Leita í fréttum mbl.is

Einn krampi annan hvern dag kemur skapinu EKKI í lag

Maístjarnan mín fallega og endalaust flotta er að krampa alltof mikið af mínu mati eða ca annan hvern dag og það er virkilega sárt og erfitt að horfa uppá það.  Hvernig haldiði að það sé fyrir 7 ára gamla Blómarós að upplifa það jafn oft og ég ef ekki oftar?  Þær systur voru úti að leika í gær ásamt vinkonu þegar Maístjarnan mín gargar á systir sína að hún sé að fá krampa og auðvidað hleypur sú yngri til hennar og reynir að aðstoða einsog hún getur.  Hún reynir að halda henni uppi en það gengur ekki svo Maístjarnan mín fellur kylliflöt á bakið yfir á Blómarósina mína, eftir ekki svo langa stund styður hún systir sína heim og hún gengur inn einsog hálfdrukkin enda mjög vönkuð eftir krampann. 

Blómarósin mín er virkilega ábyrgðafull gagnkvart systir sinni, kanski einum of mikið en hún þekkir ekkert annað en að "þurfa" passa uppá systir sína og það mun ö-a aldrei breytast hjá henni þar að segja að finnast þurfa hugsa um systir sína.  Auðvidað tekur þetta á litlu sálina hjá Blómarósinni minni sem er í molum þessar vikurnar einsog ég sagði í fyrri færslu.  Ég vona bara svo heitt og innilega að "meðferðin" sem hún er að byrja í hjálpi henni eitthvað.

Annars er ég farin að reyna finna eitthvað til að hlakka til næstu vikurnar eða til 8.sept (rannsóknir Maístjörnu minnar) og ég held að helgin hjá okkur verði FULLKOMIN, allavega eru krakkarnir hrikalega spenntir og við auðvidað.Smile ....vona bara að Maístjarnan mín geti notið hennar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

knús og kram til ykkar allra

Guðrún unnur þórsdóttir, 17.8.2011 kl. 22:51

2 identicon

Blómarósin verður eins og þið Þuríður, mikil og þroskuð hetja, þó best hefði kannski verið að hún hefði ekki þurft að takast á við þetta.

Hvað er um helgina?

Hvaða meðferð er að byrja? fannst einhvern veginn að væri biðstaða fram að rannsókn þann 08.09.

Eins og alltaf þegar ég hugsa til ykkar, sem er ansi oft, bið ég Guð að gefa ykkur allt það besta, þó mér finnist hann annað hvort heyri ekki vel eða sé upptekin í öðru, en þá er að reyna að vera þolinmóður og halda áfram að biðja og vona.

Risaknúsið á alla frá Sólveigu

Sólveig (IP-tala skráð) 18.8.2011 kl. 13:58

3 identicon

Elsku stelpan.  Þetta er vont og venst aldrei.

Jóhanna (IP-tala skráð) 18.8.2011 kl. 17:00

4 identicon

ÆÆææææ maður er bara orðlaus og get ekkert sagt til hjálpar hvað Maístjarnan þarf að þola endalaust og Blómarósin líka sem hin mikla styrka hönd hennar...

Maður fyllist bara svo mikilli aðdáun af dugnaðinum og ábyrgðinni hjá Blómarósinni til handa einni stærstu hetju í heimi...

Vona að þið eigið Súpergóða helgi ÖLL SÖMUL...

Knús....

Halldór Jóh. (IP-tala skráð) 19.8.2011 kl. 09:12

5 identicon

Rósin er fallega blómið í garðinum og stjarnan er fallega ljósið, þagar þetta kemur saman þá er dagurinn betri.

gþ (IP-tala skráð) 19.8.2011 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband