Leita í fréttum mbl.is

Rússíbanaferð

Þetta er alltof mikil rússíbanaferð sem við lifum í, þetta eru erfiðar ferði, sárar og fer á alltof miklum hraða.  Einn daginn er Maístjarnan mín hálfmeðvitundarlaus, segir ekki stakt orð, þarf súrefni og svo næsta dag er hún orðin aðeins hressari og þar næsta dag er hún útskrifuð af spítalanum.  Já það er búið að útskrifa hana af spítalanum, hún er samt ofsalega orkulítil en nær samt að dunda sér við uppáhaldið sitt sem eru perlurnar hennar og ég hef ekki hitt meiri snilling í að perla en hana.  Jú hún þarf oft að taka sér hvíld á milli kanski "tveggja perla" en lætur sig svo hafa það að halda áfram, ég er að reyna láta hana nota hægri hendina (þeirri "lömuðu") en hún neitar því segist ekki geta það og það er erfitt. 

Morguninn í morgun var dáltið erfiður fyrir mömmuhjartað, henni var svo illt, henni leið svo illa og grét bara og þá gat mömmuhjartað ekki hamið sig lengur og grét með henni.  Þarna lágum við í faðmlögum og grétum saman, úúúfffh þetta er alltof erfitt og sárt.  Ég þrái ekkert heitara en henni fari að líða betur.  Í maí síðastliðin ætluðum við að kveðja þennan fjanda, við ætluðum svo margt þá en fengum ekkert af þeim óskum uppfylltar, ANDSKOTANS!!  Þetta verður bara erfiðara með hverri greiningu, ég er ofsalega hrædd og spyr afhverju þarf "hann" að vera svona við hana?  Fæ væntanlega aldrei nein svör við því en finnst þetta bara alltof ósanngjarnt.

Þetta reynir alltaf meira og meira á systkin hennar, Blómarósin mín þorir ekki að sofa ein inní herbergi en þær systur eru saman í herbergi en þegar staðan hennar er einsog hún er búin að vera hefur hún verið inni hjá okkur þannig eldri mömmupungurinn minn er farinn að kúra hjá henni og þá líður henni aðeins betur.  Blómarósin mín er ofsalega góð við stóru systur, spyr hvað hún eigi að gera fyrir hana, heldur í hendina hennar, passar ofsalega vel að henni líði vel og svo lengi mætti telja.  Þetta fer meira í skapið sérstaklega á þeim eldri og það bitnar bara á okkur en mér finnst það miklu betra en það bitni á systkinum hans.

Maístjarnan mín farin að kvarta undan svengd sem er reyndar gott því hún hefur borðað lítið sem ekkert síðustu daga (þó svo hún sé í sterameðferðinni sinn)i svo núna ætla ég að reyna finna eitthvað djúsí handa henni að borða.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þegar ég var ná mér þarna um árið þá fékk ég einskonar verk í taugarnar/vöðvana utan á hálsinu ef ég notaði mína hægri hönd sem var með skerta orku. Bara ábendin um hugsanlega skýringu sem þarf ALLS EKKI að vera rétt.

Sendi ykkur kærleika og ljós

Hólmfríður Bjarnadóttir, 16.1.2011 kl. 11:49

2 identicon

Kæra Áslaug!

Í morgun, á meðan þú sast og grést með barninu þínu, var ég að baka lummur með mínum dreng... Já, þessu er misskipt og lífið er stundum SVO ósanngjarnt að það hálfa væri hellingur. Það er ekkert skrítið að varnirnar bresti þegar maður horfir vanmáttugur upp á barnið sitt kveljast. Ég vona svo innilega frá hjartanu að Þuríði Örnu fari að líða betur. Hún er nagli og hún mun sigra!!!

Kærleikskveðja,

Hafdís (IP-tala skráð) 16.1.2011 kl. 12:39

3 identicon

Knús á ykkur. Lífið getur verið svo ósanngjarnt, maður getur ekki skilið af hverju svona mikið er lagt á lítil börn. En þetta hlítur bara að fara lagast, vona það.

Guðrún ókunnug (IP-tala skráð) 16.1.2011 kl. 12:40

4 identicon

Sit með tárin í augunum að lesa þetta. Vildi óska að það væri eitthvað sem ég gæti gert til að hjálpa henni og ykkur!

Sirrý (IP-tala skráð) 16.1.2011 kl. 14:36

5 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

knús og kram til ykkar

Guðrún unnur þórsdóttir, 16.1.2011 kl. 15:16

6 identicon

Vona að Þuríði fari nú að líða betur. Hún er svo dugleg les mjög ofr þessa síðu það er svo gaman að fá að fylgast með henni.

 Bið að heilsa henni.

 Batakveðjur María

María Gísladóttir (IP-tala skráð) 16.1.2011 kl. 17:56

7 identicon

Elsku fjölskylda , vona og bið guð að gefa ykkur styrk til að takast á við þetta erfiða verkefni, kærleikskveðja. Margrét ( ókunn)

Margrét (IP-tala skráð) 16.1.2011 kl. 18:15

8 Smámynd: Ragnheiður

Það er erfitt að lesa, samkenndin með ykkur eftir öll þessi ár er svo sterk. Blessað barn...vona að henni fari að líða betur skinninu.

Kær kveðja til ykkar allra..þið verðið í bænum mínum eins og ávallt

Ragnheiður , 16.1.2011 kl. 18:58

9 identicon

Knús á ykkur elsku fjölskylda

Bigritta (IP-tala skráð) 16.1.2011 kl. 21:20

10 identicon

Maður fær tár í augun , knús

kv Dagbjört

Dagbjört Jakobsdóttir (IP-tala skráð) 16.1.2011 kl. 22:05

11 identicon

Þetta er svo ósanngjarnt. Og svo erfitt að geta ekkert gert, nema biðja fyrir hetjunni ykkar og ykkur öllum.

Batakveðjur frá Sólveigu

Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 16.1.2011 kl. 22:42

12 identicon

Þetta er svo erfitt að lesa. Vildi að það væri hægt að gera eitthvað. Hugur minn er hjá ykkur. Nú væri kæri þú þarna uppi fínt að fara að fá góðar fréttir um betri líðan.

Berglind (IP-tala skráð) 16.1.2011 kl. 23:05

13 identicon

úff... Mikið hrikalega er þetta sár lesning. Vona svo sannarlega að "hann" fari nú að létta af henni þessum þjáningum með því að færa henni bata.

En þangað til eða á meðan þörf er á þá sendi ég ykkur kærleiksknús og alla mína orkustrauma.

Kv. Begga

Begga Kn. (IP-tala skráð) 17.1.2011 kl. 07:54

14 identicon

Gangi ykkur vel, duglega fjölskylda!

Sissa (IP-tala skráð) 17.1.2011 kl. 10:12

15 identicon

Kæra Áslaug og fjölskylda.

Ég er búin að fylgjast með ykkur lengi úr fjarlægð. Ég dáist að ykkur öllum hvað þið eruð dugleg, samheldin og sterk fjölskylda. Það á enginn að þurfa að upplifa svona mikil veikindi síst af öllu lítið barn. Ég bið góðan Guð að vaka yfir ykkur og styrkja. Hugur minn er svo oft hjá ykkur, gangi ykkur allt í haginn.  Baráttukveðjur Inga

Inga Hauksdóttir (IP-tala skráð) 17.1.2011 kl. 12:33

16 identicon

kæra fjölskylda  Guð gefi ykkur styrk....hugsa til ykkar með ljós og kærleika í hjarta...

Bryndis J (IP-tala skráð) 17.1.2011 kl. 14:05

17 identicon

Æji ég finn svo til með ykkur, vona að hún fari að lagast og að þið komist heim.

kv,

Ingibjörg Sig.

Ingibjörg (IP-tala skráð) 17.1.2011 kl. 14:37

18 identicon

Úffff.... mikið er erfitt að lesa þetta. Ég veit af eigin raun hvað það er erfitt að horfa upp á barnið sitt gráta svona og geta ekkert gert nema gráta með því. En það góða við það er að maður nær að létta smávegis á sér með því að lofa tárunum að renna og reyna ekki að halda aftur af þeim. Við erum alltaf að reyna vera sterk og gráta ekki en stundum er það allt sem við þurfum til að hlaða batteríin okkar stil skamms tíma.

Kv.

Matta

Matta (IP-tala skráð) 17.1.2011 kl. 15:01

19 identicon

Sammála Ragnheiði maður finnur til í mömmuhjartanu sínu að lesa þetta því eftir að hafa fylgst svona lengi með ykkur eruð þið eins og ein úr fjölskyldunni. Það er þessi fjarskylda sem aldrei hittist ;9

En við skulum vona að nú fari rússíbaninn að klifra aftur upp á við og stoppi síðan á toppnum. endanlega. Þetta er komið gott.

Knús á ykkur

Guðný (IP-tala skráð) 17.1.2011 kl. 16:21

20 identicon

Elsku bestu mínar. Vona svo sannarlega að allt fari nu i rétta átt. eruð i mínum bænum og setti ykkur einnig i bókina hjá okkur i sálarrannsóknarfélaginu. og Bænarhringnum. knus og kossar fra okkur i DK.

Helga (IP-tala skráð) 17.1.2011 kl. 22:04

21 identicon

Það er mikið lagt á lítinn líkama og eitthvað sem maður skilur ekki, mikið lagt á alla fjölskylduna og meira en nokkur þyrfti að ganga í gegnum og þau spor sem þið eruð í eru eitthvað  sem ég get ekki sett mig í. Sendi ykkur hlýjar hugsanir og vonandi fer nú leiðin að liggja upp á við. Stórt faðmlag til ykkar og ég vildi getað lánað öxlina mína til að gráta á, en geri það í huganum.

Kv. Fanney G. 

Fanney Grétarsdóttir (IP-tala skráð) 17.1.2011 kl. 22:33

22 identicon

Elsku Áslaug og fjölskylda, vona bara að Þuríði litlu fari að líða betur sem fyrst,skil vel sem móðir hvernig þér líður. En það geta fáir sett sig í ykkar spor nema þeir sem hafa gengið í gegn um það að berjast fyrir bata lítils barns.Vona svo innilega að meinið hverfi svo að henni fari að líða betur hún á það svo sannarlega skilið eftir allt sem á hana er lagt.

Bára Pálsdóttir (IP-tala skráð) 17.1.2011 kl. 22:50

23 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 18.1.2011 kl. 09:21

24 identicon

Elsku fallega fjölskylda.  Mikið vildi ég að það væri hægt að hjálpa ykkur, taka þennan sársauka í burtu.  Maður skilur vel hvernig þér liður það er svooo erfitt að finna að börnin manns finna til bæði á sál og líkama.  Vildi óska að töfrasprotinn minn myndi virka bara einu sinni   Við höldum í trúnna, tendrum ljósin og biðjum þess að nú fari þetta að koma.

Ljós og kærleikur til ykkar frá 4 barna mömmunni

4 barna mamman (IP-tala skráð) 18.1.2011 kl. 10:14

25 identicon

<3

Linda (IP-tala skráð) 18.1.2011 kl. 16:15

26 identicon

Elsku þið öll, sendi fangið fullt af trú von og kærleik

frá Sólveigu

Sólveig (IP-tala skráð) 20.1.2011 kl. 15:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband