Leita í fréttum mbl.is

16 mánuðum síðar

Það er alveg ótrúlegt að þessar myndir voru teknar fyrir 16 mánuðum:
P5268433
Hérna er Maístjarnan mín nýkomin úr sýnistökunni.
P5268443
Og þessi nokkrum klukkustundum eftir aðgerðina, komin á Barnaspítalann.  Sjö mánuðum eftir aðgerðina leit hún ekki svona út en kanski einn daginn mun ég birta erfiðustu mynd sem ég hef séð af Maístjörnunni minni í fullri sterameðferð en það er ekki komið að þeim degi, alls ekki tilbúin til þess.

Í dag sést ekkert á Maístjörnunni minni að hún er eitthvað búin að vera í sterameðferð, loksins er öll bjúg farin af henni og hún orðin HÚN.  Reyndar hef ég kanski smá áhyggjur af henni þar sem hún nærist ekkert rosalega vel (og "horast" niður) en það eru víst óþarfa áhyggjur segir hjúkkan þar sem hún getur átt erfitt með að nærast alveg ári eftir að sterameðferð ljúki.  Hún er samt ofsalega hress fallega stjarnan mín, nýtur þess að hreyfa sig bæði í sjúkraþjálfun og fimleikunum.

Ég er að "glíma" við mikla streitu og ákvað að kyngja stolltinu í gær og skrá mig úr skólanum, það var bara of mikið því verr og miður.  Stundum heldur maður að við getum allt alveg sama hvað en það á víst ekki við mig, þetta var erfið ákvörðun en skólinn fer ekki neitt en heilsan gæti versnað ef ég hugsa ekki vel um sjálfan mig sem ég verð að gera þessar vikurnar.  Sjö ár af erfiðum veikindum geta tekið örlítið á þó svo ég sé ekki veiki einstaklingurinn en að þurfa að horfa uppá Maístjörnuna mína kveljast endalaust er ekki eitthvað sem einhver óskar sér, tekur á alla vöðva.
 
307810_1529999866091_1717565116_778699_575752064_n
Fallega Maístjarnan mín, reyndar sama myndin og hér fyrir neðan nema ég er bara búin að klippa hana einsog þið sjáið.

Kanski ég skreppi bara í uppáhalds saumabúðina mína "Ömmu mús" og versli mér eitt stk jólaútsaum og reyni að gleyma mér eitthvað við það.

Áslaug ofsalega þreytta en samt hamingjusama, stjarnan mín nefnilega í góðu formi þessar vikurnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég sendi þér fallegar hugsanir.

kv gþ

gþ (IP-tala skráð) 28.9.2011 kl. 14:37

2 identicon

 Mér finnst þú hafir tekið mjög viturlega ákvörðun með skólann.

Enda held ég að þú sért sérfræðingur í viturlegum ákvörðunum.

kær kveðja frá Sólveigu

Sólveig (IP-tala skráð) 28.9.2011 kl. 15:54

3 identicon

Gott hjá þér, hugsaðu líka um sjálfa þig það er erfitt að hugsa vel um börnin sín ef maður er allur í rusli sjálfur ;)

Dísa (IP-tala skráð) 28.9.2011 kl. 19:35

4 identicon

Tek endalaust að ofan fyrir ykkur...
Kveðjur..

Halldór Jóh. (IP-tala skráð) 28.9.2011 kl. 23:30

5 identicon

Kyngja stoltinu??? Mér finnst þú geta verið stolt af sjálfri þér fyrir það að sjá/viðukenna að þetta var ekki að ganga upp ;o)

Gangi ykkur allt í haginn og ég vona að þú haldir áfram að vera duglega að rækta sjálfa þig, því að það auðveldar þér að vera til staðar fyrir Maístjörnuna ykkar...

Kærar kveðjur úr haustblíðunni í DK :-)

Begga Kn. (IP-tala skráð) 29.9.2011 kl. 10:26

6 identicon

Ánægð með þig og stolt af þér, það er gáfulegt að þekkja sín mörk og forgangsraða sjálfum sér :) Gott hjá þér stelpa.

knús

sigga gulludóttir (IP-tala skráð) 29.9.2011 kl. 10:40

7 identicon

Þú stendur þig eins og hetja Áslaug....

Ekki gleyma að rækta þig næstu vikurnar....

Ég mæli með út að borða með góðri vinkonu, nuddi, út að ganga/ræktin, taka góðan tíma fyrir þig á daginn eða á kvöldin og muna að biðja um hjálp ef þig vantar hana hjá öllu þessa góðu fólki sem er i kringum þig!

 Gangi þér vel og auðvitað ykkur öllum

Margrét bláókunnug kona sem lesið blokkið þitt :) (IP-tala skráð) 29.9.2011 kl. 12:41

8 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

knús til ykkar allra

Guðrún unnur þórsdóttir, 29.9.2011 kl. 12:53

9 identicon

Þið eruð hetjur öll og fyrirmyndir að öllu leyti :)

Berglind Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 29.9.2011 kl. 21:31

10 identicon

Orkukveðjur! Persónulega finnst mér þú hafa tekið góða og skynsamlega ákvörðun. Þið eruð ótrúlega dugleg fjölskylda :)

Hulda (IP-tala skráð) 1.10.2011 kl. 00:01

11 identicon

Mér finnst þú nú vera dugnaðarforkur þó þú hættir í náminu um stundarsakir. Þú átt stóra fjölskyldu sem á hug þinn allan.

Að ég tali nú ekki um alla girnilegu kjúklingaréttina sem þú ert svo dugleg að deila með öðrum. Mitt í öllum erfiðleikum og áhyggjum af Maístjörnunni og Blómarósinni.

Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 2.10.2011 kl. 10:42

12 identicon

Þú stendur þig vel eins og alltaf , skólin fer ekkert þú getur alltaf byrjað aftur í honum 

kv. Dagbjört

Dagbjört Jakobsdóttir (IP-tala skráð) 9.10.2011 kl. 00:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband