Leita í fréttum mbl.is

Fyrir og eftir

Hingað og ekki lengra hugsaði ég fyrir ca tveim vikum, ég get ekki verið svona lengur, mér líður ömurlega á líkama og sál og það er ekki á það bætandi að hreyfa ekki á sig rassgatið og bæta á sig fleiri fleiri kílóum.  Veikindi Maístjörnu minnar hafa tekið sinn toll og ég hef aldrei verið tilbúin að gera neitt fyrir sjálfan mig því mér fannst margt mikilvægara fyrir ofan það í lífi mínu en ef mig langar að börnunum mínum líði vel þá verður mér líka að líða vel.  

Reyndar fyrir mörgum mánuðum fór ég að ath hvað einkaþjálfarar kosta og ég fékk verðin alveg uppí 80.000kr mánuðurinn og hvaða manneskja hefur efni á því??  Allavega ekki ég.  Loksins fann ég hinn fullkomna einkaþjálfara sem var nú ekki svo langt frá mér þar sem hann þjálfar vinkonu mína sem hefur sýnt það og sannað ef viljin er fyrir hendi þá allt hægt og ég lít líka upp til hennar að geta þetta sem hún hefur gert.  Það skemmtilega líka við þetta allt saman að ég verð að æfa með henni 3x í viku kl sjö á morgnanna svo það er ekki bara þjálfun heldur mun ég hitta vinkonu mína sem maður hittir nánast aldrei vegna þess maður er alltaf svo "upptekin".

Ég sem sagt byrjaði í einkaþjálfun (sem kostar EKKI hálfan handlegg) í gærmmorgun, vaknaði eiturhress kl 6:20 og var líka hress allan daginn sem ég er ekki vön að vera, ekki hálf gapandi allan daginn.  Ég ætla að leyfa ykkur að fylgjast með þessu ferli mínu og aldrei að vita að ég láti Skara minn taka "fyrir mynd" og svo fáiði að sjá "eftir mynd", verst hvað ég þoli ekki myndavélar, get varla horft mig í spegli því ég hef ALDREI verið í jafn slæmu formi og ég er í dag og mér líður líka hræðilega með það og svo verður gigtin trilljón sinnum verri við þetta hreyfingarleysi.  Mér finnst ömurlegt að klæða mig í föt, ennþá leiðinlegra að fara útí búð og reyna finna mér eitthvað fallegt og þess vegna geri ég það nánast aldrei. Ég finn að fólk horfir á bumbuna mína (sem er ekki ennþá farin eftir síðustu meðgöngu) og spáir ö-a í því hvort það fimmta sé á leiðinni sem það er EKKI. Finnst bara þægilegt að hoppa í joggarann og vera í honum EN núna skal þetta BREYTAST.  Ég veit að það er kanski tæpt að ég verði farin að spóka mig í einhverjum gellufötum frá Þremur smárum eða She (mitt uppáhalds) í sumar en það SKAL takast fyrir næstu jól að ég verði bara í vandræðum hvað ég eigi að kaupa mér því mér finnst ég svo flott í öllu.InLove

Nota bene það er ekki aðal atriði að ég léttist um einhver 20kg heldur bara að mér fari bara að líða betur á líkama og sál og verði ánægðari með sjálfan mig og jú kanski förum við mæðgurnar saman í Kringluna fyrir sumarið og kaupum okkur flott gelluföt.Kissing

Já minn tími er kominn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gangi þér vel.

Það er lykilatriði að halda sjálfum sér í formi til að geta gefið og stutt þá sem í kringum mann eru.

Sendi ykkur fjölskyldunni baráttukveðjur og ég hef fulla trú á að Maístjarnan nái sér.  Hún er svo mikill foringi.

Kveðja,

Berglind

Berglind Norðdahl (IP-tala skráð) 17.3.2011 kl. 10:49

2 identicon

Flott hjá þér Áslaug, hef fulla trú á þér í ræktinni og það er marg sannað að manni líði mun betur þegar maður hreyfir sig en ekki, er einmitt í þeim sporum að geta ekki hreyft mig og finnst það hrikalegt. Áfram þú:))

Áslaug (IP-tala skráð) 17.3.2011 kl. 10:53

3 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

GO GO GO!! :)

Ylfa Mist Helgadóttir, 17.3.2011 kl. 10:57

4 identicon

Það er auðvitað nauðsynlegt að rækta sjálfan sig annars getur maður ekki ræktað aðra....settu þig í fyrsta sæti alla daga einhvern hluta af deginu...nauðsynlegt fyrir sálina svo maður kemst áfram.

gangi ykkur vel í baráttunni og hef fulla trú að stjarnan nái sér.

Margrét (IP-tala skráð) 17.3.2011 kl. 11:14

5 identicon

Glæsilegt hjá þér Áslaug.

Ótrúlegt hvað manni líður vel eftir góða hreyfingu. Endorfínið svínvirkar nefnilega :)

Lena Ýr (IP-tala skráð) 17.3.2011 kl. 11:31

6 identicon

Frábært hjá þér Áslaug, gangi þér vel. Ég kannast alveg við þetta, finnst ekki gaman að kaupa mér föt.

Ég dáist alltaf að konum sem eru yfir kjörþyngd og eru samt í flottum fötum. 

Hafið það sem best, öll sem eitt.

Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 17.3.2011 kl. 12:07

7 identicon

Frábært hjá þér stelpa, mátt ekki gleyma sjálfri þér algjörlega. Baráttukveðjur og muna líka að njóta. Knús frá Lúx ;)

Berglind ómars (IP-tala skráð) 17.3.2011 kl. 12:19

8 identicon

Bið þig kona góða að líkjast EKKI beinagrindinni henni Vicktoríu Beckham samt:)

Þarft nú ekki að sýna okkur "fyrir mynd" bara að sjá "eftir mynd" kanski:)

En þú/þið ert/eruð FYRIRMYND/IR okkar:):):)

En gaman að fylgjast með þér í þessu,takk fyrir það:)

Bestu stuðkveðjur sendi ég:)

Halldór Jóh. (IP-tala skráð) 17.3.2011 kl. 12:24

9 identicon

Líst frábærlega á þetta hjá þér Áslaug:-)))

Vigdís (IP-tala skráð) 17.3.2011 kl. 12:38

10 identicon

Áfram þú !! :)

Sigrún Helgadóttir (IP-tala skráð) 17.3.2011 kl. 13:07

11 identicon

Frábært hjá þér Áslaug og til hamingju með að vera byrjuð  endilega taktu fyrir og eftir myndir -fyrir þig sjálfa, það er svo aukaatriði hvort þú sýnir öðrum  Gangi þér vel.

Helga (IP-tala skráð) 17.3.2011 kl. 13:36

12 identicon

Frábært framtak hjá þér, ég skil þig vel manni líður svo illa þegar maður er óánægður með sjálfan sig en um leið og þú ferð að hreyfa þig þá mun þér líða strax betur þó svo að kílóin fara ekki að fjúka strax.

Ég verð vonandi farin að sjá þig spila badminton í haust með þessu áframhaldi, ég skora allavega á þig að taka einn tvíliðaleik þegar þú verður komin í form :)

Unnur Ylfa (IP-tala skráð) 17.3.2011 kl. 14:01

13 identicon

Það er sem ég segi, eiturhress kl. 6:20 á leið í ræktina og hress allan daginn eftir það. Mér verður oft hugsað til þess hvar skyldi orkubrunnurinn hennar Áslaugar vera?????? Það myndu margir vilja fá sér einn sopa úr honum þó ekki væri meira.

Þú og þið öll eruð ótrúlegir snillingar og þegar þið mæðgurnar farið í innkaupaleiðangurinn á gellufötunum er kannski betra að Skari hafi verið með aukavinnu um tíma einmitt af því að þú verður svo flott í öllu að þú þarft að kaupa svo margt

Sendi kærar kveðjur og óskir um að allir draumar þínir rætist.

frá Sólveigu

Sólveig (IP-tala skráð) 17.3.2011 kl. 14:11

14 identicon

Frábært hjá þér,gangi þér og þínum sem allra best

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 17.3.2011 kl. 14:15

15 identicon

Frábært.... flott hjá þér. Ég þekki það vel hvað hreyfing skiptir miklu máli, ekki verra að hafa góða vinkonu með sér. Ánægð með þig kona góð og þú verður sko aðalgellan í bænum áður en þú veist af !!! 

Jóhanna G. Ól (ókunnug) (IP-tala skráð) 17.3.2011 kl. 14:59

16 identicon

Frábært hjá þér Áslaug. 

Joggarinn er svo þægilegur EN stórhættulegur ! Vona að gigtin verði betri og sálin hressari :)

Kveðja, Rakel

Rakel Sara Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 17.3.2011 kl. 15:24

17 identicon

Flott hjá þér Áslaug, það er svo mikilvæt að hugsa um sjálfan sig.  Það er mikið auðveldara að takast á við erfileikana ef þér líður sjálfri vel.  Gangi þér vel í ræktinni!

Kristín

Kristín Ólafs (IP-tala skráð) 17.3.2011 kl. 16:10

18 Smámynd: Ragnheiður

flott hjá þér

Ragnheiður , 17.3.2011 kl. 16:46

19 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þú ert þvílík fyrirmynd kona - takk fyrir það. Er með einhvern "músagang" í öðru hnénu, en þegar það er liðið hjá er ekki eftir neinu að bíða og taka þátt í einhverju sprikli

Hólmfríður Bjarnadóttir, 17.3.2011 kl. 18:00

20 identicon

ÞArna kom það, þetta er ekki bara gott og frábært heldur líka svo gott að ég er allt að því glaðari en þú.  Og myndir  þær veita þér aðhald.

kv gþ

gþ (IP-tala skráð) 17.3.2011 kl. 19:00

21 identicon

Get ,skal og vil.Gangi þér vel elsku

Áslaug.Þú ferð létt með þetta.Aðalmáið er að komast á

af stað.Þetta verður smámál að miða við allt sem þú hefur afrekað síðustu ár.Verður bara gaman að fylgjast með þér.

Gangi þér vel og kær kveðja.

Halla

Halla (IP-tala skráð) 17.3.2011 kl. 20:37

22 identicon

Sæl Áslaug

Frábært framtak hjá þér, þú munt geta þetta eins og annað sem þú ætlar þér :)

Gangi þér vel með þetta

kveðja

Kristín S

Kristín (ókunnug) (IP-tala skráð) 17.3.2011 kl. 23:47

23 identicon

Dugleg ertu!

Sigga (IP-tala skráð) 18.3.2011 kl. 09:09

24 identicon

Þú er okkur hinum sem höfum enga afsökun fyrir því að taka okkur ekki í gegn þvílík hvatning!!

Gangi þér vel

Linda (IP-tala skráð) 18.3.2011 kl. 11:10

25 identicon

Frábært! Óska þér sko alls góðs gengis og þú ert rosalega dugleg!!

Hulda (IP-tala skráð) 18.3.2011 kl. 11:40

26 identicon

Flott hjá þér! Það er bara alveg á hreinu að manni líður betur á sálinni ef maður hreyfir kroppinn... ég hef reynt það síðan í haust! Og það skiptir svo miklu máli! Og ekki sakar að kílóin byrja að fjúka...svona hægt og rólega! (mínus 8 hjá mér...svo ég monti mig í leiðinni...) Kveðja, Ásdís.

Ásdís Ásgeirsdóttir (IP-tala skráð) 18.3.2011 kl. 13:11

27 identicon

Gangi þér alveg súpervel með þetta hjá þér. Tek undir með einni hér að ofan. Endilega taktu myndir fyrir/eftir en þá bara fyrir þig. Þú metur það svo bara seinna hvort þú deilir þeim með öðrum. En endilega gerðu það fyrir sjálfa þig. Og líka nokkrum sinnum á leiðinni. Tala af reynslu, er alveg ótrúlega gott! Bestu kveðjur til ykkar!

Sóley V. (IP-tala skráð) 18.3.2011 kl. 16:34

28 identicon

Gott hjá þér og gangi þér vel :)

Hanna (IP-tala skráð) 18.3.2011 kl. 16:58

29 identicon

Frábært hjá þér

Kristín (IP-tala skráð) 18.3.2011 kl. 17:37

30 identicon

Sæl Áslaug

Mér líst vel á þig, gangi þér vel og ég efast ekki um að þið mæðgur farið saman í verslunarferð

kv Dagbjört

Dagbjört Jakobsdóttir (IP-tala skráð) 18.3.2011 kl. 19:26

31 identicon

Líst mjög vel á þig. Er sjálf í aðhaldi og hef lést um 5 kg síðan í janúar. Baráttukveðjur. Guðný Elísabet Einarsdóttir

Guðný Elísabet Einarsdóttir (IP-tala skráð) 18.3.2011 kl. 19:48

32 identicon

Frábært að heyra!! og vonandi nýturu þín í botn og ég efast ekki um það eitt einasta andartak að þú verðir komin í einhver gelluföt í sumar duglega kona

sigrsv@gmail.com (IP-tala skráð) 18.3.2011 kl. 21:09

33 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

frábært hjá þér Áslaug mín knús og kram til ykkar allra

Guðrún unnur þórsdóttir, 18.3.2011 kl. 22:34

34 identicon

Hrikalega er ég stolt af þér elsku Áslaug mín !! Þetta líst mér hrikalega vel á ! Það er ótrúlegt hvað maður er fljótur að gleyma hvernig er að eiga auka orku :) Flott hjá þér ! Hlakka til að fá að fylgjast með þér sæta :)

Edda mamma Emils (IP-tala skráð) 19.3.2011 kl. 14:56

35 identicon

Áslaug!!! Það horfir enginn á þessa ímynduðu bumbu þína! Alla vega tek ég ekkert eftir bumbu á þér þegar ég hitti þig!

Það er hins vegar gott mál að hreyfa sig og koma sér í form - en ég get ekki samþykkt að þú sért ljót og feit og fleira í þeim dúr! Burt með þær hugsanir! ;)

Gangi þér vel í ræktinni og að vakna og svona :)

Og sem endranær - knús á ykkur öll, þið standið ykkur vel :)

Súsanna (IP-tala skráð) 20.3.2011 kl. 14:24

36 identicon

Þú ert frábær kona svo dugleg átt falleg börn ég dáist að þér hversu dugleg þú hefur verið gegnum ervið ár.En stattu þig stelpa ég veit hve ervitt er þegar eingin föt passa en ég veit líka að þú massar þetta gangi þér allt í hagin kvejða frá konu fyrir noðan sem fylgist með þér áfram kv.Marsa

Marselía Gísladóttir (IP-tala skráð) 20.3.2011 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband