Leita í fréttum mbl.is

Svefnlausar nætur

Þá eru það svefnlausar nætur, sterarnir farnir að bögga nætursvefninn hjá Maístjörnunni minni og foreldrarnir fagna því ekkert rosalega mikið.  Þannig núna byrja vaktaskipti með henni á nóttunni en í nótt vakti hún frá hálf tvö til ca fjögur/hálf-fimm og nær sér bara enganveginn niður, vill bara borða því hún er ALLTAF svöng einsog hún segir sjálf.  Hún er líka alveg einsog foreldarnir rangeygðir af þreytu enda nær hún sér bara enganveginn niður og svo stutt í þráðinn hjá henni en við reynum að stytta dagana aðeins hjá henni með að fara á smá skemmtanir uppá barnadeild og núna er Blómarósin komin í jólafrí svo hún fær að njóta þess líka sem henni finnst ALLS EKKI leiðinlegt.  Í gær hittum við t.d. íþróttaálfinn og Sollu stirðu sem þeim fannst hrikalega gaman einsog þið sjáið á myndunum:
PC160087 [1280x768]

PC160089 [1280x768]
Blómarósin tók auðvidað smá splitt með íþróttaálfinum.
PC170007 [1280x768]
Við fórum svo aftur á leikstofuna í morgun og þar var jólasveinninn eitthvað að fíflast við Maístjörnuna mína.
PC170013 [1280x768]
Gaf svo Blómarósinni minni pússluspil sem henni fannst ekkert leiðinlegt að fá.
PC160102 [1280x768]
Aðaltöffararnir í sveitinni kíktu svo á jólaball með okkur útí skóla í gær, Hinrik var svo ótrúlega fúll við mig í morgun þegar hann fékk ekki að fara í leikskólann með bindi.

Annars yndisleg helgi framundan, mikið að ske og vonandi hefur Maístjarnan mín orku í þetta allt saman en orkan er ekki vön að endast nema kanski í klukkutíma í einu.

Eigið góða helgi...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vona að þið njótið helgarinna kæra fjölskylda.

Þorgerður (IP-tala skráð) 17.12.2010 kl. 14:47

2 identicon

Bestu óskir um góða helgi.

Helga (IP-tala skráð) 17.12.2010 kl. 15:08

3 identicon

Heil og sæl ,  Maístjarnan að standa sig vel að venju, ég hugsa mikið til hennar og bið fyrir henni , ég er viss um að þetta gengur vel að lokum ,enda er hún svo dugleg og þið svo frábær með henni ,þið eigið svo góð börn  og fjölskyldu sem hjálpar ykkur á þessum slæma tíma, eigið góða helgi í faðmi fjölskyldunnar, kveðja  Vigdís ( ein sem þið þekkið ekki en mér finnst ég þekkja ykkur vel)

Vigdís S. Ársælsdóttir (IP-tala skráð) 17.12.2010 kl. 16:03

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það veit enginn nema sá sem reynt hefur (sem betur fer ekki ég sjálf) hvað það eru margar og flóknar hliðar á því að vera með langveikann einstakling á heimilinu. Þið standið ykkur vel og hafið gert allan tímann. Vonandi eru þessir sterar tímabundnir og þá verður hægt að sofa aðeins meira. Sendi ykkur orku og kærleika.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 17.12.2010 kl. 16:46

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Hún er flott fimleikastjarnan með íþróttaálfinum og ekki eru piltarnir ekki síðri.

Bindi í leikskólann - hummm - því ekki - nei passar ekki alveg  

Hólmfríður Bjarnadóttir, 17.12.2010 kl. 16:51

6 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Hún er flott fimleikastjarnan með íþróttaálfinum og piltarnir ekki síðri. 

Bindi í leikskólann - hummm - því ekki - nei passar ekki alveg  

Hólmfríður Bjarnadóttir, 17.12.2010 kl. 16:52

7 Smámynd: Ragnheiður

Elsku Áslaug, takk fyrir að opna fyrir mér ...

Tek undir með henni Hólmfríði, þetta þekkir enginn nema hafa reynt það.

Vonandi minnkar bjúgurinn í æxlinu þannig að það trufli hana ekki svona, blessað barn.

Þau eru yndisleg systkinin hennar, öll svo vel gerð og frábærir einstaklingar

Ragnheiður , 17.12.2010 kl. 17:16

8 identicon

Úff...það er erfitt að geta ekki sofið. Ég þekki það sjálf, einu sinni var það út af sterum en oftast er það vegna mikilla verkja. Vonandi þarf Þuríður ekki að vera lengi á þessum leiðinlegum sterum.

Gleðileg Jól og hafið það rosalega gott um helgina!! <3

Sóley (IP-tala skráð) 17.12.2010 kl. 17:35

9 identicon

Góða helgi kæra fjölskylda!

Eyja (IP-tala skráð) 17.12.2010 kl. 17:53

10 identicon

Flottar myndir af hjartabönunum þínum öllum. Guð gefi að þið fáið góða helgiog njótið aðventunnar.

Guðrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 17.12.2010 kl. 18:02

11 identicon

Æi, hvað er leiðinlegt að heyra þetta.  Vonandi fer þetta að taka enda svo Þuríður geti notið jólanna eins og hún á að gera.  Eigið yndislega og góða helgi

P.S. Mamma Mia var að sjálfsögðu alveg meiriháttar!!!

Ásdís Steingrímsdóttir (IP-tala skráð) 17.12.2010 kl. 19:11

12 identicon

Mér finnst yndislegt að heyra hvað þið eruð alltaf staðráðin í að njóta lífsins þrátt fyrir alla erfiðleikana.  Ég vona að allt þróist í rétta átt næstu daga þannig að þið getið átt ánægjuleg jól. 

Góða helgi - Helga (ókunnug)

Helga (IP-tala skráð) 17.12.2010 kl. 19:47

13 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

hæ flottat myndir af krökkunum .knús og kram til ykkar allra

Guðrún unnur þórsdóttir, 17.12.2010 kl. 20:26

14 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

flottar á að standa þarna

Guðrún unnur þórsdóttir, 17.12.2010 kl. 20:26

15 identicon

Sæl Áslaug og c.o. og takk fyrir leynið :) Sendi baráttukveðjur á hetjuna

Dagbjört (IP-tala skráð) 17.12.2010 kl. 20:26

16 identicon

Æ, litla skottið að ná sér ekki niður. Vona að það tímabil gangi fljótt yfir.

Börnin ykkar eru svo myndarleg. Og litli töffarinn að vilja fara með bindi í leikskólann! Þeir eru þvílíkir sjarmörar bræðurnir og eiga eftir að heilla allar stelpurnar ;)

Og litla blómarósin, hvað hún er með fallegt hjarta.

Hvernig er það... má senda smá pakka til barnanna (þó ég þekki ykkur ekki neitt)?

Kveðja,

Dísa

Svandis Ros (IP-tala skráð) 17.12.2010 kl. 20:32

17 identicon

Svo falleg börnin þín :) Ég vona að Þuríður fari að ná að sofa betur fljótlega, sendi orkuskot á ykkur þangað til. Þið eruð svo dugleg.

Guðrún ókunnug (IP-tala skráð) 17.12.2010 kl. 22:04

18 identicon

Dugleg er hún maistjarnan ykkar og falleg eins og systkini hennar :-) Gott hvað hún á góða að. Gangi ykkur vel, baráttukveðjur. Auður Hj. Eyrarbakka.

Auður Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 17.12.2010 kl. 23:37

19 identicon

Kæra Áslaug og fjölskylda. (takk fyrir að gefa mér aðgang). Vona að þið náið að skipta vöktum hjónin þannig að það verði ekki 3 rangeygðir í fjölskyldunni dag hvern til jóla.  Óska ykkur góðra daga framundan og að aðrir í fjölskyldum ykkar hjálpi ykkur, eins og oft áður, svo þetta gangi betur, hægt og bítandi.  Kærar kveðjur,  Stella A.

Stella Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 17.12.2010 kl. 23:43

20 identicon

Takk fyrir lykilorðið, hef fylgst með ykkur í gegnum tíðina en aldrei kvittað fyrir mig. Gangi ykkur vel, maístjarnan ykkar er heppin að eiga svona sterka mömmu og yndislega fjölskyldu.

Anna María ókunnug (IP-tala skráð) 18.12.2010 kl. 00:33

21 identicon

Elsku fallega Þuríður mikið er á hana lagt og ykkur öll. Þið eruð öll hetjurnar í mínum augum og yndislegt að fá að sjá myndir af fallegu börnunum ykkar.

Hjartans kveðjur og vonandi fer elskan litla að geta sofið betur

Sigga (IP-tala skráð) 18.12.2010 kl. 05:57

22 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Eigið frábæra helgi duglega fólk...:o)

Ég sá einmitt frétt frá leikstofunni á Lansanum...sé að Sibba skáfrænka er að standa sig rosalega vel með þetta krefjandi en skemmtilegaverkefni sem leikstofan er. Endilega verið dugleg að nýta ykkur skemmtilegar stundir þar..:o)

Bergljót Hreinsdóttir, 18.12.2010 kl. 10:41

23 identicon

Já það er erfitt þegar maður nær ekki að sofa vel. Svefnin skiptir okkur öll svo miklu máli og ekki skrýtið að það trufli litlu taugarnar hennar Þuríðar Örnu. Hún er heppin að eiga svona flotta foreldra sem styðja hana og hvetja svo vel.

Bylgja (IP-tala skráð) 18.12.2010 kl. 14:21

24 identicon

Bara láta vita af mér hér.Flott börn og flottar myndir

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 18.12.2010 kl. 14:40

25 identicon

Bestu óskir um yndislega helgi flotta fjölskylda! Gaman að fá að fylgjast með ykkur áfram!:)

Helena, Reykjavík (IP-tala skráð) 18.12.2010 kl. 14:46

26 identicon

Takk aftur fyrir lykilorðið. Óska ykkur gleðilegra jóla þið eruð svo rík að eiga yndislegu börnin ykkar.

Kv Ingibjörg

Ingibjörg Þórdís (IP-tala skráð) 18.12.2010 kl. 15:50

27 identicon

Takk fyrir lykilorðið , Ég trúi því að nú fari allt að ganga upp því hún er svo dugleg og þið öll ,þið eruð alveg frábær ,

Góða helgi k.v Dagbjört

Dagbjört Jakobsdóttir (IP-tala skráð) 18.12.2010 kl. 16:01

28 identicon

Hæ hæ duglega fólk þið eruð öll algjörar hetjur þið eruð svo dugleg og takk fyrir að leifa mér að fylgjast áfram með hetjunni ykkar bestu kveðjur Hafey

Hafey (IP-tala skráð) 18.12.2010 kl. 18:01

29 identicon

Takk fyrir að leyfa mér að fylgjast með ykkur. Ég óska ykkur góðar helgar og vonast til að þið fáið betri svefn um nætur, þið þurfið svo sannarlega á því að halda elskurnar. Flottar myndirnar  af fallegu börnunum ykkar. Ég dáist alltaf af ykkur.

Kv Birgitta

Bigritta (IP-tala skráð) 18.12.2010 kl. 22:57

30 identicon

Sendi ykkur hlýjar kveðjur:)

gþ 

gþ (IP-tala skráð) 18.12.2010 kl. 23:30

31 identicon

æ mikið finn ég til með Þuríði að geta lítið sem ekkert sofið :( vonandi fer þetta að lagast svo þið getið öll notið jólaundirbúningsins og jólanna sjálfra útsofin :) takk enn og aftur fyrir lykilorðið - yndislegt að geta fylgst með ykkur áfram. Knúsknús :*

Sigrún Helgadóttir (IP-tala skráð) 19.12.2010 kl. 01:57

32 identicon

æji hvað ég vona að sterarnir fari ekki að hafa varanleg áhrif og að þetta sé bara tímabundið ástand sem er í gangi.

Þetta eru svo sæt og æðisleg börn sem þú átt. sonur minn 5ára hefur alla tíð viljað fara í jakkafötum og með bindi í leikskólann svo ég þekki þetta;)

gaman hvað þið getið alltaf fundið eitthvað skemmtilegt að gera til að dreifa athyglinni eitthvað annað.

ég dáist af ykkur.

knús í hús

Helga Ókunnug (IP-tala skráð) 19.12.2010 kl. 08:58

33 identicon

Sendi ykkur knús og kram duglega fjölskylda...Þið eruð ótrúleg öll sem eitt...Vona að jólin verði ykkur ljúf og að maistjarnan fari að geta sofið svo og þið foreldrarnir.... Jólakveðja frá Höfn...

Ragnheiður Rafnsdóttir (IP-tala skráð) 19.12.2010 kl. 09:51

34 identicon

Skemmtilegar myndir og gaman að sjá að hetjan ykkar brosir hringinn....svo ótrúlega sterk og dugleg.  Sendi ykkur kærleikskveðju í gegnum netið og tendra ljósin fyrir ykkur öll

kveðja 4 barna mamman

4 barna mamman (IP-tala skráð) 19.12.2010 kl. 10:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband