5.2.2007 | 15:10
Hvar er draumurinn? Hvar eru allar mínar vonir?
Ég er andlaus, svefnlaus, orkulaus og svo lengi mætti telja. Ég ætla mér að hætta kvarta undan svefnleysi þó ég þjáist af því, Theodór minn er heimsmeistari að vakna á nóttinni ekki á klukkutímafresti það er svona sirka tíu mínútna fresti. Þar sem drengurinn er heilbrigður og algjör sprellikarl, sjarmör með fallega ljósa krulluhárið sitt get ég ekki kvartað, ég er heppin með hann þó ég hafi ekki sofið í rúmt ár þá er mér nákvæmlega sama(sef bara þegar ég er orðin gömul). Ég er heppnust að eignast svona fullkominn strák það eru ekki allir jafn heppnir og við Skari, bara að geta átt börn, þess vegna sefur Skari minn í stofunni thíhí því við megum ekki sofa hlið við hlið því þá verð ég bara búúúmm og það er ekki á dagskránni næsta árið. Drengurinn má ekki anda á mig, dæssúss mar!!
Ég er að reyna hafa þetta blogg í léttari kantinum en það gengur frekar erfiðlega, að horfa á Þuríði mína svona einsog hún er þessa dagana er sárast í heimi. Hún er enganveginn leikskólahæf, ég ákvað líka í dag að hafa hana algjörlega hjá mér og sé sko ekki eftir því. Hún er BARA búin að liggja fyrir í ALLAN dag og vera í hálfgerðu móki, ég þarf eiginlega að halda á henni allt sem við förum þar sem við þurftum að fara á enn einn fundinn í dag útaf henni. Þið getið ekki ímyndað ykkur hvað þetta kerfið getur verið leiðinlegt og flókið, endalausir fundir. Það er ekki einsog maður hafi ekki nóg með að standa í því að hugsa um fárveika barnið sitt að maður þurfi líka að þeysast um allan bæ til að redda hinu og þessu. Leiðinlegast!!
Já hún er slappari í dag en síðustu daga, slappast eiginlega með hverjum deginum sem líður og þið getið ekki heldur ímyndað ykkur allar hugsanirnar mínar sem þjóta um kollinn minn þessa dagana. Þetta er allt saman svoooo sárt, ég er líka búin að grenja fleiri fleiri baðkörum síðustu daga.
Hún er ótrúlega þvoglumælt, algjörlega lömuð á hægri hendi og farin að lamast meira í hægri fæti hún haltrar frekar mikið en það er dagamunur hvursumikið. En hendinn hennar er alveg frá.
Erum að fara á fund á miðvikudaginn og hitta nokkra lækna Þuríðar minnar, búið að negla niður 20.febrúar fyrir myndatökur mig grunar hvað mun koma útur þeim þó ég voni annað.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég skil þig svo vel. En nauðsynlegast er, er að setja súrefnisgrímuna fyrst á sig áður en maður setur hana á börnin. Þú getur ekki hjálpað neinum ef þig vantar súrefni.
Takið ykkur smá pásu saman þó það væri ein kvöldstund 2-3 í viku. Það munar oft á tíðum öllu. Það er ekki sjálfgefið að sambandið ykkar haldi þetta út ef þið náið ekki að næra ykkur andlega.
Það er ekkert mál að keyra sig út án þess að taka eftir því sjálfur fyrr en of seint, þá er ekkert hægt að gera og allt komið í hund og kött
Helga Linnet, 5.2.2007 kl. 15:44
Elsku fjölskylda.
Ég get ekki ímyndað mér hvernig ykkur líður. En ég er alltaf að hugsa til ykkar og líka til frænda hans Óskars sem býr úti í DK. Mér finnst þetta allt svo óréttlátt. Hvernig er hægt að leggja svona á lítil börn og fjölskyldur þeirra. Ég bið fyrir ykkur og vona það allra besta. Ég finn svo til með ykkur.
Ég vildi allavega kommenta á færsluna þar sem ég les bloggið ykkar reglulega. Vona að það sé í lagi þó þið þekkið mig ekki.
En baráttukveðjur til ykkar. Bestu kveðjur frá Elsu Láru (sem vinnur með Sessu).
Elsa Lára (IP-tala skráð) 5.2.2007 kl. 15:50
Á stofuborðinu hjá mér logar á kerti fyrir Þuríði Örnu!
Sendi ykkur hlýjar kveðjur úr kuldanum fyrir norðan.
Thelma Bára
Thelma Bára (IP-tala skráð) 5.2.2007 kl. 16:07
Vildi bara óska ykkur góðs gengis í framhaldinu, við höldum áfram að biðja fyrir Þuríði litlu og kertin loga.
Áslaug og Óskar farið vel með ykkur.
Kveðja frá Akureyri, Svala og family
Svala (IP-tala skráð) 5.2.2007 kl. 17:08
Kæra fjölskylda . Mér finnst alveg hræðilegt að heyra hvernig ástandið er á ykkar heimili. Það sem hægt er að leggja á sumt fólk. Maður verður að vona það besta. Ég held svei mér þá að þið verðið að passa upp á ykkur hjónakornin líka. Þið standið ykkur eins og hetjur, þið verðið samt að gera eitthvað fyrir ykkur. Til þess að fá meira bensín og geta haldið áfram að berjast fyrir barninu. Þið eruð fallegir englar og ég vildi óska að ég gæti gert eitthvað fallegt fyrir ykkur. Þið eruð í bænum mínum og ég hugsa hlýlega til ykkar allra, megi góður guð gefa ykkur styrk til að halda áfram í þessari erfiðu baráttu. Maður bara tárast við að lesa þessi skrif. Held áfram að fylgjast með ykkur og vonandi tekst mér að senda ykkur öllum hlýja strauma. Bestu kveðjur frá Siggu Ásgeirsd..
Sigga Ásgeirsd. (IP-tala skráð) 5.2.2007 kl. 17:10
Kæra fjølskylda og ekki minst thu mamma hennar Thuridar. Eg er ein af theim sem thekki ykkur ekkert enn fylgist med barattunni ykkar gegnum blogginn samt. By erlendis og sa vidtalid i DV fyrir jolin. Eg hef gengid i gegnum mikid af thvi sama sjalf af vøldum sama sjukdoms og thekki tilfinningarnar og orvæntinguna sem thu lysir. Vildi eiginlega bara segja ad eg hugsa til ykkar, serstaklega thin og Thuridar a hverjum degi. Thad eru ekki til nein huggunarord sem hjalpa ykkur nuna -thetta er erfidasta baratta sem hægt er ad ganga i gegnum sem mamma. Kveiki kerti fyrir Thuridi vid hlidina a kertinu sem logar fyrir engilinn minn. Sendi ther eins mikla mømmukrafta og eg get.
BBB lika mamma
Brynja Bjørk Birgisdottir (IP-tala skráð) 5.2.2007 kl. 17:39
Ég er ókunnug en sit hér með tárin í augunum og kökk í hálsi eftir lesturinn. Þvílíkt óréttlæti að leggja svona þungan bagga á litlar herðar og unga foreldra. Ég dáist af hugrekki þínu. Fátt er erfiðara en að horfa á langveikt barn, hvað þá þegar það er manns eigið barn. Guð veri með ykkur öllum.
Kveðja, Björk H
Björk H. (IP-tala skráð) 5.2.2007 kl. 18:06
Ég get lítið sagt, tilfinningarnar eru orðunum yfirsterkari. En ég vona svo sannarlega að kraftaverk gerist, og bið fyrir ykkur öllum. Ókunnug kona.
MK (IP-tala skráð) 5.2.2007 kl. 19:13
Elsku Áslaug og þið öll vildi bara kvitta fyrir mig og láta vita að við fylgjumst með ykkur og kveikjum alltaf á kertinu hennar Þuríðar Önnu. Sendum ykkur okkar bestu kveðjur og vonum að góður Guð veiti ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Kveðja frá Akureyri, Sonja Sif og co.
Sonja Sif (IP-tala skráð) 5.2.2007 kl. 19:50
Elsku Áslaug Ósk og fjölskylda við biðjum og biðjum þess að guð og allir hans englar verndi ykkur og passi sendum.
Baráttukveðjur Guðrún Bergmann og co.
Guðrún Bergmann Franzdóttir (IP-tala skráð) 5.2.2007 kl. 19:59
Elsku fjölskylda - Guð veri með ykkur og veiti ykkur styrk...
knús frá Þórdísi tinnu og Kolbrúnu Ragnheiði
þórdístinna (IP-tala skráð) 5.2.2007 kl. 21:25
Hugsið vel um og ræktið hvort annað elskurnar mínar.Kv Halldór
Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 5.2.2007 kl. 21:56
Kæra fjölskylda , ég vona að guð vaki yfir ykkur og gefi ykkur styrk í erfiðleikunum. Lífið getur verið svo ósanngjarnt. Baráttukveðjur að vestan, Benedikt Sigurðsson, Sundfélaginu Vestra
Benedikt Sigurðsson (IP-tala skráð) 5.2.2007 kl. 22:38
Elsku Áslaug .. Ég veit eiginleg ekki alveg hvað ég á að segja. Ef þú vilt tala við mig eða hitta mig þá er það ekkert mál. Þú veist msnið mitt, bloggið mitt og ég er í símaskránni og þér er velkomið að hringja í mig anytime.
Úff púff 20. febrúar segirðu. Þetta er sami dagurinn og ég fer í mínar rannsóknir. Er sjálf alveg á tauginni .. en ég veit að ég hef samt margt upp á að bjóða og þekki þessi spor sem reyndar snúa að mér en ekki barni. Ég, þú og Þórdís þurfum bara að finna okkur eitthvað djúsí kaffihús, borða góðan mat og láta dekra aðeins við okkur. Við eigum það allar þrjár skilið... hehehhe.
Sendi risa knús á þig og vonandi ertu til í smá hitting. Held að það myndi gera okkur þremur gott :) Hafðu bara samband ef þér lýst vel á þetta.. Skil samt alveg ef þú treystir þér ekki í það.
KV Ásta Lovísa
Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir (IP-tala skráð) 5.2.2007 kl. 23:21
Elskulega fjölskylda megi góður Guð vernda ykkur og blessa og gefa ykkur styrk fyrir komandi tíma . Þið eruð ávallt í bænum mínum. Baráttukveðjur
kona að norðan (IP-tala skráð) 5.2.2007 kl. 23:23
Ég hugsa til ykkar á hverjum degi, og það er hrikalegt að leggja þetta á eina litla stelpu, og svo á alla fjölskylduna. Mér líst vel á hittingin hjá Ástu Lovísu. Þú þarft að komast út og fá súrefni. Ég vildi óska þess að ég (sem þekki ykkur ekki neitt) gæti gert eitthvað fyrir ykkur.
Ég kveiki á kerti og bið fyrir svona frábærri fjölskyldu.
Jóhanna (IP-tala skráð) 6.2.2007 kl. 02:30
Elsku fjölskylda, megi guð og gæfa vera með ykkur í þessari óréttlátu baráttu. Ég hugsa til ykkar á hverjum degi. kv. móðir að austan.
Móðir að austan (IP-tala skráð) 6.2.2007 kl. 08:23
Kæra fjölskylda. Hræðilegt að lesa hvernig henni Þuríði líður, meira en orð fá lýst. Við meigum samt ekki hætta að trúa á kraftaverk (ég veit þið gerið það ekki) maður veit aldrei. Eins og fleiri hafa sagt: munið eftir ykkur sjálfum. Baráttukveðjur úr Hólminum Mæja. Ps. kveiki á kerti fyrir Þuríði.
María Valdimarsdóttir (IP-tala skráð) 6.2.2007 kl. 08:54
Kæra fjölskylda. Það er erfitt að lesa hvernig Þuríði líður þessa dagana og hvernig þetta er að hafa áhrif á ykkur hin, sem er mjög eðlilegt. Fólk hefur ekki endalausa orku. Endilega finnið tíma til að rækta ykkur og sambandið því það er svo mikilvægt að hafa hvort annað og líka fyrir Oddnýju og Theodór. Sendi ykkur baráttukveðjur.
Kv. Hrafnhildur Ýr
Hrafnhildur Ýr (IP-tala skráð) 6.2.2007 kl. 09:13
Sendi ykkur baráttukveðjur !!
Ragga Hafsteinsd. (IP-tala skráð) 6.2.2007 kl. 10:07
Elsku Áslaug og fjölskylda. Þið eruð í bænum okkar Ólivers á hverju kvöldi. Vona svo sannarlega að ástandið fari að batna. Þið eruð öll ótrúlegar hetjur.
Knús
Anna Lilja og co.
Anna Lilja (IP-tala skráð) 6.2.2007 kl. 12:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.