Leita í fréttum mbl.is

Kveðja frá barnaspítalanum

Mig langaði bara að þakka "ykkur öllum" fyrir kveðjurnar sem þið hafið sent mér(í pósti), sem skipta tugum og skipta mig MIKLU máli og margir að biðja um lykilorðið á síðunni einsog ég sagði í fyrri færslu þá mun ég svara ÖLLUM en bara get það ekki héðan af spítalanum enda loka ég heldur ekkert fyrr en ég hef svarað öllum.  (mailið mitt er aslaugosk@simnet.is ef þig langar að fá lykilorðið)

Maístjarnan mín er á uppleið en það eru bara tveir sólarhringar síðan hún var hálfmeðvitundarlaus, lömuð í tungu, hægri hendi og smá á fæti.  Núna rúllar hún um spítalaganginn í hjólastólnum sínum bara ágætlega hress svo þessir sterar sem hún er að fá eru að gera kraftaverk.  Hún er að sjálfsögðu ekki með mikla orku eða hún dugar í ca klukkutíma eða tvo og þá verður hún að leggjast uppí rúm og hvíla sig.  Það er bara tekin einn dagur í einu hérna enda liggur okkur ekkert á.  Hún fær fullkomna þjónustu enda erum við með besta starfsfólk í heimi.

Við erum líka ótrúlega heppin með fólkið okkar sem er duglegt að kíkja í heimsókn til okkar sem hjálpar okkur endalaust mikið, kennarar Maístjörnu minnar kíktu t.d. á hana í gær, bekkjarsystur í dag og svona mætti ég lengi telja enda er hún líka ótrúlega heppin með skólann sem hún gengur í  og þar er líka passað vel uppá Blómarósina mína svo henni líði sem best enda viðkvæmt blóm.  Já við erum með heppin með allt þetta flotta fólk sem hefur raðast í kringum okkur.

Núna sitja þær systur uppí rúmi í faðmlögum og horfa á nýjasta Latabæjar-diskinn sem Maístjarnan mín fékk frá sinni ömmu og afa svo henni myndi nú ekki leiðast (hef samt engar áhyggjur að henni leiðist eitthvað).  Eiginmaðurinn skrapp útí búð til að eiga ís handa bekkjarsystrunum sem Maístjarnan mín bíður spennt að hitta.

Já við erum heppin með allt fólkið sem raðast hefur í kringum okkur og Maístjarnan mín er á uppleið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Yndislegt að heyra!

Knúsið hvert annað ;)

Svandís Rós (IP-tala skráð) 7.12.2010 kl. 14:12

2 identicon

Sæl,

Sólveig heiti ég og var með barn í pössun hjá mömmu þinni. Sem er besta dagmanna í heimi. Og er þú heppin að eiga hana að sem móður.

Hef verið að fylgjast með ykkur hérna inni og hugsa mikið til stelpunnar þinnar.

Mér finnst að þú eigir að fá minnst 3 stjörnur frá Guði , þú hugsar svo vel um börnin þín og ert dugleg að berjast fyrir henni.

Hugsa til ykkar og sendi ykkur baráttukveðju.

Kv. Sólveig ,-)

Sólveig (IP-tala skráð) 7.12.2010 kl. 14:45

3 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Ljúft að lesa Áslaug mín:):)

Frá A-Ö..

Barnaspítalinnn/starfsfólkið þar algjörir englar og á skilið allt þitt hrós<3..jú og velunnarar spítalans....

Eins gott að Ríkisstjórnin komist EKKI inn fyrir dyrnar þar og og....hehe......Ég tala við Gutta:):)

Já það hefur raðast vel í KR-ÍA fjölsk..:)

Áfram svo<3

Kveðja..

Halldór Jóhannsson, 7.12.2010 kl. 15:16

4 identicon

mikið er gott að heyra að litla hetjan er á uppleið, sendi henni baráttuknús.....

Guðrún ( boston ) (IP-tala skráð) 7.12.2010 kl. 15:26

5 identicon

Gaman að heyra að allt sé á réttir leið. Knús og kram á ykkur öll.

