8.5.2011 | 20:55
Dagsferð í Legoland
Við fjölskyldan áttum snilldar dag í Legolandi/Billund í gær. Við fórum ásamt 183 manns sem eru í Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna í boði þeirra en hérna eru nokkrar sem segja ALLT um ferðina okkar sem var bara SNILLD. Reyndar fór Hinrik ekki með okkur en við vildum bara leyfa hinum að njóta þess að fara í öll tæki sem þeim langaði en það hefðu þau ekki geta gert ef hann hefði farið með svo hann var bara í dekri hjá nafna sínum afa Hinrik og ömmu Oddný á meðan. Við flugum frá Keflavík kl 6:00 í gærmorgun og komum heim kl 21:00 í gærkveldi, bara draumur í dós!
Theodór minn er mikill húmoristi og leiðist sko ekkert að fíflast aðeins en hérna er ein frekar skemmtileg af honum þegar pabbi hans ákvað að kyssa hann.
Honum finnst candífloss heldur ekkert svo slæmt á bragðið enda varð hann mikill klísturkarl eftir á.
Maístjörnunni minni leiddist sko ekki í Legolandi enda það skemmtilegasta sem hún veit er að fara í tívolí og þá helst þau allra stærstu og þar sem maður missir röddina. Henni leiddist heldur ekki þetta tæki en þetta var svokallaður "vatnsbátur", við silgdum hring í vatninum öll með vatnsbyssu um hönd og aðrir bátar sigldu hringinn í kringum okkar að sjálfsögðu með vatnbyssur líka og sprautu mikið á okkur. Jú við gátum líka sprautað á gangandi vegfarendur og þeir á okkur svo það fannst ekki þurr dropi á okkur hjónunum, einsog þið sjáið er Maístjarnan mín líka frekar blaut en ekki í líkingum við foreldrana. Að okkar mati, skemmtilegasta tæki, mikið hlegið og mikið gaman. Við erum sko tilbúin í vatnsstríð við nágranna í sumar sem gerist stöku sinnu yfir sumartímann.
Blómarósin mín hitti þennan túrista í Legolandi og var sko til í það að fá eina með hinni einu sönnu Oddnýju Erlu en ekki hvað?
Fallegustu systurnar í góðum fíling enda 20 stiga hiti og sól allan daginn.
Svo enda ég þetta "myndasafn" á Blómarósinni minni sem gerði sér lítið fyrir og sigraði mót í dag þrátt fyrir mikla þreytu og svefnleysi vegna ferðarinnar í Legolandi. Snillingurinn okkar!! Það kom sko ekkert annað til greina en að keppa þrátt fyrir að hún vissi að hún yrði þreytt.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
252 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Váááá.......en yndislegt
Helga (IP-tala skráð) 8.5.2011 kl. 21:14
Þetta eru bara Rósir og Stjörnur og allt það besta þessi börn ykkar.
kv gþ
gþ (IP-tala skráð) 8.5.2011 kl. 21:19
Mikið óskaplega er ég glöð fyrir ykkar hönd að þið fóruð í þessa ferð þið áttuð það svo sannalega skilið.
Kristín ókunnuga (IP-tala skráð) 8.5.2011 kl. 21:30
En gaman! Frábært að sjá þessar myndir. Krakkarnir eiga örugglega eftir að lifa lengi á þessari ferð.
Sigga (IP-tala skráð) 8.5.2011 kl. 21:46
Dásamlegt að lesa þessa færslu! Og innilega til hamingju með gullstelpuna ykkar:o) Knús á línuna, Ásdís
Ásdís Steingrímsdóttir (IP-tala skráð) 8.5.2011 kl. 21:46
Það er dásamlegt að lesa þessa færslu:o) Þetta hefur verið yndislegur dagur í alla staði. Innilegar hamingjuóskir með gullstelpuna ykkar! Knús á línuna, Ásdís
(Kannski koma 2 færslur frá mér en það verður þá bara að hafa það, þetta er eitthvað að klikka)!
Ásdís Steingrímsdóttir (IP-tala skráð) 8.5.2011 kl. 21:53
Sæl og blessuð
Fylgist reglulega með ykkur kæra fjölskylda og vildi bara kvitta fyrir mig svona einu sinni :) Dásamlegar myndir af greinilega frábærum degi og Blómarósin að sjálfsögðu stóð sig eins og hetja, enda hefur hún nú aldeilis fyrirmyndirnar í kringum sig :) Gangi ykkur allt í haginn og megi sumarið fara mjúkum höndum um ykkur, yndislega fjölskylda
Guðný Heiðbjört (IP-tala skráð) 9.5.2011 kl. 00:38
Jiii... en yndislegar myndir, þið hafið líka verið frekar heppin með veðrið hérna í DK :-)
Og frábært hjá Blómarósinni að gera sér lítið fyrir og vinna mótið :-D
Gaman að lesa um svona góða helgi hjá ykkur!!!
Kv. frá DK
Begga Kn. (IP-tala skráð) 9.5.2011 kl. 06:55
Yndislegt allt saman
Stóra knúsið í húsið
frá Sólveigu
Sólveig (IP-tala skráð) 9.5.2011 kl. 11:06
Brosti hringinn þegar ég las þetta og sá myndirnar :)
Hrundski (IP-tala skráð) 9.5.2011 kl. 13:20
yndislegar mydir og krakkarnir eru flottir
og litla Blómarós til hamingju með sigurinn
.knús og kram til ykkar allra 
Guðrún unnur þórsdóttir, 9.5.2011 kl. 14:10
Yndislegt að lesa þessa færslu. Sé að þetta hefur verið stuð. Þetta lengir sumarið hjá ykkur öllum. knús í hús.
Berglind (IP-tala skráð) 9.5.2011 kl. 16:58
Frábært, gaman hjá ykkur! Bara yndislegt. Kveðja, Ásdís
Ásdís Ásgeirsdóttir (IP-tala skráð) 9.5.2011 kl. 17:46
en frábært..til hamingju með þessa æðislegu ferð
Ragnheiður , 9.5.2011 kl. 19:22
Frábært að þið gátuð átt svona góðan dag saman :)
Linda (IP-tala skráð) 9.5.2011 kl. 20:39
Yndislegt að sjá.
Birna (IP-tala skráð) 10.5.2011 kl. 09:05
Gaman að sjá glöð börn á góðum degi, til hamingju með gullprinsessuna Guð veri með ykkur.
Kristín (IP-tala skráð) 10.5.2011 kl. 11:58
Yndislegt! Greinilegt að börnin hafa skemmt sér vel!
Til hamingju með fimleikastelpuna ykkar!
Eyja (IP-tala skráð) 10.5.2011 kl. 19:51
Yndislegar myndir :)
Elsa Nielsen, 12.5.2011 kl. 11:36
Yndislegt að lesa þessa færslu og sjá myndirnar :) Og til hamingju með fimleikastjörnuna fallegu. Mikið er gott að sjá að Þuríður naut sín í ferðinni og gat skemmt sér elsku litla dúllan :) Gott að fara svona í dagsferð.
Hanna (IP-tala skráð) 12.5.2011 kl. 20:02
Yndislegt í Legolandi. Skemmtilegar myndir.
Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 13.5.2011 kl. 17:17
Yndisleg færsla og greinilega verið góður dagur :) og dagurinn á eftir hefur ekki verið síðri. Það að fá gull gerir mann bara glaðan :). Innilega til hamingju með flottu krakkana þína og gangi ykkur framhaldið vel.
Arna Ósk (IP-tala skráð) 20.5.2011 kl. 07:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.