Leita í fréttum mbl.is

"Hvenær koma jólin eiginlega?"

"Hvenær koma jólin eiginlega?" spurði Maístjarnan mín mig í morgun.  Ekkert skrýtið að hún spyrji þar sem hún missti eiginlega af þeim síðustu vegna veikinda sinna, naut sín engaveginn, kvalin og pirruð á öllu "veseninu" á sér.  Auðvidað er hún farin að þrá jólin, mikið skil ég hana vel ég þrái líka góð jól með henni og vonandi verða þau næstu þau allra allra bestu sem við höfum upplifað með henni og hinum.

Hún er annars tilbúin í veturinn, langar að fara í skólann kanski vegna þess hún var að fá nýja skólatösku ?? og er mega spennt að sýna öllum.  Ég er reyndar kvíðin, vil vera hjá henni öllum stundum, vera til staðar þegar hún krampar en ég veit að við höfum báðar gott af því að vera í burtu frá hvor annarri í smá tíma.  Hún er að krampa að meðaltali annan hvern dag.  Ætlaði að fá tíma hjá doktor Óla en hann þarf víst sumarfrí einsog við hin, jújú við getum alveg hitt einhvern annan lækni en doktor Óli er bara BESTUR og veit ALLT um hana og okkur. Frekar leiðinlegt að þurfa byrja útskýra fyrir einhverjum öðrum sem veit eitthvað um hennar veikinda"sögu" en samt ekki.  Ég t.d. "þoli ekki" að hitta nema og þá þarf ég að útskýra hennar veikindi frá byrjun og það er sko í heila bók og ég er bara ekki í þannig "formi" þessa mánuðinu að þurfa rifja allt upp aftur og aftur.  Ég veit líka að þeir þurfa að æfa sig svo ég læt það að sjálfsögðu ekki bitna á neinum nema en mér getur samt fundist það leiðinlegt og það dregur allt úr manni að þurfa útskýra "aftur og aftur".

Þrátt fyrir að Gull-drengurinn minn sé mikill gaur þá ber hann mikla ábyrgð gagnkvart stóru systur, þau voru t.d. saman í pössun hjá ömmu sinni Þuru þegar hann spyr ömmu sína einn morguninn "amma ertu ekki búin að gefa Þuríði lyfi sín".  Svo ef hún er að gera eitthvað sem þarf að nota báðar hendur þá ítrekar hann við hana "Þuríður nota báðar hendur" og hækkar svo róminn ef hún gerir það ekki.  Við nefnilega ítrekum mjög oft við hana að nota báðar hendur þar sem sú hægri er frekar veik en reynum samt að æfa hana sem gengur ekkert of vel.

Áslaug sem er farin að hlakka til jólanna því ég veit að þau eiga eftir að verða frábær svo ég er farin að telja niður, ekki nema 138 dagar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

haha þú ert yndisleg, jólafærsla í ágúst. Vonandi verða jólin alveg frábær hjá ykkur

Ragnheiður , 9.8.2011 kl. 02:42

2 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

ég er lika farin að hlakka til jólanna og vonadi verða Jólin frábær hjá okkur öllum

Guðrún unnur þórsdóttir, 9.8.2011 kl. 13:43

3 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 10.8.2011 kl. 17:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband