Leita í fréttum mbl.is

Maístjarnan mín

Sjúkraþjálfi Maístjörnu minnar kom með þá hugmynd að panta "sérútbúið" hjól fyrir hana þar sem hún getur ekki hjólað á venjulegu hjóli nema með hjálpardekkjum og það er náttúrlega ekkert rosalega gaman fyrir stúlku á tíunda ári að vera á 20" hjóli með hjálpardekkjum. Við vildum það að sjálfsögðu svo í haust fór Maístjarnan okkar í "mátun" á hjóli og svo fór umsóknarferlið í gang.  Sjúkraþjálfinn okkar var búinn að vara okkur við að það væri mjög erfitt að fá svona hjól samþykkt hjá Tryggingastofnun enda rosalega dýrt og svo líka erfitt að uppfylla öll skilyrðin til að fá hjólið.  En um leið og við sáum hjólið þá hugsuðum við "Maístjarnan okkar verður að fá svona hjól, alveg sama hvað það kostar.  Þó svo við þurfum að reyna finna nokkra hundrað kalla til að auka hennar lífsgæði þá gerum við það".  Við gerum ALLT til að henni líði sem best.  Við vorum meira að segja farin að skoða svona hjól sjálf þar sem við vorum ekkert bjartsýn á fá samþykkt því við höfðum bara heyrt af neitunum.  Í gær hafði sjúkraþjálfinn svo samband og viti menn Maístjarnan mín fékk samþykkt hjól fyrir sig, svona líka flott hjól sem hún njóta í botn að hjóla um sveitina okkar.  Þið getið ekki ímyndað ykkur hvað þetta mun bæta lífsgæðin hjá henni og þið hefðuð átt að sjá svipinn á minni þegar við tilkynntum henni þetta í gær, VÁVH hún var sú allra hamingjusamasta. 

Maístjarnan mín er annars að kvarta mikið undan hausverk, við vitum náttúrlega ekki hvað það merkir?  Hún harðneitar að fara í skólann á morgnanna, veit ekki alveg hvort henni finnist svona mikill hávaði í skólanum eða hvort henni finnist bara svona leiðinlegt??  Ég hef allavega áhyggjur af henni.

Nóvember kominn sem er einn af okkar uppáhalds mánuðum.  Sjarmatröllið okkar verður t.d. 3 ára í þessum mánuði og það er sko talið í þann dag.  Gull-drengurinn minn er líka alveg með það á hreinu hvað það eru margir dagar til jóla.  Við erum öll mega spennt fyrir jólunum en ekki hvað þar sem þau verða þau allra bestu, ég er meir að segja búin að panta sveinka til að koma til okkar 22.des en auðvidað vita þau það ekkert.  Núna skal Maístjarnan mín fá sín BESTU jól ever og njóta þeirra í botn.

Eigið góða helgi, við förum mjög hamingjusöm inní helgina þrátt fyrir mikla hausverki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Sigurdís Oddsdóttir

Frábærar hjólafréttir!! Hlakka til að sjá mynd af skvísunni á hjólinu!

Vona að hausverkjapúkinn fari að yfirgefa Stjörnuna.

Edda Sigurdís Oddsdóttir, 3.11.2011 kl. 10:41

2 identicon

Þetta eru aldeilis frábærar fréttir, vona bara að hún fái hjólið fljótt þannig að hún geti hjólað eitthvað áður en snjórinn kemur.

Njótið nóvembers :-)

Trú, von og kærleikur - Helga

Helga (IP-tala skráð) 3.11.2011 kl. 12:27

3 identicon

Elsku Áslaug og þið öll hin. 

FRÁBÆRT AÐ HEYRA, var einmitt í upphafi lesturs á þessu bloggi að hugsa,  ef hún hefur fengið nei þá verður bara að safna fyrir hana.

En er nokkur hætta á að einhver hafi strítt Stjörnunni í skólanum, því hún neitar að fara, nei af því hún hefur verið svo glöð þar.  Þetta er kannski út í hött hugdetta en ég nefni þetta samt, það er svo mikið talað nú um allskonar einelti.

Vona að þið eigið yndislega helgi og Stjarnan hafi ALLSEKKI höfuðver.

Knús í hópinn 

frá Sólveigu

Sólveig (IP-tala skráð) 3.11.2011 kl. 15:43

4 identicon

Til hamingju med hjòlid,rosalegt lydur tìminn hratt,sjarmatrøllid er "nyfætt"

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 3.11.2011 kl. 18:10

5 identicon

Yndislegt að hún skuli fá hjólið!!! Til hamingju með það :-)

Með ósk um yndislega, hausverkjalausa helgi...

Kær kv. frá DK

Begga Kn. (IP-tala skráð) 4.11.2011 kl. 07:31

6 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

Guðrún unnur þórsdóttir, 6.11.2011 kl. 17:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband