Leita í fréttum mbl.is

Bætist í safnið.

Einsog ég hef oft nefnt hérna áður er eitt af því sem Maístjarnan mín elskar þessar vikurnar er að perla sem er að sjálfsögðu æðislegt þar sem hún þarf að æfa fínhreyfingarnar sínar.  Það er líka mikill skjálfti í höndunum sem tengjast eitthvað veikindum hennar (lyfjunum) og henni finnst það líka virkilega óþægilegt en hún gefst samt ekki upp að perla sem sýnir líka bara að viljinn er MIKILL.  Í vikunni kom flottur pakkinn til Maístjörnunnar minnar en það voru perlumunstur með umferðarmerkjunum sem hún var ekki lengi að byrja á og fyrsta merkið sem hún gerði var STOP merkið (verst að ég klikkaði á mynd) og það var gjöf til prestsins okkar uppá spítala.  Hérna fleiri  meistaraverk eftir elsku Maístjörnuna mína:
163826_490312719610_599854610_6056614_7619387_n
Við pössum að sjálfsögðu vel uppá þetta eða einsog gullið okkarSmile.

Annars er Maístjarnan mín hægt og rólega að byggja sig upp, tökum bara einn dag í einu og mætum í klukkutíma í skólann á dag.  Hún er ennþá ofsalega þreytt og orkar ekki mikið í einu en ÉG VEIT að þetta kemur allt saman, tekur sinn tíma.  Förum og hittum lækni okkar á mánudaginn og þá verður framhaldið rætt og vonandi búið að ákveða með nýju rannsóknina hennar til að skoða æxlið betur.

Við kíktum að sjálfsögðu út í dag en þar orkaði Maístjarnan mín kanski korter en það er líka korter meira en síðustu vikurGrin.  Hin voru dregin inn í kvöldmat.  Yndislega skemmtilegur þessi snjór.  Hérna er nokkrar frá deginum í dag en ég ákvað ekki að birta mynd af Maístjörnunni minni hérna þar sem henni er ekkert ofsalega vel við myndatökur útaf útliti og líðan.
P2055940 [1280x768]
Theodór minn var sko kátur með snjóinn.
P2055955 [1280x768]
Hinrik mínum fannst alveg svakalega fyndið og skemtilegt þegar pabbi hans henti snjó yfir hann.
P2055964 [1280x768]
Systkinin í snjóhúsinu.
P2055981 [1280x768]
Snjórinn bragðast alltaf jafn vel.  Hverjum finnst ekki snjór góður? Wink

Ég verð svo að nefna það en mín yndislega systir og hennar maður voru að eignast sína þriðju stelpu á fimmtudaginn, jiiiidúddamína litla "óskin" mín.  Þvílíkur draumur í dós og hvað ég ætla að dekra við þessu litlu "ósk".  Yndislega falleg og ég get ekki beðið með að knúsa hana aftur á morgunGrin.

Eigið góða daga, hér tökum við bara einn dag fyrir í einu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Já hún er ótrúlega dugleg þessi mikla elska...

Svo flott já henni perludæmið:)

Sé að ég get komið með margar sér óskir:)

Snjórinn er yndislegur og gleður margann manninn,og eins gott að hann hætti aldrei að koma:)

Gjörsamlega ómissandi fyrir sálartetrið:)

Jú hann er borðaður eins og ís:)

Gaman að sjá börnin,en vantar kastarann á mynd,sem hefur ekki síður skemmt sér:):):)

Hamingjuóskir með litlu frænku og að sjálfssögðu foreldra hennar:)

Já það er yndislegt þegar það fæðist líf,og hnoðast með litlu krílin og svo þegar þau stækka,stækka og stækka og.....en svo fer það nú að verða erfiðra þegar þau eru orðin stærri en maður sjálfur:):)

Eigið sömuleiðis góðann dag og aftur góðann og svo framvegis......:)

Bestu kveðjur...

Halldór Jóhannsson, 5.2.2011 kl. 21:24

2 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

vá hvað þetta er flott gert hjá maistjörnunni  og flottar myndirnar af krökkunum .það er alltaf gaman að vera úti snjó  knús og kram til ykkar allra

Guðrún unnur þórsdóttir, 5.2.2011 kl. 21:31

3 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

p.s. til hamingju með litlu frænku og lika foreleldar hennar og þið öll

Guðrún unnur þórsdóttir, 5.2.2011 kl. 21:33

4 identicon

Kristín (IP-tala skráð) 5.2.2011 kl. 21:34

5 Smámynd: Ragnheiður

Ragnheiður , 5.2.2011 kl. 23:08

6 Smámynd: Adda Laufey

Adda Laufey , 5.2.2011 kl. 23:51

7 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Hún er afar vandvirk með perlurnar hún Þuríður - gaman að sjá það sem hún er að dunda þessi elska.

Gott að hún er að ná aðeins meiru hvern dag - það er að vera á uppleið. Snjórinn er frábær. Knús í hús.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 6.2.2011 kl. 06:45

8 identicon

Flottir krakkar sem þið eigið. Snjórinn er eitt besta leiktæki sem til er, endalausir möguleikar.

Bestu kveðjur

Fríða (IP-tala skráð) 6.2.2011 kl. 07:27

9 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.2.2011 kl. 10:56

10 identicon

Litla skottið. Gott að sjá að hún getur perlað.

Ég lét loks verða af því að panta perludót handa henni og sendi það áfram til ykkar um leið og það kemur til mín.

Vona að hún haldi áfram að hressast þessi elska og að þið farið að eiga BARA góða daga.

Knús í hús!

Svandis Ros (IP-tala skráð) 6.2.2011 kl. 17:10

11 identicon

Stórt knús á ykkur öll...Þið eruð dugleg og algjörar hetjur...

Ragnheiður Rafnsdóttir (IP-tala skráð) 7.2.2011 kl. 09:52

12 identicon

Flott perlu listaverk Maístjörnunnar. Knús á ykkur öll.

Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 7.2.2011 kl. 20:49

13 identicon

Þið eruð ótrúleg. Fallegasta perl í heimi. Gott hjá ykkur að taka einn dag í einu. Vona að blómarósin og töffararnir séu að gleyma sér aðeins í snjónum meðan listakonan perlar

Berglind (IP-tala skráð) 7.2.2011 kl. 21:14

14 identicon

Hún er svo mikill snillingur þessi elska og svakalega flott hjá henni perludótið  

Yndislega falleg börnin ykkar öll sömul

Kærleikskveðja.

Sigga (IP-tala skráð) 7.2.2011 kl. 22:15

15 identicon

Hrikalega erfitt að þurfa að byrja á byrjunarreit ! En gott að heyra að það eru smá framfarir :) Hún og þið eruð algjörar hetjur !

Gangi ykkur rosalega vel með framhaldið, hugsa til ykkar og kíki alltaf reglulega á ykkur.

Bestu kveðjur

Svala (IP-tala skráð) 8.2.2011 kl. 09:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband