Leita í fréttum mbl.is

Geri ALLT fyrir Maístjörnuna mína...

Það er byrjað að taka á fallegu Maístjörnuna mína að vera ekki einsog hennar jafnaldrar vegna sinna veikinda.  Hún þráir sjálfstæðið, hún sér sína jafnaldra vera eina heima, eiga GSM-síma, hjóla án hjálpardekkja og eiga sér BESTU vinkonu sem hún getur ALLTAF leitað til.  Hún einmitt sagði við okkur foreldrana síðast í morgun að hún ætlaði að skrifa jólasveininum og biðja hann um GSM-síma í jólagjöf og við spurðum hana afhverju henni langaði í síma?  Jú svo hún gæti verið ein heima og þá gæti hún alltaf hringt í okkur ef eitthvað kæmi uppá.  Auðvidað erum við búin að senda bréf til sveinka (þó svo það sé langt í jólin)og láta ósk hennar uppfyllta en það er samt ekki víst að hún fái að vera ein heima.

Vegna veikinda sinna á hún við mikla þroskahömlun að stríða og lömun og þess vegna getur hún ekki hjólað einsog hennar jafnaldrar sem henni dreymir um, hún þarf víst að fara fá stærra hjól en ég vil helst ekki hjól sem hún þarf hjálpardekk á svo henni sé ekki strítt enda ekki algengt að rúmlega níu ára gömul börn hjóli með hjálpardekk þess vegna fór ég að leita á netinu að góðu og flottu hjóli handa henni sem hún gæti hjólað á þrátt fyrir hennar lömun og viti menn ég FANN ÞAÐSmile.  Reyndar uppselt í augnablikinu og ég veit heldur ekki hvað það kostar en mér gæti ekki verið meira sama bara að henni líði sem best og verði ekki strítt.  Ótrúlega töff "þríhjól"!!

Hún er að krampa einu sinni í viku að meðaltali sem er helvíti skítt og það væri líka ástæða fyrir því að hún gæti ekki verið ein heima, hún þarf að finna fyrir hlýju og umhyggju þegar hún fær krampa og þess vegna er ég líka hrædd að senda hana eitthvað eina þar að segja t.d. leyfa henni að fara einni í skólann.  Reyndar væri hún samferða systir sinni en maður getur ekki lagt allan ábyrgðina á hana "ef" þó svo ég gæti treyst henni 110% ef hún krampar en er hún bara 7 ára gömul og sýnir mikla ábyrgð ef ......

Við reynum að njóta dagana í botn, við kíktum í Heiðmörkina (Eyðimörkina einsog Gull-drengurinn minn kallaði hana) í góða veðrinu en hérna eru tvær frá þeirri ferð okkar.  Blómarósin mín og Gull-drengurinn hjóluðu en Maístjarnan mín og Sjarmatröllið sátu saman í kerru.
P7080373 [1024x768]
Að sjálfsögðu var blóma-týnslu-stop þar sem stelpurnar týndu fullt af blómum.  Krakkarnir mínir þrír eru á myndinni ásamt Evu Natalíu systurdóttir minni.
P7080378 [1024x768]
Flottustu bræðurnir í stuði í Heiðmörkinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Halló Áslaug

Ég hef fylgst með fjölskyldunni svolíið lengi og finnst þið öll frábær.

Var að hugsa um hjólið fyrir Maísjörnuna. Það er hægt að sækja um hjá Hjálpatækjabankanu fyrir hana. Kannski veistu það en vild láta þig vita. Það eru mjög góð þríhjó sem þeir eru með.

Baráttu kveðja

Nanna

Nanna (IP-tala skráð) 10.7.2011 kl. 21:48

2 identicon

Yndislegar myndir af yndislegum börnum! Ég þekki einn hrikalega skemmtilegan strák sem er með CP og hann á æðislegt þríhjól sem öllum hinum krökkunum finnst æðislegt! Vonandi er hjólið sem þú ert að spá í svipað því! En mikið skil ég hvernig ykkur líður þegar Þuríður er að spá í þetta allt saman, ofboðslega erfitt að barnið manns skuli ekki geta gert það sama og hin börnin:o(

Vonandi færðu svo svona flott hjól handa dömunni:o(

Knús á línuna, Ásdís

Ásdís Steingrímsdóttir (IP-tala skráð) 10.7.2011 kl. 22:27

3 Smámynd: Ragnheiður

flottustu krakkarnir

Ragnheiður , 11.7.2011 kl. 01:19

4 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

vonadi fær hetjan mín flott hjól. flott myndin að flottustu krökkunum

Guðrún unnur þórsdóttir, 11.7.2011 kl. 12:14

5 identicon

Alltaf sömu snillingarnir á ferð.

Áslaug getur verið jólasveinn hvort heldur er á sumri eða jólum, sem betur fer

 frá Sólveigu

Sólveig (IP-tala skráð) 11.7.2011 kl. 14:41

6 identicon

Æ, já ég skil vel að þetta sé erfitt fyrir Maístjörnuna. Og ykkur líka.

Vonandi fær hún hjólið sem fyrst.

Fínar myndirnar, krúttlegir bræðurnir.

Hafið það sem best.

Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 11.7.2011 kl. 15:58

7 identicon

Það tekur á mömmuhjartað þegar spurningar og væntingar sem þessar koma upp. Hún á nú svo sniðuga og jákvæða foreldra hún Þuríður að góðar lausnig og útskýringar finnast alltaf :)

Bylgja (IP-tala skráð) 11.7.2011 kl. 17:33

8 identicon

Veit að jóli mun hlusta vel á snillingin hana Þuríði og gerir það sem hann getur:)

Gaman saman í eyðimörkinni:)

Kærleikskveðjur...

Halldór Jóh. (IP-tala skráð) 11.7.2011 kl. 22:14

9 identicon

það er nú gott að sé búið að skrifa jólasveinum bréf :)

æ hvað maður skilur hana , auðvita vill hún gera einsog hinir ,

kærleiksknús að austan

Dagrún (IP-tala skráð) 11.7.2011 kl. 23:55

10 identicon

Hjálpartækjamiðstöðin er með þríhjól með handbremsu en ekki fótbremsu en þeir eru með ansi strangar kröfur, við fengum ekki fyrir okkar dóttir sem er rúmlega átta ára. Hún reyndar getur ekki notað handbremsu því hún er það kreppt og ekki nógu stekt í höndunum. Við keyptum hjól handa henni frá Erninum og gátum keypt hjálpardekk á það. Ég veit líka að það er til "heimasmíðað" þríhjól í Öskjuhlíðarskóla þar sem einn pabbinn bjó til hjálpardekk á hjólið hjá dóttur sinni og svo var allt málað í sama lit, ótrúlega flott og næst þurfum við að græja eitthvað svoleiðis.

Gangi ykkur vel :)

Hermína (IP-tala skráð) 12.7.2011 kl. 09:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband