Leita í fréttum mbl.is

Þreyta.is og lungabólga

Það er komin mikil þreyta í fjölskylduna ekki bara foreldrana heldur erum við líka farin að finna að álagið er farið að hellast á Blómarósina mína og Gull-drenginn okkar.  Þau sýndu það um helgina en þau eru ekki vön að sýna þessar tilfinningar einsog þau gerðu en þau brotnuðu bæði niður og þurftu bara ennþá meira knús en venjulega.  Auðvidað er erfitt fyrir þau að eiga langveika systir og vita aldrei hvernig morgundagurinn verður en það er samt gott að þau geta sýnt þessar tilfinningar.  Ég finn að þau eru farin að þrá smá frí svo við getum ekki beðið eftir jólunum, þau ætlum við að nýta í hvíld og gera eitthvað skemmtilegt saman.  Get ekki beðið með að gera allt og ekkert með þeim.

Ég var annars að koma af spítalanum með Maístjörnunni minni en hún er komin með lunga- og berkjabólgu, sem sagt komin á sýklalyf og púst.  Henni finnst aldrei leiðinlegt að fara í heimsókn á spítalann og kíkja á leikstofuna í leiðinni.  Þannig núna erum við mæðgur bara að dúllast heima og hafa það bara kósý sem Maístjörnunni minni finnst ALLS EKKI leiðinlegt.

Stutt í dag, hef varla orku í að pikka á tölvuna mína.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tendrum ljósin og sendum ykkur öllum orkuknús.  Æi litlu skinnin öll sömul þetta er ekki auðvelt og ekki skrýtið þó að það bresti stundum.  Vonandi verður Þuríður fljót að rífa þetta úr sér. 

Ljós og kærleikur yfir fjöllin

kveðja 4 barna mamman

4 barna mamman (IP-tala skráð) 5.12.2011 kl. 13:54

2 identicon

Elsku fallega familía

Við skulum kalla Guð í þetta verkefni, þurrka út þreytuna og lækna fallegu stjörnuna, sem er búin að ná sér í pest að vísu með lungnabólgu.

Enda löngu búið að ákveða að þetta yrði desember heilbrigðis.

Nú eru engir kallar aðgengilegir á síðunni.

Sendi stærsta knúsið.

frá Sólveigu

Sólveig (IP-tala skráð) 5.12.2011 kl. 15:12

3 identicon

Kristín (IP-tala skráð) 5.12.2011 kl. 23:49

4 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

Guðrún unnur þórsdóttir, 6.12.2011 kl. 01:09

5 identicon

Elsku Áslaug og fjölskylda.

Ég vona svo innilega að Maístjarnan verði fljót að ná sér af þessum leiðinda veikindum og að þið fáið að njóta aðventunar og jólanna í rólegheitum og algjöru dekri. Hugsa oft og mikið til ykkar og bið fyrir ykkur. Bið að kærlega vel að heilsa mömmu þinni Áslaug ;) og öllum hinum líka. Gaman að sjá myndir af henni fallegu Oddnýju Erlu sem er hörku stelpa. Farið vel með ykkur. Knús í hús, Kristín Amelía.

Kristín Amelía Þuríðardóttir (IP-tala skráð) 6.12.2011 kl. 10:09

6 Smámynd: Ragnheiður

Orkuknús elskulega Áslaug mín

Ragnheiður , 7.12.2011 kl. 14:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband