18.2.2011 | 19:36
Erfitt ástand
Mikið ofsalega er þetta ástand farið að taka sinn toll á Þuríði minni, hún er ofsalega leið á því að vera einsog hún er þar að segja útþanin vegna stera. Hún á ekki mikið af fötum sem hún getur klæðst vegna þess hvað maginn er stór og hún er orðin ofsalega leið á að vera alltaf í sömu fötunum, auðvidað langar manni að "gellast" stundum þó svo maður sé bara 8 ára gömul. Hún t.d. renndi í gegnum fataskápinn sinn í dag og langaði svo að klæða sig í gallabuxur, mátaði allar sínar buxur og komst að sjálfsögðu ekkert í þær og fannst það ofsalega leiðinlegt. "æji mamma þetta er svo erfitt", "mig langar svo að fara í þessar buxur". Nei hún gafst samt ekkert upp, ákvað að prufa þær samt allar þó svo ég reyndi að segja henni annað. Auðvidað er þetta "bara" tímabundið ástand en það er líka komið á þriðja mánuð og ekkert skrýtið að henni langi að fara í einhver önnur föt en hún hefur verið í síðastliðnum tæpum þremur mánuðum. Þau föt sem hún hefur klæðs verða líka "ónýt" eftir að líkamninn hennar fer í rétt form (orðin frekar teygð) og ég er líka búin að lofa henni því að við förum í mollið og verslum gelluföt á hana þegar þetta allt lagast. Ég er þegar orðin spennt fyrir þeirri stelpuferð okkar en ég trúi því að þetta er allt í áttina hjá henni.
Þuríður mín byrjaði á miðvikudaginn að mæta tvo tíma í skólann en það hefur hún ekki gert síðan í byrjun desember. Hún fer samt ekkert í neinar frímínútur þar sem hún ræður ekkert við að vera úti að leika sérstaklega í þessari hálku. Hún er byrjuð í sjúkraþjálfuninni sinni, mætir þangað 2x í viku og er gjörsamlega búin á því eftir hvern tíma en getur samt ekki beðið eftir þeim næsta. Henni finnst æðislegt að vera þar sem hún er þó svo þeir geti stundum verið erfiðir fyrir viðkvæma kroppinn hennar.
Oddnýju Erlu minni líður aðeins betur í hjarta sínu, þegar Þuríði minni líður ágætlega þá líður þeirri yngri betur.
Hérna er ein af Oddnýju minni:
Kæru lesendur góða helgi, við ætlum allavega njóta þess að gera eitthvað skemmtilegt saman um helgina.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
239 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Falleg Oddný, fallega andlitið svo vel innrammað af loðkantinum.
Guð gefi ykkur styrk og allar góðar hugsanir sendi ég ykkur.
Njótið helgarinnar
Ragnheiður , 18.2.2011 kl. 19:47
Gangi ykkur sem best.
Anna (IP-tala skráð) 18.2.2011 kl. 23:35
Ég sendi ykkur alla þá góðu strauma sem ég get búið til. Þekki sorgina af eigin raun þó ykkar barátta sé örugglega erfiðari en mín. Bið fyrir betri líðan Þuríðar Örnu hetju. Góða helgi.
Olga
Olga Clausen (IP-tala skráð) 18.2.2011 kl. 23:55
Elsku stelpurnar! Þuríður er hetja að fara í gegnum alla þessa baráttu. Hún sýnir mikið æðruleysi. Oddný er líka hetja og sýnir ekki síður æðruleysi. Það er ekki sanngjarn að börn þurfi að fullorðnast svona ung en þær eru greinilega mjög sterkar og klárar stelpur. Enda foreldrarnir einstök :)
Kærar kveðjur,
Hanna
Hanna (IP-tala skráð) 19.2.2011 kl. 08:21
Sigurður Haraldsson, 19.2.2011 kl. 11:12
Frábærustu stelpurnar í bænum...
Algjörar PERLUR....
Svo duglegar....
Knús í hús...
Halldór Jóhannsson, 19.2.2011 kl. 11:16
knús ti ykkar allra
Guðrún unnur þórsdóttir, 19.2.2011 kl. 15:17
Mikið er Oddný falleg eins og öll börnin ykkar, Guð gefi ykkur styrk
Kristín (IP-tala skráð) 19.2.2011 kl. 17:43
Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 19.2.2011 kl. 18:18
yndislegt að fá fréttir og sjá að það er allt með felldu ef hægt er að segja svo, og svo er Guði fyrir að þakka ekkert nýtt slæmt en sami þæfingurinn með Stjörnuna, því miður, Oddnýju Erlu líður betur sem eru jákvæð skilaboð svo næm sem hún er.
Sendi ykkur fallegu frábæru duglegu fjölskyldunni RISAKNÚS Í HÚS.
frá Sólveigu
Sólveig (IP-tala skráð) 19.2.2011 kl. 22:51
Þið eigið svo sannarlega skilið að komast í sjúkdómsfrí.
Þetta er auðvitað ofurmannlegt álag á ykkur öll.
Góðar fréttir þrátt fyrir allt að gammageislarnir eru enn að vinna sitt gagn ef 70% líkur eru á að þarna sé bjúgur frekar en stækkun.
Gaman væri að vita hvort við bloggarar getum lagt í ferðasjóð ykkar, næst þegar Maístjarnan, okkar allra, verður ferðafær.
Viggó Jörgensson, 19.2.2011 kl. 23:11
Guð gefi ykkur styrk og góðan bata, duglega fjölskylda.
Jóna (IP-tala skráð) 19.2.2011 kl. 23:20
Langt síðan ég hef sent þér kveðju elsku fallegasta hetjan mín og hvað það er eitthvað sorglegt að lesa aftur og aftur að það er ekki allt í lagi með þig....hjartað mitt grætur af sorg og ég vildi óska þess að ég gæti tekið þetta allt frá þér.Bið að heilsa öllum og vonandi förum við að hittast sem fyrst,,elska þig litla prinsessan mín
Björk töffari (IP-tala skráð) 20.2.2011 kl. 02:15
Mikið er þessi stelpa gullfalleg eins og öll börnin ykkar.
Sendi áfram styrktarkveðjur.
Laufey (ókunnug) (IP-tala skráð) 22.2.2011 kl. 21:17
Mikið skil ég hana Þuríði vel, þetta er sennilega eins og á 3-6 mán meðgöngu, maður kemmst ekki í neitt :)
En þetta rennur af henni þegar þrotinn og bjúgurinn fer af, þetta verður snilldar sumar hjá henni ;)
sigga gulludóttir (IP-tala skráð) 25.2.2011 kl. 10:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.