Leita í fréttum mbl.is

Bréf til mín frá vinkonu

 Í febrúar 2007 fékk ég þetta bréf frá góðri vinkonu og mig langaði bara að birta það fyrir ykkur en mér þykir ofsalega vænt um það:

Það sem ég vil gera hér er að þakka þér!
-þú hefur kennt mér að elska skilyrðislaust
-þú hefur kennt mér að segja það..þessi 3 einföldu orð...hvar sem er
-þú hefur kennt mér þolinmæði
-þú hefur kennt mér að smámunir eins og mikið að gera í búðinni skiptir engu máli
-þú hefur kennt mér að hlusta meira á börinn mín
-þú hefur kennt mér að virða lífið
-þú hefur kennt mér að fjölskyldan er það sem skiptir öllu máli
-þú hefur kennt mér að kvarta ekki yfir litlu hlutum eins og kvefi
-þú hefur kennt mér að hægja á...
-þú hefur kennt mér að njóta tímans
-þú hefur kennt mér að njóta betur lífsins
-þú hefur kennt mér svo ótal margt sem er mikilvægara en svo annað ótal margt!
Takk Áslaug þú ert sú fallegasta sál sem ég hef kynnst um ævina.

Ég geymi sem sagt allt sem ég fæ (tölvupóst) og allar þær færslur sem ég hef skrifaði frá upphafi veikinda Maístjörnu minnar eða frá okt'04, þetta allt er ofsalega dýrmætt fyrir mér.
Annars er Maístjarnan mín engaveginn hress, er væntanlega komin með flensuna ofan í allt saman, bullandi hiti og gubbar mjög mikið.  Hún liggur hálfmeðvitundarlaus uppí rúmi og er búin að vera svoleiðis síðasta sólarhringinn, erfitt að koma ofan í hana vökva.  Þetta er virkilega erfitt þó svo þetta sé "bara" flensa sem ég vona svo heitt og innilega en það er ekki oft sem foreldrar óska þess að börnin sín séum með flensuna en ég geri það núna.
Ekki í miklu stuði að blogga þessa dagana, þetta reynir alltof mikið á mömmuhjartað.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bið guð að gæta ykkar..gefa Þuríði styrk og betri daga. Tendrum nú ljósin gott fólk fyrir Þuríði á síðunni hennar og í stofunni heima, stöldrum við og segjum nokkur orð, orð er máttur. 

Með kærleikskveðju 4 barna mamman

4 barna mamman (IP-tala skráð) 11.1.2011 kl. 21:28

2 identicon

Yndislegt bréf.  Vont að litla Þuríður skuli hafa fengið þessa flensu ofan í allt annað.  Þið eruð sú fjölskylda og það fólk sem ég dáist hvað mest af.  Guð blessi ykkur og styrki og vaki yfir ykkur öllum hverja mínútu.

Hanna (IP-tala skráð) 11.1.2011 kl. 21:32

3 Smámynd: Adda Laufey

fallegt bréf

Adda Laufey , 11.1.2011 kl. 21:36

4 identicon

Sæl Áslaug mín.  Mig langaði bara að senda þér RISAKNÚS og vonandi fer fröken Yndislegri að batna.  Bréfið til þín er ofboðslega fallegt en það segir hins vegar svo ótrúlega margt innilega satt um þig:o)

Hafið það sem allra best

Ásdís Steingrímsdóttir (IP-tala skráð) 11.1.2011 kl. 23:00

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Yndislegt bréf - takk fyrir að deila því með okkur hér á blogginu.

Flensuskömmin virðist komin í hús hjá ykkur og ekki mjög væg. Sendi ykkur batabænir og kærleikskveðjur

Hólmfríður Bjarnadóttir, 11.1.2011 kl. 23:21

6 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

knús til þín og vonadi batnar hetjuni minni af flensuni og knús líka til allra líka

Guðrún unnur þórsdóttir, 12.1.2011 kl. 00:07

7 identicon

Yndislegt bréf, vona að Maístjörnunni batni sem allra, allra fyrst.

Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 12.1.2011 kl. 01:30

8 identicon

Þvílíkt fallegt og ómetanlegt bréf ! :)

Sendi batnaðarkveðjur og -strauma til Þuríðar, elsku dúllan að þurfa að fá þetta ofaní allt :( 

knúsknús!

Sigrún Helgadóttir (IP-tala skráð) 12.1.2011 kl. 01:50

9 identicon

Fallegt bréf og svo sannarlega hvert orð satt.  Við að lesa skrifið þín verður allt sem maður er að ergja sig á ekkert nema smámunir.  Vona að Þuríður jafni sig fljótt af flensunni.

Þórleif (IP-tala skráð) 12.1.2011 kl. 06:29

10 identicon

Elskulega fjölskylda ég sendi ykkur baráttukveðjur og stórt knús....Þið eruð ótrúlega dugleg....

Ragnheiður Rafnsdóttir (IP-tala skráð) 12.1.2011 kl. 09:14

11 identicon

Elsku Áslaug með einstaka hjartað og hugsununina.

Ég vildi að ég hefði skrifað bréfið sem vinkona þín sendi en því miður var það ekki, en ég tek bara undir allt það sem hún segir.  Þú ert algerlega einstök.

Sendi ykkur öllum hetjunum miklar kærleikshugsanir og fyrirbænir.

frá Sólveigu

Sólveig (IP-tala skráð) 12.1.2011 kl. 09:27

12 Smámynd: Elsa Nielsen

Ómetanlegt!!... örugglega margir sem bera svona hug til þín Áslaug mín!

Knúúúús

Elsa Nielsen, 12.1.2011 kl. 11:03

13 identicon

Falleg orð frá vinkonu þinn og ómetanleg eign.

batakveðjur á litlu rúsínuna

Guðrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 12.1.2011 kl. 13:47

14 identicon

Elsku fjölskynda, fátt um orð á svona dögum en óska ykkur alls hins besta, gangi ykkur vel að ná bata. Ég hef kveikt á kerti og bið með ykkur og fyrir Þuríði Örnu og ykkur öllum.

Sigga Gulludóttur (IP-tala skráð) 12.1.2011 kl. 14:49

15 identicon

Batakveðjur

Kristín (IP-tala skráð) 12.1.2011 kl. 17:06

16 identicon

Fallegt bréf.

Sendum batakveðjur héðan úr Kópavoginum.

Kolbrún (IP-tala skráð) 12.1.2011 kl. 17:19

17 identicon

Mjög fallegt bréf og ég tek undir það sem stendur í því.

Vonandi er hún bara með venjulega pest en ekkert alvarlegra í gangi. Kv Ingibjörg

Ingibjörg Þórdís (IP-tala skráð) 12.1.2011 kl. 18:02

18 identicon

Hæ fallegt bréf og góð hugsun og mikilvægt að hugsunin er sterk sendui ykkur styrk megi englarnir ykkar gæta ykkar allra hlytur að vera erfitt fyrir hina krakkana lika vonandi að þuriður komist yfir þetta sem fyrst , gott hjá hjukrunarfolki að kvetja ykkur til að ekki gleyma ykkur það er nokkuð sem ég hefði lika viljað heyra á sinum tima þegar ég var þar en það er satt það er yndislegt folk þarna, sendi beiðni um lausnarorð en það var mitt fel ég var óvart með stóran staf á tölvunni :) stuðningskveðjur Fríður

Fridur Pétursdottir (IP-tala skráð) 12.1.2011 kl. 18:35

19 Smámynd: Halldór Jóhannsson

SVO SATT FALLEGA SÁl sem vinkonan skrifaði þarna<3

Ég segi...

Takk fyrir gjafmildi þá sem þú veitir af tíma þínum..

Takk fyrir að gera mig að betri sál.

---/-------að styrkja mína sál.

----/------að "skamma mig":):)

Þér að þakka að ég hélt uppá afmælið í sumar.

-----/-------að ég hef farið í frí...

og í sól og Kokteil..

TAKK FYRIR að leyfa mér að fylgjast með ykkur<3

Þið eruð EINSTÖK og FALLEGUSTU SÁLIR sem til eru og ég þekki..

Knús..

Halldór Jóhannsson, 12.1.2011 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband