkar allra í fjölskyldunni.

Þuríður vinnur sig úr þessu en ekki hvað, þessi fallega hetja.

Kærleikskveðja

Áslaug ókunnug

Áslaug (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 23:46

24 identicon

En leiðinlegt að heyra með Þuríði

Sendi ykkur baráttu og batakveðjur, vonandi á hetjan eftir að ná sér fljótt

Ég vil óska ykkur góðs gengis og vona að þið eigið eftir að upplifa góð Jól þrátt erfiðleika

kv Margrét (ókunnug)

Margrét (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 23:47

25 identicon

oh nei :( elsku krúttan ! baráttustraumar og knús til ykkar :*

Sigrún Helgadóttir (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 23:48

26 identicon

Skil vel að þú ætlir að læsa síðunni þinni.  Þú þekkir mig ekkert og mun ég því ekki biðja um aðgang.  Hef fylgst með ykkur í þó nokkurn tíma og vil bara að lokum óska ykkur alls hins besta og vona frá mínum dýpstu hjartarótum að allt gangi vel með litlu, fallegu stelpuna ykkar.

Sjöfn (ókunn) (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 00:01

27 identicon

Elsku litla snúllan.

Knús á ykkur öll.

Svandís Rós (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 00:11

28 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

Elsku Áslaug mín knús og kram til ykkar allra .þið eruð í mínum bænum og ég var að senda þér netpóst á netfangið þitt  ykkar Gunna

Guðrún unnur þórsdóttir, 6.12.2010 kl. 00:33

29 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Kæra fjölskylda, sendi ykkur blessum og bænir, kærleika, orku og allt það sem getur hjálpað. Guð veri með ykkur öllum

Hólmfríður Bjarnadóttir, 6.12.2010 kl. 01:00

30 identicon

Kæra fjölskylda,  ég hef fylgst með ykkur ansi lengi hérna á blogginu.  Leiðinlegt að heyra hversu miklar aukaverkanir fylgja geislunum sem Þuríður fór í.  Vona svo sannarlega að Guð gefi að hún verði fljót að jafna sig og allt fari að ganga vel.  Þið eruð ótrúlega sterk og ekki síst flotta fimleikaprinsessan ykkar alveg einstök. 

Þórleif (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 06:55

31 identicon

Elsku fallega fjölskylda.

Ég hef fylgst með ykkur í gegn um árin .. Dáðst að hugrekki ykkar og fegurð  , fallega fjölskylda.. Þuríður hefur verið í mínum bænum og mér fynnst eins og ég þekki ykkur fjölskylduna ..Bara af því að lesa frásagnirnar og sjá myndirnar sem þú setur inn Áslaug .. Mér þætti leitt að síðunni yrði lokað  (en ber samt virðingu fyrir því ef það er nauðsynlegt ) Vonadi fæ ég áfram að fylgjast með Þuríði .. og ykkur hinum .. vona af öllu mínu hjarta að allt gangi vel hjá fallegu Þuríði .. hún er jaxl ..<3

 Mín allra besta kveðja...

Anna Jóna Víðisdóttir

anna jóna (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 06:57

32 identicon

Kæra fjölskylda, vil bara senda ykkur öllum mína allra sterkustu orkustrauma og að sjálfsögðu fær hetjan sjálf megnið af þeim ;o)

Gangi ykkur vel!!!

Kærar batakveðjur úr jólasnjónum í DK

Begga Kn. (ókunnug) (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 08:02

33 identicon

Knús á ykkur öll

Steina ókunnug (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 09:02

34 identicon

Vá falleg þýðing á yndislegu lagi

 Ég óska ykkur alls hins besta og vona að hún Þuríður yndislega jafni sig fljótt á þessu

knús :*

Þóra (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 09:33

35 identicon

Æ nei :( ... Sendi baráttukveðju ... Hún harkar þetta af sér litla hetjan. Skil vel að þú viljir læsa síðunni . Gangi ykkur sem allra best áfram

Dagbjört ókunnug (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 10:00

36 identicon

Er búin að kveikja á kerti fyrir hetjuna og sendi alla mína bestu strauma til ykkar allra.

Gangi ykkur sem allara best

kv. Eyrún

Eyrún (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 10:07

37 identicon

Þetta eru ekki góðar fréttir en Þuríður Arna býr yfir miklum styrk og hef ég fulla trú á því að hún nái sér aftur.  Hún á líka svo ástríka og frábæra fjölskyldu sem stendur eins og klettur við bak hennar.

Sendi ykkur baráttukveðjur og stórt knús. 

Kv. Hrafnhildur Ýr

Hrafnhildur Ýr (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 10:29

38 identicon

Kæra fjölskylda

Það er mikið á kraftaverkastelpuna ykkar lagt en hún klárar þetta eins og allt annað með sóma. Sendi mínar bestu baráttukveðjur og bið Guð að gæta ykkar allra og hjálpa í gegnum þessi átök.

Kveðja Heiða

Heiða Ingimundardóttir (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 10:34

39 identicon

Elsku fjölskylda.  Ég vona innilega að sterarnir vinni hratt og  Maístjarnan hressist fljótlega.  Ég verð nú bara að segja að ég vorkenni því fólki sem þarf alltaf að vera með leiðindi við annað fólk sem það þekkir jafnvel ekki neitt, það á bara að vorkenna svona fólki það hlítur að eiga mikið bágt og líða illa. Ekki taka mark á svona leiðindum, þið eruð sterk og vitið vel að þið eruð frábærir foreldrar sem viljið allt fyrir ykkar börn gera og njótið þess bara að vera þau sem þið eruð.  Mér finnst mjög leiðinlegt að fá ekki að fylgjast með ykkur kæra fjölskylda en ég óska ykkur alls hins besta og vona að þið fáið að eiga gleðileg jól og áramót.  Sendi hlýja strauma niður á spítala.  Vonandi eru Gróa, Sibba og Áslaug að stytta henni stundir á spítalanum.  

Sigrún (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 11:30

40 identicon

Kæra fjölskylda.  Hef fylgst með ykkur undanfarin tvö ár. Þið hafið verið mér lifandi fyrirmynd um að lifa lífinu lifandi í núinu og njóta hverrar stundar. Ég þekki vel kvíðahnútinn í maganum sem stækkar og stækkar og lamandi angistina sem grípur mann. Hef lent í að missa barn.

Vildi bara senda ykkur baráttukveðjur á þessum erfiðu tímum og ósk um batnandi heilsufar með hækkandi sól. Með óskum um gleðileg jól til ykkar allra og megi maístjarnan ykkar og allir gullmolarnir fá gleðileg og hamingjurík jól.

Bergrún, ókunnug (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 11:35

41 identicon

sorglegt að heyra en hún mun standa þetta af sér.  Sorglegt að þurfa að læsa blogginu, gott að fygjast með þessari hetju.

íris (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 12:05

42 identicon

Kæra fjölskylda, hafið það sem allra best.

Það vantar mikið þegar maður getur ekki lengur lesið bloggið þitt Áslaug. Þú veitir styrk. Bið fyrir ykkur.

Hrönn (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 12:07

43 identicon

Elsku Þuríður, guð gefi þér góðan bata veit að þú hristir þetta af þér með þínum einstaka krafti eins og yndislega mamma þín segir hér að ofan.

Sendi þér ljós og bið fyrir þér og fjölskyldu þinni.

Berglind (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 12:49

44 identicon

Elsku litla hetjan hún Þuríður á sko eftir að komast í gegnum þessa raun eins og allar hinar. Hún er algjörlega einstök og það hefur hún sannað hvað eftir annað.

Hún er líka ótrúlega heppin að eiga svona yndislega foreldra og systkini sem elska hana meir en lífið sjálft  

Baráttukveðja.

Hafdís (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 14:15

45 identicon

Baráttukveðjur til Þuríðar!

Leiðinlegt að þið þurfið að læsa blogginu, en ég skil samt mjög vel að þið viljið hafa það fyrir ykkar nánustu og sleppa við leiðindi, sem ég hreinlega skil ekki að séu til staðar

Vona innilega að þið fjölskyldan fáið að njóta jólanna áhyggjulaus.

Sara (ókunnug) (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 16:27

46 identicon

Sendi baráttukveðju og bið fyrir ykkur.

Kveðja

Nanna Þ

Nanna Þórisdóttir (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 16:42

47 identicon

Kæra fjölskylda.  Bið allar góðar vættir að vaka yfir telpunni ykkar og ykkur, megi litla Þuríðar Arna eiga góð og gleðileg jól sem og fjölskyldan öll.  Guð blessi telpuna ykkar.

Sæunn (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 17:17

48 identicon

Baráttukveðjur til ykkar. Þið eruð sannarlega hetjur í þessari baráttu.

Anna (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 17:18

49 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Góður Guð gefi ykkur styrk í baráttunni.

Kveðja, Björn bóndi  

Sigurbjörn Friðriksson, 6.12.2010 kl. 17:35

50 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Knús á hetjurnar<3

Halldór Jóhannsson, 6.12.2010 kl. 19:05

51 identicon

Kæra fjölskylda. Ég hef fylgst með baráttu ykkar í langan tíma en aldrei kvittað fyrr. Þið eruð algjörar hetjur og ég dáist að ykkur. Megi allar góðar vættir vaka yfir Þuríði og ykkur öllum.

Baráttukveðjur

Hjördís

Hjördís Eleonora Þorkelsdóttir (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 19:06

52 identicon

Hún hristir þetta af sér eins og henni einni er lagið. Vonandi fær hún að halda jólin heima í faðmi fjölskyldunnar.

Álfhildur (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 19:20

53 identicon

Ég hef fylgst með þessu bloggi lengi og oft fengið tár við lesturinn, bæði af gleði og sorg.  Ég á stelpu sem er jafngömul Þuríði og á auðvelt með að gera mér í hugarlund hvernig ykkur líður þó auðvita geti maður ekki sett sig í þessi spor. 

Mér finnst mjög skiljanlegt að þú ætlir að loka blogginu þó ég eigi sannarlega eftir að sakna þess að fá fréttir af hetjunni Þuríði.

Óska ykkur alls hins besta og vona að allt fari nú vel.  Enginn orð geta fjarlægt ykkar tilfinningar en falleg orð geta samt gert kraftaverk.

Ólöf ókunnug (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 19:49

54 identicon

gangi ykkur svo vel elsku Áslaug, ég hugsa fallega til ykkar. Vildi að ég gæti gert meira en það.

endilega láttu okkur nú samt vita hvernig gengur, mér líður ekki vel þegar hetjunni líður ílla. Og það væri gott að fá fréttir af ykkur.

þúsund kossar og fleiri knús.

ég er hérna til staðar ef það er EITTHVAÐ sem ég get gert.

Lára Kristín (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 19:50

55 identicon

Kæra Áslaug og fjölskylda...mig tekur sárt að heyra þessar slæmu fréttir af Hetjunni ykkar.Þekki ykkur ekki neitt en hef fylgst með baráttu ykkar og þrautsegju í gegn um árin.(sem er hreint ótrúleg.)Hef oft spurt mig hvaðan ykkur kemur allur þessi kraftur.&#39;Oska ykkur af  heilum hug alls hins besta og bið almáttugan Guð að styrkja ykkur .Kveiki á kerti fyrir hetjuna ykkar ...gangi ykkur sem allra...allra best.

Birgitta Guðjónsd (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 20:34

56 identicon

ég hef lesið bloggið þitt frá upphafi , litla hetjan þín er alveg ótrúleg og falleg vonandi að hú Þuríður ykkar hristi þetta af sér og gangi ykkur ofboðslega vel vona að þú viljir senda mér leyniorðið á síðuna ykkar svo ég geti haldið áfram að fylgjast með kv júlla

Júlíanna (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 22:09

57 identicon

Kæra fjölskylda ! Mig langaði bara að senda ykkur baráttukveðjur, ég þekki ykkur aðeins hér í netheimum, og hef alltaf dáðst að hugrekki ykkar og dugnaði, allar mínar bestu batakveðjur á litlu hetjuna ykkar og ykkur öll.

Kveðja Jóna (ókunnug)

Jóna (ókunnug) (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 23:23

58 identicon

Elsku Áslaug og fjölskylda.

Ég eins og svo margir aðrir hér, hef fylgst með ykkur og Maístjörnunni lengi og dáist líka að ykkur hetjunum. Ekki láta hugfallast elskurnar, sendi ykkur fallegar hugsanir og styrk. Þið eruð alveg ótrúleg fjölskylda, eigið smá stað í hjartanu mínu. Hlýjar kveðjur frá mér.

Dísa (IP-tala skráð) 7.12.2010 kl. 00:00

59 identicon

Kæra fjölskylda ég hef fyllst með maístjörninni í nokkur ár enn alldrey kvittað .  mér þykir sárt að heyra að henni hefur versnað  .  ég skil ykkur að þið viljið læsa blogginu en ég vona að Guð geti hjálpað henni þi gegnum þetta. Ég bið fyrir henni og ykkur kveikji á kerti á hverju kveldi. Ég vona að ég geti fyllst með henni áframm.    Guð styrki ykkur og vaki yfir ykkur.    Kveðja B. Steina.

Bjarndis S Jóhannsd. (IP-tala skráð) 7.12.2010 kl. 02:33

60 identicon

Gangi ykkur vel.

Guðrún Jenný (IP-tala skráð) 7.12.2010 kl. 09:43

61 identicon

Kæra Flölskylda, ég hef fylgst með ykkur frá því að þú byrjaðir að blogga, kannast við ykkur úr Vesturberginu, vona ég að guð gefi að litlu maístjörnunni batni fljótt og vel.

Guð gefi veri með ykkur og styrki.

Ingibjörg

Ingibjörg (ókunnug) (IP-tala skráð) 7.12.2010 kl. 09:50

62 identicon

Ég fylgist með ykkur næstum því daglega og hef gert í langan tíma. Þið eruð ávallt í bænum mínum og nú mun ég setja extra með í bænirnar fyrir litlu hetjunni. Þið eruð ótrúlega dugleg og hún Þuríður er ein af mínum hetjum! Vonum að hún nái sér fljótt og verði tilbúin í jólin.

Haldið áfram að vera þið sjálf ekki láta leiðindapúka skemma neitt fyrir ykkur, þið eruð hetjur og þú Áslaug átt að mega tjá þig án þess að einhver telji sig þurfa að rífa það niður, frekar sleppa því að kommenta.

Hafið það sem allra best!!

Þóra (ókunnug) (IP-tala skráð) 7.12.2010 kl. 10:06

63 identicon

Guð blessi ykkur og gefi ykkur styrk kæra fjölskylda.Guð blessi sérstaklega Þuríði Örnu

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 7.12.2010 kl. 11:28

64 identicon

Baráttukveðjur.

Hulda Magg Elínardóttir (IP-tala skráð) 7.12.2010 kl. 11:59

65 identicon

Eins og svo margir aðrir þá hef ég fylgst með baráttu ykkar í langan tíma en aldrei kvittað fyrir mig, þó svo að maður heilsi alltaf þegar maður kíki í heimsókn. En nú ætla ég að skilja eftir mig spor. Guð gefi að þetta eigi allt eftir að verða í lagi og þið fáið að halda gleðileg jól öll saman heima í kringum stóra fallega jólatréið ykkar. 

Ég kveiki á kerti fyrir fallegustu hetjuna hana Þuríði Örnu ykkar

Baráttukveðjur

Erna Þráins (IP-tala skráð) 7.12.2010 kl. 12:10

66 identicon

Sendi baráttukveðjur og stuðningsstrauma til ykkar

Nanna Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 7.12.2010 kl. 12:31

67 identicon

Ég hef fylgst með ykkar baráttu og sigrum í langan tíma.Ég hef glaðst og tárast við skrif þín,ég dáist endalaust að þreki,kjarki,æðruleysi og ást ykkar í gegnum þetta allt.Ég sendi ykkur baráttukveðjur, Guð blessi ykkur og allir góðir vættir verndi elskulegu Þuríði litlu og fjölskyldu hennar.

Sigrún Theresa (IP-tala skráð) 7.12.2010 kl. 12:33

68 identicon

Kæra Áslaug, Þuríður Arna og fjölskylda.   Endalaus kærleiksknús til ykkar allra.   Kveiki alltaf á kertum og hef ykkur í bænum mínum.   Veit að allt sem okkur er æðra verndar ykkur og styrkir.   Vona að þið leyfið mér að fylgjast með ykkur áfram þrátt fyrir að þið lokið blogginu ykkar (sem ég skil svo vel).

Berglind (ókunnug) (IP-tala skráð) 8.12.2010 kl. 00:13

69 identicon

Kæra fjölskylda, ég er ykkur algjörlega ókunnug en hef litið inn af og til og fylgst með baráttu ykkar. Ég hef glaðst og grátið með ykkur, þið eruð ótrúleg fjölskylda! Ég get engan vegin sett mig í ykkar spor frekar en flestir aðrir en það hryggir mig að lesa að fólk kommenti hér inná með dónaskap. Raunar gerir það mig öskuvonda! Ég hef ekki verið dugleg að kvitta fyrir innlit mitt frekar en margur annar. En ég sendi ykkur RISA knús, baráttukveðju og óska ykkur gleði og friðar. Efast ekki um að litla maístjarnan verði nú snögg að hrista þetta af sér og komist heim sem fyrst.

Guð veri með ykkur kæra fjölskylda.

Kv. Áslaug (ókunnug)

Áslaug (IP-tala skráð) 9.12.2010 kl. 12:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband