Leita í fréttum mbl.is

Sagan endalausa...

Maístjarnan mín er ennþá mjög þreytt sem er ekkert nýtt, það er byrjað að trappa hana niður af sterunum, hún er útþanin af bjúg, á erfitt með gang, getur ekki staðið upp ein, þungur andardráttur, endalaust svöng og líður ekkert svakalega vel andlega.  Við vöknum saman á hverri nóttu (vaktaskipti í fríinu hjá foreldrunum) og þá þarf hún að borða og oftast er kveikt á teiknimyndum því hún hefur ekki verið tilbúin að fara sofa aftur og það gengur kanski í tvo tíma.  Foreldrarnir eru alveg farnir að þrá smá svefn en þetta er vonandi "bara" tímabil sem gengur yfir.

Ég heyrði hana fyrsta skipti í þrjár vikur hlæja í dag en við fórum á SKB-styrktartónleikana og þar birtist Sveppi (uppáhald)á sviðinu og það heyrðist smá hlátur hjá minni sem gladdi mömmu-hjartað endalaust mikið og svo fór hún uppá svið ásamt pabba sínum og SKB-vini og tóku þau á móti ávísuninni og þá átti móðirin erfitt með tárakirtlana.  Yndisleg stund!  Við bjuggumst alls ekki við því að hún myndi geta staðið uppúr hjólastólnum og labbað smá en hún ÆTLAÐI sér sko að gera þetta og það tókst, hvað þá að vera alla tónleikana en vanalega dugar hún ekki í hálftíma í heimsóknum sem við höfum farið í um jólin en hún skemmti sér bara ágætlega þó svo hún hefði dormað í smá tíma (enda hver dormar ekki við einhverjum rólegum lögum með Jónsa í Svörtum fötum) og farin að kvarta í lokin enda mikill hávaði.

Já elsku besta Maístjarnan mín liggur mest megnis fyrir og er ekkert ofsalega kát með lífið en vonandi byrjar nýja árið betur.

Það sem stóð mest uppúr hjá mér árið 2010 var draumaferð Maístjörnu minnar sem átti að verða fermingargjöfin hennar og við hefðum ekki farið í nema því hún greindist aftur í maí.  Ég vona svo heitt og innilega að við fáum góðar fréttir þann 1.febrúar nk svo að nýjar ári geti byrjað vel.

Núna ætla ég að kúra með minni elskulegustu sem var reyndar að vakna en Blómarósin fór í næturgistingu til Evu frænku (systurdóttir mín) en það þarf aðeins að passa hana þessa dagana/vikurnar og mömmupungarnir nýsofnaðir en það er sko engin regla í þessu blessaða jólafríi.  Væri reyndar til í að sjá mína Maístjörnu spennta annað kvöld einsog hún er alltaf á þessu kvöldi, eldri mömmupungurinn er tilbúinn með ipodinn því hann ætlar að loka sig inní herbergi með afa Hinrik á meðan það er skotið upp, Blómarósin mín ótrúlega spennt að halda á nokkrum ljósum og yngri pungurinn er hrikalega spenntur að fá "henda" sprengjunum einsog hann segir sjálfur.  ...frekar ólíkir bræður. 

Gleðilegt árið!!

Ein af mér og Maístjörnunni minni áramótin 2006/2007
20061231214211_5


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

knús og kram til ykkar allra og ég vona að næsta ár verði betra .

Gleðilegt ár

Guðrún unnur þórsdóttir, 30.12.2010 kl. 22:50

2 identicon

Vona að árið 2011 byrji vel og verði gott! Vona að þið eigið góðan dag á morgun. Knús, Oddný.

Oddný (IP-tala skráð) 30.12.2010 kl. 23:24

3 Smámynd: Ragnheiður

Tek undir með Gunnu, vonandi verður næsta ár betra.

Gleðilegt ár Áslaug og takk fyrir samskiptin á árinu sem er að líða

með hjartans ósk um allt gott ykkur til handa á árinu 2011

Ragnheiður , 30.12.2010 kl. 23:26

4 identicon

Kæra Áslaug!

Ég skil þig svo vel að finnast lífið vera ósanngjarnt. Það sem lagt er á litlu stúlkuna ykkar er með ólíkindum og maður spyr sig hver sé tilgangurinn.... Það er víst fátt um svör en ALDREI ALDREI missa vonina því kraftaverkin gerast eins og við höfum séð hjá Þuríði Örnu.

Mér finnst, eins og svo mörgum öðrum, að ég þekki þig - bara af því að lesa bloggið þitt sem er svo einlægt og þú lýsir því svo innilega frá hjartanu hvernig ykkur líður.

Ég vildi óska að ég gæti sagt einhver töfraorð svo ykkur liði betur - en það er erfitt.

Áslaug! Þú ert kona ársins í mínum huga...

Ég óska ykkur alls hins besta og megi Guð gefa ykkur endalausa hamingju á nýju ári.

Ástarkveðja,

Hafdís (IP-tala skráð) 30.12.2010 kl. 23:26

5 identicon

Æ, vonandi fer Maístjörnunni að líða betur.

Ég er líka hjartanlega sammála Hafdísi að þú sért kona ársins, ert búin að vera það í mínum huga frá því að Þuríður veiktist fyrst.

Kæra fjölskylda, ég óska ykkur alls hins besta á nýja árinu.

Gleðilegt ár!

Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 31.12.2010 kl. 01:38

6 identicon

Kæra Áslaug

Hún er ótrúlega ákveðin og sterk hún Þuríðaru Arna.  Vonandi er hláturinn í gær og krafturinn sem hún hafði til að standa úr stólnum bara byrjunin á góðum bata.  Ég bið þess ynnilega að nýja árið byrji betur og að þið fáið góðar fréttir 1. feb.

Gleðilegt nýtt ár kæra fjölskylda, þið eruð sko öll "Maður ársins"

Helga

Helga (IP-tala skráð) 31.12.2010 kl. 07:59

7 identicon

Gleðilegt árið og það koma góðar fréttir 1.feb ekki spurning.

Vonandi hafið þið það eins gott og hægt er knús og kossar til þín.

Brynja (IP-tala skráð) 31.12.2010 kl. 09:13

8 identicon

gleðilegt ár, vona að litla maístjarnan fari nú að hressast og geti notið lífsins eins og börn á hennar aldri eiga að gera.  Sendi henni sterka og hlýja strauma ég veit hún kemst í gegnum þetta.  Njótið gamlárskvöldsins krúttlegur litli pungur með ipot og afa til að koma sér yfir áramótinn þeir eru nú oft með lítið hjarta þessar elskur.  knús og kram á ykkur öll.

Guðrún ( boston ) (IP-tala skráð) 31.12.2010 kl. 10:10

9 identicon

Kæra Áslaug,

sendi ykkur mínar bestu óskir um kraftaverkaár 2011 ;) Vona svo innilega að hetjunni fari að líða betur og að nýja árið færi ykkur betri heilsu hetjunni ykkar til handa. Þið eruð endalaust dugleg og ég vil nota tækifærið og þakka þér Áslaug fyrir að leyfa mér að fylgjast áfram með ykkur. Gleðilegt ár kæra fjölskylda og hafið það sem allra best í kvöld ;)

Ellen (IP-tala skráð) 31.12.2010 kl. 11:40

10 identicon

Það sem hún getur þessi skvísa og ætlar sér...greinilega með kraftinn frá ykkur foreldrunum :) Já, ég er sko sammála hér að ofan, það á að vera búið að kjósa þig konu ársins; krafturinn, dugnaðurinn, ástin....það eru ekki allir svona sterkir eins og þú Áslaug og þið fjölskyldan öll.

Árið 2011 SKAL vera árið ykkar...ykkar tími er kominn :)

Áramótakveðja!

Sirrý (IP-tala skráð) 31.12.2010 kl. 13:33

11 identicon

Gleðilegt ár og megi nýtt ár færa ykkur gæfu og gleði.

Sigríður (IP-tala skráð) 31.12.2010 kl. 13:40

12 identicon

Megi næsta ár færa ykkur alla þá hamingju sem það getur :)

Dagbjört (IP-tala skráð) 31.12.2010 kl. 13:55

13 identicon

Gleðilegt ár kæra fjölskylda og ég óska þess af öllu hjarta að nýja árið færi ykkur gæfu, gleði, hamingju og Þuríði litlu heilsu á ný

Sigga (IP-tala skráð) 31.12.2010 kl. 23:27

14 identicon

Gleðilegt ár, kæra fjölskylda.  Megi nýja árið færa ykkur gæfu og gefa Maístjörnunni heilsu.

Anna Þ (IP-tala skráð) 1.1.2011 kl. 11:10

15 identicon

Kæra Áslaug og fjölskyldan öll. Mínar bestu óskir um gleði og farsæld á nýju ári. Óska þess að heitt að Þuríður kraftaverkastúlka fari nú að öðlast betri heilsu.

Ragna.

Ragna (IP-tala skráð) 1.1.2011 kl. 11:51

16 identicon

kæra fjölskylda

Gleðilegt nýtt ár og megi árið 2011 vera árið sem færir ykkur gleði og góðar fréttir.  Vona svo heitt og innilega að Maí-stjörnunni ykkar fari að líða betur og nái sér og fái að njóta sín.

kveðja, Kristín

Kristín (ókunnug) (IP-tala skráð) 1.1.2011 kl. 12:16

17 identicon

Gleðilegt nýtt ár kæra fjölskylda, megi það færa ykkur góðar fréttir og hamingju. Kærleiks- og orkustraumar til fallegu Maístjörnunnar.

Nýárskveðja,

Vigdís

Vigdís (IP-tala skráð) 1.1.2011 kl. 17:12

18 identicon

Hæ Hæ

Og takk fyrir lykilorðið , hef svo mikið verið að hugasa til ykkar og hvernig Maístjörninni liði ,sé að hún hefur ekki haft það gott :(

Megi árið 2011 vera ykkur betra , gleðilegt ár og takk fyrir það gamla , sendi ykkur Risaknúskæleikskveðjður að austan

Dagrún (IP-tala skráð) 1.1.2011 kl. 17:59

19 Smámynd: Adda Laufey

Gleðilegt ár kæra fjölskylda =)

Adda Laufey , 1.1.2011 kl. 19:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband