Leita í fréttum mbl.is

Ekki gott ástand :(

Þuríður mín er núna búin að vera krampa þrjá daga í röð, það er alveg hrikalegt að sjá hvað hún verður hrædd í krömpunum sínum.  Hún kemur alltaf hlaupandi til mín áður en þeir koma svo hún er greinilega að finna það á sér, bara einsog þegar hún var að veikjast fyrst tveggja og hálfs árs, þá lét hún okkur alltaf vita þegar þeir voru að koma.  Þetta er alveg ömurlegt! 

Hinrik minn varð vitni af krampa um helgina sem er hans fyrsta skipti og þó svo hann sé rúmlega tveggja ára gamall þá tók þetta á hjá honum.  Hann fann það á sér að það að það var ekki alltílagi og hljóp til pabba síns eftir krampan og hélt lengi utan um hann.

Þuríði minni er ekki búin að líða of vel síðustu daga, fimmtudagurinn var t.d. ekki góður þá lá hún mestmegnis fyrir og dormaði uppí sófa allan daginn, kvartaði undan verkjum, föstudagurinn var svipaður, á laugardeginum rauk hún uppí hita (39,4) og á sunnudeginum var hún líka með svipaðan hita en hresstist við hitalækkandi en lá samt mest megnis fyrir og svaf.  Ég er einmitt að bíða eftir svörum frá doktor Ólafi, hvað eigi að gera?  Hann var alltaf búinn að tala um ef hún myndi veikjast þyrfti kanski að stækka steraskammtinn og mig langar það svo heitt og innilega ekki þar sem hún átti að hætta á þeim 1.apríl og bjúgun eru að leka af henni en auðvidað er það gert ef þess þarf.  Hún er einmitt farin að tala um að bumban er alveg að fara og kinnarnar og hlakkar mikið til þegar ég kaupi á hana gelluföt fyrir sumarið en við tölum mikið um það.

Oddný mín er búin að vera lasin síðan á miðvikudag, hefur lítið sem ekkert borðað síðan þá og ekki hefur hún mátt við því, öll að horast niður greyjið.  En hún er öll að koma til.

Fór annars sjálf í ræktina í morgun, var öll mæld bak og fyrir (fékk sá sjokk) þannig mín er komin með markmið sem ég ætla mér að standa við.  Verð bara að vera þolinmóð (sem ég á ofsalega erfitt með venjulega) því ég GET þetta, er hrikalega dugleg í hollustunni þó ég segi sjálf frá eitthvað sem ég hélt að ég gæti ekki.  Ég finn líka hvað ég er miklu tilbúnari fyrir daginn þegar ég er búin í ræktinni og fá mér booztið mitt, þannig núna get ég synt börnunum miklu betur.  GETA, ÆTLA SKAL.

Núna ætla ég að fara sinna lasarusunum mínum tveimur  og fá mér smá orkute.
Eigið góðan dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 21.3.2011 kl. 09:56

2 identicon

Mikið vona ég að Dr. Ólafur geti gert eitthvað fyrir elsku Þuríði Örnu svo henni fari nú að líða betur.... litla fallega kraftaverka-kjellan.

Batnaðar & kærleiksknús sendum til þeirra systra

Sigrún og co (IP-tala skráð) 21.3.2011 kl. 10:20

3 identicon

knúúús á ykkur öll !!

Sara Björk (IP-tala skráð) 21.3.2011 kl. 10:24

4 identicon

Gangi þér og ykkur vel.

Kær kveðja Vala

Vala (IP-tala skráð) 21.3.2011 kl. 10:25

5 identicon

 Þessi tákn eiga við í dag, ég er glöð með þig, hrædd um Stjörnuna, og sendi ykkur hjartans kveðjur. kv gþ

gþ (IP-tala skráð) 21.3.2011 kl. 10:32

6 identicon

Þvílíkt mikið sem lagt er á ykkur öll í fjölskyldunni.  Vonandi verður eitthvað hægt að að gera fyrir Þuríði svo henni fari að líða betur.

Linda (IP-tala skráð) 21.3.2011 kl. 10:41

7 identicon

Elsku Áslaug,vonandi fer þetta að lagast hjá BROSdúlluni,svo erfitt fyrir alla fjölskylduna,kveikji á kerti og sendi krafta ,bata,og kærleikskveðjur

Hrönn (IP-tala skráð) 21.3.2011 kl. 10:43

8 identicon

???gangi ykkur vel, auðvitað getur þú þetta... allt

Sigga Gulludóttur (IP-tala skráð) 21.3.2011 kl. 10:50

9 identicon

Elsku fjölskylda

Vona svo heitt og innilega að þetta gangi fljótt yfir, gangi ykkur vel og haltu áfram að vera svona dugleg Áslaug mín:)

Knús á ykkur

Áslaug (IP-tala skráð) 21.3.2011 kl. 11:02

10 identicon

Sendi ykkur kveðjur elsku fjölskylda:*

Katrín Ösp (IP-tala skráð) 21.3.2011 kl. 11:09

11 identicon

Æiiiii þetta eru ekki góðar fréttir úr hetju og stjörnuhúsinu.

Og svo talar þú um að þú sért ekki þolinmóð, eitt af því sem ég hef einmitt dáðst að er æðruleysið og þolinmæðin þín plús allir hinir kostirnir.

Sendi risaknús til allra.

frá Sólveigu

Sólveig (IP-tala skráð) 21.3.2011 kl. 11:33

12 identicon

Kæra Áslaug,

mikið er ég viss um að þú hafir gott að því að fara í ræktina, sérstaklega fyrir sálina. Ég hef fulla trú að þér í því sem þú ætlar þér.

Ég vona innilega að Maístjarnan þurfi ekki að fá meiri stera en ef svo verður þá er allavega gott að hún sér að bjúgurinn fer þó að það taki kannski langan tíma. Það líður ekki sá dagur að ég hugsa ekki til ykkar og mun gera það auðvitað áfram.

Bata- og baráttukveðjur, Rakel Sara

Rakel Sara Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 21.3.2011 kl. 11:36

13 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

elsku Áslaug mín knús til systranna og lika til ykkar skara og strákana .ég hugsa mikið til ykkar

Guðrún unnur þórsdóttir, 21.3.2011 kl. 12:08

14 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þú og þín fjölskylda eruð í mínum huga á hverjum degi. Sendi ykkur jákvæða og uppbyggjandi strauma.  Burt með krampa og stera. Inn með orku og bata - og þú í ræktina og hollustuna.

GET ÆTLA SKAL eru markmið sem við eigum ÖLL að tileinka okkur. Þau eru að sýjast inn í mína vitund með aukum krafti.

Það er fyrir þína hvatningu - kæra vinkona. Og nú verður sá póstur sendur til baka tvíefldur - ekki veitir af.

Knús á ykkur öll      

Hólmfríður Bjarnadóttir, 21.3.2011 kl. 12:25

15 identicon

:( Leiðinlegt að heyra hvað henni líður illa litlu elskunni, já og ykkur öllum. Það ætti enginn að þurfa að horfa upp á barnið sitt svona veikt:/

Sendi ykkur mína sterkustu strauma og bið fyrir ykkur kæra fjölskylda.

Kristín (IP-tala skráð) 21.3.2011 kl. 14:35

16 identicon

Innilegar kveðjur til ykkar kæra Áslaug

Þorgerður (IP-tala skráð) 21.3.2011 kl. 15:20

17 identicon

Stórt knús þið eruð hetjur

Dagbjört Jakobsdóttir (IP-tala skráð) 21.3.2011 kl. 15:22

18 identicon

Gangi ykkur vel elsku fjölskylda......hugsa til ykkar....

Anna (IP-tala skráð) 21.3.2011 kl. 17:31

19 Smámynd: Ragnheiður

Knús elsku Áslaug <3<3

Ragnheiður , 21.3.2011 kl. 21:06

20 identicon

Batakveðjur til ykkar, vona að stelpurnar fari að hressast og að Þuríður þurfi ekki aukinn steraskammt.  Þið eigið svo sannarlega skilið að nú fari að birta til.

Þórleif (IP-tala skráð) 22.3.2011 kl. 06:05

21 identicon

Bataknús á stelpurnar  

Jóhanna (IP-tala skráð) 22.3.2011 kl. 08:52

22 identicon

Kristín (IP-tala skráð) 22.3.2011 kl. 10:02

23 identicon

Megi ljós og kærleikur fylgja ykkur þið eruð í mínum bænum...

BryndísJ (IP-tala skráð) 22.3.2011 kl. 10:21

24 identicon

Ég hugsa líka daglega til ykkar, kæra fjölskylda. Guð gefi ykkur áframhaldandi kraft. Það styttist í vorið og sumarið,  vona svo heitt og innilega að það verði gott hjá ykkur öllum. knús á ykkur öll. ;)

Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 22.3.2011 kl. 13:12

25 identicon

<3 Knús á ykkur kæra fjölskylda <3

Maja (IP-tala skráð) 22.3.2011 kl. 14:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband