Leita í fréttum mbl.is

Martröð...

Við Þuríður mín vorum sammála í gær að hvíla hjólastólinn sem hún hefur verið föst við síðan í byrjun des, stúlkan ákvað að labba nokkra metra sem var mikið afrek útaf fyrir sig.  Hún labbar oftast útí bíl en svo tekur hjólastóllinn við en í gær þegar við fórum með Blómarósina okkar á fimleikaæfingu ákváðum við að hún myndi labba inní fimleikahús, niður stiga og svo upp aftur.  Það gekk bara þrusuvel, jú hún var alveg búin á því eftir þetta stutta labb og þurfti mikin stuðning að labba upp stigan en hún gat þettaGrin.  Það er frekar erfitt að byrja labba svona "langar" vegalengdir (frekar langar fyrir hana en ekki okkur) þegar maður er búin að vera hálf rúmliggjandi í einn og hálfan mánuð.

Hún er ofsalega þreytt, er með lítið úthald en langar samt svo að gera marga hluti einsog t.d. að byrja læra og fara á fimleikaæfingu en fimleikarnir eru ekki alveg í boði strax fyrir veika kroppinn hennar en við stefnum á að kíkja útí skóla á morgun eftir læknaheimsóknina okkar.

Í morgun upplifði ég mestu martröð ever en það er annað sinn í þessari viku, litla fallega Maístjarnan mín fékk krampa.  Hún er núna búin að fá fjóra síðan hún greindist aftur í vor og tvo með stuttu millibili (eða tveir í þessari viku)og ég verð ofsalega hrædd þegar það gerist.  Gætu verið margar ástæður fyrir því og ég ætla mér bara að trúa því að ástæðan fyrir krömpunum í vikunni eru vegna bjúgs í æxlinu og er að þrýsta á eða þanga til annað kemur í ljós.  Það var ofsalega sárt og erfitt að sjá hana í krampa í morgun því ég fann líka hvað hún varð hrædd og leið og í þokkabót urðu öll systkin hennar vitni af þessu.  Þó svo að Blómarósin mín hafi oft séð hana í krampa þá er hún eldri núna, hefur meira vit og tekur þetta meira inná sig, gífurlega erfitt.  Theodór minn er líka farinn að spurja meira, afhverju hún sér með krabbamein í höfðinu og afhverju ég sé leið??  Erfitt að svara þessum spurningum hjá honum en ég reyni eftir bestu getu.

Ég verð alltaf meira og meira kvíðin fyrir 1.febrúar eða þegar hún fer í næstu rannsóknir sínar en er að reyna gleyma mér í einhverju skemmtilegu.  Theodór minn á t.d. afmæli um helgina og hann er hrikalega spenntur, og við erum að reyna undirbúa það í sameiningu en hann vill pönnukökur, rice crispie og spiderman-köku en það eru einu óskir hans svo það verður ekki erfitt að uppfylla þær.  Maístjarnan mín tekur þátt í þessum pælingu og er farin að æsa sig við mig að ég skuli ekki vera farin að baka fyrir afmælið, yndislegust!!  Hún er með það alveg á hreinu hvað ég eigi að gera.

Það verður engin steraminnkun hjá Maístjörnunni minni á næstunni þar sem læknarnir hennar vilja að hún nái sér að fullu eftir síðustu viku enda viljum heldur ekkert ana útí neitt og svo komi eitthvað bakslag.  Erum að fara uppá spítala á morgun í tjékk og svo ætlum við að reyna kíkja útí skóla.

Skemmtilegir og erfiðir dagar framundan....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hugsa stöðugt til ykkar...knús

Kristín Erla (IP-tala skráð) 18.1.2011 kl. 15:05

2 identicon

Guðsblessun til ykkar

Kristín (IP-tala skráð) 18.1.2011 kl. 15:10

3 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

knús og kram til ykkar

Guðrún unnur þórsdóttir, 18.1.2011 kl. 15:20

4 identicon

Hugsa til ykkar oft á dag, knús á ykkur og gangi ykkur vel á morgun.

Anna Pála (IP-tala skráð) 18.1.2011 kl. 15:21

5 identicon

Duglegust ertu alltaf hreint.

fjögurra_dætra_móðir (IP-tala skráð) 18.1.2011 kl. 16:06

6 identicon

Til þess er vonin að veita inn í líf okkar hlýju og birtu.   L.R.

Sendi ykkur góðar kveðju. gþ

gþ (IP-tala skráð) 18.1.2011 kl. 17:01

7 Smámynd: Adda Laufey

knús og kram til ykkar

Adda Laufey , 18.1.2011 kl. 17:15

8 identicon

Maístjarnan er bara "duglegust" að fara upp stigann.

knús á ykkur.

Áfram Ísland!

Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 18.1.2011 kl. 17:33

9 identicon

Mikið er Maístjarnan dugleg og ákveðin, að ákveða að labba þrátt fyrir erfiðið.  Ég trúi því að það sé erfitt að upplifa krampana aftur, ég er viss um að það sé "bara" út af bjúg í æxlinu.  Vonandi náið þið að njóta helgarinnar, það er sko góðs viti að Maístjarnan vilji taka þátt í undirbúningnum og sé með skoðanir á honum.

Ég hef ykkur í bænum mínum - Helga

Helga (IP-tala skráð) 18.1.2011 kl. 18:06

10 Smámynd: Sveinbjörg M.

RISAknús

Sveinbjörg M., 18.1.2011 kl. 18:41

11 identicon

Þú ert svo ótrúlega dugleg Áslaug.  Ef einhver getur miðlað til fólks þá ert það þú.  Spurning þegar um hægist hjá þér að þú haldir námskeið fyrir fólk hvernig að hægt sé að lifa af hremmingar eins og þið hafið gengið í gegnum.  Guð blessi Þuríði ykkar og ykkur öll :)

Hanna (IP-tala skráð) 18.1.2011 kl. 18:44

12 identicon

Mér finnst ég vanmáttug og ekki vita hvað ég á að segja við ykkur "duglega " fólk sem eruð föst í þessum aðstæðum og gerið það besta sem hægt er hverju sinni - þið eruð í kvöldbænum mínum orðin föst eins og fólkið mitt er alltaf . Gangi ykkur vel í afmælisundibúningi gott að fá hann til að dreifa huganum og álaginu .kærleikskveðja á ykkur öll

Sigríður K Dagbjartsdóttir (IP-tala skráð) 18.1.2011 kl. 20:11

13 identicon

Hugsa til ykkar alla daga,oft á dag..

Knús og kærleikskveðja.

Halldór

Halldór Jóh. (IP-tala skráð) 18.1.2011 kl. 20:16

14 identicon

Elsku Áslaug, maður er alltaf að bíða eftir góðu fréttunum en alltaf virðist koma eitthvað nýtt til.  Kramparnir eru náttúrulega verstir þeim sem verða vitni af þeim, það vitum við vel.  Svo mikið skil ég börnin ykkar, að þeim skuli líða illa núna.  Ég bið og vona að elsku Þuríður hætti að krampa svona og að þetta fari að ganga betur!

Ásdís (IP-tala skráð) 18.1.2011 kl. 20:25

15 identicon

Elsku Áslaug knús til ykkar 

kv. Dagbjört

Dagbjört Jakobsdóttir (IP-tala skráð) 18.1.2011 kl. 22:26

16 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þetta er örugglega mjög slæm martröð og ég sendu ykkur mínar bestu bataóskir.  Ekki flóknin veisla hjá Theodór - blessuðum drengnum.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 19.1.2011 kl. 01:36

17 identicon

Þvílíkur dugnaðrforkur sem hún Þuríður er! Það er meira en að segja það að byrja að ganga aftur eftir svona rúmlegu! Og þó að fæturnir vilji ólmir þá er orkan og krafturinn kannski ekki í sama gír! Hún er með þeim viljasterkustu sem ég veit um! Þú Áslaug og þið hjónin eruð einstök í að láta hversdaginn rúlla og taka þátt í öllu sem því fylgir með öllum dementunum ykkar. Sendi hlýja strauma á ykkur og orkuskot :)

Bylgja (IP-tala skráð) 19.1.2011 kl. 07:03

18 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 19.1.2011 kl. 09:39

19 Smámynd: Ragnheiður

Hugsa til þín Áslaug mín

Ragnheiður , 19.1.2011 kl. 12:02

20 identicon

Knús

Þóra (IP-tala skráð) 19.1.2011 kl. 12:36

21 identicon

Hugsa til ykkar...

Una (úr SKB) (IP-tala skráð) 19.1.2011 kl. 12:54

22 identicon

knús og kærleikur í hús..

Guðrún ( boston ) (IP-tala skráð) 19.1.2011 kl. 18:08

23 identicon

Bara að kvitta. Hugsa til ykkar.

Berglind (IP-tala skráð) 19.1.2011 kl. 20:46

24 identicon

kvitt kvitt með bænarkveðju

Aldís (IP-tala skráð) 19.1.2011 kl. 23:58

25 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Sendi hlýjar hugsamir og bænir og bið fyrir duglegustu maisjörnu í heimi....þvílík ofurkona sem hún er..:o)

Baræattu og batakveðja.

Bergljót Hreinsdóttir, 20.1.2011 kl. 00:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband