20.1.2011 | 11:20
Tvö skref áfram, eitt aftur á bak.
Maístarnan mín er núna búin að krampa tvo daga í röð og það er alveg hrikalega erfitt að byrja upplifa þetta aftur eftir svona langan tíma, hún er líka farin að vera svo hrædd sjálf. Kvartar undan skjálftanum í höndunum sinum sem ég skil mjög vel enda er hann mikill og væntanlega mjög óþægilegt. Flogalyfjaskammturinn hennar var stækkaður í gær vegna krampana en þess hefur ekki þurft í LANGAN tíma. Við erum að upplifa ofsalega erfitt tímabil sem ég vona svo heitt og innilega sé að fara ljúka. Þetta hefur reynt alltof mikið á og maður er að reyna vera svo sterk fyrir Maístjörnuna mína og að sjálfsögðu hin líka en það er ekki alveg að takast. Auðvidað grætur maður þegar maður sér hana í krampa og hún er að kveljast enda er engin skömm að gráta yfir því og mér finnst alltílagi að börnin mín sjái að ég sé leið en bara að þau viti afhverju.
Ég er orðin gjörsamlega úrvinda af þreytu, máttlaus, óglatt, verki allsstaðar og svo lengi mætti telja. Já þetta sýgur úr manni ALLT en auðvidað verð ég að standa upprétt fyrir Maístjörnuna mína(og hin) en ég þrái samt aðeins að komast í burtu en það er ekki nema vika þanga til móðir mín ætlar að flytja inná heimilið mitt og við Skari ætlum að stinga af í sólarhring. Get ekki beðið!!
Haldiði ekki að Maístjarnan mín hafi farið í skólann í morgun, ég skyldi hana eftir í klukkutíma og það gekk alveg glimrandi og meir að segja "reif hún aðeins kjaft" og þá veit maður að hún er öll að koma til enda var kennarinn hennar rosalega ánægð að heyra í Þuríði. Hún er líka aðeins að skipa mér fyrir sem er ansi skemmtilegt að heyra.
Ég VEIT að hún er öll að koma tilbaka eftir þessar erfiður vikur og svo ÆTLUM við að fá góðar fréttir 1.febrúar það er bara ekkert annað í boði.
Núna ætlum við mæðgur að fara undirbúa afmælishelgina þar sem Theodór minn er að halda uppá 5 ára afmælið sitt og á sjálfan afmælisdaginn sunnudaginn 23.janúar ætlar hann að bjóða þremur bestu vinum sínum til sín í sinn uppáhalds mat grjónagraut og svo ætlar hann að bjóða þeim í bíó. Þannig það er mikill spenningur á heimilinu enda alltaf gaman að eiga afmæli.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir að gefa mér lykilorðið. Hugsa reglulega til ykkar, sérstaklega þegar ég kíki á bloggið hjá litlum krummafrænda :)
Þið eruð í bænum mínum.
Ásta (IP-tala skráð) 20.1.2011 kl. 11:26
Það hlýtur að vera alveg hræðilegt að horfa á upp hetjuna byrja að krampa aftur og ég dáist að endalausum krafti ykkar en það er víst ekkert annað í boði. Þið eruð samt öll hetjur þó að það reyni mest á Þuríði Örnu. Það á eftir að vera rosalega gott fyrir ykkur Óskar að komast í burtu eftir viku þó svo að það verði bara sólarhringur en það getur samt skipt sköpum. Farið vel með ykkur og njótið afmælishelgarinnar.
Hrafnhildur Ýr (IP-tala skráð) 20.1.2011 kl. 11:41
Vona að þessu ljúki sem fyrst með krampana.
En frábært að hún lætur heyra í sér.
Njótið þess að vera 2 þó það sé ekki nema sólarhringur. Látið þreytuna líða úr ykkur, því börnin eru í góðum höndum.
Við Theodór værum góð saman með grjónagrautinn.
Og Blómarósin verður örugglega dugleg að hjálpa ömmu sinni með systkynin sín. Hún er svo dugleg.
Að lokum, Áfram Ísland!!
Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 20.1.2011 kl. 12:16
Trú von og kærleikur....og ljós í hjarta þið eruð sannarlega í bænum mínum og sérlega litla maístjarnan... Takk fyrir að leyfa mér að fylgjast með góða afmælishelgi...
Bryndís J (IP-tala skráð) 20.1.2011 kl. 13:02
Æj eru kramparnir komnir aftur, elsku vínkona. Hún er orðin svo stór stelpan ykkar og orðin miklu meðvitaðri um hvað er að gerast. Skil þig svo vel að vera þreytt og þú verður að passa þig líka dúllan mín. Hlakka mikið til að hitta ykkur um helgina og bara knúsa ykkur.
Stórt knús til ykkar og við hugsum til ykkar ALLTAF.
Brynja (IP-tala skráð) 20.1.2011 kl. 13:16
vona að þetta fari að lagast, maður fær sting við að lesa þetta :/
batakveðjur
Jóhanna (IP-tala skráð) 20.1.2011 kl. 14:17
Guðrún unnur þórsdóttir, 20.1.2011 kl. 18:03
Adda Laufey , 20.1.2011 kl. 20:41
Heyrðu - þessi hugmynd að bjóða í grjónagraut og bíó er alveg brilljant - töffari að mínu skapi hann Theodór.
Kveðjur til ykkar allra
Hólmfríður Bjarnadóttir, 20.1.2011 kl. 21:00
Það VERÐUR að ganga vel 1. febrúar
Hólmfríður Bjarnadóttir, 20.1.2011 kl. 21:01
baráttu kveðjur til ykkar og hef ykkur í mínum bænum
Sigrún (IP-tala skráð) 20.1.2011 kl. 22:42
...
Maístjarnan ótrúlega...endalaust dugleg.:)það er nú gott að geta rifið aðeins kj...:)
Öfund nú....Grjóni með SÚRU SLÁTRI gerist ekki betra..:)
Vona að þið eigið góða helgi:)
Halldór Jóh. (IP-tala skráð) 21.1.2011 kl. 05:32
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 21.1.2011 kl. 11:41
Baráttukveðjur til ykkar
Anna (IP-tala skráð) 21.1.2011 kl. 13:16
Mér finnst ekki skrítið að þú grátir við að horfa upp á hana í krömpum, ég græt bara við að lesa þetta !
Það hljóta að koma góðar fréttir 1. feb :)
Hugsa til ykkar, gangi ykkur vel og reynið að hvíla ykkur ....
Knús á ykkur öll
Svala (IP-tala skráð) 21.1.2011 kl. 14:00
Þið eruð algjörar hetjur! Ég les alltaf bloggið ykkar og hugsa oft til ykkar! Þið eruð í bænum mínum á hverju kvöldi elsku fjölskylda.
Guð veri með ykkur!
Erla Gunnlaugsdóttir (IP-tala skráð) 22.1.2011 kl. 14:10
Gott að lesa góðar fréttir og nú skal þetta koma :) Passaðu upp á sjálfa þig duglega mamma og biddu um hjálp hjá vinum og vandamönnum það er svo mikilvægt fyrir þig og Skara. Tendrum ljósin
Kærleiksknús 4 barna mamman
4 barna mamman (IP-tala skráð) 22.1.2011 kl. 18:17
Elsku Áslaug,
þú þekkir mig ekki neitt og ég þekki þig ekki neitt, þó mér finnist ég vera farin að þekkja ykkur fjölskylduna eftir að hafa fylgst með ykkur hérna á blogginu þínu. Ég verð að segja að ég dáist að þér og fjölskyldu þinni, þið eruð svo dugleg og falleg fjölskylda og þið eigið aðeins það besta skilið. Ég fæ sting í hjartað að heyra slæmar fréttir af litlu hetjunni ykkar og ég get engan veginn sett mig í ykkar spor, en ég get þó rétt ímyndað mér hversu sársauki ykkar hlýtur að vera mikill. Ég hugsa oft til ykkar og bið fyrir ykkur. Þið eruð frábær.
Kærleikskveðja
Lena
Lena (IP-tala skráð) 26.1.2011 kl. 14:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.