Leita í fréttum mbl.is

Mont dagsins....

Um áramótin var andlega og líkamlega líðan mín gjörsamlega á þrotum, ég var komin langt niður.  Að horfa á Maístjörnuna mína lamast á ekki sólarhring fór alveg með mig.  Horfa á hana þjást allan sólarhringinn bætti ekki líðan mín heldur, hvað þá þegar hún byrjaði á sterunum og breyttist í eitthvað allt annað barn.  Þurfa láta hana að fara allar sínar leiðir í hjólastól því liðirnir hennar voru í tómu tjóni var eitthvað sem ég hélt að ég þyrfti ALDREI aftur að upplifa. Að sjá hana byrja krampa aftur var eitthvað sem ég var búin að gleyma en það er mest erfiðasta sem ég upplifi með henni sem gerist alltof oft þessa dagana.  Þetta reyndi alltof mikið á mömmuhjartað sem molnaði með hverjum deginum, líkaminn minn var orðinn einsog á gamalmenni, ég var orðin svo kvalin af gigt af hálfa væri miklu meir en nóg og sálin mín var ekki einsog hún átti að vera.

EN ef ég vildi vera til staðar fyrir hana og hina molana mína varð ég að gera eitthvað í mínum málum því ég GAT/GET  það, ég er ekki með neinn illvígan sjúkdóm sem ég get ekki lagað.  Það var samt erfið fæðing að koma mér afstað þar sem ég var líka algjörlega föst yfir Maístjörnunni minni allan sólarhringinn sem gat lítið sem ekkert mætt í skólannn fannst mér erfitt að finna tíma fyrir sjálfan mig.  Það var líka bara svo auðvelt að leita í það óholla sem gerði reyndar bara illt verra.

LOKSINS í vor lét ég verða af því að fara hreyfa mig, einsog ég hef sagt ykkur byrjaði ég þá hjá einkaþjálfara (kostar ekki hálfan handlegg) sem hefur gert svo mikið fyrir mig.  Ég hafði ekki hreyft á mér rassgatið í einhver ár (almennilega), bara tekið svona einn og einn mánuð svo það var ROSALEGA erfitt að byrja hvað þá að rífa sig upp rétt rúmlega sex á morgnanna á meðan hinir á heimilinu eru sofandi.  Ég ÆTLAÐI bara að láta mér líða betur svo ég VARÐ.  Það tók mig ansi margar vikur að fara fíla þetta almennilega.  Í tvo mánuði var ég "bara" að mæta til hans, mér fannst það bara nóg fyrir kroppinn minn sem hafði ekki hreyft sig í alltof langan tíma, í júní byrjaði að prufa fara útað hlaupa, gat reyndar ekki hlaupið mjög langt í einu kanski í eina mínútu eða svo og þess á milli rölti ég.  Ég hef svona án gríns ekki geta hlaupið í mörg ár svo þetta var ákveðið afrek fyrir mig, bara að reima á mig hlaupaskóna og fara út á röltið og hlaupa í heila mínútu í einu.  Vávh hvað ég var samt stollt af sjálfri mér.

Í byrjun ákvað ég strax að setja mér markmið, eitthvað raunhæft markmið.  Jú ég þurfti líka að losa mig við slatta af kg þar sem það hafa bæst ansi mörg á mig eftir að ég átti Sjarmatröllið mitt og eftir að Maístjarnan mín greindist aftur og ég gekk heldur ekki í neinu öðru en joggaranum mínum sem er að sjálfsögðu "stórhættulegt" og kg eiga auðvelt með að hlaðast á mann.  Ég hafði bara ENGA löngun að klæða mig upp, hvað þá að kíkja í einhverja fatabúð og kaupa á mig flík.  ÞOLDI það hreinlega ekki. Í sumar byrjaði ég líka að fara upp Esjuna sem var ROSALEGA ERFITT en ég byrjaði á því þegar einkaþjálfinn fór í sumarfrí en áður en ég vissi af var ég farin að hlaupa niður Esjuna og það var Blómarósin mín sem dróg mig upp þangað þar sem hún elskar svona "fjallgöngur" aðeins 7 ára gömul enda í þrusu formi.

Í DAG mæti ég ennþá til einkaþjálfarans 3x í viku (hann losnar ekki svo auðveldlega við mig) og hina tvo virku dagana fer ég út að hlaupa og já ég HLEYP 4 km, það er kanski ekki langt í augum margra en það er stórt afrek hjá mér og ég er strax komin með það markmið að taka þátt í maraþoninu á næsta ári og hlaupa 10 km.  Ég er ekki lengur kvalin í líkamanum útaf gigtinni, ég gat varla prjónað né saumað í (sem ég elska) lengi í einu án þess að hendurnar mínar voru ekki orðnar kvaldar en í dag get ég prjónað án þess að taka mér mánaðarpásu á milli sokkapara, tek mér kanski tveggja daga pásu.  Ég er búin að losa mig við ca 9 kg en þar er ég með markmið sem ég gef ekki upp hér fyrr en ég er búin að ná því og það eru 32 cm farnir.  Ég gæti ekki verið hamingjusamari með þennan árangur minn þar sem mér líður miklu miklu betur bæði á líkama og sál, jú auðvidað líður mér ekki fullkomlega í hjartanum útaf Maístjörnunni minni en ég GET tekist á við daginn án þess að leggja mig eða finnast ómögulegt.  Ég er ALLTAF spennt að vakna rúmlega sex á morgnanna og fara í þjálfunina mína, ég er t.d. núna nýbúin að fara hlaupa 4km mína og ég get ekki beðið með að mæta í fyrramálið og hreyfa mig ennþá meir.  Afhverju er ég spennt?  jú því ég VEIT að ég er ná árangri og ég VEIT líka að dagurinn verður miklu miklu betri hjá mér.

Ég er nánast búin að leggja joggaranum og get ekki beðið með að verðlauna mig þegar 10 kg múrinn er fallinn, kanski ég versli mér eitt stk kjól og ný ræktarföt þar sem mín eru orðin sjúskuð og alveg að verða of stór.

Það var ekkert svo erfitt að láta mér líða miklu miklu betur í líkamanum og örlítið á sálinni, svo miklu auðveldara að takast á við daginn.  Ég get þetta alveg, þarf bara smá vilja.  Ég VEIT að sálin verður miklu betri þegar við fáum góðar fréttir 8.sept.

GETA, ÆTLA, SKAL.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert svo mikil hetja Áslaug ! Enda ertu orðin fyrirmyndin mín Mér finnst æðislegt að vera byrjuð með þér í einkaþjálfuninni og smitast af kraftinum og viljanum í þér. Ég ætla mér sko sama markmið og þú og skulum við skála þegar við náum því

Stína (Garðars) (IP-tala skráð) 23.8.2011 kl. 12:18

2 Smámynd: Óskar Örn Guðbrandsson

Ég skal vera með - sko að skála... :)

Óskar Örn Guðbrandsson, 23.8.2011 kl. 13:03

3 identicon

Snillingur ertu, það er nú bara staðreynd að ef sálin er í kör fer líkaminn það líka svo um að gera að nýta og njóta kroppsins :9

Þetta er frábært hjá þér, dugleg :)

sigga gulludóttir (IP-tala skráð) 23.8.2011 kl. 13:12

4 identicon

ÞETTA er eitthvað sem margir mættu taka  sér til fyrirmyndar - til hamingju....

Ása ( ókunnug) (IP-tala skráð) 23.8.2011 kl. 13:46

5 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

þú ert mikil hetja og lika dugleg Áslaug mín knús og kram

Guðrún unnur þórsdóttir, 23.8.2011 kl. 16:07

6 identicon

Mikið rosalega ertu dugleg Áslaug, ég mætti taka þig til fyrirnyndar.

Maður finnur sér alltaf afsökun fyrir að gera ekkert í sínum málum.

Bara áfram þú!!!!!

Lilja Ókunnug (IP-tala skráð) 23.8.2011 kl. 16:27

7 identicon

Þú ert mögggnuð!! Svaka flottur árangur hjá þér og þú ert greinilega búin að finna þín lífsstíl:) Go girl!

Kristín (IP-tala skráð) 23.8.2011 kl. 18:10

8 identicon

Flott hjá þér, duglega G-Æ-S og baráttukona!  Gangi þér allt í haginn með æfingarnar.

Vala G (IP-tala skráð) 23.8.2011 kl. 19:04

9 identicon

Vá hvað þú ert dugleg Áslaug. Ég fylgist nú alltaf með ykkur fjölskyldunni í fjarlægð þar sem mamma þín passaði tvö af börnunum mínumþegar hún var dagmamma :0)

Ég væri nú rosa spennt að fá upplýsingar um þennan einkaþjálfara sem þú ferð til, þú ert mikil hvatning fyrir aðra :0)

Kveðja

Guðbjörg Oddsdóttir

gudbo@talnet.is

Guðbjörg Oddsdóttir (IP-tala skráð) 23.8.2011 kl. 19:11

10 identicon

Mjög hvetjandi lestur, gangi þér hrikalega vel :)

Guðrún Edda (IP-tala skráð) 23.8.2011 kl. 19:30

11 identicon

Nú stöndum við öll upp og hrópum þrefalt húrra, þú ert hetja Áslaug.

gþ (IP-tala skráð) 23.8.2011 kl. 19:50

12 identicon

Einstök færsla hjá þér og ef ég les hana vel þá finn ég mikið af fallegum tilfinningum og mikið af lærdóm.  Þú ert svo flott kona, svo ótrúlega dugleg, finnur það jákvæða með kærleikanum og þú getur og skalt.  Fallegu börnin þín eru þér hvatning og ekkert er fallegra í veröldinni...... og ég efast ekki um að hann Skari þinn er þinn styrkur. Ég lít upp til þín  og takk fyrir að vera þú.

 Bið guð að gæta ykkar og við tendrum ljósin. 

með kærleikskveðju 4 barna mamman

4 barna mamman (IP-tala skráð) 23.8.2011 kl. 21:18

13 identicon

Glæsilegt hjá þér  Þú ferð létt með 10 km næsta sumar !!! 

Jóhanna G. Ól (ókunnug) (IP-tala skráð) 23.8.2011 kl. 22:35

14 identicon

Frábæra kona, ég dáist endalaust að þér fyrir svo marga hluti. Baráttukveðjur til þín og þinna.

Ragna (IP-tala skráð) 23.8.2011 kl. 22:38

15 identicon

Skál fyrir þér ofurkona og fyrirmynd....ert bara langbest:)
Áfram svona bestust...en hvað er ég að hvetja þig áfram,ég sem hreyfi ekki á mér litla fingur einu sinni:):):)

Svo ertu inná milli öll þín verkefni að hvetja og styrkja aðra,takk takk....
Kveðjur...

Halldór Jóh (IP-tala skráð) 23.8.2011 kl. 22:45

16 identicon

Ótrúlega flott hjá þér. Ég kannast við þetta ..... komst varla 500 metra fyrir ári en hljóp 10 km núna í maraþoni! Haltu áfram .... þú ert frábær! Kv. Ásdís

Ásdís Ásgeirsdóttir (IP-tala skráð) 23.8.2011 kl. 22:53

17 Smámynd: Ragnheiður

Þú ert duglegust af öllum í heiminum !

Ragnheiður , 24.8.2011 kl. 05:33

18 identicon

Váááá... mikið svakalega er þetta flottur árangur hjá þér, skil vel að þú hlakkir til að komast í hreyfinguna þína ;o) Þekki það af eigin reynslu hvað hún gerir manni gott :-)

Gangi þér vel áfram!!!

Kv. frá DK

Begga Kn. (IP-tala skráð) 24.8.2011 kl. 06:20

19 identicon

Frábært, frábært, frábært

Yndislegt að ná markmiðum sínum og hugsa vel um sjálfa sig sem gefur þér meiri orku til að sinna börnunum þínum og öðrum í kringum þig.  Hægara sagt en gert og þú átt hrós skilið fyrir þitt framtak sem mun örugglega ýta við enn fleirum.

Hrafnhildur Ýr (IP-tala skráð) 24.8.2011 kl. 09:58

20 Smámynd: Sólveig Adamsdóttir

Þú ert einfaldlega algerlega EINSTÖK Áslaug og vinnur afrek hvar sem þú ert.

Það er ekki skrítið að börnin þín og Stjarnan séu eins og þau eru, en þau eru ekki eingetin og Óskar á örugglega sinn þátt í þeirra karakter.

Áfram gakk duglega Einstaka Áslaug Ósk

Sólveig Adamsdóttir, 24.8.2011 kl. 11:00

21 identicon

Þú ert frábærlega dugleg,til hamingju með árangurinn

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 24.8.2011 kl. 13:38

22 identicon

Vá hvað þú ert dugleg!

Þorbjörg (IP-tala skráð) 24.8.2011 kl. 18:13

23 identicon

Vá hvað ég dáist að þér. Akkúrat það sem ég er búin að vera að hugsa um í marga, marga mánuði en geri aldrei neitt! Nú hef ég enga afsökun lengur:) Frábær lesning, þú ert ótrúleg! Gaman væri nú að sjá mynd af þér þegar múrinn er fallin!

Kristín Pétursdóttir (Ókunnug) (IP-tala skráð) 25.8.2011 kl. 10:47

24 identicon

Þvílík hetja sem þú ert (og þið öll) og til hamingju með glæsilegan árangur. 

Berglind (IP-tala skráð) 25.8.2011 kl. 11:33

25 identicon

Glæsilegt hjá þér Áslaug :) Ætla að taka þig til fyrirmyndar :) Óskar og krakkarnir eru heppnir að eiga manneskju eins og þig :)

Bestu kveðjur að norðan :)

Esther (IP-tala skráð) 25.8.2011 kl. 20:53

26 identicon

Þú ert langflottust og ég ætla að taka þig til fyrirmyndar:-)

Anna Óskarsdóttir (IP-tala skráð) 26.8.2011 kl. 17:29

27 identicon

Þetta kalla ég að tækla hlutina , snilld

Bylgja (IP-tala skráð) 27.8.2011 kl. 15:49

28 identicon

Dugleg ertu! Það ættu margir að taka þig til fyrirmyndar. Þú ert hetja!

Arna Ósk (IP-tala skráð) 27.8.2011 kl. 19:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband