22.7.2011 | 10:31
Gull-drengurinn minn
Langaði að birta nokkrar af Gull-drengnum mínum sem er með ofsalega veikt hjarta þessar vikurnar, sofnar grátandi og er farinn að vakna líka grátandi. Veit ekki alveg hvað við getum gert fyrir hann greyjið? Sem betur fer hefur hann fótboltan til að gleyma sér í en honum finnst hann æfa heldur lítið (2x í viku) og getur ekki beðið eftir hverri æfingu. Hann á sér draum að spila með Arsenal og KR í framtíðinni
og að sjálfsögðu að fara á Arsenal-leik
.
Hérna er drengurinn að reyna við heimsmetið í planki en það er 60 mín en hann gat heilar 2 mín.
Einbeitingin var mikil enda ÆTLAÐI hann sér að slá met Gilz sem var tvær og hálf mínúta sem hann gerir bara næst þegar hann reynir þetta.
Gull-drengurinn nýkominn af fótboltaæfingu, já maður getur orðið heldur betur skítugur að vera alltaf skorandi.
Síðustu helgi kíktum við norður til ættingja og að sjálfsögðu urðum við að stoppa í jólahúsinu, drengurinn fer sko ekki úr fótboltabúningnum enda ELSKAR hann allar gerðir af búningum. Við megum ekki fara inní íþróttaverslun án þess að hann "suði" um nýjan búning.
Svo er ein að lokum af þeim bræðrum, staddir á Ólafsfirði í svaka stuði.
Eigið góða helgi, við ætlum að reyna njóta hennar í botn.
Hérna er drengurinn að reyna við heimsmetið í planki en það er 60 mín en hann gat heilar 2 mín.
Einbeitingin var mikil enda ÆTLAÐI hann sér að slá met Gilz sem var tvær og hálf mínúta sem hann gerir bara næst þegar hann reynir þetta.
Gull-drengurinn nýkominn af fótboltaæfingu, já maður getur orðið heldur betur skítugur að vera alltaf skorandi.
Síðustu helgi kíktum við norður til ættingja og að sjálfsögðu urðum við að stoppa í jólahúsinu, drengurinn fer sko ekki úr fótboltabúningnum enda ELSKAR hann allar gerðir af búningum. Við megum ekki fara inní íþróttaverslun án þess að hann "suði" um nýjan búning.
Svo er ein að lokum af þeim bræðrum, staddir á Ólafsfirði í svaka stuði.
Eigið góða helgi, við ætlum að reyna njóta hennar í botn.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
33 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Spurt er
Engin könnun í gangi einsog er.
Athugasemdir
Hann er nú ekkert smá vel gerður þessi ungi maður (eins og reyndar öll börnin ykkar)! Gaman að sjá hvað hann er alltaf duglegur en leiðinlegt að honum skuli líða svona illa, karlanganum:O( Frábært að þið skulið skemmta ykkur svona vel, endilega haldið áfram að njóta ykkar í fríinu:o)
Ásdís Steingrímsdóttir (IP-tala skráð) 22.7.2011 kl. 14:38
Gull-drengurinn ykkar er hörkuduglegur og flottur strákur eins öll systkinin.
Sá feðgana einmitt á vellinum þar sem Skagamenn gerðu góða ferð í borgina og unnu 6- 0. Til lukku!!!! Og ekki orð um þennan leik meir!
Góða helgi, kæra fjölskylda.
Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 22.7.2011 kl. 14:53
Guðrún unnur þórsdóttir, 22.7.2011 kl. 20:02
yndislegi gaurinn, það erspurning hvað er best að gera fyrir hann þessa elsku. Ekki er gott að honum líði svona illa skinninu.
Hann verður seinna mikill fótboltakappi, það sé ég og hann heldur með Arsenal eins og maðurinn minn, það gera bara góðir menn líka
Ragnheiður , 23.7.2011 kl. 15:10
Eins gott að fara(REYNA:)) koma sér í mjúkinn hjá Gulldrengnum....til að eiga séns að sitja í heiðursstúkunni hjá Arsenal og síðar STÓR-liðinu KR:):)
Er ekki tilvalið að fara á leik kringum OL í London nk sumri... og þá sér fimleikastjarnan líka hvernig þær bestu eru í Fimó áður en hún slær þær allar út síðar, enda verður hún best í heimi:):)
Megi hann sem og þið öll finna leið til að líðan í ykkar hjarta verði betri...
Arsenal&KR kveðjur....
Halldór Jóhannsson, 24.7.2011 kl. 12:20
Fallegur drengur, reyndar öll gullfalleg.
Ég var úti að hjóla og ég sá stelpuna (ekki elstu heldur hina) og eldri strákinn úti í fótbolta, alveg gullfalleg :)
Alda (IP-tala skráð) 24.7.2011 kl. 22:00
ohhhh snillingurinn minn, knús á hann :*
ella (grænu deild) (IP-tala skráð) 29.7.2011 kl. 21:34
Sæl Áslaug.
Ég les alltaf reglulega síðuna þína þó svo að ég sé ekki alveg nógu dugleg að kvitta.
Ótrúlega flott og dugleg börn sem þið eigið. Þvílíkt ríkidæmi.
Það er örugglega ofboðslega erfitt að horfa upp á stóru systir sína þegar hún finnur til og verður sjálf hrædd, maður getur ekki reynt að setja sig í þeirra spor.
Maður sér svo vel í gegnum skrifin þín hvað þið eruð rosalega dugleg að halda vel utan um öll börnin ykkar og styðja þau í því sem þau eru góð í.
Þar sem þið eruð í skb vitið þið sjálfsagt af starfsemi Ljóssins. Ég er iðjuþjálfi og var í verknámi þar og datt í hug þegar ég las um Gull-drenginn þinn, aðstandenda námskeið sem er á þeirra vegum fyrir börn http://ljosid.org/content/view/26/42/
Þarna fá börnin að vera þau sjálf og vinna á sínum forsendum en sjá engu að síður að þau eru ekki ein í þessari stöðu, það eru fleiri börn að kljást við þessa erfiðu reynslu.
Eins og ég segi að þá vitið þið sjálfsagt af þessari starfsemi en ég ákvað samt að senda ykkur linkinn.
Bestu kveðjur
Valgý Arna
Valgý Arna (IP-tala skráð) 31.7.2011 kl. 22:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.