þórdís Geirsdóttir (IP-tala skráð) 7.12.2010 kl. 15:34

6 identicon

Mikið eru þetta góðar fréttir, hún verður fljót að jafna sig og verður komin heim í jólin áður en þið vitið af  

Bestu kv

Jóhanna (ókunnug) (IP-tala skráð) 7.12.2010 kl. 16:05

7 identicon

Góðar fréttir, ég brosti út í bæði þegar ég las þetta :)

Gangi ykkur vel áfram

Guðný Heiðbjört (IP-tala skráð) 7.12.2010 kl. 18:39

8 identicon

Oh gott að heyra að hún er á uppleið, þetta er svo mikil dugnaðarkona sem þú átt:)

Bataknús:)

Kristín (IP-tala skráð) 7.12.2010 kl. 18:46

9 identicon

Dugnaðarforkurinn hún Þuríður :) Hún klárar þetta - með ykkar ást og umhyggju. Baráttukveðjur að vestan.

Halla - Lóu mamma. (IP-tala skráð) 7.12.2010 kl. 19:23

10 identicon

Átti nú ekki von á neinu öðru frá henni Þuríði

Heiða Ingimundardóttir (IP-tala skráð) 7.12.2010 kl. 19:37

11 identicon

Mikið er gott að heyra að það gengur vel enda Maístjarnan mikil hetja. 

Baráttukveðjur - Helga

Helga (IP-tala skráð) 7.12.2010 kl. 21:20

12 identicon

Dásamlegt að heyra og yndislegt að heyra hversu fólk er duglegt að kíkja á ykkur!  Þið eruð ótrúlegt fólk og vona ég innilega að þetta fari allt að koma

Knús á línuna, Ásdís

Ásdís Steingrímsdóttir (IP-tala skráð) 7.12.2010 kl. 22:03

13 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Frábært að heyra - batakveðjur

Hólmfríður Bjarnadóttir, 7.12.2010 kl. 22:30

14 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Ótrúleg OFURhetja hún litla Maistjarnan þín. Og hepppin að eiga svona marga frábæra að...

Gangi ykkur sem allra best..:o)

Bergljót Hreinsdóttir, 7.12.2010 kl. 22:38

15 identicon

Yndislegt að heyra að hetjan  ykkar er á réttri leið....vonandi gengur ykkur allt í hag......

Birgitta Guðjóns (IP-tala skráð) 7.12.2010 kl. 22:48

16 identicon

 Mikið er gott að Maístjörnunni líður betur. Sé hana og Blómarósina fyrir mér. ;) Þið eruð frábær öll sem eitt og fáið fullt af stjörnum frá mér.

Batakveðjur, frá Sólveigu.

Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 7.12.2010 kl. 23:35

17 identicon

Óskaplega er ég glaður að heyra að allt er á réttri leið. Er búinn að hugsa mikið til ykkar síðustu tvo daga.

Bestu kveðju til ykkar allra.

Bjössi tónmenntakennari (IP-tala skráð) 7.12.2010 kl. 23:52

18 identicon

Yndislegt að heyra að hún sé á uppleið :)  er búin að vera með hana og ykkur í huganum :)

kærleiksknús að austan

Dagrún (IP-tala skráð) 8.12.2010 kl. 00:04

19 identicon

Sæl öll

Mikið er ég fegin að allt er á uppleið þið eruð hetjur

k,k Dagbjört

Dagbjört (IP-tala skráð) 8.12.2010 kl. 00:21

20 identicon

Kæra Áslaug, Óskar, Þuríður Arna og fjölskylda.   Endalaus kærleiksknús til ykkar allra.   Kveiki alltaf á kertum og hef ykkur í bænum mínum.   Veit að allt sem okkur er æðra verndar ykkur og styrkir.   Vona að þið leyfið mér að fylgjast með ykkur áfram, (berglindarblom@gmail.com) þrátt fyrir að þið lokið blogginu ykkar (sem ég skil svo vel).   En og aftur knús í hús til ykkar allra og frábært að lesa að Maístjarnan sé að hressast.

Berglind (ókunnug) (IP-tala skráð) 8.12.2010 kl. 00:24

21 identicon

En hvað það er yndislegt að hún sé að hressast svona hratt og vel. Ég held þá bara áfram að senda ykkur öllum (sérstaklega aðal-hetjunni sjálfri þó) orkustrauma í miklu magni, alla leið frá DK.

Gangi ykkur vel áfram HETJUR!!!

Begga Kn. (IP-tala skráð) 8.12.2010 kl. 09:30

22 identicon

Sem betur fer er rosalega mikið til af góðu fólki, en ég held líka að þið kallið það besta fram í þeim sem ykkur eru næstir og ekki síður þeim sem fjær standa.

Og þetta er vegna þess að þið eruð svo EINSTÖK

Sendi ykkur ótal engla

frá Sólveigu

Sólveig (IP-tala skráð) 8.12.2010 kl. 11:04

23 Smámynd: Adda Laufey

gangi ykkur sem best.

Adda Laufey , 8.12.2010 kl. 13:04

24 identicon

Hef fylgst með í langann tíma án þess kannski að skrifa í athugasemdir. Vona að litla stelpan þín eigi eftir að ná sér uppúr þessu. Leitt að heyra að fólk sé að skrifa leiðindar komment inná síðuna ykkar, eigilega skil ekki svoleiðis vonsku.guð geymi ykkur

sunna (ókunnug) (IP-tala skráð) 8.12.2010 kl. 14:02

25 identicon

Yndislegar fréttir

 Ég var að hugsa líka að vera duglegri að skilja eftir spor fyrst þú varst svo sæt í þér að gefa mér leyniorðið sem ég mun geyma í hjarta mínu.

 Ég hef fylgst með Þuríði í mörg ár og alls ekki verið dugleg að skilja eftir mig línu en oft hef ég fellt tár og þykir orðið mikið vænt um þessa litlu fallegu hetju í gegnum netið.

Kærleikskveðja.

Sigga (IP-tala skráð) 8.12.2010 kl. 14:40

26 identicon

Frábært að heyra að henni Þuríði litlu líði svona miklu betur, yndislegt.

Guð geymi ykkur

kv Anna

Anna (IP-tala skráð) 8.12.2010 kl. 16:48

27 identicon

Kæra fjölskylda.

Það gleður mitt litla hjarta að heyra að hetjunni líður

betur, það er svo líkt ykkur að dásama fólkið í kring um

ykkur frekar en að vera með svartsýni og leiðindi. Þið eruð

svo yndisleg öll að það sækir bara gott fólk til ykkar. Vonandi

verður allt á uppleið hjá ykkur áfram. Þið eruð í bænum mínum.

Kveðja Sigríður einlægur aðdáandi ykkar allra.

Sigríður (IP-tala skráð) 8.12.2010 kl. 17:00

28 Smámynd: Ragnheiður

Yndislegt að heyra...

Ragnheiður , 8.12.2010 kl. 19:07

29 identicon

Frábært að heyra að allt er á betri veginn - óendanlega heppin þessi litla hetja með foreldra í þessu lifi ,ekki allir sem hafa styrk og sýn til að takast á við svona erfið veikindi ,sem eru senn að baki.

Megi allir englarnir og aðrar góðar vættir vera með ykkur öllum .

Sigríður K Dagbjartsdóttir - ókunnug (IP-tala skráð) 8.12.2010 kl. 21:30

30 identicon

Kærleikskveðja

Lilja Björk (IP-tala skráð) 8.12.2010 kl. 21:50

31 identicon

Megi allar góðar vættir vaka yfir hetjunni ykkar og allri fjölskyldunni.Kveðja Alma

Alma (IP-tala skráð) 8.12.2010 kl. 22:18

32 identicon

Yndislegt að heira að Maístjörnunni er að ganga betur. (:

 Kærleiksknús úr Kópavoginum.

Kolbrún Þóra Einarsdóttir (IP-tala skráð) 8.12.2010 kl. 22:19

33 identicon

Þið eruð öll svo mikla hetjur, þið standið þennan storm af ykkur eins og alla hina.

Sigríður Ásta (IP-tala skráð) 9.12.2010 kl. 13:50

34 identicon

Gott að heyra að stjarnan sé á uppleið.

Þið eruð öll hetjur. Yndislegt hvað þið eigið góða að.

Óska ykkur alls hins besta

Laufey (ókunnug) (IP-tala skráð) 9.12.2010 kl. 18:11

35 identicon

Yndislegt að heyra. Njóta góðu stundanna. Það er það sem lífið snýst um. Tók mig langan tíma og reynslu til að komast að því en það er málið. Hún er svo duleg þessi stelpa og þið öll. Dáist að ykkur, ótrúlega jákvæð og flott. Það eru ekki margir sem gætu staðið sig svona vel í þessum aðstæðum og þið. Hún er algert gull hún Þuríður Arna, hálfnafna dóttur minnar sem er líka kraftaverkabarn :)

Sigrún Þórisdóttir (IP-tala skráð) 9.12.2010 kl. 20:36

36 identicon

Mig langar bara að senda ykkur mínar innilegustu baráttukveðjur og hlýhug. Þetta er svo flott og dugleg stelpa sem berst svo hetjulega og þið öll. Hvílíkar hetjur sem þið eruð.

 Kveðja, Hildigunnur (mamma Ástu sem er á deild með Evu Natalíu frænku ykkar:)

Hildigunnur Einarsdóttir (IP-tala skráð) 10.12.2010 kl. 09:44

37 identicon

Batakveðjur til Þuríðar Örnu!

Þórunn (ókunnug) (IP-tala skráð) 10.12.2010 kl. 12:37

38 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

frábæt að heyra :) knús til ykkar allra

Guðrún unnur þórsdóttir, 10.12.2010 kl. 20:13

39 identicon

Ég á ekki til orð yfir því hversu glöð ég er. Þuríður er algjör hetja og æðisleg stelpa !! Get ekki beðið eftir að fá að sjá hana sem fyrst og gefa henni smá jólagjöf frá okkur í hópnum. Fimleikahópurinn biður að heilsa henni og skila batakveðjum og vonast eftir því að fá hana aftur til sín. Stelpan sem er alltaf glöð og brosandi, algjört æði.

Knús og batakveðjur til hennar og ykkar allra :-)

Inga fimleika þjálfari (IP-tala skráð) 11.12.2010 kl. 00:43

40 identicon

Rétt að kíkja hér inn  .

kærleiksknúskveðjur til hennar  :)

Dagrún (IP-tala skráð) 11.12.2010 kl. 01:22

41 identicon

Yndislegt að heyra að hún sé að hressast, hún er ótrúleg maístjarnan ykkar, kv María Ó

María Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 11.12.2010 kl. 02:08

42 Smámynd: María Guðmundsdóttir

Gott ad heyra ad hún sé ad hressast,hún er alger hetja og hefur margsýnt thad og sannad. góda helgi til ykkar.

María Guðmundsdóttir, 11.12.2010 kl. 09:25

43 identicon

Smákveðja elsku fjölskylda.

Þið eru frábær.Ykkar styrkur og dugnadur

held ég að sé að hjálpa Þuríði litlu mikið.

Perlan ykkar er alveg meiriháttar yndisleg systir.

Auðvitað eigum við besta lækna-oghjúkrunarlið í heimi.

Þið virðist vinna svo undursamlega vel saman.

Knúskveðjur frá fjölskyldunni.

Halla fr.

Halla (IP-tala skráð) 11.12.2010 kl. 22:05

44 identicon

Knús og kærleikskveðja.

Jóhanna (IP-tala skráð) 12.12.2010 kl. 02:23

45 identicon

Kæra fjölskylda mikið er ég fegin að Þuríði er farið að líða betur...Hef fylgst lengi með ykkur og þið eruð sannar hetjur öll sem eitt.....  Vona sannalega að maístjarnan verði fljót að ná sér og komist heim sem allra fyrst...Megið þið eiga gleðiríka jólahátíð....Bestu kveðjur frá Höfn...

Ragnheiður Rafnsdóttir (IP-tala skráð) 12.12.2010 kl. 07:58

46 identicon

Er ókunnug en hef fylgst með blogginu lengi og ekki verið dugleg að kommenta en er byrjuð núna að kommenta. Ég sendi ykkur góða strauma og baráttukveðjur. Mér finnst að þið hjónin ættuð skilið riddarakross fyrir hvað þið berjist af miklum krafti fyrir maístjörnunni og allri fjölskyldunni. Maður skilur að þið brotnið stundum annað væri óeðlilegt. Haldið bara áfram á sömu braut kæru hjón. Kær kveðja Guðný Elísabet Einarsdóttir

Guðný Elísabet Einarsdóttir (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 19:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband