Leita í fréttum mbl.is

Allt í himnalagi....?

Ég hef allt sem skiptir máli
frið í sálu mér og trú.
Ég vil ekki nokkru breyta hér.
Lífið er í lagi.

Svo lengi sem ég hef þig hjá mér.

Þuríður mín er hressari í dag en síðustu tvær vikur, hún vakir meira en hún er vön að gera sem er alveg æðislegt.  Ég meina hún er ekkert súperhress, maður sér alveg að barnið mitt er ekkert alheilbrigt.  Þið vitið augun sem eru mjög þreytuleg, hún haltrar og sama lömunin í hendinni hennar sem lafir bara niður en hún er samt svo mikið að reyna nota hana.

Fórum á fund í gær með læknunum okkar, þeir geta náttúrlega ekkert sagt hvort þetta séu geislarnir sem eru ennþá að hrjá hana sem mig langar að trúa eða hvort henni sé að versna.  Jú þeir hafa áhyggjur af allri þessari lömun sem getur bent til stækkunar og að sjálfsögðu þreytu en við verðum víst bara að bíða til 21.febrúar þegar við förum á næsta fund en þá koma niðurstöðurnar út myndatökunum.  Ég þoli ekki að þurfa bíða svona þetta fer alveg með sálarhliðina hjá manni.Frown

Jámm við vorum líka rædd þá sérstaklega ég, ég þarf víst að gera eitthvað fyrir mig og við Skari fyrir okkur. Æjhi við þurfum bara að leita meiri aðstoðar sem manni finnst alveg ofsalega erfitt og ég ætla mér ekkert að fara nánar útí það. Ekki misskilja samt það gengur vel hjá okkur þar að segja í sambandinu sem margir hafa áhyggjur af en þið þurfið ekki að hafa áhyggjur af þeirri hlið.W00t

Annars er ég að fara í fyrramálið til Dísunnar ásamt Oddnýju systir og hlakka ofsalega mikið til, það víst mikill kuldi hjá henni þannig maður verður víst að pakka niður kuldagallanum eheh!!  Stelpurnar komnar með óskir um hvað ég eigi að koma með handa þeim þegar ég kem heim thíhí Oddný Erla mín vill fá regnhlíf einsog og Skoppa og Skrítla eiga og Þuríður mín Arna vill fótboltagalla og að sjálfsögðu mun ég reyna redda þessum tveimur hlutum handa prinsessunum mínum en ekki hvað?Joyful

Þannig núna er ég komin í bloggfrí þanga til ég nenni og hef tíma til að blogga næst og vonandi verður það ekki seinna en þriðjudag.

Knús til ykkar allra
Slauga á leiðinni að fara sofaSleeping


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er yndislegt að heyra að litla Dúllan sé hressari, bestu fréttir í dag. Bið er alltaf erfið, en ég vona að þú hvílist vel og njótir þess eins og þú getur að vera í fríi. Fjölskyldan græðir svo mikið þegar þú kemur heim endurnærð.      Bestu kveðjur    MK (ókunnug kona)

MK (IP-tala skráð) 8.2.2007 kl. 20:00

2 Smámynd: Elsa Nielsen

Frábært að litla fallega Þuríður Arna er orðin hressari :) Góða ferð á morgun Áslaug mín og vonandi nærð þú að hlaða ómetanlegu batteríin vel hjá Dísu skvísu. Knús og sofðu rótt ;) Elsa

Elsa Nielsen, 8.2.2007 kl. 21:05

3 identicon

Gaman að heyra með litlu skvís.Góða ferð,sofðu,hvílstu,njóttu,skemmtu þér,fáðu orku,vertu dekruð,endurnærð til baka.Burt með þreytu,pirring.....Eigðu yndislega daga

Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 8.2.2007 kl. 21:55

4 identicon

Frábært að heyra að Þuríður Arna átti betri dag heldur en hefur verið. Það var yndislegt að heyra smá í Oddnýju Erlu í símann þó að hún hafi bara sagt tvö orð. Rödd barnanna er hljómur sem alltaf er best að heyra. Njóttu þín nú ofsalega vel elsku Áslaug mín og vertu dugleg að drekra þig og sofa út. Njóttu þín líka vel Óskar. Farið vel með ykkur.  Knús og kossar Kristín Amelía. P.S ég bið að heilsa London og segðu að ég komi vonandi sem fyrst...hehehehe;)

Kristin Amelía (IP-tala skráð) 9.2.2007 kl. 01:12

5 identicon

Gott að heyra að Þuríður er hressari. Þessi elsku hetja ætlar bara að létta veruna fyrir mömmu sína hjá Þórdísi.

kv Unnur 

Unnur Einarsdóttir (IP-tala skráð) 9.2.2007 kl. 01:15

6 identicon

Þetta eru nú góðar féttir. Hafðu það sem allra best í London baby og fáðu sem mesta hvíld út úr þessari ferð. Láttu stelpurnar dekra við þig :o) Bið að heilsa systu og góða ferð.

Luv Magga

Magga K (IP-tala skráð) 9.2.2007 kl. 08:04

7 identicon

Gott að heyra að Þuríður Arna sé hressari en undanfarið. Njóttu helgarinnar og reyndu að hvíla þig bæði á sál og líkama. Góða ferð og guð veri með þér.

Álfheiður (IP-tala skráð) 9.2.2007 kl. 08:11

8 identicon

Gott að heyra að Þuríur sé aðeins hressari.  Vona að þú eigir góða daga framundan og frábært að geta slappað af og hugsað "bara" um sjálfan sig.  Hafið það gott öll.  Kveðja Mæja

María Valdimarsdóttir (IP-tala skráð) 9.2.2007 kl. 09:00

9 identicon

 góða ferð og einmitt reyndu að hlaða batterýin, Þuríður er hetja og ekki síst þið hjónin sem standið á bak við hana. Guð verði með ykkur öllum og við hin sem ekki þekkjum ykkur biðjum fyrir ykkur i bænum okkar.

Helena Byron Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 9.2.2007 kl. 15:03

10 identicon

njóttu þess að fá frí .... verður að gera það fyrir þig og fyrir dóttir þína

átt svo miklu meira að gefa henni ef þú kemur hvíld til baka

guð veri með ykkur

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 10.2.2007 kl. 00:20

11 Smámynd: Halla Rós

Það er æðislegt að heyra að litlu hetjunni líði betur þó slöpp sé, ég bið fyrir henni og er dugleg að kveikja á kertum fyrir hana og aðra sem eru veikir  

Áslaug ég vona að þú hafir það alveg rosalega gott um helgina, og gott að heyra að þið ætlið að gera eitthvað fyrir ykkur sjálf, það er nauðsynlegt, því ekkert getum við gert fyrir aðra ef við höfum ekki orku, úthald, heilsu og þess háttar, Fáið vítamín í sálu ykkar, það á enginn að skammast sín fyrir það að þurfa smá hjálp. Heldur er einmitt málið að segja frá því, það er getur hjálpað fólki.  

Enn baráttukveðjur sendi ég ykkur kæra fallega fjölskylda. Ég hugsa oft til ykkar.

Kveðja Halla Rós

Halla Rós, 10.2.2007 kl. 16:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband