Leita í fréttum mbl.is

Þuríður Arna: "mamma, viltu gefa mér epli svo ég fái kraftinn minn"

Maístjarnan mín er búin að vera frekar hress síðustu daga.  Hún er að njóta sín í skólanum, auðvidað er hún algjörlega búin á því á kvöldin eða þegar það líður á daginn og verður að fá sér smá kríu en hún er að njóta þess að vera til og vera innan um skólasystkinin sín.  Síðustu þrjá daga er hún búin að krampa tvisvar sinnum, einsog eftir krampinn í gær var hún gjörsamlega búin á því og sofnaði innan nokkra mínúta frá krampanum.  Hægri hendin hennar er ekki í mikilli notkun og hún finnur greinilega að það er ekki mikill kraftur í henni þar sem hún sagði þetta við mig í morgun "mamma viltu gefa mér epli svo ég fái kraftinn minn".   Hún er einmitt alltíeinu byrjuð að vera dugleg að biðja um banana og fleiri ávexti því þá segist hún fá kraft en hún er ekki vön að vilja neitt af því.

Það styttist óðum í rannsóknirnar hennar (8.sept) og auðvidað erum við ótrúlega stressuð og kvíðin, það fer aldrei af manni.  Þó svo við vorum búin að fá góðar fréttir fimm rannsóknir í röð þá breytist það ekki, við áttum t.d. að ekki von á því að hún væri að greinast aftur fyrir 14 mánuðum enda benti ekkert til þess.

Blómarósin mín er LOKSINS að blómstra í skólanum, síðasti vetur var hreint "helvíti" fyrir mig að horfa uppá hana óhamingjusama og ekki njóta sín í skólanum.  Fara með hana hágrátandi í skólann fór alveg með mömmuhjartað og ég grét bara með henni.  Fyrsta skipti segir hún að það er ótrúlega gaman í skólanum og hlakki til að fara aftur á morgun, bara gaman!  Þið getið ekki ímyndað ykkur hvað það er gaman að sjá hana blómstra svona.

Gull-drengurinn minn er farinn að taka nýja leikskólann í sátt, er bara orðinn fúll við mig ef ég kem of snemma að ná í hann sem er að sjálfsögðu bara gaman.  Það kemst ekkert annað að hjá honum en fótbolti og aftur fóbolti, honum finnst ekki nóg að æfa tvisvar sinnum í viku og heimtar meir.  Við ákváðum að taka Stöð2sport í mánuð bara fyrir hann svo hann gæti fylgst með sínu liði sem er Arsenal svo hann var ekki lengi að hringja í afa Hinrik í gær og bjóða honum að koma yfir og horfa með sér á þeirra lið í dag.  Það er sem sagt ekki lengur barnaefni í sjónvarpinu BARA fótbolti, ekki allir sáttir með það. 

Sjarmatröllið mitt er bara glaður einsog alltaf, elskar nýja leikskólann sinn og elskar að vera til.  Frekar áyggjulaus einsog maður á að vera þegar maður er bara tveggja ára.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

Guðrún unnur þórsdóttir, 28.8.2011 kl. 15:52

2 identicon

Æ hetjan mikla....hún er ótrúleg þessi elska...Megi þessir krampar hverfa hið fyrsta...

FRÁBÆRT að heyra með Blómarósina....og megi hún blómstra enn meir...

Eins með Gulldrenginn blessaðann... það er spurning að skella sér til Hr.Wenger og já kemur kanski ekki aftur,skrifar undir samning:):)

Er afinn þá broshýrari nú hmhm 3-1 yfir..

Fjölga Tv.....

Sjarmatröllið er bara já meir en Sjarmör..megi hann bara halda því áfram,og sleppa við það sem börnin eiga EKKI þurfa að hafa áhyggjur af...

Þið eigið BARA FRÁBÆR börn...og þið eruð bara meir en EINSTÖK...

Knús í hús...

Halldór Jóh. (IP-tala skráð) 28.8.2011 kl. 16:23

3 identicon

Sæl Áslaug

Mig langaði  bara að segja þér það að ég rakst á þig á laugardaginn í búðinni Til sjávar og sveita en auðvitað þekki ég þig ekkert nema af blogginu... þó að mér finnist ég þekkja þig og var næstum búin að heilsa hahah en allavega þú lítur gordjöss út sé hvað þú hefur grennst og ert sæt og fersk.

kv.Munda

Guðmunda (IP-tala skráð) 29.8.2011 kl. 10:07

4 identicon

Kristín (IP-tala skráð) 29.8.2011 kl. 17:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband