Leita í fréttum mbl.is

Stundum verð ég svo leið.....

Stundum verð ég svo leið,
og mér líður ei vel,
og mig langar að sting'af frá öllu
og hverfa og skríða inní skel.
En ég herði mig upp
og ég hugsa með mér
hvernig allt gæti verið svo margsinnis
margsinnis verr'en það er.

Var að keyra þegar ég heyrði þennan texta í útvarpinu, fannst hann svo passa vel við þessa dagana og varð bara að koma honum frá mér.  Já lífið gæti verið miklu verr en það er þó svo mér finnist það ofsalega ósanngjarnt en vonandi verður "þessi þarna upp" betri við okkur þann 12.apríl.

Ástandið á Maístjörnunni minni gæti verið betra, hún mætir í tvær til þrjár lotur í skólann og leggur sig vanalega strax eftir skóla því þá er hún algjörlega búin á því.  Hún er krampandi nánast daglega, oftast er það einn en alltof oft eru þeir tveir.  Blómarósin mín einmitt nefndi það við mig í gær "afhverju Þuríður væri farin að krampa svona mikið?", "henni finndist það svo leiðinlegt".  Hún er líka alltaf fyrst á svæðið þegar hún fer að krampa eða eftir hann til að hjúkra henni og kærleikurinn er svo mikill að hálfa væri miklu meir en nóg.  Dagnarnir hjá henni eru líka misjafnir, okkur finnst henni líða betur þessa dagana en áður en við erum að láta hana byrja í listmeðferð í dag og það verður fróðlegt að sjá hvernig henni mun ganga í því og líða eftir það.  Við finnum líka að þetta er farið að taka á eldri mömmupungsa minn, hann einmitt brotnaði niður í vikunni vegna þess honum hefur bara liðið svo illa og veit eiginlega ekki hvernig hann á að sýna það.  Hann lét okkur vita að hann væri stundum dáltið óþekkur því honum liði illa en oft kemur það líka þannig fram, en mikið var ofsalega gott að hann lét okkur vita.  Þetta er alveg farið að taka sinn toll á öllum því núna fer sá yngri líka að hafa meira vit og veit ekki hvernig hann á að vera þegar Maístjarnan mín fær krampana.  Við erum alveg meðvituð um það að það þarf að halda vel utan um systkinin líka, gera eitthvað með þeim einum og sér og við verðum að vera duglegri við það þó svo ég held að við séum alveg dugleg við það.  Við Skari þurfum reyndar að vera duglegri að gera eitthvað tvö og það er alveg komin tími á það, ætlum að reyna gleyma okkur um helgina svona rétt fyrir rannsóknir.

Annars er ég rosalega ánægð með mig að fara í "breyttan lífstíl" og byrja mæta í ræktina og breyta um mataræðið mitt.  Ég elska sérstaklega erfiða tíma sem ég get varla gengið upp stigan í Sporthúsinu eftir hvern tíma og get varla pikkað á tölvuna mína.  Núna er ég búin með þrjár vikur af "breyttum lífstíl" og mér líður miklu miklu betur á sálinni sérstaklega og hef miklu meiri orku yfir daginn.  Ég ætla mér líka að losa mig við öll "óléttukílóin" mín en eftir tvær vikur er ég búin að losa mig við 0,5kg og 0,3% fitu, hefði reyndar viljað hafa þetta 0,5kg á viku en HEY góðir hlutir gerast hægt og ég mun verðlauna mig um jólin því ef ég held svona áfram verð ég hálfnuð með markmið mitt en ætla að spíta í lófana og reyna ná markmiðinu mínu þá.
Þið megið hugsa fallega til Maístjörnu minnar sérstaklega á þriðjudaginn þegar hún fer í rannsóknirnar sínar sem ég gæti ekki verið kvíðnari fyrir.  Hún GETUR, hún SKAL og hún ÆTLAR sér að láta þetta vera búið að minnka þá, sumargjöfin okkar í ár.

TAKK fyrir allar kveðjurnar sem þið hafið sent mér hérna á síðunni, gefa mér ofsalega mikið.
XOXO
P3296576
Strákarnir mínir komnir með sumarklippinguna :)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að fá aðeins fréttir......

Já við krossleggjum sko fingur og biðjum fyrir góðum niðurstöðum úr rannsóknunum......

Gangi ykkur sem allra best.

Anna (IP-tala skráð) 6.4.2011 kl. 12:48

2 identicon

Halló elskurnar

"hvernig allt gæti verið svo margsinnis, margsinnis verr'en það er"

Það er einmitt málið, okkar eigið viðhorf til þess sem við erum að upplifa í hvert sinn. Litlu ungarnir ykkar læra svo ótal margt á því að eiga veika systur og ég trúi því að þau verði ríkari og betri manneskjur þegar þau eldast fyrir vikið. Sanngjarnt - uu, nei alls ekki. Ekkert af þessu er sanngjarnt en að muna að ástandið gæti verið verra fleytir manni áfram á svona tímum :)

Ótrúlega flott hjá þér að stunda ræktina, þér veitir ekkert af orkunni :)

Njótið lífisins eins og kostur er

knús og kram

sigga gulludóttir (IP-tala skráð) 6.4.2011 kl. 13:10

3 identicon

gangi ykkur vel :*

ragna (IP-tala skráð) 6.4.2011 kl. 13:18

4 identicon

Yndislegt að heyra frá þér fyrr en þú ætlaðir,  enda ert þú alltaf í afrekunum.

Að óléttukílóin hafi ekki verið farin í öllu álaginu er smá skrítið en þó ekki því mataræði hjá þeim sem í raun eru í stöðugum spreng verður oft óhollt.

En okkar duglega einstaka Áslaug ræðst á kílóin, spekulerar í sértíma með börnunum sértíma með Skara + allt endalausa annað.

Já það bara verður að koma eitthvað jákvætt fram 12. apríl fyrir STJÖRNUNA og þ.a.l. ykkur öll við biðjum Guð og englana.

Fangið fullt af knúsi í húsið frá Sólveigu

Sólveig (IP-tala skráð) 6.4.2011 kl. 14:13

5 identicon

Elsku vina...við tendrum ljós, biðjum bænir og trúum því að kærleikurinn umvefji ykkur öll.

Stolt af þér hvað þú ert dugleg í ræktinni...go girl :)

Eigið góða helgi og allir hinir sem hingað kíkka....kertasíðan hennar Þuríðar, við skulum fylla hana af ljósi

Kærleikskveðja 4 barna mamman

4 barna mamman (IP-tala skráð) 6.4.2011 kl. 14:46

6 identicon

Gott hjá þér Áslaug að gefa þér tíma.

Verður að hafa orku til að komast í gegnum þetta og svo gerir það manni svo gott að hafa smá tíma fyrir sjálfan sig.

 Gleymi því aldrei er ég var í einangrun heima með barnið mitt og þegar maðurinn minn var heima fyrir hádegi einu sinni í viku og ég keyrði inní HFJ og eyddi löngum tíma í Fjarðakaup kl. 9, svo á kaffihús og svo í sund og kom heim hrein og fín. 

Lifði fyrir þessa morgna...

Hilda (IP-tala skráð) 6.4.2011 kl. 14:51

7 identicon

Kæra Áslaug.

Bestu kveðjur með innilegri ósk um allt það til ykkar.

Þorgerður (IP-tala skráð) 6.4.2011 kl. 15:08

8 identicon

Já ég skal sko hugsa til hennar og ykkar allra 12. apríl. Enda hugsa ég til ykkar á hverjum degi. Sætir bræðurnir eins og systurnar. Já víst gæti lífið verið miklu verr en mér finnst komin tími til að þið eigið ánægjulegt og áhyggjulaust líf, kæra fjölskylda.

Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 6.4.2011 kl. 15:53

9 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

knús til ykkar og barnanna .ég mun hugsa til ykkar þann 12 en ég geri það reyndar á hverjum deigi

Guðrún unnur þórsdóttir, 6.4.2011 kl. 16:53

10 identicon

Vonandi getið þið notið helgarinnar, góða ferð

Jenný (IP-tala skráð) 6.4.2011 kl. 18:19

11 identicon

Elsku fjölskylda,

gangi ykkur sem allra best þann 12. sendi ykkur góða strauma.

Yndisleg mynd af strákunum :)

Berglind (IP-tala skráð) 6.4.2011 kl. 19:30

12 identicon

Kæra fjölskylda

Mér finnst alltaf svo yndislegt að sjá allan þann kærleik sem þið berið til hvors annars og sýnið endalaust.  Mér finnst líka frábært hvað þið eruð dugleg að gera eitthvað skemmtilegt saman auk þess að passa að hver fái sinn tíma.

Vonandi getið þið notið helgarinnar og ég mun biðja fyrir því að þið fáið góðar fréttir 12. apríl.

Við sem kíkjum inn á síðuna, kveikjum endilega á kertum á kertasíðunni, ég er handviss um að kærleikshugsanir frá okkur öllum hafi eitthvað að segja.

Trú, von og kærleikur - Helga

Helga (IP-tala skráð) 6.4.2011 kl. 19:44

13 identicon

Ég hugsa til ykkar þann 12 eins og ég geri alla daga. Sæt mynd af strákunum kv Hildur

álfhildur (IP-tala skráð) 6.4.2011 kl. 20:39

14 identicon

Þið eruð svo dugleg, ég get ekki ímyndað mér hvernig betur væri hægt að tækla öll þau vandamál sem þið glímið við. Þið eruð ótrúleg, yndisleg fjölskylda. Mun hugsa til ykkar 12. apríl. Gangi ykkur sem allra best.

sigrún þórisdóttir (IP-tala skráð) 6.4.2011 kl. 21:20

15 identicon

Kveiki á kerti og bið fyrir litlu dúllunum ykkar, þið eruð öll svo dugleg. Baráttuknús.

Jóhanna (IP-tala skráð) 6.4.2011 kl. 23:42

16 identicon

Þið eruð öll miklar hetjur í mínum augum

 Og mundu,  þið hjónin voruð valin handa Þuríði því að engum öðrum var treystandi til að hugsa um hana 

Flottustu sumarstrákarnir í bænum og þú pottþétt mesta skvísan  

Hjartans kveðjur með ósk um góðar fréttir þann 12.

Sigga (IP-tala skráð) 6.4.2011 kl. 23:56

17 Smámynd: Ragnheiður

Elsku Áslaug, þú ert svo stórbrotin persóna, góð og yndisleg móðir.

Þó ekki að hugsa til hennar og ykkar á þriðjudaginn.

Þið sem skrifið hér, hvernig væri að kveikja ljós fyrir þau á síðunni hennar Þuríðar Örnu, er hér í tenglunum ?

Ragnheiður , 7.4.2011 kl. 00:56

18 identicon

Mig langar bara til að segja þér Áslaug hvað ég dáist af þér endalaust :)

Ég flétti upp í orðabókinni, var að leita af orðinu Supermamma og veistu þar var mynd af þér :D

Frábært hjá þér að fara í ræktina og hugsa aðeins um sjálfa þig líka það skilar sér 100falt til barnanna þinna.

Ég trúi því að þið fáið góðar fréttir 12. apríl og að þetta verði gott sumar hjá ykkur :)

Kveðja Heiða

Heiða (IP-tala skráð) 7.4.2011 kl. 08:04

19 identicon

Ég er svo mikið sammála henni RagnheiðiÞið eruð á bænalistanum okkar.Guð gefi ykkur styrk

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 7.4.2011 kl. 08:24

20 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Textinn í upphafi er frábær og það er svona sem maður höndlar stóru dýfurnar í lífinu. Kærleiksknús í hús  og bænir

Hólmfríður Bjarnadóttir, 7.4.2011 kl. 11:03

21 identicon

Kæra fjölskylda..Guð gefi ykkur styrk, ljós og kærleika..þið eruð í mínum bænum

Bryndísj (IP-tala skráð) 7.4.2011 kl. 13:22

22 identicon

Gott að heyra smá frá ykkur og ég óska ykkur góðs gengis þann 12 og ætla að biðja til hans sem öllu ræður að þetta sé í rétta átt. Hlakka til að hitta ykkur í leikskólanum í mai :) Bestu kveðjur til ykkar yndislega fjölskylda.

Ella

Ella (IP-tala skráð) 7.4.2011 kl. 19:05

23 identicon

Gott að heyra frá ykkur kæra fjölskylda.

Þitt ótrúlega jákvæða viðhorf og baráttuþrek er aðdáunarvert <3

Kærleikskveðja,

Hafdís (IP-tala skráð) 7.4.2011 kl. 20:47

24 identicon

Maður kemst langt á bjartsýninni og voninni þó það sé stundum erfitt að vera bjartsýnn þegar EKKERT gengur og maður verður líka þreyttur á því að vera alltaf bjartsýnn en maður getur eiginlega alltaf hugsað einmitt þetta hvað hlutirnir gætu verið verri.

Venjulegt fólk kvartar yfir því að vera heima með veikt barn í tvo daga .. þú ert búin að eiga veikt barn í möööörg ár en getur samt séð hvað hlutirnir gætu verið verri, aðrir ættu að taka sér þig til fyrirmyndar:)

Guðrún ókkunug (IP-tala skráð) 8.4.2011 kl. 10:33

25 identicon

..ég vona samt að það fari að birta til hjá ykkur og að Þuríði fari að líða betur.

Guðrún ókkunug (IP-tala skráð) 8.4.2011 kl. 10:34

26 identicon

Það er oft svo erfitt að segja eitthvað gáfulegt annað en að þið eruð ótrúleg. Ykkur stendur ekkert annað til boða en að taka því sem höndum ber og vinna það verkefni með Þuríði Örnu og hinum gullmolunum ykkar og þið gerið það með glans. Og ég er rosa glöð að lesa að þú ert að gera eitthvað fyrir þig því að það er svo mikilvægt Áslaug mín því þetta er eins og í flugvélinni, settu fyrst á þig súrefnisgrímuna áður en þú setur það á barnið, þótt það hljómi asnalega. Þú verður að rækta þig til að geta ræktað ungana.

Þessi sem ræður öllu passar svo uppá ykkur öll með að allt gangi upp. Og hér er kveikt reglulega á kertinu hennar Þ.A. og hún er alltaf í bænum mínum.

Kærleikskveðja, Helga

Helga Arnar (IP-tala skráð) 8.4.2011 kl. 10:37

27 identicon

Já það er erfitt að horfa upp á ungana sína eiga erfiðar stundir og misjafnt hvernig álagið birtist hjá hverju og einu þeirra eins og þú segir. Mér finnst þið foreldrarnir vera bæði opin og skynsöm og gera allt sem þið getið til að standa við hlið þeirra. Vona að þið eigið góða helgi.

Bylgja (IP-tala skráð) 8.4.2011 kl. 13:11

28 identicon

Bið fyrir ykkur og góðum fréttum þann 12. Þið eruð hetjur :)

Dagbjört (IP-tala skráð) 8.4.2011 kl. 15:25

29 identicon

Hjartans kveðjur til ykkar. Sumarklippingin er alveg æði, hvað er betra en að vera skollóttur  skrákur , ekki síst þegar vorið er að koma og þeir geisla af prakkaraskap.

kv.gþ

gþ (IP-tala skráð) 8.4.2011 kl. 17:30

30 identicon

Elsku Áslaug ég krossa figur og bið fyrir ykkur þið eruð svo dugleg

og gaman hvað þér líður vel í ræktinni

kv Dagbjört

Dabjört Jakobsdóttir (IP-tala skráð) 10.4.2011 kl. 12:24

31 identicon

Elsku Áslaug og fjölskylda.

Sendi ykkur fullt af hlýju, ljósi, styrk og góðum straumum.  Ótrúleg seigla, styrkur og bjartsýni er það sem ég tengi við ykkur.  

Sætir strákarnir - eins og öll börnin ykkar.   Gangi ykkur sem best þann 12.   Kærar kveðjur,  Stella A.

Stella A. (IP-tala skráð) 10.4.2011 kl. 14:50

32 identicon

Elsku fallega fjölskylda :-) Sendi ykkur hlýja strauma...... og hugsa til ykkar á þriðjudaginn! Gangi ykkur vel!!

Hestakveðjur úr Mosfellsbænum :-)

Berglind Árnadóttir (IP-tala skráð) 10.4.2011 kl. 22:54

33 identicon

Nú er komið að ykkur að fá góðar fréttir til þess að halda áfram. þið eruð okkur hinum fyrirmynd um hvernig á að þakka fyrir það sem við eigum og að það á að hlúa að því...... en stundum lít ég á lifið og börnin mín sem sjálfsagðan hlut og að ekkert komi fyrir mig..... en svo sannarlega er það ekki þannig og á það minnir þú okkur hin á. Guð geymi ykkur og dreymi ykkur fallega.

Berglind (IP-tala skráð) 10.4.2011 kl. 22:57

34 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Elskulegu hjón
Ég vona að þið hafið getað gleymt ykkur aðeins(eins og kostur er) um helgina og hafið málað bæinn ELDrauðann þar sem þið voruð.
Hugsa alla daga til ykkar og stundir
Það er leitun af eins miklu kærleiksríku fólki eins þið fjölsk.. eruð.
Þvílíkir GULLmolar sem þið eigið.
Endalaust að hugsa um hvert annað.
Sendi mínar allra bestu óskir um allt .jákvæðasta fyrir Þuríði,hin systkinin og ykkur kæru foreldrar
Kærar kveðjur.
Halldór.

Halldór Jóhannsson, 11.4.2011 kl. 04:21

35 identicon

Elsku Áslaug og fjölskylda.

Mínar fallegustu hugsanir og bænir sendi ég ykkur fyrir morgundaginn og óska ég þess af öllu hjarta að hann færi ykkur gleði og góðar fréttir

Hjartans kveðjur og faðmlag til ykkar allra

Sigga.

Sigga (IP-tala skráð) 11.4.2011 kl. 09:42

36 identicon

Hugsa til ykkar og vona að þið fáið góðar fréttir á morgun. Búin að kveikja á kerti fyrir Þuríði Örnu og áfram eruð þið í bænum mínum.

Kærleiks-baráttuknús til ykkar

Sigrún og co (IP-tala skráð) 11.4.2011 kl. 12:44

37 identicon

Ég vildi að ég ætti eitthvað verulega krassandi og virkt sem ég gæti sent ykkur í dag, en því miður á ég það ekki til.

En ég á til endalausar óskir og vonir um að þið hafið notið helgarinnar og morgundagurinn verði góður dagur fyrir ykkur öll, og þær sendi ég til ykkar.

Með kærleikskveðjum og knúsi frá Sólveigu

Sólveig (IP-tala skráð) 11.4.2011 kl. 15:04

38 identicon

sendi ykkur báráttukveðjur og kveiki á kertum fyrir ykkur i kvöld og bið fyrir morgundeginum

Þórunn helga garðarsdóttir (IP-tala skráð) 11.4.2011 kl. 18:50

39 identicon

Gangi ykkur ofsalega vel á morgun. Ég krossa fingur og bið og vona. Þú ert ótrúlega dugleg kona!!

Kær kveðja

Fríða (IP-tala skráð) 11.4.2011 kl. 20:29

40 identicon

Hugsa til ykkar í dag kæra fjölskylda. Gangi ykkur vel og megi niðurstaðan vera góð. Orka og kærleiksstraumar til ykkar.

Vigdís (IP-tala skráð) 12.4.2011 kl. 06:20

41 identicon

Gangi ykkur vel í dag :) Guð blessi ykkur!

Hulda Magg Elínardóttir (IP-tala skráð) 12.4.2011 kl. 07:56

42 identicon

Sendi ykkur sérstaka strauma í dag

Anna Freyja (IP-tala skráð) 12.4.2011 kl. 08:01

43 identicon

GAngi ykkur vel í dag

kv Anna

Anna (IP-tala skráð) 12.4.2011 kl. 13:28

44 identicon

Kæra fjölskylda

Gangi ykkur vel í dag, ég veit að allt fer vel.

Þið eruð í bænum mínum.

Ingibjörg (ókunnug) (IP-tala skráð) 12.4.2011 kl. 14:00

45 identicon

Kærleikskveðja gangi ykkur sem allra best

Ása (ók) (IP-tala skráð) 12.4.2011 kl. 14:08

46 identicon

Hef hugsað til ykkar i allan dag, sendi Maistjörnunni og ykkur fjölskyldunni mínar hlýjustu hugsanir.

Ragna (IP-tala skráð) 12.4.2011 kl. 16:47

47 identicon

Hugsa til ykkar og óska þess að niðurstöðurnar séu góðar

Kveðjur

Þóra (IP-tala skráð) 12.4.2011 kl. 17:33

48 identicon

Hlýjar kveðjur, vona að allt hafi komið vel út fyrir hetjuna í dag :)

Sandra (IP-tala skráð) 12.4.2011 kl. 19:19

49 identicon

Vona að allt hafi gengið vel í dag.  Hlýjar hugsanir til ykkar

Ingveldur. (IP-tala skráð) 12.4.2011 kl. 20:47

50 identicon

Er svo mikið búin að hugsa til ykkar í dag, bið svo heitt og innilega að þið hafið fengið góðar fréttir í dag.

Mikið af hlýjum og fallegum hugsunum til ykkar.

Lilja (ókunnug) (IP-tala skráð) 12.4.2011 kl. 21:50

51 identicon

Hef hugsad mikid til ykkar allra i dag. Vona ad þid hafid fengid godar frettir. Bestu kvedjur :)

Lena Ýr (IP-tala skráð) 12.4.2011 kl. 23:26

52 identicon

Kærir orkustraumar til ykkar!!!

Vona svo sannarlega að niðurstöðurnar hafi verið Maístjörnunni í hag ;o)

Kv. frá DK

Begga Kn. (IP-tala skráð) 13.4.2011 kl. 06:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband